Morgunblaðið - 25.05.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021
L auga rna r í Rey k javí k
Fyrir
líkama
og sál
w w w. i t r. i s
S ý num hve r t öð ru t illit s s e mi og
virðum 2 m e t ra f ja rlægða rmörk in
50 ára Hannes er
Reykvíkingur, ólst upp í
Skeiðarvogi og býr í
Sólheimum. Hann er
lögfræðingur frá HÍ og
með LL.M.-gráðu frá
London School of
Economics. Hannes er
lögmaður hjá PACTA lögmönnum.
Maki: Hrafnhildur Björg Haraldsdóttir, f.
1971, deildarstjóri fjármálasviðs hjá Lag-
erinn Iceland.
Börn: Hannes Þórður, f. 2001, Þórunn
Bergljót, f. 2005, og Soffía Hrönn, f.
2008.
Foreldrar: Sigrún Stefánsdóttir Haf-
stein, f. 1926, d. 2012, húsmóðir og
Hannes Þórður Hafstein, f. 1925, d.
1998, forstjóri Slysavarnafélags Íslands.
Hannes Júlíus
Hafstein
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Einhver hefur mistúlkað orð þín svo
þú þarft að gera allt sem í þínu valdi stendur
til að leiðrétta málið. Haltu ótrauð/ur áfram
í leit að innri friði.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú þarft ekki að breyta svo miklu til
þess að hrista aðeins upp í venjubundnum
degi. Leyfðu öðrum að komast að með sínar
skoðanir.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það eru ýmis smáviðvik sem þú
þarft að leysa af hendi áður en þú getur tek-
ið til við stóru verkefnin aftur. Ekki kaupa
hluti sem þú hefur ekki efni á.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það er kominn tími til þess að þú
setjir sjálfa/n þig í fyrsta sæti. Lifðu draum-
inn þinn og þú öðlast sjálfstraust sem eng-
inn getur unnið á.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú átt gott með að láta þér lynda við
aðra í dag, þökk sé jafnlyndi þínu og hæfi-
leikum til þess að spjalla við allt og alla.
Haltu þig til hlés í deilu í nærumhverfinu.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú kannt að njóta lífsins og fólk
treystir á þig til að hefja partí á æðra plan.
Kannski er botninum náð í vissu máli.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Spurðu sjálfa/n þig að því hvort þú
stofnir til deilna af litlu sem engu tilefni og
af hverju þú gerir það. Gæfuhjólið snýst þér í
hag.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Reiknaðu ekki með því að
óreyndu að samstarfsmenn séu nákvæm-
lega á sama máli og þú. Reyndu að vera
ein/n með sjálfum þér í dag.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það kann að vera að manneskja,
sem er hjálpar þurfi, verði kynnt fyrir þér.
Breytingar bíða handan hornsins og skiptir
öllu máli að stefna þangað.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þótt þú eigir í innri baráttu er
ekki rétt að þú látir hana koma niður á þín-
um nánustu. Varastu að lofa upp í ermina á
þér.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Mundu að aðgát skal höfð í nær-
veru sálar og fæst orð hafa minnsta ábyrgð.
Taktu vel á móti þeim sem leita til þín.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Það er undir þér komið hvort sam-
skipti þín eru góð eða slæm við aðra.
Fylgstu með peningamálunum og forðastu
að eyða um efni fram.
landbúnaði. Í dag er fólk meðvitaðra
hvaðan maturinn kemur og um dýra-
velferð. Dýravelferð er eitt af stóru
markmiðum Beint frá býli.“ Jóhanna
hefur verið í Geitfjárræktarfélagi Ís-
lands frá 1992, sem gjaldkeri og for-
maður, nú meðstjórnandi. Hún er
einnig í Kvenfélagi Hvítársíðu.
til 18, yfir vetrartímann er opið eftir
samkomulagi
Jóhanna var einn af stofnendum
Beint frá býli, fyrsti formaðurinn, síð-
an ritari og nú meðstjórnandi, en fé-
lagið var stofnað 2008. „Það er hitt
baráttumálið. Það þarf að vera eitt-
hvað til að vinna á móti stóriðnaði í
J
óhanna Bergmann Þor-
valdsdóttir er fædd 24. maí
1961 á Fæðingarheimili
Reykjavíkur en ólst upp á
Háafelli í Hvítársíðu í
Borgarfirði. Hún gekk í Varmalands-
skóla, sem þá var heimavistarskóli, 7-
14 ára, síðan Héraðsskólann í Reyk-
holti í þrjá vetur. Hún vann á sumrin
á búinu á Háafelli og síðan hjá Kaup-
félagi Borgfirðinga við afgreiðslu-
störf, prjónastofu Borgarness, í Essó
Borgarnesi og hjá bifreiðastöð Kaup-
félags Borgfirðinga við ástöðu á fjár-
bílum. Veturinn 1981-82 var hún hjá
Námsflokkum Reykjavíkur og 1982-
1985 í Hjúkrunarskóla Íslands.
Eftir útskrift frá hjúkrunarskól-
anum vann Jóhanna á deild 12 bráða-
móttöku a Kleppsspítala og síðan á
Heilsugæslustöðinni i Borgarnesi þar
til börnunum tók að fjölga og þau
hjónin tóku við búinu á Háafelli.
Lengi voru þau með blandað bú, en
um aldamótin sneru þau sér að geita-
rækt. Þó eru enn nokkrar eftir-
legukindur á bænum.
„Mig dreymdi geitur sem barn en
fékk þær þrjár fyrstu árið 1989. Þá
var þetta bara hobbí en svo heltóku
þær mig, blessaðar, og markmiðið hjá
mér varð að byggja upp stofninn og
kynna fólk fyrir geitaafurðum. En all-
ar hefðir í sambandi við geitur voru
orðnar gleymdar. Við búum til osta,
paté og pylsur, sápur úr mjólkinni og
krem úr tólginni en hún er einstak-
lega græðandi og bólgueyðandi. Svo
er ég með garð og geri alls konar
hlaup og síróp úr jurtum í garðinum.
Ég nota líka plönturnar sem krydd í
ostana.“ Einnig er unnin kasmírull úr
þelinu í ullinni, en hún hafði ekki
verið nýtt áður.
Á Háafelli eru um 200 veturfóðr-
aðar geitur. „Auk þess sem geiturnar
fara í slátur þá höfum við líka selt
þær til lífs. Það hefur aukist gífur-
lega, nú eru 116 skráð býli með geitur
og síðustu tölur um geitur á landinu
eru tæplega 1.700. Þegar ég byrja þá
eru 300 dýr á landinu hjá 40 eig-
endum.“
Gestamóttaka hefur verið á Háa-
felli frá 2012 og síðastliðin þrjú ár
hafa komið 6.000-7.000 manns á ári.
Frá 1. júní er opið daglega frá kl. 13
Áhugamál Jóhönnu eru fjöl-
skyldan, geitur og fleiri dýr. Hún hef-
ur einnig mikinn áhuga á garðyrkju,
sérstaklega rósa- og nytjajurtarækt-
un. „Lógóið okkar eru geitur og rósir.
Rósategundirnar hérna voru 180 þeg-
ar mest var en þeim hefur fækkað
mikið. Núna legg ég meiri áherslu á
Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, geitabóndi og hjúkrunarfræðingur – 60 ára
Ljósmynd/Bryndís Geirsdóttir
Hjónin Þorbjörn og Jóhanna sneru sér að geitarækt um aldamótin. Hún var fyrsti formaður Beint frá býli.
Geitur og rósir beint frá býli
Ljósmynd/Edda Kristín Egilsdóttir
Bambi Eini eftirlifandi geitaleikarinn úr Game of Thrones. Matvæli Afurðir frá Háafelli.
Vinkonurnar Bríet Svala
Sölvadóttir og Bryn-
hildur Ylfa Þórodds-
dóttir teiknuðu myndir
og seldu nágrönnum
sínum í Mosfellsbæ og
söfnuðu með því fé til
styrktar Rauða kross-
inum. Þær komu með
afraksturinn þann 27.
apríl, 3.783 krónur, og
afhentu Rauða krossi
Íslands.
Hlutavelta
30 ára Reynir er
Akureyringur,
fæddur þar og upp-
alinn og býr í Þorp-
inu. Hann er raf-
iðnfræðingur að
mennt frá Háskól-
anum í Reykjavík
og er sjálfstætt starfandi rafverk-
taki.
Maki: Eva Bryndís Bernharðsdóttir,
f. 1990, vinnur á Tannlæknastofu
Akureyrar.
Dóttir: Arna Marý, f. 2020.
Foreldrar: Davíð Jónsson, f. 1955,
verkefnastjóri hjá Landsvirkjun, og
Hildur Haraldsdóttir, f. 1957, ritari á
handlækningadeild Sjúkrahússins á
Akureyri. Þau eru búsett á Akureyri.
Reynir Ingi
Davíðsson
Til hamingju með daginn