Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021
Páll Vilhjálmsson gerir að um-talsefni tilþrif nýs valdamanns
í félagi blaðamanna, eftir að op-
inberir starfsmenn komust þar í
forystu. Yfirskrift hans er sláandi:
„RÚV-tilræði gegn Morgun-
blaðinu.“
- - -
FréttamaðurRÚV, Sigríður
Dögg Auð-
unsdóttir, beið ekki
boðanna þegar hún
hlaut kjör sem for-
maður Blaða-
mannafélags Ís-
lands.
- - -
Fyrsta verk nýkjörins formannsvar að vega að lífsafkomu
blaðamanna Morgunblaðsins vegna
þess að blaðið birti auglýsingu frá
Samherja.
- - -
RÚV, vitanlega, slær málinu upp.Krafa Sigríðar Daggar, og
þar með Blaðamannafélagsins, er
að fjölmiðlar birti ekki auglýsingar
sem eru í andstöðu við hags-
munahópinn í Efstaleiti.
- - -
RÚV er ríkisrekinn fjölmiðill ogvill enga samkeppni, hvorki í
ritstjórnarefni né á auglýs-
ingamarkaði.
- - -
Einn fjölmiðill, einn auglýs-ingamarkaður – og enginn má
gagnrýna Helgan Seljan Sann-
leika.“
- - -
Þann 1. maí, af öllum dögum,krafðist formaðurinn skýringa
af starfsmönnum Árvakurs (!) sem
hann á enga kröfu til. Ekki er vitað
til að „RÚV“ leiti samþykkis auglýs-
ingadeildar blaðsins um birtingu
auglýsinga. Sigríður formaður hef-
ur svo boðað yfirmenn blaðsins á
sinn fund! Það gæti orðið bið á því.
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
Hratt stígur titill
til höfuðs
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Heildarkostnaður opinberra aðila
við girðingar á árabilinu 2015 til 2020
nam 2.149 milljónum króna. Það ger-
ir um 358 milljónir á ári og má ætla
að þessi kostnaður sé vanáætluður
frekar en hitt.
Þetta kemur fram í skýrslu starfs-
hóps um umbætur og hagræðingu
vegna girðinga í eigu hins opinbera
til umhverfis- og auðlindaráðherra. Í
skýrslunni segir að starfshópurinn
telji mikilvægt að tengja saman ólíka
hagsmuni, t.d. sauðfjárbúskap, land-
vernd, ferðaþjónustu, umferðar-
öryggi og skógrækt.
Enn fremur geti falist tækifæri í
því að sameinast um að girða ákveðin
landsvæði af til beitar en annars
staðar geti tækifæri falist í því að
banna lausagöngu búfjár, en styrkja
eigendur búfjár jafnframt til þess að
girða sitt búfé af.
Starfshópurinn leggur til að unn-
inn verði sameiginlegur gagna-
grunnur opinberra aðila um girðing-
ar og honum deilt í vefsjá. Tekið
verði saman eignasafn opinberra að-
ila, farið verði yfir ástand girðinga
og metið hvort þær eru í nægilega
góðu ástandi til að sinna vörslugildi.
Þá sé þörf á að samræma og endur-
skoða lög og reglugerðir er gilda um
girðingar, svo tæpt sé á því allra
helsta í tillögunum.
Um 358 milljónir á ári í girðingar
- Skýrsla um girðingar í eigu hins opin-
bera - Tækifæri víða en úrbóta þörf
Morgunblaðið/Eggert
Girðingavinna Kortleggja þarf
girðingar í eigu hins opinbera.
Varðberg heldur ráðstefnu í dag í
tilefni 70 ára afmælis varnarsamn-
ings Íslands og Bandaríkjanna.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
samtökunum.
Ráðstefnan verður milli hádegis
og klukkan eitt og streymt á vef
Varðbergs og á facebook-síðu sam-
takanna, þar sem einnig er hægt að
skrá sig á ráðstefnuna.
Ráðstefnan er samstarfsverkefni
Varðbergs, utanríkisráðuneytisins,
sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi
og Morgunblaðsins. Hún er byggð
upp á stuttum ávörpum og viðtölum.
Meðal þátttakenda í viðburðinum
eru Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra, Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra, Guðlaugur Þór Þórð-
arson utanríkisráðherra og sagn-
fræðingurinn Þór Whitehead.
Einnig munu forstöðumaður banda-
ríska sendiráðsins á Íslandi, Harry
Kamian, og ritari þjóðaröryggis-
ráðsins, Þórunn J. Hafstein, taka
þátt í dagskránni.
Varðberg – samtök um vestræna
samvinnu og alþjóðamál voru stofn-
uð í desembermánuði árið 2010 með
samruna tveggja eldri félaga. Nú-
verandi formaður samtakanna er al-
þingismaðurinn Njáll Trausti Frið-
bertsson.
Varnarsamningur Íslands og
Bandaríkjanna var undirritaður
hinn 5. maí 1951 af þáverandi utan-
ríkisráðherra Íslands, Bjarna Bene-
diktssyni, og sendiherra Bandaríkj-
anna á Íslandi, Edward Lawson.
Samningurinn veitti bandaríska
hernum afnot af svæði við Keflavík-
urflugvöll þar sem hann byggði
Keflavíkurstöðina en sú stöð var
yfirgefin árið 2006.
Ráðstefna í tilefni
varnarsamnings
- 70 ár frá undir-
ritun varnarsamn-
ings við Bandaríkin
Varnarlið Sjötíu ár eru liðin í dag
frá undirritun varnarsamningsins.
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Kjólar • Pils • Vesti • Blússur
Bolir • Peysur • Buxur
Verið velkomin
Nýjar
sumarvörur
Snyrtivörumerkin okkar eru:
M a d e i n I c e l a n d