Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Síða 29
íþróttaskór einnig í fyrsta skipti á
yfir eina milljón dollara.“
Skórnir eru svartir og ná upp fyr-
ir ökkla. West var í skónum þegar
Grammy-verðlaunin voru veitt árið
2008 og hann flutti lögin „Hey
Mama“ og „Stronger“.
Hlutabréf í gömlum skóm
Skórnir voru afrakstur samvinnu
framleiðandans Nike og West og
parið sem söngvarinn klæddist á há-
tíðinni var prufa. Skórnir fóru síðan
á markað í apríl árið eftir, 2009.
Kaupandi skónna nefnist RARES
og er í fréttum skilgreint sem mark-
aðstorg fjárfestinga í íþróttaskóm.
Fyrirtækið gefur viðskiptavinum
sínum kost á að kaupa hlut í fóta-
búnaði íþróttamanna rétt eins og
fjárfestar kaupa hlutafé í fyr-
irtækjum. Gerome Sapp, sem í eina
tíð var atvinnumaður í bandarískum
fótbolta, stofnaði fyrirtækið í mars
og keypti skóparið af Air Yeezy 1 af
Ryan Chang, sem er safnari og lítur
á sérstaka og fágæta íþróttaskó sem
listaverk. Chang hefur sagt að hann
hafi heillast af íþróttaskóm. Hann
líti á þá sem listmuni, þeir séu eins
og strigi, blendingur af málverki og
myndastyttu. Það sé sér sérstök
ánægja að þeirra menningarlegi tími
sé runninn upp og þeir séu að fóta
sig í listheiminum.
Sotheby’s hafði metið að skórnir
myndu fara á eina milljón dollara, en
annað kom á daginn.
Upphafið að æðinu fyrir íþrótta-
skóm má að stórum hluta eigna
Michaels Jordans. Árið 1984 gerði
hann samning við framleiðandann
NIKE um hálfa milljón dollara á ári
og var það þrefalt meira en nokkur
annar leikmaður í NBA fékk þá
greitt fyrir skósamning. Jordan var
sannkallaður konungur háloftanna
þegar hann tókst á loft við körfuna
og skórnir voru kallaðir Air Jordan.
Fyrsta árið eftir að þeir voru settir á
markað seldust þeir fyrir 100 millj-
ónir dollara. Talið er að Nike hafi frá
því að fyrsti samningurinn var und-
irritaður greitt Jordan 1,3 milljónir
dollara, samkvæmt útreikningum
Forbes. Jordan hefur vissulega
hagnast á viðskiptunum, en Nike
ekki síður. Á sínum tíma var NIKE
lítilmagni á íþróttavörumarkaðnum
en er nú eitt þekktasta og verðmæt-
asta vörumerki heims.
Sapp sagði að hann hefði náð í
hnoss allra hnossa þegar hann
keypti skóna. Þeir yrðu settir a
markað hjá RARES 16. júní og yrði
hluturinn seldur á 15 til 20 dollara.
Þrjú eða fjögur skópör yrðu sett á
markaðinn fyrir þann tíma, þar á
meðal par af Nike Air Force 1, sem
hannað var í samvinnu við rapp-
arann Jay-Z.
Air Yeezy 1 voru settir á markað í
takmörkuðu upplagi 2009 og Air
Yeezy 2 fylgdu í kjölfarið 2012. Air
Yeezy-skór seljast fyrir 2.000 til
4.000 dollara parið eftir gerð þeirra.
Til vitnis um arfleifð West
West átti í upphafi samstarf við
Nike, en skipti svo yfir til Adidas til
að gera sína eigin línu af skóm.
Brahm Wachter, sem er yfir sölu-
deild hversdagsfatnaðar og nýrra
söfnunargripa hjá Sotheby’s, sagði
að verðið fyrir skóna segði „sína
sögu um arfleifð Kanyes sem einn af
áhrifamestu hönnuðum okkar tíma á
fatnaði og íþróttaskóm og Yeezy-
skóna, sem hann byggði upp og
orðnir eru að risa í greininni“.
Tekjur af Yeezy-skóm náðu tæp-
lega 1,7 milljörðum bandaríkjadoll-
ara í fyrra að því er kom fram í
greiningu hjá UBS-bankanum og
Bloomberg greindi frá.
Samkvæmt fjármálafyrirtækinu
Cowen gæti veltan á endursölu-
markaði fyrir íþróttaskó náð 30
milljörðum dollara árið 2030.
Michael Jordan klæddist Air
Jordan 1-skónum, sem Christie’s
seldi í ágúst, í sýningarleik á Ítalíu
1985 þegar hann tróð boltanum af
slíkum krafti að spjaldið splundr-
aðist.
Með þeirri sölu var slegið met frá
því í maí 2020 þegar par af Air Jord-
an 1 seldist á 560 þúsund dollara.
Frekari tíðinda er að vænta af
endursölumarkaðinum fyrir
íþróttaskó innan tíðar. Sotheby’s í
Genf í Sviss tilkynnti á mánudag að í
vændum væri uppboð á nokkrum
pörum af skóm, sem stórstjörnur
körfuboltans hefðu klæðst, þar á
meðal Jordan, Kareem Abdul Jabb-
ar og Stephen Curry. Salan stendur
frá 1. til 12. maí og er búist við að
mest athygli muni beinast að skó-
pari, sem Jordan klæddist fyrsta
tímabilið sitt í NBA veturinn 1984 til
1985, einmitt þegar æðið fyrir
íþróttaskóm fór af stað.
Dýrasta skótau sög-
unnar, Nike Air Yeezy 1,
fór á kvartmilljarð hjá
Sotheby’s.
AFP
2.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Langveik Breska söngkonan Mari-
anne Faithfull óttast að hún muni
ekki syngja framar eftir erfiða við-
ureign við kórónuveiruna. Hún
deyr þó ekki ráðalaus og hefur gef-
ið út plötu með ljóðum, sem hún les
við undirleik Nick Cave og Brian
Eno. „Ég veiktist hastarlega og var
næstum dáin og nú er ég með það
sem þeir kalla langvinnt Covid,“
sagði hún við blaðamann AFP. „Ég
er ekki með veiruna en mér líður
aldeilis þannig. Þetta er í lungunum
í mér svo ég get ekki talað lengi.“
Óttast að geta ekki sungið
Les ljóð í stað þess að syngja.
AFP
BÓKSALA 21.-27. APRÍL
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Rím og roms
Þórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn
2
Uppruni
Saša Stanišic
3
Bál tímans
Arndís Þórarinsdóttir
4
Bjarmalönd
Valur Gunnarsson
5
Handbók fyrir Ofurhetjur 6
– vonlaust
Elias/AgnesVahlund
6
Depill heimsækir
afa og ömmu
Eric Hill
7
Herra Fnykur
David Walliams
8
Stafavísur
Ýmsir höfundar
9
Brandarar gátur og þrautir
Ýmsir höfundar
10
Stríð og kliður
Sverrir Norland
1
Eldarnir
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
2
Dvergurinn frá Normandí
Lars-Henrik Olsen
3
Aprílsólarkuldi
Elísabet Jökulsdóttir
4
Undir Yggdrasil
Vilborg Davíðsdóttir
5
Á heimsenda
Dagný Maggýjar
6
Mæður geimfara
Sigurbjörg Þrastardóttir
7
Næturskuggar
Eva Björg Ægisdóttir
8
Dýralíf
Auður Ava Ólafsdóttir
9
Yfir bænum heima
Kristín Steinsdóttir
10
Við erum ekki morðingjar
Dagur Hjartarson
Allar bækur
Innbundin skáldverk
Ég er einn af þeim sem safna upp
bókum á náttborðinu. Það skýrist
ef til vill af því að ég hef mjög
gaman af því að kaupa mér bæk-
ur en kemst síðan ekki yfir það
að lesa þær allar. Ég læt mér þá
oft nægja að glugga í þær eða
lesa útvalda kafla, þá sérstaklega
í fræðibókmenntunum en það
virkar ekki alltaf eins vel með
aðrar bókmenntir. Ég hef ætíð
haft mikinn áhuga á flestu sem
tengist sálfræði,
tónlist eða
kvikmyndum
og oftar en ekki
reyni ég að
sækja mér inn-
blástur í mín
störf í gegnum
áhugaverðar
bækur.
Efst á listan-
um er líklega bókin Creativity
Inc. eftir Ed Catmull. Hún gefur
einstaklega góða innsýn í sköp-
unarferli hins
magnaða fyrir-
tækis Pixar. Þá
hef ég alltaf
haft gaman af
því að skyggn-
ast inn í heim
frumkvöðla
samhliða
sköpuninni og
fannst mér
bókin How Google Works einkar
áhugaverð í því samhengi. Fróð-
legt að sjá
hvernig þau
hjá Google
hugsa hlutina.
Get einnig
mælt með
bókunum
Blink og Tipp-
ing Point eftir
Malcolm Glad-
well fyrir þá
örfáu sem hafa
ekki lesið þær
enda mjög vin-
sælar. Lét loks-
ins verða að því
að lesa þær en
Malcolm er
góður penni
sem kemur
fræðilegu efni
vel frá sér.
Þegar kemur að skáldsögum þá
hef ég ekki verið eins duglegur.
En ég las bók-
ina hans Dóra
DNA, Kokkáll ,
um daginn.
Mæli eindregið
með henni og
hlakka til að
lesa fleiri bæk-
ur frá honum.
Skemmtilega
fersk.
Kvikmyndatónlistin hefur spil-
að stórt hlutverk í mínu lífi síð-
ustu ár og hefur John Williams
haft mikil áhrif
á mig, eins og
líklega öll tón-
skáld sem ól-
ust upp við
kvikmyndir
með tónlistinni
hans. Fyrir þá
sem kunna að
meta hann þá
mæli ég með
bókinni John Williams’ Film Mu-
sic . Hún gefur mjög góða innsýn
í hans tónsmíðar.
HÉÐINN UNNSTEINSSON
Innblástur í bókum
Héðinn er
stefnumót-
unarsérfræð-
ingur í forsæt-
isráðuneytinu
og formaður
Geðhjálpar.
„Ég upplifi engin eymsli í dag g
njóta þess að styðja við heilsu mína með hreyfingu,
þökk sé Nutrilenk.“
Kristófer Valdimarsson.
Öflugur
liðstyrkur!
Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
o
2-3ja
mánaða
skammtur í
hverju glasi
Sífellt bætist í hóp þeirra
Íslendinga sem hafa náð
frábærum árangri með
NUTRILENK