Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Qupperneq 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.5. 2021 Hreinsum allar yfirhafnir, trefla, húfur og fylgihluti STOFNAÐ 1953 Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380 T vöfalt fleiri bóluefnisskammtar bárust í vikunni en í vikunni á undan, svo loks komst hreyf- ing á bólusetningar í landinu. Var mikil umferð til og frá Laugardals- höll, þar sem um 25 þúsund manns voru boðuð í bólusetningu. Jafnvel á föstudag, þegar engin bólusetning fór þar fram, mátti enn sjá fólk, sem ekki kann á dagatal, rjátla við dyrnar. Hins vegar kom upp hópsmit í Þor- lákshöfn, þar sem allt var sett í hæga- gang, í von um að hamla frekari út- breiðslu skjótt. Elliði Vignisson bæjarstjóri lét í ljós vonir um að það tækist, en var svo sjálfur greindur. Heimsmarkaðsverð á minkaskinnum hefur tvöfaldast, svo salan stendur undir framleiðslukostnaði í fyrsta sinn í fimm ár. Loðdýrabændur eru agndofa yfir þessu nánast fordæma- lausa ástandi. Fram eru komin frumvarpsdrög þar sem gert er ráð fyrir því að veita ráð- herra auknar heimildir til þess að veita fólki utan EES undanþágur til þess að kaupa fasteignir í landinu. Þessu fögnuðu ýmsir líkt og mikil lagabót væri, en engum hefur dottið í hug að kæra ólög þessi til mannrétt- indadómstóls fyrir brot á eignarrétti seljenda. Læknar telja að Svandís Svavars- dóttir heilbrigðisráðherra sé enn við sama heygarðshornið og að reglu- gerðardrög hennar um endurgreiðslu sjúkrakostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna, sem Sjúkratryggingar Íslands hafi ekki samið við, séu án lagastoðar. Þjóðvegi 85 í gegnum miðbæ Húsa- víkur (ekki úthverfi) var lokað um liðna helgi vegna Óskarsverðlauna- hátíðarinnar. Milli Húsavíkur og Hollywood eru liðlega 7.000 km. Skagfirðingurinn Bjarni Jónsson bar sigurorð af Lilju Rafneyju Magnúsdóttur frá Súganda í forvali Vinstri grænna í Norðvest- urkjördæmi. Hún er eini þingmaður flokksins í kjördæminu. . . . Það varð sumarlegra á höfuðborgar- svæðinu þegar sólin lét sér kræla í hlýju og fallegu hæglætisveðri. Sól- gleraugnaþurrðar gætti á sumum bensínstöðvum. Varðskipið Þór fékk heiðursheima- höfn á Þórshöfn á Langanesi og verður framvegis ekki krafið um hafnargjöld þar eystra. Aðalmeðferð hófst í réttarhöldum yf- ir Marek Moszcynski, sem ákærður er fyrir íkveikju á horni Bræðra- borgarstígs og Vesturgötu síðastliðið sumar, en þar létust þrír og lífi fjölda annarra var stefnt í hættu. Stytting vinnuviku hjá hinu op- inbera heldur áfram en vaktavinna á níunda þúsund starfsmanna á 700 vinnustöðum styttist nú um mán- aðamótin. Á sama tíma hefur kaup opinberra starfsmanna hækkað verulega. Enginn virðist hins vegar vita hvaða afleiðingar þetta hafi fyrir þjónustu eða útgjöld hins opinbera. Gagnrýni kom fram á smáhýsastefnu Reykjavíkurborgar fyrir heimilis- laust fólk, að smáhýsin væru lítið annað en eftirlitslaus neyslurými. Skúli Magnússon, dómstjóri við Hér- aðsdóm Reykjavíkur, var kjörinn umboðsmaður Alþingis til næstu fjögurra ára. . . . Afléttingaráætlun stjórnvalda var kynnt, en hún er nátengd árangri við bólusetningar. Útlit er fyrir öra rýmkun samkomubanns og fjölda- takmarkana á næstunni, þannig að allt að þúsund manns megi hittast í lok maí til þess að fíla Grøn án þess að sóttvarnalæknir fýli grön. Fyrstu íbúarnir eru að koma sér fyrir í munaðaríbúðum við Austurhöfn, þar sem meðal annars má kaupa fok- helda íbúð á hálfan milljarð króna. Greint var frá því að nýja flugfélagið Play myndi fara í sitt fyrsta farþega- flug hinn 24. júní. Mikil leynd hvílir yfir áfangastaðnum þó sennilegast sé hann í Evrópu. Gert er ráð fyrir því að félagið fái senn flugrekstrarleyfi og hafi þrjár Airbus A321-NEO á sín- um snærum. Íslenska landsliðið í handbolta sigr- aði Ísrael og fóru helstu handbolta- sérfræðingar landsins nærri því að djinxa liðið með því að segja sæti þess á Evrópumeistaramóti vera forms- atriði. Eldsumbrot við Geldingadali héldu áfram og nær hraunið nú yfir 1,13 ferkílómetra. Gusur úr helsta gígnum hafa líka gengið hærra og mátti víða sjá gosið af höfuðborgarsvæðinu í blíðviðrinu í vikunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra segir kostnað ríkisins vegna styttingar vinnuviku vera metinn á 4,2 milljarða króna á ári. Er þar þó ekki tekið tillit til þess hversu hátt hlutfall starfsmanna ríkisins vinni og hversu svefnsamt þeim sé í vinnunni. Ríkislögreglustjóri undirbýr reglu- gerð um notkun öryggismyndavéla, en í ráði er að hafa eftirlitsmynda- vélakerfi í öllum lögregluumdæmum að kínverskri fyrirmynd. Lögreglu- þjónar segjast ekki vita hversu mikl- um upplýsingum sé sjálfsagt og eðli- legt að safna og varðveita um borgarana, sennilega geti heimspek- ingar helst svarað því. Þeir munu þó ekki hafa verið spurðir. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á Rúv., var kjörin for- maður Blaðamannafélagsins. Það er óvenjulegt enda vinnur starfsfólk Rúv. ekki samkvæmt kjarasamn- ingum Blaðamannafélagsins. . . . Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fór í bólusetningu í Laugardalshöll og var honum líkt og rokkstjörnu klapp- að lof í lófa af öðrum bóluefnisþegum. Hann tók sér stöðu með krepptan hnefa á lofti og laut höfði, en tók þó ekki um hnéð. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru al- mennt bjartsýnni á sumarið en fyrir nokkrum vikum, sem má bæði rekja til aukinnar eftirspurnar erlendra ferðamanna, einkum bólusettra Bandaríkjamanna og Breta, og ríf- andi gangs í bólusetningum hér á landi. Er því vonast til að ferðaþjón- ustan geti tekið við sér snemmsum- ars fremur en síðsumars, en um það mun mikið muna. Landeigendur að Hrauni í Grindavík hafa fengið fyrirspurnir um hvort jörðin sé föl. Margir telja að eldgosið þar geti orðið mjög langvinnt og eru uppi getgátur um að ferðaþjónustu- spekúlantar ásælist jörðina. Leiðangur á vegum Náttúrufræði- stofnunar lá á gægjum á Hornströnd- um og fylgdist með tilhugalífi refa. Mikil breyting hefur orðið í rekstri dagvöruverslana þar sem sjálfsaf- greiðsla hefur aukist hröðum skref- um og er nú um 80% sölu þeirra, þar sem mest er, en meðaltalið nær 70%. Íbúar fjölbýlishúsa við Þorrasali í Kópavogi eru sáróánægðir með áform um nýjan veg og stokk sunnan við húsin og telja slysahættu fyrir börn þeirra snaraukast fyrir vikið fyrir ut- an hávaða og ónæði. . . . Nýtt baðlón var opnað á Kársnesi í Kópavogi, sem af einhverjum ástæð- um er nefnt Sky Lagoon upp á ensku. Verðbólga hefur aukist að undan- förnu og mældist 12 mánaða verð- bólga 4,6% í aprílmánuði. Seðlabank- inn kann því að grípa til sinna ráða. Verðbólgan er m.a. rakin til mikilla launahækkana undanfarin misseri. Vorið er komið eins og best sést á því að í Vestmanneyjum heyrist vart mannsins mál fyrir farfuglum en í Reykjavík er erfitt að komast yfir götu án þess að vera ekinn niður af rafskutlum. Viðtal við dr. Ásgeir Jónsson seðla- bankastjóra vakti athygli, en þar sagði hann hagsmunaöfl hafa óvenju- mikil áhrif í landinu. Undir það tóku vinstrimenn af mikilli velþóknun uns seðlabankastjóri upplýsti að með því hefði hann ekki síst átt við verkalýðs- hreyfinguna. Ársreikningur Reykjavíkurborgar leit dagsins ljós með fréttatilkynningu um að taprekstur mætti rekja til minnkandi tekna í heimsfaraldrinum. Sem er rangt, tekjurnar jukust enn, bara minna en borgarstjóri vonaði. Samt var í engu hróflað við rekstr- inum og afkoman í fyrra 15 millj- örðum verri en ráðgert var á meðan skuldirnar hækkuð um 41 milljarð í 386 milljarða króna. Böns af bóluefni og bólusetningum Tugþúsundir voru bólusettar í Laugardalshöll í vikunni og enn fleiri verða víst sprautaðir í komandi viku. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 25.4.-30.4. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.