Morgunblaðið - 25.05.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.05.2021, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er þekktað í stríði ermargt „lög- legt“ sem þykir stangast freklega á við lög á öðrum tímum. Bandarísk yfirvöld segja að „uppljóstrar- inn“ Edward Snowden sé eft- irlýstur svikahrappur sem tek- ið hefði hernaðarlegar upp- lýsingar ófrjálsri hendi og komið í hendur óviðkomandi sem sáu um áframhaldandi dreifingu. Það hafi þýtt að fjöldi bandarískra hermanna og erindreka Bandaríkjanna víða um heim hafi verið í hættu, auk þess sem banda- rískir öryggishagsmunir hafi verið í uppnámi. Loks hefði Snowden gefið alvarlegt for- dæmi. Aðrir sem þráðu frægð og frama teldu sér óhætt að fremja sambærileg óhæfuverk án þess að sæta ábyrgð. Snowden barg sér á ævin- týralegum flótta undan hrammi erindreka banda- rískra leyniþjónusta (þær eru sagðar 17 talsins og með út- sendara í öllum ríkjum sem ná máli). Seinasti flóttaspotti Snowden var frá Hong Kong til Moskvu. Talið er að Snow- den og hjálparkokkar hans hefðu talið sig komast þaðan í einkaþotu forseta ríkis í Suð- ur-Ameríku, en hætt hafi verið við vegna ótta um að Banda- ríkin vissu um þau áform og myndu ná vélinni á sitt vald þar sem hún þyrfti að taka eldsneyti á leiðinni. Hvað sem því líður þá situr Snowden enn í skjóli Pútíns. Slíkt skjól er öflugt, en getur þó verið óviss- ara en sýnist. Ekki er hægt að útiloka að Pútín þurfi skyndi- lega að láta færa sér handtek- inn njósnara frá Bandaríkjun- um og þá gæti Snowden óðara breyst úr eftirsóttu ögrunar- efni við Bandaríkin og í skipti- mynt. Og það þarf ekki alltaf stærstu leikstjóra á borði heimsstjórnmála til. Aðrir og minni spámenn geta brugðið á leik. Það sýndi Alexander Lúk- asjenkó í nýju og óvæntu út- spili. Það er vissulega marg- skjalfest að Lúkasjenkó nýtur óbilandi trausts í Hvíta-Rúss- landi. Spurningin er þó sú hversu marktækir slíkir papp- írar eru. Þegar bandamenn komust í „ráðuneyti“ Göbbels í lok stríðs vakti athygli að þar hafði hann í handraðanum vel útfærð kosningaúrslit í Þýska- landi næstu fjóra áratugi eða svo. Það er ekki hægt að saka slíka menn um fyrirhyggju- leysi. En það er verkurinn fyr- ir forsetann í Minsk að fáir treysta því að eitt- hvað sé að marka kosningaúrslit í landinu því. For- setinn er hins veg- ar enn á valdatán- um því hann gerði sér lítið fyrir og lét herþotur sínar hrifsa farþegaþotu Ryanair sem var á leið til Litháen um lofthelgi Hvíta- Rússlands, og knýja hana til að lenda með 120 farþega, í skjóli tilkynningar um neyðarástand um borð, vegna gruns um sprengju. Á daginn kom að útsendarar Lúkasjenkó töldu liggja á að bjarga meintum „óvinum“ Hvíta-Rússlands undan sprengjunni og máttu aðrir farþegar halda áfram sinni för. Það fylgdi sögunni að atvikið væri ekki mistök skriffinna í Minsk því að Lúkasjenkó hefði persónulega gefið fyrirmæli um að farþegarnir fengju að detta í þennan lukkupott. Og nú sitja leiðtogar ESB yfir því verkefni að koma sér saman um refsiaðgerðir gegn Hvíta- Rússlandi. Það mun þeim ekki takast verr en seinast þegar Rússar ætluðu að taka til baka „gjöf“ Krútsjeffs um Krímskaga. Skrifstofustúlka í Brussel mun þá hafa hringt í vaktmann í anddyrinu á Rauðarárstíg eftir vinnu til að tilkynna að ákveðið hefði verið í Brussel að Ísland væri orðið þátttakandi í refsi- aðgerðunum út af Krímskaga. Sagan segir að vaktmaðurinn hafi verið gamall Skagamaður og því veikur fyrir skagamál- um af þessu tagi. Ísland hefur síðan tapað milljörðum eða milljarðatugum árlega og ganga verður út frá að Rússar hafi fyrir löngu skilað Krím- skaga eða séu um það bil að gera það. Ella sé ekkert vit í málinu. En sé þetta mál að dragast, sem seint verður trú- að, hefði stúlkan sem hringdi í vaktmanninn sjálfsagt upplýst hann um gang málsins. Annars verður óhjákvæmilegt að panta nýja skýrslu utan úr bæ um að Krímskaginn sé nú inn- an seilingar og sé í rauninni ekki í lakari umbúðum en orkupakkinn. Við sem vitum öll að þeir eru með putta frá Brussel á málum hjá sér á Rauðarárstíg getum því andað rólega. Það sýndi sig þegar pissa þurfti hratt á sig í orku- pakkamálinu síðast, þá gekk það eins og í sögu og gott ef ís- lensku stjórnarskránni var ekki breytt í sömu andrá með sendibréfi utan úr bæ. Hann gerir þetta hann Gulli, eins og þeir sögðu í Karnabæ forðum. Lúkasjenkó lét hrifsa farþegaþotu Ryanair sem flaug yfir Hvíta-Rússland} Forseti nær sér í farþega É g hef sem dómsmálaráðherra lagt áherslu á raunverulegar lausnir sem eru til þess fallnar að bæta og einfalda líf okkar – og spara okkur tíma. Einn liður í því er framtíðarsýn um sýslumenn sem ég kynnti ný- lega en hún felst meðal annars í því að veita framúrskarandi þjónustu óháð búsetu og stað- setningu, hvar og hvenær sem er. Því hefur nú verið fylgt eftir. Tíminn er líklega eina fyrirbærið sem ekki er hægt að endurheimta. Þess vegna eru fleiri meðvitaðir um mikilvægi þess að nýta tímann vel og forðast það sem stelur frá okkur tíma. Allir hafa einhverjum skyldum að gegna en við reynum að skipuleggja daginn þannig að tím- inn nýtist vel í önnum dagsins. Flestir líta á samskipti við hið opinbera sem tímaþjóf – og það með réttu. Við könnumst við það að þurfa að bíða í langri röð eftir afgreiðslu, til að skila inn pappírum, sækja um leyfi og þar fram eftir götunum. Eftir því sem okkur tekst að færa þjónustu hins opinbera á rafrænt og aðgengilegt form munu slíkir tímaþjófar heyra sögunni til. Einkafyrirtækjum hefur tekist vel til við að einfalda þjónustu og gera hana aðgengilegri. Hið op- inbera, í þessu tilfelli ríkisvaldið, á ekki að vera eftirbátur hvað þetta varðar. Það skýtur skökku við að geta afgreitt flókna fjármálagerninga, svo dæmi sé tekið, á skömmum tíma með einföldum og rafrænum hætti en þurfa að bíða í röð eftir mun einfaldari afgreiðslu hins opinbera. Í síðustu viku opnuðum við nýjan vef sýslu- manna þar sem í boði verður ný þjónusta sem býður upp á netspjall og spjallmenni, aðgengi- legri upplýsingar, leiðir til að sækja um ýmiss konar leyfi með rafrænum hætti og aðrar sjálfsafgreiðslulausnir sem verða í boði allan sólarhringinn. Nýr vefur sýslumanna á Ís- land.is markar þannig tímamót í þjónustu við fólkið í landinu og mun einfalda líf okkar allra. Þar er nú þegar hægt að sækja ýmis vottorð með rafrænum hætti, sækja um leyfi, skila inn umsóknum, endurnýja leyfi og réttindi, for- eldrar með sameiginlega forsjá geta gert samninga sín á milli og þannig mætti lengi áfram telja. Innan skamms verður einnig hægt að þinglýsa kaupsamningum með rafrænum hætti þannig að bið eftir þinglýsingu, sem áður tók nokkrar vikur, mun heyra sögunni til. Með því að auka við rafræna þjónustu færum við þjónustuna nær fólki og komum í veg fyrir að það þurfi að flakka á milli stofnana til að verða sér úti um gögn eða bíða í röðum eftir afgreiðslu. Fólk getur þá varið tíma sínum í aðra mun mikilvægari hluti. Ég er stolt af þessu verkefni og hef sem fyrr segir lagt áherslu á leiðir til að einfalda þjónustu ríkisins þannig að hún sé aðgengilegri, skilvirkari og betri en áður. Þegar við eigum þess kost að einfalda líf fólks eigum við að grípa tækifærið. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Ríkið á ekki að vera tímaþjófur Höfundur er dómsmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is K ynjahallinn er ævagamalt vandamál sem hefur allt- af loðað við upplýsinga- tæknigeirann. Við grein- um nú aukinn áhuga kvenna á störfum innan geirans og þurfum að halda áfram að plægja jarðveginn fyrir þær,“ segir Sigrún Ósk Jak- obsdóttir, mann- auðsstjóri hjá Advania. Greint var frá því á dögunum að metfjöldi hafi verið um sum- arstörf hjá fyrir- tækinu. Við sama tækifæri kom fram að áhugi á upplýsingatækni væri greinilega að aukast og fjölbreyttari hópur fólks sæktist nú eftir störfum í greininni. Fleiri konur sækja um störf Sigrún Ósk segir að konur hafi alltaf verið í minnihluta í upplýsinga- tæknigeiranum, eða um 25-30% starfsfólks. „Nú sjáum við hraða þró- un í rétta átt. Um 40-50% umsækj- enda um stöður hjá Advania eru kon- ur og á síðasta ári var helmingur ráðinna starfsmanna konur. Um- sækjendur og nýtt starfsfólk er á öll- um aldri og því má sjá merki um breytingar. Mér heyrist þessi þróun eiga við víðar en aðeins á okkar vinnustað,“ segir hún. Ýmis jákvæð skref hafa verið stigin í þá átt að fjölga konum í upp- lýsingatækni á síðustu árum að sögn Sigrúnar. Hún segir að innan Advania hafi þessi mál verið tekin markvissari tökum fyrir ári. Með tilkomu sér- fræðings í sjálfbærni og jafnrétt- ismálum hafi verið farið að skoða hvar hægt væri að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og þar hafi umræða um þetta komist á nýtt stig. Fleiri konur í kerfisstjórnun „Við sáum að við næðum ekki fram raunverulegu jafnræði með þvingunum. Þess í stað þurfum við að fara í saumana á því af hverju ójafnræði er til staðar og uppræta rót vandans,“ segir Sigrún. Hún nefnir, sem dæmi um það sem hefur mátt bæta, karllægan kúltúr á vinnu- stöðum og orðalag atvinnuauglýs- inga. Ákveðið var að vekja athygli kvenna á starfi og menntun í kerf- isstjórnun og veita styrk til náms í faginu. „Árangurinn af því verkefni gaf okkur byr undir báða vængi. Það skilaði sér í 1.000 prósenta aukningu í fjölda kvenna í náminu og í dag eru konur í meirihluta í námi í kerf- isstjórnun á Íslandi.“ Rétta stöðuna smám saman Þessi árangur er þó bara byrj- unin að mati Sigrúnar. Hún bendir á að meðal þess sem viðhaldi óbreyttu ástandi séu kynjahlutföll þeirra sem útskrifast úr tölvunarfræði og hug- búnaðarverkfræði. „Konur eru að- eins 20-25% útskrifaðra úr þessum fögum. Kynjahlutföllum í heilli starfsgrein verður auðvitað ekki breytt á einni nóttu en með réttum úrræðum má hafa veruleg áhrif á stöðuna.“ Sigrún Ósk segir að hver og einn vinnustaður þurfi líka að vera aðlaðandi fyrir ungt fólk. „Við hjá Advania viljum laða að og byggja upp fjölbreyttan starfsmannahóp og leggjum okkur fram við að bjóða upp á líflegan og sveigjanlegan vinnustað þar sem allir eiga að geta notið sín, ungir sem aldnir og óháð kyni. Það er mikilvægt að vera meðvit- aður um allt það sem gæti haft áhrif á val fólks á vinnustað.“ Sífellt fleiri konur í upplýsingatæknigeira Fleiri fyrirtæki í upplýsingageir- anum hafa náð athyglisverðum árangri við að fjölga konum í starfsliði sínu. Hjá Origo hefur markvisst verið unnið að því að búa til eftirsóknarverð starfs- skilyrði fyrir konur og laða þær til sín. Dröfn Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Origo, segir að markmiðið sé að 50% ráðninga séu konur. „Okkur miðar vel áfram. Staðan núna er sú að við höfum ráðið 27 starfsmenn það sem af er ári, þar af eru 14 konur og 13 karlar. Við höfum sem sagt ráð- ið 52% konur.“ Hún segir að Origo hafi fengið rúmlega eitt þús- und starfsumsóknir það sem af er ári. Aðeins 33% þeirra eru frá konum en 67% frá körlum. Átta sumarstarfs- menn voru ráðnir til Origo. Þar af voru fimm konur og þrír karlar. Fleiri konur en karlar í ár MARKVISST HJÁ ORIGO Dröfn Guðmundsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Breytingar Konum í upplýsingatæknigeiranum fjölgar með hverju árinu. Á síðasta ári var helmingur ráðinna starfsmanna hjá Advania konur. Sigrún Ósk Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.