Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Qupperneq 18
S túdentsprófið er í höfn hjá Arnari Frey Hjartarsyni eins og þúsundum ungmenna sem útskrifuðust á síðustu vikum. Arnar Freyr fór ekki alveg dæmigerða leið því hann tók sitt stúdentspróf í fata- og textílhönnun frá listnámsbraut Fjölbrautaskól- ans í Garðabæ. Arnar er nú kom- inn í sumarvinnuna, en hann vinnur í 17 í Kringlunni þar sem vit hans á tísku kemur í góðar þarfir. „Ég hef alltaf haft skoðun á því hvernig ég klæði mig, allt frá því að ég var lítið barn. En tískuáhuginn kviknaði líklega í sjöunda, áttunda bekk. Í tíunda bekk ákvað ég að feta þessa braut,“ segir Arnar. „Ég kunni í raun ekkert nema rétt það sem maður lærir í grunnskóla í textíl og þurfti því að læra allt frá grunni; að sauma, handavinnu, að sníða og hanna. Að auki var ég í bóklegum fögum,“ segir Arnar og segist strax hafa fund- ið að námið ætti vel við sig. „Ég hef aldrei litið til baka eða séð eftir neinu.“ Flóknara en stærðfræði Arnar er einn fjögurra nemenda sem útskrifuðust af þessari braut í ár. „Skemmtilegast var að hanna eitthvað og fá svo að búa það til. Að fá að skapa eitthvað sem maður hafði í höndunum. Það var mikið frelsi til sköpunar í náminu; við fengum verkefni en höfðum svo frjálsar hendur við útfærslu hugmynda okkar, á meðan það féll innan ramma verkefnisins. Það hjálpaði mikið og í FG er mikil áhersla lögð á hönnunar- hlutann,“ segir hann og segist líta á námið sem listnám frekar en aðeins að búa til föt. Hverjar eru fyrirmyndir þínar í tískuheim- inum? „Það er langur listi. Það eru margir sem standa upp úr. Hvað varðar hönnun hef ég mjög gaman af japönskum hönnuðum eins og Rei Kawakubo, líka Dries Van Noten og Ann Demeulemeester frá Belgíu. Tom Brown stendur upp úr. Ég hef gaman af þessum „av- ant-garde“-heimi,“ segir Arnar og segist hafa kafað djúpt í tískufræðin eftir að hann byrjaði í náminu fyrir þremur árum. „Eftir að ég byrjaði í þessu hefur í raun lífið snúist um föt; vinnan, áhugamál, nám. Þetta er mitt helsta áhugamál og ég les mikið greinar um tísku og horfi á tískusýningar.“ Hvað fannst fjölskyldu og vinum um að þú færir á þessa braut? „Þetta kom foreldrum mínum svolítið á óvart því ég hafði aldrei saumað neitt og ekki Arnar hefur mikið verið að hanna herra- föt og notar gjarnan ullarefni og jarðliti. Nýstúdentinn Arnar Freyr Hjartarson fór aðrar leiðir en vinirnir en hann útskrifaðist um síðustu helgi af fata- hönnunarbraut frá Fjölbraut í Garðabæ. Arnar lifir og hrærist í tískunni, sem hann segir sitt helsta áhugamál. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Arnar hannaði jakka og pils, en hug- myndin er sótt til klæðskiptinga í New York árið 1920. Rei Kawakubo er hönnuður sem Arnar heldur mikið upp á. Fatahönnuðurinn Ann De- meulemeester er ein þeirra sem Arnar lítur upp til. Yfirhafnir hafa verið í uppáhaldi hjá Arnari. Lífið snýst um föt AFP AFP Tristan Alejandro Castañeda, Brynjar Logi Halldórsson, Ólafur Arnar Jónsson og Mía Luly Johansen voru módel hjá Arnari Frey, sem stendur fyrir miðju. Kjóllinn er einn sá fyrsti sem Arnar hannar af kvenfatnaði. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.6. 2021 HÖNNUN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.