Morgunblaðið - 25.05.2021, Page 12

Morgunblaðið - 25.05.2021, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021 AUÐVELT, FLJÓTLEGT OG ÖFLUGT BYGGINGAKERFI Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is DVERGARNIR R NÝ VEFVERSLUNdvergarnir.is Bestu undirstöðurnar fyrir: SÓLPALLINN SUMARHÚSIÐ GIRÐINGUNA SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND ÞEGAR VERSLAÐ ER Á DVERGARNIR.IS 25. maí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.34 Sterlingspund 172.21 Kanadadalur 100.73 Dönsk króna 19.889 Norsk króna 14.583 Sænsk króna 14.612 Svissn. franki 135.06 Japanskt jen 1.1152 SDR 175.14 Evra 147.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.5162 Hrávöruverð Gull 1877.65 ($/únsa) Ál 2403.0 ($/tonn) LME Hráolía 65.22 ($/fatið) Brent « Hagnaður versl- unarinnar Garð- heima nam 138,5 milljónum króna á síðasta ári, sam- anborið við 22,2 milljóna króna hagnað árið 2019. Vörusala fyrir- tækisins jókst um 30% og nam 1,3 milljörðum króna. Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 29 milljónir milli ára og námu 315,4 millj- ónum króna. Starfsmenn voru 43 að meðaltali yfir árið. Annar rekstrarkostn- aður stóð í stað og nam 195,4 milljónum. Eignir Garðheima námu 418,7 millj- ónum króna samkvæmt efnahagsreikn- ingi í árslok 2020 og höfðu aukist úr 234,9 milljónum yfir árið. Skuldir námu 166,1 milljón og höfðu aukist úr 118,2 milljónum frá árslokum 2019. Líkt og fram hefur komið í Morgunblaðinu hyggst fyrirtækið flytja starfsemi sína í nýtt húsnæði í Álfabakka 6 og segir í skýrslu stjórnar að hafinn verði und- irbúningur á lóðinni nú í sumar. Stefnt er að því að færa verslun fyrirtækisins og lager í nýbyggingu á lóðinni árið 2022. Framkvæmdastjóri Garðheima er Kristín Helga Gísladóttir, sem á 24% hlut í félag- inu á móti systkinum sínum. Hagnaður Garðheima margfaldast milli ára Kristín H. Gísladóttir STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í tilkynningu sem fylgdi ársfjórð- ungsuppgjöri Brims í liðinni viku kom fram að þótt loðnuvertíð hefði skipt sköpum fyrir reksturinn hefðu markaðir fyrir botnfisk orðið fyrir verulegum áhrifum af heims- faraldri krónu- veirunnar. Þá var haft eftir Guð- mundi Kristjáns- syni forstjóra fyrirtækisins að vonir stæðu til þess að markaðir með þessar afurð- ir myndu hækka aftur í verði. Undir lok síðustu viku birti svo hagfræði- deild Landsbankans forvitnilega greiningu á verðþróun íslenskra sjávarafurða. Þar er bent á að verð þeirra hafi lækkað um 1,9% á fyrsta fjórðungi ársins mælt í erlendri mynt, borið saman við fjórðunginn á undan. „Þetta er fjórða skiptið í röð sem verð sjávarafurða lækkar milli samliggjandi fjórðunga,“ segir í greiningunni. Ekki lægra síðan 2018 Þannig þurfi að fara tvö ár aftur í tímann til þess að finna lægra verð á sjávarafurðum, en þær náðu hæstu hæðum á fyrsta fjórðungi síðasta árs, rétt áður en faraldurinn reið yf- ir. Á meðfylgjandi mynd sést hvern- ig verðþróun matvæla, kjöts og botn- fisks hefur þróast frá ársbyrjun 2020 og sést þar glögglega að síðastnefndi liðurinn hefur algjörlega setið eftir. „Við höfum verið að selja okkar vörur inn á veitingastaði, ekki síst í Suður-Evrópu og þar lokuðu allir staðirnir. Skipin okkar eru ekki þannig búin að hægt sé að framleiða sjófrystar afurðir til sölu í verslun- um. Ufsann höfum við verið að selja að stórum hluta inn á Tyrkland og Kanaríeyjar og þar lokuðu allir veit- ingastaðir meira og minna. Karfinn hefur farið á Suður-Evrópu og þar er kaupgetan mjög lítil enda engir ferðamenn.“ Þannig lýsir Guðmund- ur Kristjánsson ástandinu eins og það hefur verið á mörkuðum. „Við vitum ekki hversu hátt verðið fer. Við erum í alþjóðlegri sam- keppni þar sem Norðmenn og Rúss- ar eru miklu stærri í bolfiskinum en við. Við leiðum ekkert þessa mark- aði. Við erum kannski með 1% af heimsmarkaði sjávarafurða og á sama tíma erum við að kljást við Samkeppniseftirlitið sem telur að við séum risaaðilar á þessum markaði. Öll orkan fer í að kljást við stofn- unina.“ Enn þarf að gera betur Guðmundur segir að helstu tæki- færi íslensks sjávarútvegs liggi nú í markaðssetningu og sölustarfi er- lendis. „Við höfum náð góðum árangri því við höfum lækkað kostnaðinn gríð- arlega og byggt upp öflugt fiskveiði- kerfi. Þar hefur samkeppnisforskot- ið legið, ekki í markaðs- og sölustarfinu. Þar þurfum við að geta keppt við miklu stærri aðila og það gerum við ekki nema með því að geta unnið meira saman.“ Guðmundur segir hins vegar að það sé torvelt vegna framgöngu Samkeppniseftirlitsins. „Það þarf að liggja fyrir að við megum standa saman að þessu verki án þess að stofnunin hóti okkur öllu illu.“ Spurður hvort það hafi verið uppi á teningnum er Guðmundur snöggur til svars. „Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni síðustu ár.“ Bendir Guðmundur á að velta Brims sé 35 milljarðar sem sé lítið, meira að segja í íslensku samhengi. „Smásölurisarnir, sem þó eru að sinna hinum íslenska markaði en ekki hinum alþjóðlega geta velt 100 milljörðum. Og í fiskeldinu gæti eitt og sama fyrirtækið velt 100 til 200 milljörðum án þess að nokkuð yrði sagt. Og þar mega Norðmenn eiga alla starfsemina.“ Vonir standa til að botnfisk- verðið jafni sig á þessu ári Verð íslensks botnfisks og heimsmarkaðsverð matvæla 115 110 105 100 95 90 85 2020 2021 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. 1. ársfj. Vísitala (F1 2020=100) Matvæli Kjöt Botnfiskur Heimild: Hagfræðideild Landsbankans - Forstjóri Brims segir alla orku fara í stapp við Samkeppniseftirlitið hér heima Morgunblaðið/Hari Þorskurinn Ufsi og karfi hafa gefið mest eftir á mörkuðum erlendis. Guðmundur Kristjánsson Matvælaframleiðandinn Good Good tapaði 84 milljónum króna í fyrra og var tapið nokkru meira en árið 2019 þegar tapið nam tæpum 82 milljónum króna. Good Good var stofnað árið 2005 og framleiddi í upphafi stevíu- dropa en færði áherslur sínar í átt að þróun og framleiðslu matvæla sem ekki eru sykraðar. Hafa vörur þess, m.a. sultur og myrjur með súkkulaði- og hnetubragði mælst mjög vel fyrir meðal þeirra sem annaðhvort mega ekki neyta syk- urs eða kjósa að sneiða hjá neyslu hans. Sókn á Bandaríkjamarkað Þótt vörur fyrirtækisins hafi ver- ið áberandi á íslenska markaðnum síðustu árin þá hefur áhersla þess legið í landvinningum erlendis, ekki síst í Bandaríkjunum. Í þeirri viðleitni sótti félagið sér t.a.m. 400 milljónir króna í formi nýs hluta- fjár í apríl í fyrra. Eignir Good Good námu 470 milljónum króna í árslok í fyrra. Munaði þar mestu um handbært fé sem nam 170 millj- ónum og birgðir sem metnar voru á 164 milljónir króna. Skuldir félags- ins voru 110 milljónir króna. Mun- aði þar mestu um skuldabréfalán frá aðila tengdum félaginu upp á tæpar 69 milljónir og viðskipta- skuldir sem námu 34 milljónum. Hjá Good Good eru ársverkin 5 og framkvæmdastjóri félagsins er Garðar Stefánsson. Stærsti eigandi félagsins er Eignarhaldsfélagið Lyng sem einnig er eigandi að Icepharma og LYFIS. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gott Gott Vörur fyrirtækisins henta þeim sem sneiða vilja hjá sykri. Good Good tapar 84 milljónum króna - Hlutafé var auk- ið um 400 milljónir í apríl í fyrra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.