Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Blaðsíða 29
skammaður fyrir varnarleik í bumbu- boltanum. Alltént var reglan ekki ófrávíkj- anlegri en svo að afgreiðslumaðurinn skipti um skoðun og leysti Loverboy aftur til sín og lét mig hafa snælduna. Gott ef hann borgaði mér ekki á milli líka. Sennilega hefur hann séð sæng sína upp reidda, ella hefði ég verið lík- legur til að standa við borðið hjá hon- um fram að lokun – og jafnvel lengur. Að því búnu rauk ég þráðbeint út að Nætursölu og náði vagninum aftur í Þorpið. Og svei mér ef þríburapabb- inn lét hann ekki svífa á bakaleiðinni! Ég á þessa merku hljómsnældu enn og geymi hana á góðum stað á sveitasetri mínu – við hliðina á Tony Adams-treyjunni og gítarnögl sem Rob Trujillo notaði í Egilshöllinni sumarið 2004. Hvers vegna er ég að rifja þetta upp núna? spyrjið þið ykkur vænt- anlega. Jú, fjörutíu ár eru um helgina liðin frá því Eddie, Old Bob, Dick and Gary með Tenpole Tudor kom út. Ef- laust hefur tekið einhverjar vikur eða mánuði fyrir frægð þeirra að skola á land á Akureyri, í öllu falli sé ég nú að Get Lucky með Loverboy kom ekki út fyrr en í október sama ár. Það þýð- ir að heimsókn mín í plötubúðina hef- ur ekki átt sér stað fyrr en í nóv- ember eða desember 1981. Að minnsta kosti leið ekki á löngu þar til ég eignaðist aðra breiðskífu Tudor- anna, Let the Four Winds Blow, en hún kom út í nóvember 1981. Hana keypti ég í vínylplötuformi og skipti í það sinnið við hljómdeild KEA í Hafnarstrætinu. Brennt barn forðast eldinn. Wikimedia Tenpole Tudor þegar sem mestur völlur var á rokkabillípönkbandinu góða árið 1981. F.v. Gary Long, Edward Tudor-Pole, Bob Kingston og Dick Crippen. 18.4. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 AÐLÖGUN Fyrst var það skáld- saga, síðan bíómynd með Harrison Ford og nú er The Mosquito Coast orðin að sjónvarpsþætti. Justin Theroux fer með aðalhlutverkið en hann er einmitt bróðursonur höf- undar skáldsögunnar, Pauls Ther- oux. Hermt er af uppfinningamann- inum Allie Fox sem er á flótta undan yfirvöldum í Bandaríkjunum og sest að í Mexíkó ásamt eigin- konu sinni, Margot, sem Melissa George leikur. Þátturinn hefur göngu sína á Apple TV+ 30. apríl. The Mosquito Coast á skjáinn Melissa George leikur í þættinum. AFP BÓKSALA 7.-13. APRÍL Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Handbók fyrir Ofurhetjur 6 Elias/AgnesVahlund 2 Herra Fnykur David Walliams 3 Barnið í garðinum Sævar Þór Jónsson/ Lárus Sigurður Lárusson 4 Bókasafnsráðgátan Martin Widmark 5 Stríð og kliður Sverrir Norland 6 Í leyndri gröf Viveca Sten 7 Rím og roms Þórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn 8 Eldarnir Sigríður Hagalín Björnsdóttir 9 Oreo fer í skólann Sylvia Erla Melsted 10 Undir 1000 kr. fyrir tvo Áslaug Björg Harðardóttir 1 Eldarnir Sigríður Hagalín Björnsdóttir 2 Aprílsólarkuldi Elísabet Jökulsdóttir 3 Bróðir Halldór Armand 4 Aðferðir til að lifa af Guðrún Eva Mínervudóttir 5 Dvergurinn frá Normandí Lars-Henrik Olsen 6 Dýralíf Auður Ava Ólafsdóttir 7 Hið heilaga orð Sigríður Hagalín Björnsdóttir 8 Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson 9 Bókasafn föður míns Ragnar Helgi Ólafsson 10 Dauðabókin Stefán Máni Allar bækur Innbundin skáldverk Eins og svo oft áður er ég með nokkrar bækur í vinnslu, sumar á pappír en líka hljóðbækur. Ég er nýbyrjuð á hljóðbókinni The Rose Code eftir Kate Quinn. Fyrri bækur hennar The Alice Net- work og The Huntress héldu mér fram á síð- ustu blaðsíðu og því beið ég spennt eftir The Rose Code. Skáldsögur Kate Quinn gerast í síðari heimsstyrj- öld og í þessari bók erum við stödd í Bletchley Park. Þar eru þrjár ólíkar konur að hefja störf við að leysa dulkóðun í von um að hjálpa til við að vinna stríðið og um leið breyta lífi sínu til hins betra. Ég er langt komin með Snert- ingu eftir Ólaf Jó- hann Ólafsson og tími eiginlega ekki að klára hana alveg strax. Ólafur Jóhann er einn af mínum uppáhalds- höfundum og eins og svo oft áður tekst honum að fara með mig í ferðalag endurminninga og upp- gjörs. Í þetta sinn er tebolla pakk- að í töskuna og ferðinni heitið til Japan. Talandi um Jap- an, þá las ég ný- lega stutta jap- anska skáldsögu í anda Allt í himnalagi hjá Eleanor Oli- phant. Bókin heitir Convenience Store Woman og fjallar um Keiko Furukura, 36 ára konu sem hefur frá bernsku átt erfitt með að skilja reglur samfélagsins. Þegar hún var 18 ára hóf hún störf í matvöruverslun og fannst hún loksins hafa fundið sína hillu. Þegar hún sýnir engin merki um að stefna á há- leitari markmið fer fjölskylda hennar og kunn- ingjar að ýta á eftir því að hún „haldi áfram með líf sitt“. Keiko gerir sitt besta til þess að uppfylla samfélagslegar kröfur, en þó á sínum eigin forsendum og út- færslan verður vægast sagt skrautleg. Síðasta bókin sem ég ætla að nefna er ekki skáldsaga, heldur er hún fræðileg og heitir Invisible Women: Data Bias in a World Designed for Men. Þar fjallar Caroline Criado Perez um ýmis viðfangsefni, allt frá almenn- ingsklósettum til snjómoksturs og skoðar þau með kynjagler- augum. Hún fjallar um það hvernig það gleymist oft að skoða kynjabreytuna og að áhrifin verði þau að það halli gjarnan á konur þar sem karlar verði viðmiðið en konur frávik. Þetta er áhugaverð bók en ekki fljótlesin, ég hef bara verið að lesa einn kafla í einu. TINNA ÞURÍÐUR ER AÐ LESA Ferðalag endurminninga Tinna Þuríður Sigurðardóttir er tölvunar- fræðingur. Tenpole Tudor var stofnuð í Bretlandi árið 1977 af söngv- aranum Edward Tudor-Pole, gítarleikaranum Bob Kings- ton, bassaleikarnum Dick Crippen og trymblinum Gary Long. Þar af leiðir nafn fyrstu breiðskífunnar, Eddie, Old Bob, Dick and Gary, sem er tilbrigði við gamalt stef í ensku máli, any old Tom, Dick or Harry. Fimmti maðurinn var raunar genginn í bandið þegar platan kom út. Sá heitir því ágæta nafni Munch Uni- verse. Lög eins og Swords of a Thousand Men og Wünderbar náðu bærilegu flugi en skömmu eftir næstu plötu, Let the Four Winds Blow, sem einnig kom út 1981 og innihélt smellinn Throwing My Baby Out With the Bathwater, leystist bandið upp. Tudor-Pole, sem er svo sem nafnið gefur til kynna af merkum aðalsættum, einbeitti sér að leiklist lengi eftir það en hefur í seinni tíð dustað rykið af Tenpole Tudor. Er þó eini upprunalegi meðlimurinn í bandinu í dag. Frægðarsólin skein ekki lengi Edward Tudor-Pole er karl í krapinu. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is samlegt ka nýmalað, engin h lki. á y –

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.