Morgunblaðið - 25.05.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.05.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Halldór Gylfason leikarar hafa unnið mikið saman síðan þau kynntust í Listaháskóla íslands á sínum tíma. Þau leika oft hjón og hefur varla nokkurn tímann kastast í kekki á milli þeirra. Bæði eru þau þekkt fyrir að leika ýmis grínhlutverk þótt þau hafi tekið að sér ýmis önnur hlutverk. Katla Margrét og Halldór eru gestir í nýjasta þætti Dagmála sem áskrifendur geta nálgast á mbl.is. Þau segja að litið sé niður á grínið innan leiklistargeirans, sérstaklega þegar kemur að tilnefningum og verðlaunaafhendingum. „Þetta þyk- ir ekki eins fínt,“ segir Halldór. Einlægnin sigrar oft allt Katla telur að afstaða til gríns sé aðeins að breytast. „Grínið er flókið, ég fer ekki ofan af því,“ segir Katla Margrét. Halldór segir að það sé leik- aranum ekki efst í huga að vera fyndinn þegar hann leikur grín- hlutverk. Það séu mörg atriði, t.a.m. handritið og aðstæðurnar, sem spili saman sem þurfi að miðla til áhorf- enda „án þess að vera að grína of mikið. Því þá geturðu drepið grínið,“ segir Halldór og Katla Margrét bætir við: „Það er oft einlægnin sem sigrar allt.“ Katla Margrét og Halldór leika nú saman í tveimur leiksýningum í Borgarleikhúsinu, bæði Gosa og Veislu. Hið síðarnefnda reyndu þau að frumsýna sex sinnum. Ekki tókst að frumsýna fyrr en um miðjan maí, ári eftir að frumsýning átti að fara fyrst fram. „Maður var orðinn langþreyttur á gríninu og farinn að efast verulega um það en svo virðist þetta alveg vera að virka,“ segir Katla Margrét. Tilraunir til frumsýningar voru gerðar trekk í trekk en veirufjand- inn stóð í vegi leikaranna og kom aftur og aftur í veg fyrir það að verk- ið færi af stað. Aðspurð segja þau Halldór og Katla Margrét að það hafi verið frá- bært að fá loks að sýna verkið. Hall- dór segir að viðbrögðin hafi verið sterk. Morgunblaðið/Hallur Már Hallsson Samrýnd Katla Margrét og Halldór eru gestir í nýjasta þætti Dagmála. Grínið flókið en þykir ekki eins fínt - Afstaða til gríns að breytast Friðardúfur nefnist innsetning eftir Peter Walker sem komið hefur verið fyrir í dómkirkjunni í Liverpool. Verkið er samsett úr 18.000 pappírs- dúfum sem festar eru upp í loftið með alls um 25 km af borðum. Verk- inu fylgir hljóðmynd eftir David Harpe. Áður en kórónuveirufarald- urinn brast á bauðst kirkjugestum, grunnskólabörnum og almenningi að skrifa skilaboð um frið, von og kærleika á pappírsdúfurnar. AFP Friðardúfur í dómkirkju Liverpool Nýtt safn tileinkað njósnaranum James Bond hefur verið opnað í austurrísku Ölpunum þar sem hluti Bond-myndarinnar Spectre var tekinn upp, í glæsilegri byggingu í Gaislachkogl-fjalli í Sölden. Safnið er hið glæsilegasta og víða komið við í sögu Bond-myndanna. Það nefnist 007 Elements og verður opnað 12. júlí. Safnið er aðgengi- legt með kláfi sem sést líka í Spectre og er í 3.000 metra hæð. Fjallasýnin er því stórkostleg. Arkitekt hússins sem hýsir safnið og veitingastaðar við hlið þess er Johann Obermoser og hefur safn- inu nú verið bætt á lista Evrópsku kvikmyndaakademíunnar yfir Fjár- sjóði evrópskrar kvikmyndamenn- ingar (e. Treasures of European Film Culture). Bond-safn í aust- urrísku Ölpunum Fjallasýn Útsýnið er ekki amalegt úr 007 Elements-safninu í Austurríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.