Morgunblaðið - 25.05.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.05.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021 ✝ Páll Jónsson fæddist á Þórs- höfn á Langanesi 4. maí 1961. Hann lést 13. maí 2021 á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Foreldrar hans eru Jón S. Pálsson, f. 28.12. 1933, og Björk Ax- elsdóttir, f. 14.1. 1942. Systkini Páls: 1) Rannveig, f. 7.7. 1962. Maður hennar var Baldur Jóhannsson (látinn). Þeirra börn eru Una Erlín og Jón Hrafn. Rannveig á dótturina Björk Viggósdóttur. Synir Baldurs eru Magnús, hans kona bjartsdóttir, dætur Ingu og fósturdætur Sigurðar eru Mar- grét Lena, sambýlismaður Aleksander Kospenda, og Katr- ín Birna, sambýlismaður Ari Auðunn Jónsson. 4) Þorsteinn Styrmir, f. 20.4. 1971. Páll gekk í Höfðaskóla á Skagaströnd, Reykjaskóla í Hrútafirði, nam við Mennta- skólann við Hamrahlíð og MA. Hann lauk námi í fiskiðn frá Fiskvinnsluskólanum í Hafn- arfirði og síðar stundaði hann nám í VMA. Hann fór á vertíðir til Vestmannaeyja og Grinda- víkur, vann í frystihúsum og var á sjó, en lengst vann hann sem sumarstarfsmaður í Lysti- garðinum á Akureyri. Útför Páls fer fram í dag, 25. maí 2021, frá Glerárkirkju á Akureyri kl. 13. Guðrún Breiðfjörð Pétursdóttir og eiga þau þrjú börn, og Kjartan, hans kona Sigríður María Krist- insdóttir og eiga þau einn son. 2) Þorlákur Axel, f. 22.8. 1963. Kona hans Gunnhildur H. Gunnlaugsdóttir og eiga þau tvær dætur. Svanhildi, sem á eina dóttur, og Berglindi Jónu, hennar maður er Bjarki Bald- vinsson og börn þeirra eru tvö. 3) Sigurður Pétur, f. 4.1. 1965. Kona hans er Inga S. Guð- Ég kveð stóra bróður minn, Pál Jónsson, með sorg í hjarta og inni- legu þakklæti fyrir samfylgdina og kærleikann sem hann sýndi okkur; börnunum mínum og fjöl- skyldu. Palli var góður vinur, skipulagður og bjó yfir seiglu, klár, opinn og ræðinn. Það er ekki nema rúmt ár á milli okkar. Við stríddum hvort öðru og tuskuðumst eins og systk- ini gera. Svo bættust yngri bræð- ur okkar í hópinn einn af öðrum; þetta var tröppugangur og oft mikið fjör. Áhugasvið Palla var vítt. Þegar við vorum börn fylgdist ég með honum móta Madagaskar í drullu- polli á bílastæðinu fyrir framan húsið. Eitt sinn ferðuðumst við fjölskyldan á blöðruskódanum á heimaslóðir mömmu á Norðaust- urlandi um bjarta sumarnótt. Hugmyndin var að börnin svæfu til að ferðalagið yrði rólegra. Palli tímdi ekki að sofa og sagði; ég vil sjá hvað landið er fallegt. Í bernsku kenndi Palli mér svo ótalmargt, svo sem að meta Hóm- er og fótbolta, að setja upp hey- sátu, mannganginn og að standa á höndum. Það allra mikilvægasta sem Palli kenndi mér á fullorðins- árum er að horfast í augu við eigin fordóma. Nú er lífið breytt og ég á ekki von á fleiri símtölum sem hefjast á orðunum: Hæ, ég er Palli. En minningin um góðan bróður lifir. Rannveig. Páll bróðir gætti okkar yngri systkina sinna. Ég þykist muna þegar við sátum saman á hey- vagni þegar við fluttum frá Breiðabliki í nýja húsið við Tún- brautina á Skagaströnd. Þar ólu okkar ágætu foreldrar upp systk- inahópinn, en þar bjuggu líka Páll afi fyrrverandi skólastjóri og hans fólk á neðri hæðinni. Palli var hændur að alnafna sínum Páli afa. Sú saga er sögð að þegar Palli var að læra hina nýju mengja-stærð- fræði, kominn í annan bekk og sóttist námið vel, hafi Páll afi sagt: „Gaman verður að fylgjast með þessu hjá þér.“ – „Þú getur það ekki, þig skortir undirstöðuna,“ var svarið. Við systkinin ólumst upp við ævintýraflóa, lékum í sandkassa, á lóðinni, á svölunum, á Túnbrautinni sem lengst af var ómalbikuð, í hlöðunni, í heyskap á Péturstúninu, fórum að veiða nið- ur á bryggju, klifra og spranga í síldarverksmiðjunni og hjóluðum á fínu hjólunum okkar sem við átt- um eftir búsetuna í Danmörku. Palli var stóri bróðir okkar. Hann tók slaginn út á við. Unglingsárin voru Páli erfið, eineltið sem hann varð fyrir tók á hann. Palli hafði mikla námshæfileika og gekk vel á samræmdu prófunum. Hann æfði körfubolta og frjálsar íþrótt- ir, vann sigra og setti héraðsmet í millivegalengdum í hlaupum. Að- eins 19 ára gamall veiktist hann og átti við þá sjúkdóma að etja upp frá því. Með tímanum lærði hann á sjúkdóminn, tókst á við hann og fordómana, sem fólk, sem geðræn veikindi hrjá, mátti sæta. Við Páll bróðir höfðum báðir þá hugmynd að hvor þyrfti að gæta hins. Palli var eldri og notaði þann rétt til að hefja góðlátlegar um- ræður um hvernig hlutum væri háttað. Hann var áhugamaður um ræktun. Sumarvinnan í Lysti- garðinum á Akureyri var honum ástríða og hann sýndi okkur hin- um afraksturinn. Hann kenndi okkur að rækta trjávið á jörð for- eldra okkar í Húnavatnssýslu. Páll bróðir er besti vinur sem ég hef átt, hann sýndi fjölskyldunni væntumþykju og tók þátt í við- burðum okkar. Við fórum saman á íþróttaleiki hér á Akureyri. Palli átti marga vini. Hann talaði við fólk, hann var skemmtilegur og beindi samskiptum á jákvæðar brautir. Hann átti góð samskipti við fólkið í heimahjúkrun, Laut- inni, Grófinni, Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri, Vin í Reykjavík, kaþólsku kirkjunni, körfuknattleiksdeild Þórs, fólkið í kringum Þór/KA, vinnufélaga og ekki síst gamla skólafélaga. Hér er ekki allt talið. Það var honum ómetanlegt að á Reykjaskóla eignaðist hann vini sem hann átti alla ævi sína. Páll beitti sér í félagsstarfi fólks með geðfötlun hér á Akur- eyri. Hann lagði lið við stofnun og starf Lautarinnar og Grófarinnar, og hann æfði með fótboltafélaginu Múrbrjótum. Hann tók þátt í að skipuleggja fyrirlestra og gefa út fræðsluefni um þjónustu á Norð- urlandi við fólk með geðrænan vanda. Hann var athafnasamur og lýsir þessi upptalning þeim góða manni sem hann hafði að geyma. Hér með er öllu því góða fólki þakkað sem átti jákvæð samskipti Pál Jónsson bróður minn og ann- aðist hann. Palla verður sárt saknað. Við kveðjumst um sinn, hryggir en sáttir. Þorlákur Axel. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Hann Palli kæri frændi okkar er fallinn frá. Fráfall Palla er okk- ur erfitt en það gafst enginn tími til að kveðja svo við párum niður nokkur kveðjuorð hér. Palli var einstaklega frændrækinn og fé- lagslyndur maður. Það voru ófá matarboðin sem við systurnar munum eftir í æsku og ófáar heim- sóknirnar í Tröllagilið til Palla frænda. Við vorum sérstaklega hrifnar af hornglugganum sem setti svo sterkan svip á íbúðina. Barngóður var hann og með ár- unum fundum við að hann vildi okkur alltaf vel. Í síðari tíð var hann svo afskaplega góður við okkar börn og passaði alltaf að vera búinn að undirbúa rausnar- legar afmælis- og jólagjafir með góðum fyrirvara. Þrátt fyrir erfið veikindi frá unglingsárum tapaði hann aldrei jákvæðninni og lífs- gleðinni sem sýnir sig í því að hann var vinamargur og fimm- tugsafmælið hans var vel sótt. Kæri Palli, fáir vita hvað þeir átt hafa fyrr en þeir hafa misst. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki á meðal okkar lengur, að við hittum þig ekki aftur og eigum ekki von á símtali frá þér. Elsku Palli, hvíldu í friði. Við vottum foreldrum hans, systkinum og vinum okkar inni- legustu samúð Berglind Jóna og Svan- hildur Þorláksdætur. Fyrir um það bil 30 árum kynntist ég Páli Jónssyni, hon- um Palla. Hann var vinur Helga mannsins míns sem kynnti mig fyrir honum. Eftir góð kynni varð hann líka vinur minn. Ég minnist hans sem trausts og góðs vinar sem var umhugað um að vera í tengslum við vini sína, sem hann hafði oftar en ekki frumkvæði að. Í samtölum okkar Palla var hann viljugur til að deila reynslu sinni, líðan og upplifun sem mað- ur með geðfötlun. Hann var mjög meðvitaður um sína stöðu, möguleika og takmarkanir. Hann var sjálfstæður, tók sínar ákvarðanir sjálfur og skipulagði líf sitt af kostgæfni, þar á meðal samveru með vinum sínum og fjölskyldu. Hann talaði alltaf vel um þann stuðning sem hann naut og þáði. Hann kynnti mig fyrir þeim stöðum sem hann sótti fyrir geð- fatlaða sér til styrktar og sem veittu honum stuðning, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Hann bauð mér með sér á þessa staði, sýndi mér og útskýrði. Það var alltaf gleðiefni þegar Palli kom hingað suður. Við fjölskyldan hlökkuðum til að fá hann í matarboð og njóta sam- veru við hann. Hann sýndi drengjunum okkar Helga áhuga, var umhugað um þá og fylgdist með þeim vaxa úr grasi. Við Helgi upplifum tómarúm nú þegar Palli er farinn – síminn hringir ekki lengur frá Palla, Palli kemur ekki í heimsókn lengur. Við erum þakklát fyrir góð kynni og gjöfula vegferð okkar með Páli Jónssyni. Minning hans lifir. Signý Þórðardóttir Helgi Jóhannesson. Páll Jónsson ✝ Sigrún Jóney Björnsdóttir fæddist 18. júní 1933. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Hvammstanga 10. maí 2021. Foreldrar Sig- rúnar voru hjónin Björn Ingvar Jós- efsson, bóndi á Hrappstöðum í Víðidal, f. 1896, d. 1971, og Sig- ríður Jónsdóttir frá Gröf í Lund- arreykjadal, f. 1892, d. 1972. Björn og Sigríður bjuggu á Hrappstöðum í Víðidal frá 1918 til 1947 og fluttu síðan til Akra- ness þar sem þau bjuggu á Sjáv- arborg frá 1947 til 1966. Eftir það fluttu þau til Hvammstanga. Systkini Sigrúnar eru: Tryggvi, f. 1919, d. 2001. Guð- rún Ingveldur, f. 1921, d. 2001. Óskírð stúlka, f. 1922, d. 1923. Jósefína, f. 1924, d. 2017. Bjarni Ásgeir, f. 1925, d. 2009. Sig- urvaldi, f. 1927, d. 2009. Stein- björn, f. 1929, d. 2019. Álfheið- Dóttir þeirra er Kamilla. 2) Elísabet, f. 1955. Maki Sig- fús Þráinsson, f. 1954. Sonur þeirra er Sigfús, f. 1976. Synir Sigfúsar og Lilju Rúnar Sigurð- ardóttur, f. 1984, eru Tristan Hrafn og Viktor Ívar. 3) Jóhannes Rúnar, f. 1960. Sambýliskona Guðrún Margrét Birkisdóttir, f. 1967. Börn Jó- hannesar og Sigríðar Nönnu Egilsdóttur, f. 1966 eru: a) Sig- rún Ósk, f. 1990. Sambýlismaður Þórir Bergsson, 1988. Dætur þeirra eru Freyja Björg og Sól- veig Matthildur. b) Egill Árni, f. 1994. 4) Baldvin Þór, f. 1960. Sam- býliskona Sigríður Sigmunds- dóttir, f. 1959. Börn þeirra eru: a) Daníel Örn, f. 1992. Sambýlis- kona Brynja Rúnarsdóttir, f. 1994. Dóttir þeirra er Sigrún Sól. b) Marta Sif, f. 1998. Sam- býlismaður Kasper Stryander Jensen, f. 1996. c) Sonur Bald- vins og Sigurbjargar I. Magn- úsdóttur, f. 1960, er Elías Ás- geir, f. 1982. Maki Elíasar er Karen Erlingsdóttir, f. 1980. Börn þeirra eru Hafþór Darri og Hólmfríður Lea. Sonur Elías- ar Ásgeirs og Barböru Óskar Guðbjartsdóttur, f. 1980, er Guðbjartur Þór. 5) Berglind, f. 1971. Synir Berglindar og Rögnvaldar S. Hilmarssonar, f. 1963, eru: a) Hilmar Snorri, f. 1993. Sam- býliskona Írena Birta Gísladótt- ir, f. 1998. b) Jóhannes, f. 1996. Sambýliskona Mómey Ruth Ketmanee Torfadóttir, f. 1998. c) Sindri Snær, f. 2000. d) Dóttir Berglindar og Þorbergs Frið- rikssonar, f. 1973, er Andrea Líf, f. 2009. Sigrún Jóney fæddist á Hrappstöðum í Víðidal. Um fermingu fór hún í vist á næsta bæ, Kolugili, hjá frændfólki sínu. Skólanám var lítið, að- allega heima- og fjarkennsla. Sigrún stundaði nám við Húsmæðraskólann að Stað- arfelli í Dölum veturinn 1951 - 52. Að skólagöngu lokinni flutti Sigrún til Reykjavíkur þar sem miðbærinn og Þingholtin voru hennar heimasvæði. Starfsvett- vangur Sigrúnar auk húsmóð- urhlutverks var við hreingern- ingar og fleira á fjórða áratug hjá Sláturfélagi Suðurlands og Miðbæjarbarnaskólanum við Tjörnina. Eftir starfslok fluttu þau hjónin á Blönduós í gamla læknishúsið sem þau gerðu upp og að lokum á Hvammstanga. Útför Sigrúnar Jóneyjar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 25. maí 2021, klukkan 14. Jarðsett verður í Víðidalstungu í Víðidal. ur, f. 1931, d. 2012. Guðmundína Unn- ur, f. 1931. Gunn- laugur, f. 1937. Fósturbróðir Ás- geir Jóhannsson Meldal, f. 1940, d. 2004. Sigrún giftist 1955 Jóhannesi Guðmundssyni, f. 18.12. 1931. For- eldrar hans voru Guðmundur Jóhannesson frá Móbergi í Langadal, f. 1904, d. 1981, og Elín Hermannsdóttir frá Hofsósi, f. 1903, d. 1982. Börn Sigrúnar og Jóhannesar eru: 1) Óskar Sveinbjörn, f. 1954. Maki Rósa Stefánsdóttir, f. 1953. Börn þeirra eru: a) Elsa R., f. 1976. Eiginmaður Birgir Jónsson, f. 1970. Börn þeirra eru Bergur og Bríet. b) Eva Sig- rún, f. 1981. Sambýlismaður Einar Kristjánsson, f. 1980. Dætur þeirra eru: Karen Rósa, Klara Sigríður og Hildur María. c) Stefán Örn, f. 1987. Sambýlis- kona Erna Arnardóttir, f. 1989. Elsku besta móðir mín er horf- in á annað tilverustig. Á kveðjustundu er mér þakk- læti efst í huga og margar minn- ingar streyma fram. Þegar ég var sendur í sveit norður í Dæli 6 ára gamall og ég barðist á móti mömmu sem vildi setja mig í ull- arnærföt sem stungu mikið, en það átti að vera svo kalt þar. Hún fór sínu fram og mér fannst ullar- nærfötin á endanum ekkert svo óþægileg. Skýr er myndin þegar ég horfði á eftir mömmu út Steinagerðið þar sem ég varð eftir í pössun. Þegar hún var komin níu mánuði á leið af tvíburabræðrum mínum og fannst mér hún frekar stór og mikil um sig, enda voru þeir með þeim stærri tvíburum sem fæðst höfðu á landinu. Þegar soðin ýsa var á borðum og maður þurfti ekki að hafa áhyggjur af fiskbeinum því mamma sá alltaf til þess að þau væru tekin frá - hún passaði vel upp á allt. Það fór ekki alltaf hátt, en mamma var mjög hjálpsöm og gjafmild við aðra og mátti ekkert aumt sjá. Mamma var mjög glett- in og hafði góðan húmor. Hún var ósérhlífin, dugleg alla tíð, kattþrif- in, frændrækin og trygglynd við sitt fólk. Hún minntist oft með gleði tímans í Húsmæðraskólan- um og var hún í góðu sambandi við skólasystur sínar sem eru nú fimm eftir á lífi. Vil ég þakka sér- staklega Unu Jóhannsdóttur fyrir hennar vináttu við mömmu. Mamma hafði skoðanir á mönn- um og málefnum, hvort sem það var pólitík eða annað sem henni mislíkaði. Í einni bæjarferð henn- ar suður keyrði ég hana í útrétt- ingar og bauð henni í kaffi í Hörpu, en hún afþakkaði pent, ætlaði sér ekki þangað, í það fjár- austur. Mamma hafði líka mikla ánægju af beinum útsendingum, fótbolta og sérstaklega handbolta, strákunum okkar, og lifði sig vel inn í leikinn og lét leikmenn og dómara alveg heyra það þegar gerð voru mistök. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og ekki síður á Hvammstanga, frábæru starfsfólki fyrir alla hjálpsemi og umhyggju í gegnum árin. Frænk- um mínum Halldóru, Systu og Sigrúnu hans Gulla vil ég þakka sérstaklega, ásamt þeim sem fylgdust með henni og heimsóttu. Ég kveð þig elsku mamma með hlýjar minningar í hjarta. Blessuð sé minning þín. Þinn sonur, Óskar. Elsku tengdamamma mín sem var mér svo kær hefur kvatt okk- ur í hinsta sinn. Ég man það eins og gerst hafi í gær þegar ég hitti þig í fyrsta sinn í fallega húsinu ykkar á Blöndu- ósi. Þú komst á móti mér með út- breiddan faðminn og þar með var ég ein af fjölskyldunni. Þú varst með svuntuna að bardúsa í eld- húsinu að búa til kræsingar. Síðan eru liðin 20 ár. Þú passaðir alltaf upp á það að maður væri vel nærður þegar maður fór heim eft- ir heimsókn til ykkar. Það var allt- af svo notalegt að vera nálægt þér og mikið spjallað yfir kaffibolla og meðlæti að sjálfsögðu. Þú varst alltaf að hugsa um aðra, að öllum liði vel í kringum þig. Það eru ófá ullarsokkapörin sem þú komst með færandi hendi, svo okkur væri nú örugglega hlýtt á fótunum. Svo fannst þér nú ekki annað hægt en að skutlast til Reykjavík- ur með allar smákökurnar sem þú bakaðir fyrir jólin og deila niður til fjölskyldunnar. Það var yndis- legt að fá þessa sendingu, allt gert með svo mikilli hlýju og natni. Þetta voru allra bestu smákök- urnar, það vorum við öll sammála um. Við töluðum oft um hvað það væri gaman að hafa svona lítið sumarkaffihús í gamla húsinu á Blönduósi. Þú sæir um að baka kleinur og pönnukökur og ég sæi um að færa gestum kaffi og kræs- ingar. Við vorum alveg með það á hreinu hvernig við myndum hafa þetta. þú brostir svo glettin og yndisleg. Það verður bara í næsta lífi elsku Sigrún. Þú naust þín svo vel og elskaðir að vera með fjölskyldunni og stjana við okkur. Vildir aldrei láta hafa neitt fyrir þér, alltaf að gera eitthvað fyrir aðra. Gjafmildi, um- hyggja, æðruleysi og svo einstak- lega mikil hlýja eru orð sem lýsa þér vel. Mér þótti svo endalaust vænt um þig elsku yndislega tengdamamma mín. Er svo þakk- lát fyrir þessi 20 ár sem ég fékk að eiga með þér. Hvíl í friði elsku Sig- rún, við söknum þín. Guðrún M. Birkisdóttir. Elsku amma Sigrún, mikið sakna ég þín. Þrátt fyrir að vera nýorðin fer- tug og vita að lífið tekur enda höf- um við nú á stuttum tíma misst svo margt, þig amma mín og ömmu Elsu og afa Stefán. Fram að því í öll þessi ár hef ég ekki þekkt lífið öðruvísi en að eiga báð- ar ömmur og afa, sem ég veit að er ekki sjálfgefið. Hugsandi til baka núna finnst mér samt eins og ég hafi getað gert betur, hringt oftar, komið oftar í heimsókn norður, átt fleiri samverustundir með þér. Þú myndir eflaust hrista hausinn yfir því. En minningarnar um þig ylja amma mín, þær eru allar góðar. Þú varst dásamleg og ég ber nafn þitt með stolti. Þú varst alltaf svo dugleg og góð. Þú bakaðir bestu súkkulaðiköku í heimi, með pip- armyntunni, og oftar en ekki þurfti að skipa þér að setjast niður og borða með okkur hinum en annars stóðstu á haus á meðan all- ir hinir fengu nægju sína að borða. Þú varst gjafmild og gerðir þitt til að gleðja okkur. Þú varst mikill húmoristi og höfum við oft rifjað upp eitthvað sem þú sagðir fyrir mörgum árum, og hlæjum að því enn. Hann var oft ansi svartur húmorinn. Einar hefur líka oft nefnt að þú hafir minnt hann á ömmu sína heitna, hvernig þið hlóguð eins og hristust til í leið- inni. Það var líka gott að spjalla við þig um daginn og veginn amma mín, þú varst góður hlust- andi. Lengi vel spurðir þú mig alltaf hvernig Einar hefði það og ég var oft hissa á hvað þú mundir vel. Þá hringdirðu oft í mig eftir að við misstum Helenu Ósk og áttum við oft gott spjall. Þá sagðirðu mér frá draumi sem þig hafði dreymt fyrir það og við vorum vissar um að það hefði verið fyrirboði um það sem kom í kjölfarið. Það var gaman að koma á Hvammstanga og fá meðal annars að upplifa bæj- arhátíðina með þér, hitta frænd- fólk og höfum við meira að segja núna eftir andlát þitt áttað okkur á skemmtilegri tengingu við frændfólk þitt sem er gaman að segja frá. Ég er ánægð að hafa komið til þín nokkrum dögum áð- ur en þú kvaddir amma mín, setið hjá þér og kvatt þig í síðasta skipt- ið. Ég efast ekki um að þú hafir vitað af okkur hjá þér. Öllum þótti svo ofurvænt um þig, annað var ekki hægt. Ég kveð þig með hlýju í hjarta, hvíldu í friði amma mín. Þín, Eva Sigrún. Sigrún Jóney Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.