Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.6. 2021
L
ýðræðið er vegsamað og í hávegum
haft, nema hvað? Reglulega og ótt og
títt er þó bent á annmarka þess og
galla. Orðheppnir menn og gjör-
kunnugir öllum innviðum stjórnskip-
unar að fornu, og nýju taka undir
óvægið mat, en sanngjarnt, á leikreglum lýðræðis,
sem sýni að það sé, þrátt fyrir mjúkt heiti sitt, mein-
gallað kerfi sem virki illa, sem lokaorð í stjórnskip-
uninni.
Þessir og aðrir snillingar tefla fram óhrekjanlegum
dæmum og sláandi, og í þúsundatali, til að undir-
strika og sanna hversu óheppilegt og sleipt þetta
form hafi sannarlega reynst.
En þeir hafa þó ekki sleppt síðasta orðinu fyrr en
þeir jesúsa sig og segjast eigi að síður verða að
árétta, að fyrrnefndar óhrekjanlegu staðreyndir
breyti engu um hitt, að ekkert annað kerfi taki þó lýð-
ræðinu fram, hversu ömurlegt og illt sem það kunni
að reynast í svo mörgum efnum. Það sé nefnilega
verkurinn að öll önnur kerfi, sem standa ein og sér,
séu lakari, eða verri og jafnvel stórkostlega hættuleg
fyrir þorra þjóða og það sýni margföld og stundum
hrikaleg reynsla svo um það verði varla lengur deilt.
Ætla mætti af þessum inngangskafla að Ragnar
Reykás í mörgum eintökum hafi haft umræðustjórn-
ina með höndum. En Reykás var ekki eins vitlaus og
honum var borgað fyrir að vera, eins og hann tók
sjálfur gjarnan fram, og „hitti naglann oftar á höfuðið
en á aðra líkamshluta,“ eins og hann benti Þórði
Breiðfjörð á, þegar þeir hittust á förnum vegi forðum
og varð það samtal ekki lengra.
Gott, en ekki allra meina bót
Um þessa helgi heldur Sjálfstæðisflokkurinn próf-
kjör en flokkurinn hafði á sínum tíma forystu um slíkt
nýmæli og er vafalaust að það varð honum til fram-
dráttar að minnsta kosti um sinn.
Um það var rætt þá að flokkurinn hefði með því
stigið stórt skref í lýðræðisátt og bréfritari var einn
þeirra sem í þeirri fornöld vatt sér margoft galvaskur
í slíka orrustu. Alla pólitíska ævi síðan vegnaði hon-
um vel í prófkjörum, en það segir að sjálfsögðu ekk-
ert um það hvort þau sem slík voru í sínu eðli góð eða
vond.
Í byrjun „brenndi“ flokkurinn sig reyndar á próf-
kjörunum. Þau höfðu ekki verið hugsuð til enda. Knú-
ið var á um að merkt væri með X við þau nöfn sem
menn vildu kjósa. X-ið var jú þekkt aðferð úr kosn-
ingum, þar sem þau nýttust vel við að gera upp á milli
flokka. En þau áttu illa við þegar sett var X við marga
frambjóðendur. Þá voru flokksmenn í rauninni að
merkja við þá sem þeir þekktu eða könnuðust við en
ekki að velja á milli flokksmanna um forystu. Kjós-
endur sögðu gjarnan sem svo, þegar út var komið, að
þeir hefðu krossað fyrst við sinn mann og svo nokkra
sem þeim leist ekki illa á. En „ég setti seinast X við
hann þennan sem ég vissi að fengi lítið“.
Aukaverkanir
Eins var knúið á um að hafa prófkjörið ekki „lokað“
eins og það var kallað, sem var vafasöm skilgreining.
Þarna var flokkurinn að velja sína frambjóðendur og
ástæðulaust með öllu að bjóða utanaðkomandi að hafa
áhrif á uppstillingu hans. Þótt prófkjörum hefði í upp-
hafi verið fagnað sem „lýðræðislegu“ framtaki áttuðu
menn sig fljótlega á því að það væri fullt eins lýðræð-
islegt að flokkurinn sem slíkur stillti upp sínu fram-
boði til að taka þátt í lýðræðislegri kosningu. En þeg-
ar frá leið tóku almennir flokksmenn sem og leiðtogar
hans að skynja að prófkjör gátu, þegar verst tókst til,
verið beggja handa járn fyrir flokkinn. Stundum stóð
svo á að þörfin fyrir mannabreytingar var minni en
endranær. Með prófkjöri yrði ekki annað gert en að
ýta undir að bræður berðust. Enda dæmin þekkt um
að sár opnuðust og endaði með sundrungu og hatri.
Einnig var áberandi að fylkingar sem „urðu undir“ í
prófkjöri dugðu stundum sínum flokki verr en ætla
mátti í þeim kosningum sem úrslitum réðu um mik-
ilvæg málefni þjóðarinnar eða einstakra sveitarfé-
laga. Og stundum létu menn undan kvaki „utan úr
bæ“ og tóku að leiðrétta prófkjörin. Það endaði sjald-
an vel.
Mikil þátttaka í prófkjöri var ekki endilega ávísun á
að flokkurinn væri á mikilli siglingu og þess mundi sjá
stað í kosningunum í kjölfarið. Og stundum leiddu
prófkjör beinlínis til klofnings með óbætanlegum af-
leiðingum fyrir flokkinn.
Og af því að flokkurinn fann auðvitað til sín eins og
aðrir flokkar, og stundum rúmlega það vegna stærðar
sinnar, töldu menn þar á bæ að skaðinn hefði verið
víðtækur fyrir land og þjóð. Skaðinn fyrir flokkshags-
munina var sjálfsagt sjáanlegri þar sem hann kom
fyrir vikið veikari til næsta þáttar stjórnmálabarátt-
unnar.
Ekki má lengra ganga
Velviljaðir menn hafa stundum talið það sjálfsagt
skref í þágu lýðræðisins að almennir flokksmenn
kjósi helstu leiðtoga flokksins en ekki Landsfundur
hans. Því miður hefur borið á því að gert sé minna
með það en áður var, sem fokksmenn samþykkja á
Landsfundi. Það hefur þýtt að vigt hans hefur snar-
minnkað svo verulegur skaði er af. Ef það bættist svo
við þetta virðingarleysi að landsfundarmenn kæmu
ekki beint að kosningu flokksforystu væri fátt eftir og
minni vegur þætti vera af mætingu til Landsfundar.
Verkamannaflokkurinn breski er í mikilli niðurlæg-
ingu um þessar undir. Stjórnmálaskýrendur telja
flestir skýringuna vera að Ed Miliband, þá leiðtogi
flokksins, beitti sér fyrir því að „almennir flokks-
menn“ fengju úrslitavald í leiðtogakjöri og þing-
flokkur og aðrir áhrifahópar misstu sitt vægi. Breyt-
ingin varð til þess að Jeremy Corbyn var kosinn og
kom hann flokknum í rúst á fáeinum árum. En var
þetta ekki augljóst lýðræðislegt skref, gæti einhver
spurt. En svarið er ekki eins augljóst og ætla mætti í
fyrstu. Þeir, sem áður höfðu haft mikið vægi við leið-
togakjör, þekktu vel til sjónarmiða hinna almennu
kjósenda flokksins. En það gerðu þeir alls ekki, nýlið-
arnir sem flykktust í flokkinn, því að nú kostaði það
lítið sem ekkert lengur að eiga aðild að honum. Af-
leiðingin var sú að kjósendur í fjölda kjördæma sem
höfðu kosið Verkmannaflokkinn í kosningum áratug-
um saman og höfðu áður ekki getað hugsað sér að
Lýðræðislegi
þráðurinn verður
að halda
Reykjavíkurbréf04.06.21