Morgunblaðið - 25.05.2021, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 5. M A Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 121. tölublað . 109. árgangur .
DREYMDI
GEITUR Á
BARNSALDRI ÚTIVIST OG AFÞREYING
VALDÍS BJÖRK
VERÐLAUNUÐ
Á HÓLUM
UPPBYGGING Í HVERADÖLUM 8 ÚTSKRIFT ÚR BS-NÁMI 10JÓHANNA SEXTUG 24
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Á miðnætti tóku nýjar sóttvarna-
reglur gildi. Þeim fylgir meðal
annars að grímunotkun er ekki
skylda nema þar sem ekki er
hægt að viðhafa nándarregluna.
Nándarreglan verður almennt
tveir metrar en einn metri á veit-
ingastöðum, sitjandi viðburðum, í
skólastarfi og á sund- og bað-
stöðum.
Verslunarmenn fagna breyting-
unni. „Við munum ekki gera þær
kröfur á fólk að það beri grímu,
en ég geri ráð fyrir að það verði
áfram eitthvað um grímunotkun í
húsinu. Þeir sem eru óbólusettir
munu kannski gæta sín betur en
þeir sem eru komnir hálfa eða alla
leið í þeim efnum,“ segir Sigurjón
Þórsson framkvæmdastjóri
Kringlunnar.
Enginn hámarksfjöldi verður í
verslunum og afgreiðslutími veit-
ingastaða lengist um klukkustund,
eða til miðnættis. Arnar Þór Gísla-
son, veitingamaður í miðbænum,
segir tilslakanirnar vera góðar
fyrir veitingastaði sem geta tekið
við fleiri gestum á einu kvöldi en
áður, en að lítið breytist fyrir
skemmtistaði og krár. Svo lengi
sem þjóna þurfi gestum til sætis
verði þessar reglur hamlandi fyrir
skemmtistaðina. Enn þarf að skrá
nöfn og símanúmer gesta.
„Eina jákvæða sem ég sé í
þessu er einn klukkutími í viðbót.
Við hefðum vilja sjá meira tillit
tekið til skemmtistaðanna. En
þetta kemur sér gríðarlega vel
fyrir veitingastaðina.“
Grímuskyldan á útleið og miklar tilslakanir
- Veitinga- og verslunarmenn fagna
- Engar takmarkanir á skólastarfi
Hraun tók að flæða yfir eystri varnargarðinn og niður í Nátthaga á laug-
ardagskvöld. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og prófessor við
HÍ, segir það taka hraunið nokkrar vikur að fylla upp í dalinn og renna nið-
ur á Suðurstrandarveg. Við veginn er ljósleiðari sem er í hættu. »6
Hraun rennur í Nátthaga
Morgunblaðið/Einar Falur
Hraunið brýtur sér leið að Suðurstrandarvegi
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Áfrýjunarnefnd útboðsmála hefur
komist að þeirri niðurstöðu að
Reykjavíkurborg beri að bjóða út
innkaup sín á raforku. Nefndin
kemst að þessari niðurstöðu í kjölfar
þess að fyrirtækið Íslensk orkumiðl-
un ehf. kærði Reykjavíkurborg til
nefndarinnar í ársbyrjun 2020 og
krafðist þess að samningur milli
hennar og Orku náttúrunnar (ON)
yrði gerður óvirkur auk þess sem
borginni yrði gert að bjóða innkaup-
in út.
Við meðferð málsins kallaði kæru-
nefndin eftir núgildandi samningi
milli Reykjavíkurborgar og ON og
spurði hvort tilkynning um samning-
inn hefði verið birt í Stjórnartíðind-
um Evrópusambandsins. Í svari
borgarinnar kom fram að ekki væri
til „skriflegur heildarsamningur um
kaup á rafmagni“ milli hennar og
dótturfyrirtækja hennar. Þannig
hafi greiðslur fyrir rafmagn „til
orkufyrirtækja í sinni eigu verið í
samræmi við gildandi verðskrá á
hverjum tíma“.
Hins vegar kemur fram að einhver
afsláttarkjör hafi verið til staðar
fram til ársins 2018 en þá hafi stjórn-
kerfisbreytingar innan borgarinnar
valdið því að allir samningar um slíkt
hafi fallið niður. Í úrskurði sínum
kemst kærunefndin að þeirri niður-
stöðu að ekki sé hægt að óvirkja
samninginn milli Reykjavíkurborgar
og ON þar sem engum samningi sé
til að dreifa. Á síðasta ári námu raf-
orkukaup borgarinnar gagnvart ON
ríflega 300 milljónum króna.
Nefndin leggur með úrskurði sín-
um átta milljóna króna stjórnvalds-
sekt á Reykjavíkurborg vegna máls-
ins og er borginni einnig gert að
greiða Íslenskri orkumiðlun 1,5
milljónir króna í stjórnvaldssekt
vegna málsins.
Raforkukaup
borgarinnar
dæmd ólögmæt
- Hefur keypt raforku af dótturfélagi
án samninga fyrir hundruð milljóna
MHefur greitt tugi milljóna ... »4
_ Landssam-
tökin Geðhjálp
hafa stofnað
„Styrktarsjóð
geðheilbrigðis“.
Tilgangur sjóðs-
ins er að stuðla
að framförum í
geðheilbrigð-
ismálum með því
að veita styrki til
verkefna sem
geta bætt geðheilbrigði lands-
manna og skilning á málaflokknum.
Í aðsendri grein Héðins Unn-
steinssonar, formanns Geðhjálpar, í
blaðinu í dag kemur fram að lands-
samtökin munu leggja fram 100
milljóna króna stofnframlag og
óska eftir að ríkið verði einnig
stofnandi og leggi fram sömu fjár-
hæð. Avinnulífið leggi málefninu
einnig lið. »16
Stofna styrktarsjóð
geðheilbrigðis
Héðinn
Unnsteinsson
_ Ný slökkviskjóla fyrir þyrlu
Landhelgisgæslunnar er ekki með
nýjustu tækni til að slökkva gróð-
urelda. Slökkviskjólur liggja ekki á
lausu og eftir að sá búnaður sem
Gæslan hefur notað var dæmdur
ónýtur á meðan þyrluáhöfnin var í
miðju kafi við að aðstoða við að
slökkva skógareldana í Heiðmörk
fékkst aðeins þessi skjóla. Notkun
hennar var æfð um helgina. Auð-
veldara er að fylla nýjustu skjólur á
grunnu vatni en þegar eldri út-
gáfur eru notaðar. Nú er hafin
vinna við að finna þannig skjólu og
óskastaða Gæslufólks er að fá þrjár
svo hægt sé að nota fleiri þyrlur við
slökkvistarf á sama tíma. »4
Óskastaðan að fá
þrjár slökkviskjólur
Æfing Þyrlan fór sex ferðir til að sækja
vatn úr Skorradalsvatni.
Líkt og fram kom í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag
komst kærunefnd útboðsmála að þeirri niðurstöðu í lið-
inni viku að samningur Reykjavíkurborgar við ON um
rekstur, viðhald og LED-væðingu ljósastaura í Reykjavík
stæðist ekki lög. Þannig kom fram að borgin hefði greitt
ON tæpar 84 milljónir frá ársbyrjun 2020 til 30. apríl
2021 fyrir þjónustuna við götulýsinguna. Það voru Sam-
tök iðnaðarins sem kærðu samninginn til nefndarinnar.
Var borginni gert að greiða tvær milljónir í stjórnvalds-
sekt og SI eina milljón í málskostnað. Þá var henni gert að bjóða útskipt-
ingu og uppsetningu LED-lampa til götulýsingar út.
Tveir úrskurðir á sömu lund
FARA EKKI MEÐ INNKAUP Í ÚTBOÐ
Skipt um peru á
Tjarnargötunni.
150
mega koma saman í stað 50
300
áhorfendur á sitjandi viðburðum
100%
Hámarksfjöldi í sundlaugum og ræktinni
1 klst.
bætist við afgreiðslutíma veitinga-
og skemmtistaða