Morgunblaðið - 25.05.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 25.05.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021 • Verð frá: 250.000 m/vsk. • Stærðir 3-600 persónueiningar • Ekkert rafmagn • Meira en 2ja þrepa hreinsun • Verð frá 510.000 m/vsk. • Stærðir 3-1500 persónueiningar • Rafræn vöktun (valkvæmt) • Getur hreinsað eColi allt að 99,9% INNIFALIÐ Í VERÐI ANAEROBIX HREINSIVIRKI með síu yfir 90% hreinsun ONE2CLEAN HREINSISTÖÐ allt að 99% hreinsun • Þægilegar í uppsetningu og lítið viðhald • Fyrir sumarhús, heilsárshús, hótel o.fl. • Engar siturlagnir – fyrirferðarlítil • Mikið pláss fyrir seyru • CE vottað • Uppfylla kröfur til hreinsunar á viðkvæmum svæðum t.d við Þingvallavatn • Afhending á verkstað innan 100km frá Reykjavík • Drengöng með gátlúgu sem tryggja að vökvi komist óhindrað út í jarðveg Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Ármann Höskuldsson, eldfjallafræð- ingur við Háskóla Íslands, telur vera nokkrar vikur í að hraun muni renna um Suðurstrandarveg. Haldi rennsli áfram með sama hætti næstu vik- urnar sé nægur tími til að gera ráð- stafanir varðandi veginn og ljósleið- ara sem liggur þar. Hraunrennsli undanfarnar vikur hefur verið um 10-15 rúmmetrar á sekúndu. Um helgina fór hraun yfir eystri varnargarðinn en tveir varn- argarðar voru reistir til að varna því að hraun tæki að flæða þangað. Ár- mann segir að Nátthagi taki lengi við. Það sé erfitt fyrir hraunið að renna svo langa leið og þegar það komi niður í Nátthaga þurfi það að byggja sig mikið upp til að ná að renna niður að veginum. Um tveir kílómetrar eru í Suðurstrandarveg frá Nátthaga. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarð- stjóri hjá almannavarnadeild, segir að við höfum lært mikið á byggingu varnargarðanna og ljóst sé að hönn- un þeirra sé góð. Garðarnir standa enn þrátt fyrir að hraun flæði nú yfir þá. Í vikunni verður tekin ákvörðun um næstu skref í Nátthaga. „Nú fer vikan í að safna saman upplýsingum og gögnum. Það þarf að meta stöðuna og áætla hversu hratt Nátthagi fyllist. Það þarf að skoða hvernig landslagið liggur og hvaða kostir eru í stöðunni.“ Hann segir einn kostinn vera fleiri varnargarða. „Það er útlit fyrir að það þurfi að fara í stærri fram- kvæmdir við Nátthaga þar sem þetta er stærra og opnara svæði,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur telur að tímaramm- inn sem almannavarnir hafi til að ráða ráðum sínum sé nokkuð rúmur. Eitt af fyrstu málum á dagskrá sé að áætla þann tíma. Morgunblaðið/Einar Falur Strókar Þegar hraunið rennur á miklum hraða safnast meira súrefni undir því sem kemur svo upp í strókum. Lítill Það sást á sunnudagskvöld að maðurinn er lítill í samanburði við náttúruundur af þessari stærðargráðu. Hraðskreitt Hraunið rennur niður bratta brekku niður í Nátthaga á mikilli ferð. Nátthagi verður lengi að fyllast - Bygging varnargarða líklegur kostur Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við fylgjumst grannt með máli Santewines og ég á allt eins von á því að ÁTVR krefjist lögbanns á starfsemi okkar líka,“ segir Dag- bjartur Árilíusson, eigandi brugg- hússins Steðja í Borgarfirði. Fyrirtækið opnaði vefverslun síð- asta haust þar sem fólki býðst að kaupa allar bjórtegundir þess og fá þær sendar heim að dyrum með Bjórbílnum svokallaða. Fékk þessi þjónusta strax góðar viðtökur og hefur Dagbjartur ferðast reglulega um landið með bjórsendingar til fólks. Starfseminni svipar til þeirrar sem Santewines SAS hóf að bjóða á dögunum nema að þar er um inn- flutning að ræða en Dagbjartur sel- ur aðeins eigin framleiðslu. Sem kunnugt er hefur ÁTVR boðað að lögbannskrafa verði lögð fram á starfsemi vefverslana með áfengi og lögreglukæru vegna hennar. Lög- reglan á Vesturlandi tók starfsemi Steðja til rannsóknar í október á síð- asta ári og var Dagbjartur boðaður í skýrslutöku hjá embættinu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Vesturlandi er mál Steðja enn í meðferð hjá embættinu. „Málið er til meðferðar á ákærusviði og ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald,“ segir Jón Sigurður Óla- son yfirlögregluþjónn í svari við fyrirspurn blaðsins. Dagbjartur segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi verið boðaður í viðbótarskýrslutöku í mars síðastliðnum að beiðni sak- sóknara en hann viti að öðru leyti ekki hvar málið sé statt. Á meðan hafi hann nóg að gera við að selja fólki bjór. „Umhverfið hér á landi er þannig að maður þarf að hafa alla anga úti til að geta haldið sér á lífi. Við höfum verið í rekstri í níu ár en samt eru vörur okkar aðeins í fimm verslun- um ÁTVR af 50. Þetta er fáránlegt kerfi. Með rekstri vefverslunar og Bjórbílsins höfum við náð að kynna vörurnar betur. Fólk þekkir betur til okkar eftir að við fórum að fara hringinn og kynnast fólki. Við náum lengra með persónulegri þjónustu.“ Mál Bjórbílsins á borði ákærusviðs - Steðji hefur selt bjór í netverslun frá því síðasta haust Á ferðinni Dagbjartur segir að fólk taki Bjórbílnum víðast hvar vel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.