Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 15
mig í einkatíma þegar ég var ekki
nema 10 ára og lét mig sitja í kjölt-
unni á sér. Þótt ég skildi ekki hvað
á gekk sagði ég frá því þegar heim
kom og mamma hringdi í skóla-
stjórann og einkatímarnir urðu
ekki fleiri. Svo var atvik í útilegu
hjá afar vinsælu trúarfélagi sem
alþekkt var af fjórum bókstöfum.
Síðasta kvöldið kom einn hinna
fullorðnu inn í tjaldið hjá mér og
félaga mínum. Hann vildi bara
bjóða góða nótt sagði hann, en
smeygði hendinni ofan í svefnpok-
ana og vildi káfa á lærunum á okk-
ur. Við sluppum með skrekkinn en
fórum ekki í fleiri útilegur.
Lífið hafði sinn gang og allir uxu
úr grasi og fyrr eða síðar kom
eldskírnin; þegar tækifærið gafst
og hin langþráða kynlífsopinberun
gerðist. Auðvitað var það í kolniða-
myrkri og maður hefði eins vel
getað verið blindur. Þrátt fyrir
sárgrætilega fávisku og fum og fát
tókst framkvæmdin að mestu leyti.
Því má samt ekki neita að sú hugs-
un læddist að manni eftir á að
þetta hefði ekki verið eins merki-
legt og maður hafði búist við. En
áríðandi áfangi í lífinu var það
vissulega og nú var maður orðinn
maður með mönnum.
Þótt flestir af minni kynslóð
hefðu liðið næstum algjöran skort
á kynfræðslu tókst miklum meiri-
hluta samferðamanna minna og
-kvenna að finna sér lífsförunaut
og uppfylla væntingar með því að
eignast börn og buru. Ekki fer
sögum af því hve mikil ánægjan
var af kynlífinu, en við verðum að
reikna með því að hún hafi bara
verið svona upp og niður. Mjög fá-
ir vilja úttala sig um það.
En nú er öldin önnur maður
minn. Allt úir og grúir af myndum
af hálf- og allsberu fólki. Og á
þeim myndum hefir ekkert verið
þurrkað út. Allir strákar eiga
snjallsíma og önnur tól þar sem
þeir geta horft á argasta klám hve-
nær sem þeir vilja. Svoleiðis klám
heitir „pornography“ á ensku. Nú-
tímastrákar á Íslandi þurfa ekki að
hlaupa út á Nes til að sjá graðfol-
ann hans Jóns athafna sig. Allt
slíkt, og miklu meira, er í snjall-
símanum í rassvasanum.
Þrátt fyrir að kynferðis- og
klámmálin ríði húsum á Fróni les
ég í Mogga að háværar raddir séu
um það að unglingana vanti kyn-
fræðslu. Einnig sé ég að svokall-
aðar kynjakonur, sem sérmennt-
aðar eru í kynferðismálum, hafa
verið að láta til sín taka. Koma
þær fram í fjölmiðlum og ræða þar
opinskátt hluti og líffæri sem hing-
að til hafa verið á huldu. Vonandi
ber herferð þeirra árangur og
unga Ísland verður nú sprenglært
í aðferðum og unaði kynlífsins.
Samt kann ég nú bara betur við
fávisku og feimni liðinna tíma. Það
er líka eitthvað svo fallegt við sak-
leysið. Þá minnist ég sögunnar af
Gvendi og Siggu, sem voru kær-
ustupar og ætluðu nú að ganga í
það allra heilagasta. Þau óku til
fógeta og hann pússaði þau saman.
Á leiðinni heim í Kópavoginn lagði
Gvendur höndina á hné Siggu.
Hún kímdi og sagði: „Þér er nú
óhætt að fara lengra, Siggi minn,
fyrst við erum nú gift.“ Og hann
ók alla leið til Hafnarfjarðar.
Ekki er hægt að enda þetta
spjall án þess að minna á að kyn-
hvötin er afar sterkt og ráðandi afl
í lífi mannsins. Og mörgum hefir
það gert slæmar skráveifur. Ein-
hvers staðar stendur skrifað: Þótt
náttúran sé lamin með lurki þá
leitar hún út um síðir.
Höfundur er fyrrverandi fisksali
og ræðismaður í Ameríku.
floice9@aol.com
UMRÆÐAN
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021
Hafnarfjarðarbær
tók Evolytes-
námskerfið í notkun
nú í vor í öllum
grunnskólum bæj-
arfélagsins. Evolytes-
kerfið er byggt á leið-
andi rannsóknum í
sálfræði sem gerir
gerir það að verkum
að nemendur geta há-
markað árangur sinn
í stærðfræði með
notkun kerfisins. Með innleiðingu
Evolytes ætlar Hafnarfjarðarbær
að efla stærðfræðikennslu fyrir
bæði kennara og nemendur.
Evolytes-námskerfið er einstakt
námskerfi sem samtvinnar skrif-
legar námsbækur, námsleik fyrir
spjaldtölvur og upplýsingakerfi til
að hámarka árangur
nemenda. Námskerfið
aðlagar sig í rauntíma
getu nemenda og veit-
ir þeim einstaklings-
miðað námsefni út frá
stöðu þeirra í náms-
efninu. Einstök nálg-
un námskerfisins leið-
ir til þess að
nemendur læra að
meðaltali fjórfalt
hraðar, eru jákvæðari
gagnvart námsefninu
og standa sig betur í
skóla.
Nemendur með undirliggjandi
námsörðugleika hafa sýnt ótrúlega
framför með notkun námskerf-
isins. Þeir nemendur sýna hlut-
fallslega mestan ávinning þar sem
þeir læra allt að tólffalt hraðar
með notkun námskerfisins. Þessir
nemendur eiga oft erfitt með að
fóta sig í skólakerfinu en með
nálgun Evolytes-námskerfisins,
sem vekur áhuga nemenda á
stærðfræði í gegnum leiðandi að-
ferðir í styrkingarháttum, er hægt
að gefa þessum nemendum tæki-
færi á að blómstra.
Hafnarfjörður er einnig að vald-
efla kennara með upptöku kerf-
isins þar sem þeir fá möguleika á
að nýta gagnadrifin tól til að fá
rauntímayfirsýn yfir framför nem-
enda og framþróun þeirra í náms-
efninu. Kennarar hafa rauntíma-
yfirsýn yfir stöðu nemenda,
styrkleika þeirra og veikleika í
upplýsingakerfi Evolytes, sem
gefur kennurum tækifæri á að
bregðast hratt við þeim þrösk-
uldum sem nemendur lenda á í
náminu, auk þess sem það sparar
kennurum ómældan tíma sem ann-
ars færi í yfirferð og námsmat.
„Ég hef verið að bíða eftir náms-
kerfi á borð við ykkar í mörg ár,“
sagði Hildur, verkefnastjóri upp-
lýsingatækni í Setbergsskóla, um
Evolytes-námskerfið.
Innleiðing námskerfisins inn í
kennslu hefur gengið vonum fram-
ar. Kennarar hafa lýst því hvað
það er gaman að sjá hvað nem-
endur eru spenntir fyrir því að
læra í Evolytes. Hildur bætti við:
„Nemendur sem eru byrjaðir að
nota Evolytes gleyma sér í nám-
inu. Þeir reikna mikið magn af
dæmum og hvatinn er spennandi
dýr sem þurfa að vaxa og dafna.
Þau fá þar af leiðandi þá þjálfun
sem þau hefðu ekki fengið og okk-
ar trú er sú að við munum sjá
aukinn námsárangur hjá nem-
endum sem notast við Evolytes.“
Tækniþróunarsjóður Íslands
veitti verkefninu styrk til að þróa
Evolytes-námskerfið, sem er nú
notað af skólum um land allt.
Mikil tækifæri eru í mennta-
tækni og hefur faraldurinn stór-
aukið þörfina á lausnum á borð við
Evolytes. Við hjá Evolytes erum
mjög spennt fyrir vexti fyrir-
tækisins á alþjóðlegum vettvangi
þar sem tímasetningin er kjörin,
en við hófum nýverið sölu á Eng-
landi og í Frakklandi.
Hafnarfjörður tekur upp íslenska menntatækni
Mathieu Gretti
Skúlason »Hafnarfjörður tók
nýverið upp Evoly-
tes-námskerfið í öllum
grunnskólum bæj-
arfélagsins til að efla
stærðfræðikennslu í
bæjarfélaginu.
Mathieu Grettir
Skúlason
Höfundur er framkvæmdastjóri og
meðstofnandi Evolytes.
Íslendingar hafa
núna í fjölda ára átt
met í neyslu ákveðinna
ólöglegra fíkniefna ef
marka má rannsóknir
og samanburð á efnum
í frárennsli helstu höf-
uðborga þeirra landa
sem við berum okkur
saman við. Það sýnir
okkur að við erum
engan veginn að við-
urkenna stöðuna á Ís-
landi í dag, hvað þá að takast á við
vandann. Mér finnst eins og ákveðin
þöggun ríki um málaflokkinn; eins
og ef við sleppum því að horfast í
augu við vandann þá sé hann ekki til,
eða ekki eins stór.
Enginn neitar því að fíkn er heil-
brigðisvandamál. Hvort sem um er
að ræða matarfíkn eða fíkn í áfengi,
tóbak eða ólögleg eiturlyf. Það að
vera háður einhverju öðru en eigin
vilja hlýtur að vera í besta falli pirr-
andi, í versta falli óbærilegt og ávallt
slæmt fyrir heilsu og fjölskyldu-
tengsl.
Ég skil mjög vel þær raddir sem
halda því á lofti að neysla sé ekki
glæpur heldur heilbrigðisvandamál
og því sé rökrétt að afglæpavæða
neysluskammta. Áhyggjur mínar
snúa að því að það hefur gleymst að
koma með tillögur að næsta skrefi,
hvað svo? Í dag lætur allavega lög-
reglan sig málaflokkinn varða.
Hingað til hefur fólk ekki farið á
sakaskrá fyrir vörslu á neyslu-
skömmtum. Sektir fyrir neyslu-
skammta eru lægri en minnstu hrað-
akstursbrot. Það er ekki fyrr en
málin eru orðin mun stærri að þau
eru skráð inn á sakaskrá. Það að
gera neysluskammta refsilausa þýð-
ir einnig að lögreglan verður af mik-
ilvægum upplýsingum sem eru
nauðsynlegar til að takast á við og
uppræta glæpahringi. Þvert á móti
þarf að skapa lögreglunni fleiri tól til
að takast á við skipulagða glæpa-
starfsemi.
Við höfum töluvert heyrt af því að
alþjóðlegir glæpahringir sem hafa
hreiðrað um sig á Íslandi hafi engin
áhrif á líf venjulegs fólks. Það er
jafnvel ýjað að því að ef þeir fái frið
láti þeir okkur í friði.
Þeir myrði bara innan
sinna raða, ógni hver
öðrum ekki okkur hin-
um. Afbrot þeirra
snerti einungis hinn af-
markaða heim undir-
heimanna þar sem
glæpirnir þrífast.
Markaðir þeirra eru
stærri en svo, við erum
að tala um börnin okkar
og barnabörn. Viljum
við samfélag þar sem
við lifum í sátt og sam-
lyndi við glæpahringi þar sem fíkni-
efnasala, mansal, vændi, þjófnaður
og peningaþvottur fær að þrífast í
friði?
Undirheimarnir eru hagn-
aðardrifnir, það væri barnaskapur
að ætla það að afglæpavæðing
neysluskammta komi til með að
leysa upp fíkniefnaheiminn.
Ef lögreglan á að hætta að skipta
sér af neyslu fólks, hver á þá að gera
það? Ætlar starfsfólk heilbrigð-
iskerfisins að fara út á kvöldin og að-
stoða börn og unglinga í neyslu-
vanda, bjarga þeim úr aðstæðum
sem þau ráða engan veginn við og
koma þeim til aðstoðar?
Spurning mín er: Hverju erum við
að fórna með þessari hugmynd, og
hvenær gáfumst við upp á barátt-
unni við eiturlyfjabarónana?
Það er orðið löngu tímabært að
við tökum höndum saman og treyst-
um því réttarríki sem við lifum í.
Færum lögreglu auknar rannsókn-
arheimildir til að takast á við sí-
aukna hörku í undirheimum litla Ís-
lands svo við hin getum notið þess
frelsis sem öryggið færir okkur.
Afglæpavæðing
og hvað svo?
Eftir Evu Björk
Harðardóttur
Eva Björk
Harðardóttir
»Hverju erum við að
fórna með þessari
hugmynd, og hvenær
gáfumst við upp á bar-
áttunni við eiturlyfja-
barónana?
Höfundur sækist eftir 2.-3. sæti á lista
sjálfstæðismanna í Suður-
kjördæmi.
eva@hotellaki.is
Samningur Samein-
uðu þjóðanna um rétt-
indi fatlaðs fólks
(SRFF) hefur það að
markmiði að tryggja
réttindi fatlaðs fólks
til jafns við aðra. Þeg-
ar ríki verður aðili
samningsins ber því
skylda til að tryggja
og stuðla að því að öll
mannréttindi og
grundvallarfrelsi verði í einu og
öllu að veruleika fyrir allt fatlað
fólk. Áhersluatriði Öryrkjabanda-
lags Ísland (ÖBÍ) taka mið af þessu
fyrir alþingiskosningarnar í haust
sem og 28. grein sama samnings
sem fjallar um viðunandi lífskjör og
félagslega vernd. Það felur í sér að
aðildarríkin viðurkenni rétt fatlaðs
fólks og fjölskyldna þess til við-
unandi lífskjara því til handa, með-
al annars viðunandi fæðis og klæða
og fullnægjandi húsnæðis. Það inni-
felur einnig í sér rétt-
inn til sífellt batnandi
lífsskilyrða og ríkin
skulu gera viðeigandi
ráðstafanir til að
tryggja og stuðla að
því að þessi réttur
verði að veruleika án
mismununar vegna
fötlunar. Í dag er mis-
munurinn áberandi
mikill!
Fatlað fólk svikið
Ísland undirritaði
samning Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
árið 2007 og var hann fullgiltur
2016 og átti að löggilda hann í des-
ember 2020 en ríkisstjórnin sveik
það. Við samningu áhersluatrið-
anna voru Heimsmarkmið Samein-
uðu þjóðanna einnig höfð til hlið-
sjónar, sérstaklega númer 1 sem
fjallar um að fátækt skuli útrýma,
alls staðar og í allri sinni mynd, og
númer 10 sem leggur áherslu á
aukinn jöfnuð. Þessar áherslur
mega frambjóðendur kynna sér
sem og félagslegan veruleika fatl-
aðra. Fatlað fólk myndi fagna því
en það er ekki nóg að lofa, það
verður að efna.
Áherslur kjarahóps ÖBÍ fyrir
alþingiskosningarnar 2021
1. Lífeyrir hækkaður
Það er réttlætismál að lífeyrir al-
mannatrygginga verði hækkaður
samkvæmt skýrum reglum, sam-
svarandi þeim sem gilda um þing-
fararkaup, og að frítekjumörk verði
hækkuð.
2. Kjaragliðnun leiðrétt
Mikilvægt er að sú kjaragliðnun
sem hefur átt sér stað í meira en
áratug verði bætt með tímasettri
áætlun.
3. Framfærslugrunnur skil-
greindur
Framfærslugrunnur sem byggist
á óumdeildum framfærsluviðmiðum
ásamt húsnæðiskostnaði verði skil-
greindur.
4. Almannatryggingakerfið ein-
faldað
ÖBÍ leggur áherslu á að al-
mannatryggingar og lífeyr-
issjóðakerfið verði endurskoðað og
einfaldað. Víxlverkanir verði af-
numdar og dregið verulega úr
tekjuskerðingum.
Stjórnarflokkarnir lögðu áherslu
á mörg þessara atriða í kosninga-
baráttunni 2017 og hafa haft tæp
fjögur ár til að efna það. Fjórum
árum síðar er fatlað fólk í sömu
stöðu og áður. Réttur fatlaðs fólks
til félagslegrar verndar hefur verið
svikinn af núverandi ríkisstjórn en
samt er nóg til. Það er mikilvægt
að muna það, það er nóg til!
Réttur fatlaðs fólks til
félagslegrar verndar
Eftir Unni H.
Jóhannsdóttur
»Réttur fatlaðs fólks
til félagslegrar
verndar hefur verið
svikinn af núverandi
ríkisstjórn en samt er
nóg til.
Unnur H.
Jóhannsdóttir
Höfundur er kennari, blaðamaður og
öryrki og situr í kjarahópi ÖBÍ.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?