Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 2
Eldgosið í Geldingadölum 19. mars -3. maí Flatarmál hrauns, km2 Rúmmál hrauns, milljónir m3 Hraunflæði, km3/s 19. 3. 24. 3. 29. 3. 3. 4. 8. 4. 13. 4. 18. 4. 23. 4. 28. 4. 3. 5. 19. 3. 24. 3. 29. 3. 3. 4. 8. 4. 13. 4. 18. 4. 23. 4. 28. 4. 3. 5. 19. 3. 24. 3. 29. 3. 3. 4. 8. 4. 13. 4. 18. 4. 23. 4. 28. 4. 3. 5. 1,41 23 7,5 Myndataka úr lofti Pleiades gervitungl TF-FMS sniðmælingar Riegel Lidar 3.maí var flatarmál hraunsins um 1,41 ferkílómetrarsem er á við meira en 200 Laugardalsvelli Hraunið er orðið um 23 milljónir rúmmetrar ogmyndi því fylla 23.000 Laugardalslaugar Hraunrennslið er um 7,5 rúmmetrar á sekúndu sem eruum 30 vörubílshlöss á mínútu Heimild: Jarðvísindastofnun Ný gosop Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hættusvæðið umhverfis gosstöðv- arnar í Geldingadölum hefur verið stækkað vegna breytinga á gos- virkninni. Öflugustu kvikustrókarnir úr gígnum teygja sig í allt að 200-300 metra hæð. Gjóska berst frá gígn- um og hafa 5-15 sentimetra stórar bombur fundist nokkur hundruð metra frá gígnum, að sögn lögregl- unnar á Suðurnesjum. Hættusvæði af völdum hraunbombanna er met- ið vera í 400 metra radíus kringum gíginn í logni. Ef vindur fer í 15 metra á sekúndu stækkar radíus hættusvæðisins í 650 metra. Engin merki voru um það í gær að eldgosið í Geldingadölum væri að gefa eitthvað eftir. Hraun- rennslið í vikunni 26. apríl til 3. maí var að meðaltali 7,5 rúmmetr- ar á sekúndu. Það er heldur hærri tala en fékkst í síðustu viku en svipuð hraunrennslinu í vikunni þar á undan, samkvæmt frétt Jarð- vísindastofnunar Háskóla Íslands. Talsverðar breytingar Nýjustu gögn um stærð hrauns- ins og hraunrennsli eru byggðar á loftmyndum sem teknar voru með Hasselblad-myndavél Náttúru- fræðistofnunar Íslands í fyrradag. Myndirnar voru notaðar til að vinna eftir þeim landlíkön af hrauninu í og umhverfis Geldinga- dali. Flogið var með flugvél Garða- flugs í ljósmyndaflugið. Mesta breytingin í síðustu viku reyndist vera í dældinni á milli Stóra-Hrúts og hnjúkanna austan Geldingadala og í hrauntungunni þaðan niður í Meradali. Í frétt Jarðvísindastofnunar HÍ frá í gær segir að skipta megi þeim 45 dögum sem liðnir voru frá upphafi gossins 19. mars gróflega í þrennt. „Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkenndist af fremur stöðugu en þó örlítið minnkandi hraunrennsli. Rennslið lækkaði úr 7-8 m3/s í 4-5 m3/s á tveimur vik- um. Annað tímabilið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opnun nýrra gosopa norðan við upphaf- legu gígana. Hraunrennsli var nokkuð breytilegt, á bilinu 5-8 m3/s. Þriðja tímabilið, síðustu tvær vikur, hefur einn gígur verið ráð- andi og kemur nær allt hraunið úr honum. Hraunrennsli hefur heldur vaxið á þessum tíma, og er nú með því mesta sem sést hefur í gosinu.“ Hraunflæðið hefur heldur aukist - Hættusvæði umhverfis eldgíg- inn í Geldingadöl- um stækkað - Hraunbombur berast langt frá gígnum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Geldingadalir Miklar breytingar hafa orðið á eldgosinu á fyrstu 45 dögum þess. Nokkrir gígar hafa opnast en síðan lokast. Nú gýs í einum gosgíg. Eldgígur Öflugustu kvikustrókarnir úr gígnum teygja sig í allt að 200-300 metra hæð og var því ákveðið að stækka hættusvæðið í gærmorgun. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nýjar bækur í hverri viku Einungis 1.490 kr. á mánuði Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við óttumst að þetta muni kosta meira en gert var ráð fyrir í upphafi. Það var ekki á það bætandi að fá hærri launakostnað ofan á rekstur sem þegar gekk ekki,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Stjórn Sambandsins fjallaði um Gylfaskýrsluna svokölluðu um rekstrarkostnað hjúkrunarheimila á dögunum. „Þegar tekið er tillit til framlags frá sveitarfélögum sem var tæpur 1 ma.kr. og afturvirkra launa- hækkana vegna kjarasamninga er halli heimilanna samtals 2,7 ma. kr. árið 2019. Að auki dregur skýrslan fram mönnunarvanda heimilanna, en þau ná hvorki að uppfylla lágmarks- viðmið Embættis landlæknis um umönnunarklukkustundir né sam- setningu fagstétta við umönnun,“ segir í bókuninni. Þar segir enn fremur að til að ná lágmarksviðmiðum um umönnunar- klukkustundir þyrfti aðra þrjá millj- arða í reksturinn. Þá sé fyrirséð að stytting vinnuviku vaktavinnufólks, sem tók gildi um síðustu mánaða- mót, muni auka launakostnað um 10- 15%. „Óþarft á að vera að minna á að heilbrigðisþjónusta er á ábyrgð rík- isins. Það er skýlaus krafa stjórnar sambandsins að daggjöld hjúkrunar- heimila verði hækkuð strax í sam- ræmi við niðurstöður þessarar skýrslu og þá kostnaðarhækkun sem fylgir styttingu vinnutíma vakta- vinnufólks,“ segir í bókuninni. Gísli Páll Pálsson, formaður Sam- taka fyrirtækja í velferðarþjónustu, sagði við Morgunblaðið á laugardag að stytting vinnuviku vaktavinnu- fólks hefði í för með sér mörg hundr- uð milljóna króna útgjöld sem leið- rétta þyrfti. Eykur kostnað um 10-15% - Stytting vinnu- viku kemur illa við hjúkrunarheimili Morgunblaðið/Eggert Hjúkrunarheimili Stytting vinnu- vikunnar hækkar launakostnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.