Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Qupperneq 2
Hvers vegna ákvaðst þú að opna kaffihús í Kaupmannahöfn sem sérhæfir sig í íslenskum mat? Ég fór á flakk fyrir þremur árum og var að vinna sem ráðskona rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Þeg- ar kom að lokum á því tímabili velti ég fyrir mér hvað ég ætti að gera næst. Ég átti kaffihús á Laugaveginum með frænku minni fyrir nokkrum árum og það var það skemmtileg- asta sem ég hef gert. Ég vildi vera minn eigin herra og fannst Kaupmannahöfn svo upplögð fyrir þetta. Hér búa svo margir Íslendingar og margir koma hingað í heimsókn. Ég þekki marga slíka og hugsaði að ég gæti þá hitt fólk, sem mér finnst svo gaman. Ég kann ekki að gera neitt nema íslenskt, það eru kaffihús hér úti um allt og ég vildi skera mig úr. Hverjir koma á kaffihúsið? Flestir eru Íslendingar. En alls konar Íslendingar. Ég fjárfesti í íslenskum fána og þeir sem eru ekki á samfélagsmiðlum þar sem ég hef verið að auglýsa hafa séð hann og litið inn. Eins hafa Danir sem þekkja Íslending eða verið á Íslandi verið duglegir að koma. Hvað er vinsælast? Flatkökur með hangikjöti. Engin spurning. Meira að segja kemur mikið af ungu fólki og biður um flatkökur með hangikjöti. Hvernig gekk reksturinn þá mánuði sem bannað var að bjóða gestum inn á kaffihúsið? Þetta gekk en var mjög erfitt. Ég var svo nýbúin að opna þegar lokað var í byrjun desember og féll því ekki undir það að fá styrk ef ég myndi loka. Ég ákvað því að hafa opið áfram. Í apríl bauð ég fólki að kaupa gjafabréf til að hjálpa mér upp síðustu brekkuna og það voru ofboðslega góð við- brögð við því. Þetta er enn bras á meðan lítið af ferðamönn- um kemur til landsins. En ég ætla að halda þessu áfram. GUÐRÚN ÞÓREY SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.6. 2021 Í fyrrahaust sagði ég loks skilið við hótel mömmu eftir 26 ára samfelldaveru þar í góðu yfirlæti. Ég fluttist raunar alla leið til Kaupmannahafn-ar þar sem ég hugðist leggja stund á háskólanám. Fljótlega kom í ljós að veturinn yrði enginn venjulegur vetur og í byrjun nóvember var ég mættur aftur í gamla herbergið mitt. Seinni hlutann í janúar gerði ég aðra tilraun til að fullorðnast. Í fyrri tilrauninni leigði ég íbúð með nokkrum öðr- um, sem reyndist vægast sagt ekki minn tebolli. En nú taldi ég mig eiga meiri möguleika en áður enda hafði ég gert samning um að leigja rúmgóða kjallaraíbúð á góðum stað í úthverfi Kaupmannahafnar. Allt gekk eins og í sögu til að byrja með. Frelsið og sjálfstæðið sem ég hafði séð í hillingum sumarið áður varð loks að veruleika. Loksins andaði enginn ofan í hálsmálið á mér og ég naut hverrar mínútu. Námið var alfarið á netinu, sem virtist henta mér vel, ég hugleiddi á hverjum degi, vann úr því sem angraði mig og æfði úti flesta daga vikunnar. En eins og hjá Phil Con- nors í Groundhog day var hver dag- ur nákvæmlega eins og næsti á und- an, sem á endanum tók sinn toll og fljótlega fór að halla undan fæti. Það varð bókstaflega sársaukafullt að sitja fyrir framan tölvuna og læra, tíu mínútna hugleiðsla varð óbærileg og hver ein og einasta manneskja sem ég mætti úti á hlaupum fór í taugarnar á mér fyrir það eitt að vera til. Mér fannst ég fastur og vildi ekkert frekar en að sleppa burt. Áhrif þess að læra heima allan daginn og eyða flestum kvöldum einn vegna samkomubanns og þess að búa í nýju landi, fjarri fjölskyldu og vin- um, höfðu læðst að mér. Sem einkar innhverfur einstaklingur fæ ég sjaldan nóg af því í daglegu lífi að vera einn. Það var alltaf gleðistund þegar ég fékk heimilið fyrir mig sjálfan heila helgi eða jafnvel viku. En þegar tómt heimili varð daglegt brauð gaf það mér ekkert. Allt varð flatt. Mér leið aldrei sér- staklega illa en gleðin fjaraði smám saman úr lífinu. Það sem ég missti var annað og meira en að geta eytt tíma með fólki. Ég var ekki lengur hluti af samfélagi. Mér fannst ég ekki tilheyra neinu lengur, flaut bara um í hafi ókunnugra og gat lítið gert í því. En ég ákvað að láta ekki sjá mig heima strax, þetta væri hindrun til að yfirstíga. Einhvern veginn komst ég í gegn- um þetta og í dag flýg ég loks til Íslands. Ég geri svo þriðju tilraunina til að fullorðnast í haust. Allt er þegar þrennt er Pistill Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is ’ Fljótlega kom í ljós að veturinn yrði enginn venjulegur vetur og í byrj- un nóvember var ég mætt- ur aftur í gamla herbergið mitt. Seinni hlutann í jan- úar gerði ég aðra tilraun. Sigurbjörg Ósk Friðleifsdóttir Vinna og ferðast innanlands. SPURNING DAGSINS Hvað ætlarðu að gera í sumar? Kristján Þór Ásmundsson Ég er í fríi í allt sumar og ætla að ferðast um landið og njóta lífsins. Anna Lydía Hallgrímsdóttir Ferðast aðallega innanlands og fara í bústaði á Hólmavík og Þingvöllum. Ívar Bjarki Lárusson Bara vinna og nýta helgarnar með fjölskyldunni. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Lilja Jónsdóttir Guðrún Þórey Gunnarsdóttir rekur kaffihúsið Gudrun’s Goodies sem býður upp á ís- lenskt góðgæti í miðbæ Kaupmannahafnar. Staðurinn var opnaður í september síð- astliðnum, skömmu áður en strangt samkomubann tók gildi í Danmörku. Vildi vera minn eigin herra Sími 555 3100 www.donna.isVefverslun: www.donna.is Honeywell gæða viftur Margar gerðir – Láttu gusta umþig! Vissir þú að mbl.is 4% 11% 13% 31% 41% er með hærra hlutfall (%) flettinga en aðrir miðlar * mbl.is visir.is dv.is ruv.is frettabladid.is 31% fleiri flettingar en hjá helsta samkeppnisaðila * Notendur + flettingar = árangur * G a llu p to p p lis ti Q 1 2 0 2 1

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.