Fréttablaðið - 19.10.2021, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
ÞRIÐJUDAGUR 19. október 2021
Hjónin Vignir og Ólafía eru samheldin og hafa notið þess að vinna að byggingu pakkhússins frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Glæsilegur skandinavískur stíll
Í Grindavík hefur risið fallegt pakkhús sem þegar er orðið eitt af fallegustu og mest áber-
andi kennileitum bæjarins. Húsið er reisulegt, tvílyft, svart á litinn með hvítum gluggum. 2
Pakkhúsið minnir óneitanlega
á verslunarhús frá 19. öld og er
minnisvarði um liðna tíð og sögu
okkar og verslunar. Húsið hýsir
meðal annars handverkssölu,
vinnustofu og smíðaverkstæði
handverksmannsins Vignis Krist-
inssonar sem er betur þekktur sem
Kristinsson. Vignir og eiginkona
hans Ólafía Kristín Jensdóttir og
fjölskylda reistu húsið og tóku það
í notkun á síðasta ári.
„Húsið er hannað og byggt af
okkur hjónunum og það má með
sanni segja að ég þekki nánast
hverja einustu fjöl,“ segir Vignir.
Húsið er merkt Kristinsson Hand-
made þar sem allir eru velkomnir
að koma og kynna sér handverk
Vignis. Vignir er fæddur og uppal-
inn í Reykjavík til 14 ára aldurs en
flutti þá til Grindavíkur en Ólafía
er fædd og uppalin í Grindavík. „Ég
hef frá unga aldri haft ástríðu fyrir
smíðum og fallegu handverki og
hef smíðað mér til ánægju og gefið
heimilum sjarma af vönduðum
innréttingum og húsgögnum úr
gegnheilum viði af náttúrunnar
hendi,“ segir Vignir.
Hreindýrin mörkuðu tímamót
Segðu okkur aðeins frá handverki
þínum Vignir og hvernig þetta
byrjaði allt saman.
„Ég hef alltaf haft gaman af að
smíða og fyrir tíu árum byrjaði ég á
hreindýrunum og var svo heppinn
að verslunin Mýrin tók þau í sölu.
Í framhaldi bættust fleiri hönn-
unarverslanir við,“ segir Vignir
og það má með sanni segja að
hreindýrin hafi komið Vigni á flug
í handverksheiminum.
Í pakkhúsinu er Vignir með
handverkssölu sína, smíða-
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.is
Finneas O’Connell og systir hans,
Billie Eilish á frumsýningu Bond.
elin@frettabladid.is
Finneas O’Connell var að gefa út
sína fyrstu stóru hljómplötu sem
hann nefnir Optimist en hefur
þó áður gefið út lög, til dæmis
Blood Harmony sem kom út fyrir
tveimur árum. Finneas hefur
starfað með heimsfrægum tón-
listarmönnum og ber þar helst að
nefna systur hans, Billie Eilish.
Finneas er bandarískur söngv-
ari, lagasmiður, hljóðverkfræð-
ingur og leikari. Hann hefur unnið
átta Grammy-verðlaun. Finneas
hefur unnið með Camilu Cabello,
Selenu Gomez og John Legend svo
einhverjir séu nefndir.
Finneas er þekktur fyrir hlut-
verk sitt sem Alistair í Fox, gaman-
þáttaröðinni Glee og Modern
Family. Hann hefur fyrir löngu
fest sig í sessi sem lagahöfundur
og framleiðandi og þykir hafa sér-
staka tónlistartjáningu. Laglínur
hans þykja sterkar og segja sögur.
Óhefðbundnar leiðir
Finneas, sem er aðeins 24 ára, þykir
fara óhefðbundnar leiðir í tónlist
sinni. „Hann er í raun eins og málari
eða skáld og hann fangar þessar
miklu tilfinningar með því að ein-
beita sér að smáatriðunum,“ er haft
eftir samstarfskonu hans, Camilu
Cabello, í New York Times.
Önnur samstarfskona, Tove Lo,
sænsk söngkona og lagahöfundur,
vann með Finneas árið 2019. Hún
segir í viðtali við NYT að Finneas sé
góður í að finna „taugina“ í lagi. n
Með eigin
hljómplötu