Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Page 15
2.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
marga dóma. Í dag birtast sumir dómar sem
hann hefur hlotið inni á dómaskrá; það hefur
verið lagað eftir á,“ segir hún.
„Eftir að það kom fram í fréttum að hann
væri góðkunningi lögreglunnar voru viðbrögð
frá fólki stundum: „Næst leigir þú ekki glæpa-
manni!“ Ég skil að samfélagið vilji trúa því að
það myndi ekki lenda í svona atviki og leitar
leiða til að finna lógíska orsök svo ég tek svona
ummæli ekki nærri mér en velti fyrir mér
hverjar afleiðingar upplýsingagjafar geta verið
gagnvart brotaþola og hans bataferli.“
Af hverju gekk hann laus?
Fréttir þú seinna að lögreglan hafi verið að
fylgjast með honum?
„Já, en það var ekki fyrr en í réttarsal. Það
er margt sem tefur svo fyrir minni úrvinnslu á
þessu áfalli því ég er alltaf að hnjóta um upp-
lýsingar sem koma mér á óvart. Þá fer maður
að hugsa, ég hefði getað dáið. Það hefði verið
hægt að koma í veg fyrir árásina. Hér er ég
borgari í þessu samfélagi þar sem helsta hlut-
verk ríkisins er að vernda almenna borgara.“
Eins og fyrr segir var árásarmaðurinn í geð-
rofi vegna vímuefnaneyslu, og það ekki í fyrsta
sinn.
„Hann á sögu um að fara í geðrof eftir mikla
neyslu og hann var virkur í neyslu, það var vit-
að á þessari stundu. Hann var búinn að sitja
inni áður fyrir líkamsárásir. Tveimur mán-
uðum áður en hann réðst á mig, hafði hann tek-
ið mann í gíslingu í sautján klukkutíma og bar-
ið hann með kúbeini. Lögreglan kom að honum
í verknaðinum. Enginn veit hvernig það hefði
annars endað.“
Af hverju var hann ekki í fangelsi fyrir það
brot?
„Það er það sem truflar mig!“
Herdís segir að í réttarsal hafi komið fram í
vitnisburði lögreglu að hún hafi lengi vitað
hvar hann hélt til.
Vissi lögreglan þá að hann bjó hjá þér?
„Já, mér skilst það,“ segir Herdís.
„Ég veit að fólk er saklaust þar til sekt er
sönnuð. En þegar fólk er orðið hættulegt sam-
félagi sínu, og lögreglan sjálf stendur mann að
svo alvarlegum verknaði eins og að svipta
mann frelsi og lemja með kúbeini, þá skilur
maður ekki að seinlæti í kerfinu geri það að
verkum að hann gangi laus. Það var ítrekað bú-
ið að taka hann undir stýri undir áhrifum am-
fetamíns og kókaíns og í hálfgerðu geðrofi. Er
það ekki nóg til að stoppa hann? Og hann var á
skilorði. Eru þetta ekki nógu mörg atriði til að
fangelsa hann vegna almenningshagsmuna,
þótt ekki hafi verið fallinn dómur? Hver ber
ábyrgð á því að hann gekk laus, og ekki bara
vegna okkar almennings heldur líka gerandans
vegna? Það er ekkert gaman að vakna upp úr
vímu og vera búinn að drepa konuna á efri
hæðinni.“
Að vara fólk við
Herdís segir að eftir að hafa hnotið um margt í
réttarkerfinu sem henni hafi þótt sérkennilegt,
sé það þó tvennt sem standi upp úr.
„Annað er staða brotaþola, hún er ekki nógu
góð. Ég veit að dómsmálaráðherra var að
leggja fram frumvarp til að breyta henni. Það
er vel, en það er ekki gengið nógu langt. Brota-
þoli á ekki aðild að máli og hefur enga aðkomu
að uppbyggingu málsins. Ég get sett skaða-
bótakröfu inn í málið, en það er allt og sumt.
Ég hef til dæmis enga stjórn á því hvort málinu
sé áfrýjað eða ekki. Í dómsal sit ég úti í sal sem
áhorfandi en ekki með lögmanni mínum. Ég er
bara vitni í málinu,“ segir hún og segist vera
það „heppin“ að hennar mál hafi verið það aug-
ljóst að enginn vafi lék á sekt gerandans. Þó
hafi verjandi reynt að véfengja framburð Her-
dísar og meðal annars sagt að þar sem gerandi
væri svo stór og sterkur að ef hann hefði ætlað
að drepa hana hefði hann alltaf getað gert það.
„Þeir hafa aldrei heyrt söguna um Davíð og
Golíat?“ segir Herdís.
„Það er rosalega sérstakt að sitja undir
þessu þar sem augljóst er að öll högg beindust
að höfði, hálsi og búk,“ segir hún og bætir við
að „ferðalaginu“ í gegnum dómskerfið sé ekki
lokið. Árásarmaðurinn var dæmdur í sex og
hálfs ár í fangelsi fyrir tilraun til manndráps,
alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu. Málið
á eftir að fara fyrir Landsrétt.
Herdís segir einnig hafa verið sérstakt að
gerandinn hafi ekki þurft að mæta fyrir dóm-
ara heldur hafi vitnisburður farið fram í gegn-
um fjarfundabúnað vegna Covid og þar af leið-
andi hafi þeim hluta af réttarhöldunum verið
varpað á skjá í litlum réttarsal. „Þar stóð max
fimm á hurðinni en það er grundvallarregla í
okkar samfélagi að réttarhöld skuli vera opin,“
segir hún.
„Hann var bara í bómullarmeðferð í boði rík-
isins út af Covid! Við vitnin vorum í stórum sal
og sátum því ekki við sama borð. Fjölmiðlar
áttu að geta hlustað á mig en ekki hann,“ segir
hún og segist hafa mótmælt þessum vinnu-
brögðum.
„Ég mætti með dætur mínar tvær í dóms-
húsið og einnig var þar fjölmiðlakona sem ætl-
aði að hverfa frá en ég benti henni á að hún
ætti rétt á að vera viðstödd, og á endanum
fengu þær að fara inn,“ segir hún.
„Hitt sem stendur upp úr er það að hann
skyldi ganga laus. Ef það var ekki hægt með
lögum þessa lands að taka hann fyrr úr umferð
þá þurfa að vera úrræði til þess að vara sam-
félagið við hættunni sem stafar af honum. Ég
veit að það er til nokkuð sem heitir persónu-
réttur, en hvenær ertu búinn að fyrirgera þér
þeim rétti? Hann ógnaði öryggi samborgara
ítrekað og meiddi fólk. Ítrekað. Og breytti ekki
hegðun sinni. Það eru lög sem var hægt að
beita, en var ekki gert; þarna þarf að skoða
verklagið hjá ákæruvaldinu,“ segir Herdís.
„Þetta hefði ekki þurft að gerast.“
Kerfið sem brást
Hefurðu hitt hann eftir árásina?
„Nei. Það hafa aldrei verið nein samskipti
okkar á milli, enda þekkti ég hann ekkert.“
Hann hefur ekkert beðið þig fyrirgefningar?
„Nei, nei, nei. Alls ekki. Frekar hefur hann
sagt að ég væri að plata. Það er ítrekað verið
að halda því fram að ég hafi ekki verið lífs-
hættulega slösuð. Já, hverjum var það að
þakka? Ég var ekki í lífshættu af því ég komst
fljótt undir hendur lækna og það tókst að
stöðva blæðingar. Ég veit ekki hvernig hefði
farið ef ég hefði ekki getað hringt.“
Hvernig hugsar þú til hans núna?
„Ég hugsa ekkert sérstaklega til hans; hann
er bara veikur einstaklingur. Hann er ákveðið
fórnarlamb aðstæðna og tekur rangar ákvarð-
anir í lífinu. Við erum okkar gæfu smiðir. En
ég hugsa til kerfisins sem brást, og brást hon-
um líka og líklega alveg frá æsku,“ segir Her-
dís.
„En fyrst ég er ekki algjörlega buguð verð
ég að reyna að nýta reynsluna til að ávarpa
þessi atriði og tilkynna að þarna séu frávik og
það þurfi að breyta verklagi. Það sem mér
finnst vanta er að spyrja hver hafi verið ábyrg-
ur. Hver vissi, eða mátti vita, að þessi ein-
staklingur væri svona veikur og hættulegur?
Ég sakna þess að fá viðbrögð frá kerfinu, mér
þætti eðlilegra að þaðan kæmi ósk um fyr-
irgefningu,“ segir hún.
„Sumir hafa spurt mig af hverju ég gleymi
þessu ekki bara og fari að einbeita mér að öðru.
Ég held að þá yrði ég endanlega brjáluð. Ég vil
laga þetta ferli og mín heilun liggur í því að
byrgja þennan brunn.“
Ofurhetja með leynivopn
Hvernig horfir þú til framtíðar? Verður þú allt-
af með þetta á bakinu?
„Já, ég held ég geti ekkert strokað þetta út.
Ég er líkamlega minnt á þetta alla daga. En ég
set einn fótinn fram fyrir hinn og held áfram.
Það er miklu eðlilegra að viðurkenna það að
þetta hafi áhrif heldur en að vera í afneitun.
Það koma tímabil þar sem ég er mjög leið og
kvíðin og finnst allt erfitt, en þetta snýst um af-
stöðu. Við höfum öll okkar sögu og hún mótar
okkur, þótt við hefðum valið að hún væri ein-
hvern veginn öðruvísi þá höfum við val um
hvernig hún mótar okkur. Ég get ekki búið til
nýja sögu; ég breyti ekki fortíðinni, en ég vel
að standa uppi sem sigurvegari,“ segir Herdís.
„Ég get litið á þessa lífsreynslu sem valdefl-
andi, að hafa staðið árásina af mér og komist út
úr aðstæðum með útsjónarsemi og áræðni. Þá
veit ég úr hverju ég er gerð. Það sé þarna tæki-
færi til að vera sterk fyrirmynd. Ég upplifði til
dæmis um daginn að vera allt í einu orðin hetja
í augum stórs stúlknahóps hér úr hverfinu.
Þær hafa mikinn áhuga á að fylgjast með mér í
framkvæmdum mínum við húsið, og hafa tamið
sér að kíkja við í ævintýrahöllina eins og þær
kalla húsið mitt. Þær sungu fyrir mig á ösku-
dag og spurðu svo í framhaldi hvernig ég hefði
eiginlega sloppið frá vonda kallinum. „Lamd-
irðu hann ekki með Gucci-töskunni þinni
Dísa?“ skaut þá ein þeirra inn,“ segir hún og
brosir.
„Það er frábær tilfinning að vera allt í einu
orðin ofurhetja með leynivopn, þótt ég eigi
ekki Gucci-tösku. Í þeirra augum eru mér eng-
in takmörk sett og vonandi þeim þá ekki held-
ur.“
Herdís segist horfa jákvæð til framtíðar og
langar aftur í prófkjör en Herdís er varaþing-
maður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norð-
ur.
„Mig langar að láta gott af mér leiða.“
Þú ert greinilega baráttukona.
„Ég veit það nú ekki, en það er seigla í mér
og ég þarf alltaf að vera að skapa eitthvað eða
laga,“ segir hún og hugsar sig um stutta stund.
„Jú, ætli ég sé ekki baráttukona!“
„Ég get litið á þessa lífsreynslu
sem valdeflandi, að hafa staðið
árásina af mér og komist út úr
aðstæðum með útsjónarsemi
og áræðni. Þá veit ég úr hverju
ég er gerð. Það sé þarna tæki-
færi til að vera sterk fyrirmynd.“
Morgunblaðið/Ásdís