Fréttablaðið - 19.10.2021, Side 8
Rósa Björk er sögð
íhuga framboð fyrir
Samfylkinguna í
Reykjavík.
Sjálfstæðis-
menn hafa
miklar
áhyggjur
af sundur-
lyndi
meðal
borgarfull-
trúa flokks-
ins.
Ég tel líka að það sé
kominn tími á að
Viðreisnarfólk fái að
velja frambjóðendur
flokksins í lýðræðis-
legu prófkjöri.
Pawel Bartoszek
Oddvitar flestra flokka í
borgarstjórn hyggjast gefa
kost á sér áfram en borgar-
stjórnarkosningar fara fram
næsta vor. Þeir eiga þó ekki
allir stuðninginn vísan í eigin
flokkum.
adalheidur@frettabladid.is
REYKJAVÍK Sveitarstjórnarkosningar
fara fram 14. maí næstkomandi,
eftir tæpa sjö mánuði. Þótt ekki fari
mikið fyrir undirbúningi flokkanna
út á við er samtalið farið á fullt inni
í f lokkunum, ýmist formlega eða
óformlega milli flokksfélaga.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er ekkert fararsnið á
borgarstjóranum Degi B. Eggerts-
syni úr borgarmálunum, en vanga-
veltur um pólitíska framtíð hans
fóru á flug vegna veikinda hans fyrr
á kjörtímabilinu. Heimildir blaðsins
herma hins vegar að hann sé við
góða heilsu og muni gefa kost á sér
til að leiða lista Samfylkingarinnar
fyrir næstu kosningar. Heiða Björg
Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og vara-
formaður flokksins, er án efa hvergi
hætt og ekki er annað vitað en Skúli
Helgason og Hjálmar Sveinsson
verði einnig í kjöri.
Þá herma heimildir blaðsins að
Rósa Björk Brynjólfsdóttir íhugi
stöðu sína og hugsanlegt framboð
í borginni, en það hlýtur einnig
að velta á því hverjar lyktir verða
í óvissunni um niðurstöður nýaf-
staðinna þingkosninga, þar sem litlu
munaði að hún næði inn á þing sem
jöfnunarþingmaður. Er hún í hópi
þeirra sem kært hafa niðurstöð-
urnar til Alþingis.
Óánægja með Eyþór
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálf-
stæðisf lokksins, er einnig sagður
harður á að halda áfram. Þeir Sjálf-
stæðismenn sem Fréttablaðið ræddi
við hafa hins vegar áhyggjur af stöðu
flokksins í borginni og sú óánægja
hefur ekki síður gert vart við sig
meðal þeirra Sjálfstæðismanna sem
studdu Eyþór í oddvitakjöri flokks-
ins fyrir síðustu kosningar.
Óánægjan lýtur bæði að forystu
Eyþórs og því hve ósamstilltur
borgarstjórnarhópur f lokksins
hefur verið á kjörtímabilinu. Hafa
flokksmenn einnig nefnt að þreytu
gæti meðal borgarbúa í garð meiri-
hlutans og því sé kjörið tækifæri
Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að rétta sig við
Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af sundurlyndi meðal borgarfulltrúa sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí á næsta ári. Þá verða 23 borgarfulltrúar kjörnir í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Sjálfstæðisflokkurinn 8
Samfylkingin 7
Píratar 2
Viðreisn 2
Flokkur fólksins 1
Miðflokkurinn 1
Sósíalistaflokkur Íslands 1
Vinstri græn 1
Fjöldi borgarfulltrúa
eftir flokkum:
til að ná borginni og bagalegt að
flokkurinn sé ekki öflugri.
„Þetta veltur allt á því hvort Eyþór
og hópurinn hans nái að rétta sig af.
Það vantar ekkert mikið upp á en
það þarf að gerast strax, ef við eigum
að ná árangri í vor,“ varð einum við-
mælanda blaðsins að orði. Aðrir
viðmælendur telja ljóst að fullreynt
sé með Eyþór og skipta þurfi um
oddvita. Þar er helst nefnd Hildur
Björnsdóttir borgarfulltrúi sem var
í 2. sæti á lista flokksins fyrir síðustu
kosningar. Fleiri hafa verið nefndir
til sögunnar sem hugsanlegir odd-
vitar, þar á meðal fólk sem náði ekki
kjöri í prófkjöri flokksins fyrir nýaf-
staðnar þingkosningar. Er Sigríður Á.
Andersen einna helst nefnd.
Vill lýðræði í Viðreisn
Áhugaverð þróun er að verða í Við-
reisn en borgarfulltrúi f lokksins,
Pawel Bartoszek, sem einnig er for-
seti borgarstjórnar, tilkynnti á dög-
unum að hann gæfi áfram kost á sér
í borgarmálin og myndi því sækjast
eftir lista á sæti Viðreisnar fyrir
næstu borgarstjórnarkosningar.
Viðreisn hefur aldrei haldið próf-
kjör, hvorki fyrir þingkosningar
né sveitarstjórnarkosningar, en nú
telur Pawel að rétt sé að halda próf-
kjör í flokknum: „Ég tel líka að það
sé kominn tími á að Viðreisnarfólk
fái að velja frambjóðendur flokks-
ins í lýðræðislegu prófkjöri,“ segir
Pawel í framboðstilkynningu sinni
á Facebook.
Pawel var stillt upp í 2. sæti á lista
f lokksins fyrir síðustu kosningar.
Leitað var dyrum og dyngjum að
oddvita til að leiða listann og úr varð
að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir leiddi
hann. Herma heimildir Fréttablaðs-
ins að hún muni áfram sækjast eftir
því. Gera má ráð fyrir að Pawel hafi
einnig verið meðvitaður um það,
þegar hann sendi próf kjörsóskir
sínar út í kosmósið.
Ekkert fararsnið á Líf
Þá er ekkert fararsnið á Líf Magneu-
dóttur, eina borgarfulltrúa Vinstri
grænna, að því er Fréttablaðið kemst
næst. Flokkurinn hefur átt erfitt
uppdráttar í borginni undanfarið
og náði aðeins einum borgarfulltrúa
inn í síðustu kosningum þrátt fyrir
að borgarfulltrúum hefði þá verið
fjölgað úr 15 í 23.
Flokksmenn sem Fréttablaðið
ræddi við telja þó að Líf verði ekki
einni kennt um dapurt gengi síðast.
Mikið hafði gengið á í f lokknum
stuttu fyrir borgarstjórnarkosningar
og afar umdeild ákvörðun formanns
flokksins um að fara í ríkisstjórnar-
samstarf með Sjálfstæðisflokknum,
var enn þrætuepli í f lokknum.
Stjórnin hafi hins vegar ekki reynst
f lokknum eins erfið eftir því sem
frá leið og því gæti fylgi flokksins í
borginni vel jafnað sig á ný.
Líkt og Vinstri græn og Viðreisn
þykja borgarfulltrúar Pírata líklegir
til að vera áfram í kjöri en Dóra Björt
Guðjónsdóttir hefur verið vinsæl
í eigin röðum og Alexandra Briem
þykir hafa staðið sig vel frá því hún
tók aðalsæti eftir að Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir dró sig í hlé fyrr á
þessu ári.
Meðal annarra sem orðaðir eru
við framboð fyrir Pírata er Lenya
Rún Taha Karim, en mjög litlu
munaði að hún næði kjöri á þing
fyrir f lokkinn í nýliðnum þing-
kosningum.
Allt getur gerst
Auk Vinstri grænna fengu þrír flokk-
ar til viðbótar einn borgarfulltrúa
kjörinn, Miðflokkurinn, Flokkur
fólksins og Sósíalistaflokkur Íslands.
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi
Miðflokksins, nýtur fulls trausts for-
mannsins til að fara aftur fram fyrir
f lokkinn í borginni, þrátt fyrir að
flokkurinn hafi tapað þingmönnum
sínum í Reykjavík undir kosninga-
stjórn Vigdísar.
Erfitt er að áætla gengi þessara
f lokka í borgarstjórnarkosning-
unum enda fengu þeir mjög ólíka
útreið í nýafstöðnum kosningum.
Þá má ekki útiloka að kosninga-
sigur Framsóknarflokksins í síðasta
mánuði skili sér aftur í borginni, en
þar hafa Framsóknarmenn átt erfitt
uppdráttar undanfarin kjörtímabil
og eiga engan borgarfulltrúa. n
8 Fréttir 19. október 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 19. október 2021 ÞRIÐJUDAGUR