Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.5. 2021 Þ að er eiginlega of gott til að vera satt að litlu samrýmdu systurflokkarnir, sem fylkja sér saman og eiga sér ekki viðreisnar von, ætli sér enn að söngla sinn þreytta eintóna söng um ESB, allra meina bót, þegar hvarvetna sést að íbúar þar innanborðs eru óðum að týna galdra- trúnni. Þeim er vorkunn En það eykur vandræðin að systurflokkarnir fyrr- nefndu eiga engan annan kost. Þeir telja sig verða að veifa þessu tré fremur en öngvu. En þar með veifa þeir öngvu! Einsmálstilveran tryggir að einstigið sem jafnframt er einstefna er aðalbraut hennar og reyndar sú eina. Það var því sjálfgefið að systurflokkarnir myndu enda eins og rolla í sjálfheldu og þar sýnast þeir staddir nú. Frá þeim stað geta þeir hvorki komið né farið. Enginn annar vill deila með þeim sama stað og þeir verða að láta eins og syllan sú sé þúsund hektarar af grænu grasi sem eigi sér engan annan stað líkan. En almenn- ingur er ekki þar. Og hann trúir því seint að syllan sú sé fyrirheitna landið. Og systurflokkunum kemur ekki lengur við hvað það er sem skiptir íslenskan almenn- ing helst máli, bæði nú og í næstu framtíð. Þeir sitja eftir á syllunni og tala saman á belgísku og eru þeir einu í heiminum sem gera það. Hvers vegna í ósköpunum ætti nokkur kjósandi að reima á sig skó og skokka á kjörstað til að kjósa þá syllumenn? Þeir sameina hið ómögulega að vera í sjálfheldu á syllu og þrátt fyrir það algjörlega úti að aka. Og talandi um það, þá hatast þetta sama lið reyndar út í alla sem „eru úti að aka“ á sínum bíl, hvort sem er til vinnu, með börn sín til skóla eða tómstunda eða í öðrum þeim erindum, smáum og stórum, þar sem einkabíllinn gegnir lykilhlutverki. Og svo eru syllumenn hækjur skattpíningar Og fyrrnefndir systurflokkar eru einmitt helstu hækj- ur borgarstjórans, sem kjósendur höfðu í raun í tvenn- um kosningum í röð reynt að reka af höndum sér. En hækjurnar gerðu sitt til að eyðileggja vilja kjósenda og komu í veg fyrir að mjaka mætti borginni úr þeirri ömurlegu stöðnun sem hefur þjakað hana nú um skeið. Þegar rekstur og framkvæmdageta borgarinnar var sem öflugust var borgin framarlega í röð þeirra sveit- arfélaga sem sýndu mesta aðgát í nýtingu skattheim- ilda sinna. Með núverandi stjórnendum og því hug- arfari sem þeir lúta er hver einasti gjaldstofn borgarinnar, stór sem smár, þaninn upp í hæstu hæð- ir! Fasteignamat bygginga hefur, vegna þrenginga í lóðamálum og vesaldar borgaryfirvalda í skipulags- málum, hækkað stórlega þar sem eftirspurn eftir hús- næði sprengir nú framboðið. Þá hefði það verið sjálfgefin sanngirni og eðlileg til- litssemi við íbúa borgarinnar að slá verulega af gjald- stofnunum. Borgin hefði þó verið jafnvel sett eftir sem áður. Væru borgaryfirvöld vinir og samherjar borgar- búa hefðu þau hagað sér þannig. En því var ekki að heilsa heldur var „tækifærið“ nýtt til að þrengja að fólkinu. Það var þó í senn réttlætismál og skylda gagn- vart fjárhagslega aðþrengdum borgarbúum að bregð- ast þeim ekki. Og eins og fyrr sagði yrði hagur borg- arsjóðs jafngóður og árin á undan! Borgarstjóranum einum er ekki um að kenna. Syst- urflokkarnir bentu ekki á að sjálfsögð krafa væri að setja sanngirni og réttlæti í fyrsta sæti. Þeir þögðu og tryggðu framgang óréttlætisins með atkvæði sínu. Þvert á allt sem boðað var Þetta er myndin sem blasir við af þessum mistæku smáflokkum í stjórnarandstöðu á landsvísu og hlaupa- Loforðin á ódýra markaðnum endast illa Reykjavíkurbréf30.04.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.