Morgunblaðið - 25.05.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.05.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021 EIN STÓR FJÖLSKYLDA Hver einasti meðlimur Colgate-fjölskyldunnar finnur tannbursta, tannkrem og aðrar tannhirðu- vörur við sitt hæfi.Velkomin í fjölskylduna! OFTAST FLÆKTUST ÞEIR HVER FYRIR ÖÐRUM – en stundum komu þeir virkilega á óvart. „ÁTTU MEIRA AF ÞESSUM MEÐ HVÍTU OG BLÁU RENDURNAR SEM BRAGÐAST EINS OG TÚNFISKUR?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að krjúpa á kné. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann EN LEIÐINLEG HRYLLINGSMYND! ÉG VILDI ÓSKA ÞESS AÐ EITTHVAÐ FÆRI AÐ GE- ER ÞETTA AUGA? HRÓLFUR STAL ÖLLUM HÚSGÖGNUNUM SEM VIÐ EIGNUÐUMST ÞEGAR VIÐ GIFTUMOKKUR! BÆ! HRESSTU ÞIG VIÐ! VIÐ KAUPUMOKKUR BARA NÝ HÚSGÖGN! HVAÐ KOM PÓSTUR- INN MEÐ? BRÉF TIL ÞÍN … ÞAKKARKORT FRÁ HERTOGA- YNJUNNI! rósir og jurtir sem maður getur nýtt.“ Jóhanna prjónar einnig og les þeg- ar færi gefst í kringum jólin. Fjölskylda Eiginmaður Jóhönnu er Þorbjörn Oddsson bóndi á Háafelli, f. 7.9. 1957 í Kolviðarnesi í Eyjahreppi, Snæf. For- eldrar hans voru hjónin Oddur Sig- urðsson, f. 23.11. 1908, d. 23.4. 2006, bóndi í Kolviðarnesi, og Guðbjörg Helgadóttir, f. 5.8. 1918, d. 1.6. 2012, húsfreyja í Kolviðarnesi. Börn: 1) Jónína Margrét Berg- mann Benjamínsdóttir, f. 5.2. 1982, leikkona. Maki: Jón Ingi Einarsson viðskiptafræðingur, f. 8.3. 1979. Þau búa í Reykjavík. Börn þeirra eru Embla Karen Bergmann Jónsdóttir, f. 20.2. 2005, og Harpa Marín Berg- mann Jónsdóttir, f. 4.2. 2013; 2) Elsa Þorbjarnardóttir, f. 30.1. 1990, nátt- úrufræðingur, deildarstjóri á leik- skóla og leikskólakennaranemi. Maki: Guðmundur Freyr Kristbergsson, f. 22.8. 1988, umhverfisskipulagsfræð- ingur. Þau búa á Háafelli. Börn þeirra eru Þorbjörg Ásta, f. 11.6. 2014, Bergur, f. 18.3. 2016, og Hanna Bergrún, f. 7.3. 2019; 3) Rögnvaldur Þorbjarnarson, f. 20.2. 1992, lands- lagsarkitekt og húsasmiður. Hús- vörður við Grunnskóla Borgar- fjarðar, býr í Borgarnesi; 4) Reynir Þorbjarnarson, f. 7.8. 1993, búfræð- ingur og starfsmaður Elkem a Grundartanga, býr á Háafelli; 5) Þor- valdur Ragnar Þorbjarnarson, f. 30.5. 1995, búfræðingur, býr á Háafelli; 6) Hrefna Þorbjarnardóttir, f. 29.8. 1996, háskólanemi, býr á Háafelli. Systir Jóhönnu er Edda Þorvalds- dóttir, f. 13.2. 1957, kennari við Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Foreldrar Jóhönnu voru hjónin Þorvaldur Hjalmarsson, f. 12.3. 1920, d. 9.5. 1996, bóndi á Háafelli, og Jón- ína Margrét Bergmann Þórhalls- dóttir, f. 25.3. 1924, d. 19.11. 1994, húsfreyja á Háafelli. Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir Jóhanna Sigurðardóttir húsfreyja í Fuglavík Magnús Jónsson Bergmann útvegsbóndi og hreppstjóri í Fuglavík á Miðnesi Jóhanna Magnúsdóttir Bergmann húsfreyja í Reykjavík Þórhallur Valdemar Einarsson rennismiður í Reykjavík Jónína Margrét Bergmann Þórhallsdóttir húsfreyja á Háafelli Steinunn Jóhanna Björnsdóttir húsfreyja í Dunhagakoti Einar Sigvaldason bóndi í Dunhagakoti í Hörgárdal Jódís Grímsdóttir húsfreyja á Norður-Reykjum Þorvaldur Stefánsson bóndi á Norður-Reykjum í Hálsasveit Hróðný Þorvaldsdóttir húsfreyja á Háafelli Hjálmar Guðmundsson bóndi á Háafelli Helga Hjálmarsdóttir húsfreyja á Kolsstöðum Guðmundur Sigurðsson bóndi á Kolsstöðum í Hvítársíðu Úr frændgarði Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur Þorvaldur Hjálmarsson bóndi á Háafelli í Hvítársíðu Ég hitti karlinn á Laugaveginumá laugardaginn. Það lá vel á honum og hann kvað fast að þegar hann sagði: Vinstri grænir vilja kjurt og vera á sama stað en karlinn segir „Báknið burt“. - Bjarni sér um það. Anna Dóra Gunnarsdóttir skrif- aði í Boðnarmjöð á fimmtudag: „Undanfarnar vikur hefur, þvert á árstíð og jafnvel sólskin, verið svo kalt að ég nenni ekki út fyrir húss- ins dyr. Vatnið í útidöllum hundsins frýs, jafnvel botnfrýs um nætur. Það er að komast hefð á að færa þröstunum epli til átu, því þeim veitir ekki af aukaorku í þessari tíð“: Í nótt mun verða nístingskalt, næðingur hér vofir yfir, í fyrramálið frosið allt, fátt sem ennþá grær og lifir, fuglar kaldir fljúga í skjól og fara að rifja upp heims um ból. Hallmundur Kristinsson kvað: Einn þótt kuldinn alltaf bagi, öðrum finnst of heitt, en eilíft þus af þessu tagi þýðir ekki neitt. Friðrik Steingrímsson yrkir og kallar „Vonbrigði“: Eftir norðanátt og nepjuhríð næsta daufur starði ég í bláinn, en Elín kom með sól og sælutíð, senda þeir þá ekki Hrafn á skjáinn. Jóhann frá Flögu segir svo frá: „Þannig er beinakerlingin í Kalda- dal látin mæla: Sækir að mér sveina val, sem þeir væru óðir. Kúri ég ein í Kaldadal. Komið þið, piltar góðir. Heldur hefir þessi beinakerling verið orðin leið á einlífinu: Veri þeir allir velkomner sem við mig spjalla í tryggðum. Eg get varla unað mér ein í fjallabyggðum.“ Steingrímur Baldvinsson í Nesi orti á fundi: Varla er fært upp úr vaðlinum hér vitinu höfuð að teygja. Algengust heimska í heiminum er að hafa ekki vit á að þegja. Ásta Sverrisdóttir var á „Von- arlandsferð á vori“: Hekla er hvít af hreinum snjó himinbláminn allt í kring. Gróður skreytir gráan mó. Glampar sól á Þríhyrning! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn „Báknið burt“ segir karl- inn á Laugaveginum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.