Morgunblaðið - 25.05.2021, Side 13

Morgunblaðið - 25.05.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. Á laugardaginn greindust 16 með Covid-19 í Færeyjum og er það mesti fjöldi smita sem hefur greinst þar á einum degi síðan í desember. Í gær voru alls 23 virk smit á eyjunum en þau hafa ekki verið fleiri frá því í mars í fyrra. Landlæknir Færeyja upplýsir að smitaðir eru aðallega í aldurshópnum 16 til 25 ára og er um breska af- brigðið að ræða. Yfirvöld skoða nú að herða sóttvarnir en samkomum hefur verið aflýst víða um eyjarnar. Öllum knattspyrnuleikjum og guðsþjónust- um er aflýst um óákveðinn tíma. Staða faraldursins í Færeyjum hef- ur verið góð um allnokkurt skeið og hafa samkomutakmarkanir í eyjun- um miðast við 500 manns síðustu vikur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Covid-19 Smitum fjölgar í Færeyjum. Veiran snýr aftur Rannsókn er hafin á tildrögum bana- slyss sem varð í fjöllum Ítalíu á laug- ardag með þeim aðleiðingum að 14 létust er kláfur hrapaði úr 20 metra hæð ofan í hlíðar fjallsins Mottarone á Norður-Ítalíu. Fimm ára drengur var sá eini sem lifði slysið af. Alls voru 15 manns um borð í kláf- inum þegar slysið varð, samkvæmt ítölskum miðlum var fólkið úr fimm fjölskyldum. Þrettán létust á vett- vangi slyssins, þar á meðal tveggja ára barn. Þá var níu ára barn flutt á slysadeild en lést þar af slysförum. Ísraelska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að fimm ísraelskir borgarar eru á meðal þeirra látnu. Það voru foreldrar drengsins sem lifði af, tveggja ára sonur þeirra og amma og afi móðurinnar. Drengurinn liggur á slysadeild og er með alvarlega áverka á höfði og fótum. Svæðið var girt af í gær og eru sérfræðingar að störfum við að rann- saka brotajárnið. Saksóknari í Míl- anó hefur gefið út að rannsókn sé hafin á manndrápi af gáleysi og víta- verðu hirðuleysi. Kláfurinn flytur farþega almennt frá bænum Stresa upp í fjallið Mott- arone í héraðinu Piedmont. Hann var tekinn í notkun árið 1970, en var lokaður árin 2014-2016 vegna við- gerða. Lögmaður fyrirtækisins, Fer- rovi del Mottarone, segir að næstu viðgerðir hafi ekki átt að fara fram fyrr en árið 2029. Þá hafi viðhaldi og reglubundnum skoðunum verið sinnt. Forsætisráðherra Ítalíu, Mario Draghi, segir slysið vera mikinn harmleik. „Fyrir hönd ríkisstjórnar- innar votta ég aðstandendum fjöl- skyldnanna samúð,“ sagði Draghi í yfirlýsingu. urdur@mbl.is Fjórtán látnir í kláfslysi á Ítalíu - Kláfurinn hrapaði 20 metra niður AFP Banaslys Kláfurinn féll í hlíðar Mottarone á Norður-Ítalíu. Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Ákvörðun stjórnvalda í Hvíta-Rúss- landi um að neyða flugvél Ryanair til þess að lenda í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, til þess að hand- taka aðgerðasinnann og blaðamann- inn Roman Protasevich, hefur verið harðlega gagnrýnd. Flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháen á laugardaginn. Yfirvöld í Hvíta-Rúss- landi halda því fram að neyðarlend- ingin hafi verið framkvæmd vegna sprengjuhótunar frá Hamas-sam- tökunum, sem reynst hafi fölsk og að ekki hafi verið vitað að Protasevich væri um borð. Vélin var enn í hvít- rússneskri lofthelgi þegar orrustu- þota neyddi hana til lendingar. Protasevich er 26 ára gamall hvít- rússneskur blaðamaður og aðgerða- sinni. Hann flúði land árið 2019 og flutti til Litháen þar sem Protase- vich stofnaði ásamt öðrum spjallrás- ina Nexta á miðlinum Telegram. Spjallrásin gegndi lykilhlutverki í að skipuleggja umfangsmikil mótmæli í fyrra gegn Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rússlands. Stjórnvöld hafa skilgreint hópinn sem öfgasam- tök og ákært Protasevich fyrir að efna til óeirða. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi verði hann sakfelldur. Óttast dauðarefsingu Farþegar vélarinnar lýstu því við AFP hversu óttasleginn Protasevich varð þegar í ljós kom að lenda ætti vélinni í Minsk. Monika Simkiene, einn farþeganna, sagði í samtali við blaðamann: „Hann sneri sér að fólki og sagði að hann stæði frammi fyrir dauðarefsingu.“ Hvíta-Rússland er eina Evrópuríkið þar sem dauða- refsingar viðgangast enn. Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta- Rússland af öryggisástæðum. Leiðtogaráð Evrópusambandsins krefst tafarlausrar lausnar á Pro- tasevich og hvetur flugfélög í lönd- um sambandsins til þess að forðast flug yfir lofthelgi Hvíta-Rússlands. Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rúss- lands gaf lítið fyrir ásakanirnar og sagði flugmálayfirvöld hafa starfað í fullu samræmi við alþjóðareglur. Umfangsmikil mótmæli stóðu yfir í Hvíta-Rússlandi í fleiri mánuði eft- ir forsetakosningar í ágúst þar sem Lúkasjenkó var sakaður um kosn- ingasvindl. Stjórnvöld í landinu hafa mætt mótmælendum af mikilli hörku og hafa yfir 34 þúsund verið handteknir frá því í ágúst. Talið er að þúsundir þeirra hafi verið beittir ofbeldi. AFP Aðgerðasinni Roman Protasevich var handtekinn í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Fordæma aðgerðir Hvít-Rússa - Protasevich var handtekinn þegar flugvél hans var neydd til lendingar í Minsk - Yfirvöld sögðu sprengjuhótun hafa komið frá Hamas - Leiðtogaráð Evrópusambandsins krefst tafarlausrar lausnar 21 hlaupari lést í svokölluðu últramaraþoni í norðvesturhluta Kína þegar stórviðri skall á hlaupaleiðinni sem er 100 kílómetrar. Hlé var gert á hlaupinu eftir að ljóst varð að hluti 172 hlaupara var horfinn. Björgunaraðgerðir voru þá settar af stað en 1.200 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum. Hlauparar sem komust lífs af lýstu hryllilegum aðstæðum með miklum vindum, rigningu og kulda. AFP Tuttugu og einn hlaupari lést í últramaraþoni í Kína

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.