Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Síða 19
Arnar Freyr Hjartarson veit fátt
skemmtilegra en að hanna föt og stefn-
ir á frekara nám í fatahönnun. Tíska á
hug hans allan og það verður gaman að
fylgjast með honum í framtíðinni.
sýnt tísku áhuga, nema bara með því að kaupa
föt. En þau studdu mig alla leið og ég fékk mik-
ið hrós. Fólk vissi að það var ekki algengt að
fara í fatahönnun en öllum fannst þetta flott
hugmynd,“ segir Arnar.
„Vinum mínum leist líka vel á þetta en það
var enginn sem elti mig. Ég fékk stundum skot
að þetta væri „rennibraut“, eða léttara nám en
þeir væru í, þegar ég var að sauma en þeir að
læra náttúrufræði eða stærðfræði,“ segir hann
og segist oft hafa þurft að leysa flókin verkefni.
„Að finna út hvernig maður sníður skyrtu og
saumar er að mínu mati miklu flóknara en að
læra stærðfræði.“
Menningarkimi frá 1920
Hvað finnst þér skemmtilegast að hanna?
„Mér finnst alltaf mesti karakterinn og fjöl-
breytileiki í yfirhöfnum, eins og jökkum og
frökkum. Ég lít oft til fínni klæðnaðar, eins og
jakkafata og fínni frakka. En áhuginn er sí-
breytilegur,“ segir Arnar og segist ekki vita í
hvaða átt hann ætli nú eftir útskrift úr mennta-
skóla.
„Ég sótti um í klæðskeranum en er ekki al-
veg viss með það; mögulega tek ég mér frí frá
skóla í eitt ár og fer svo kannski utan í nám. Ég
er heillaður af Belgíu, en margir góðir hönn-
uðir koma þaðan,“ segir Arnar og segist ætla
að vinna við tísku í framtíðinni.
„Ég er opinn fyrir öllu og veit ekki hvort mig
langar að vinna sjálfstætt eða fyrir fyrirtæki.
Það fer svolítið eftir tækifærum.“
Lokaverkefni Arnars var afar krefjandi, en
hann hannaði og saumaði fjóra alklæðnaði.
„Aðallega var ég að fjalla um menningar-
kima sem myndaðist í New York árið 1920,
en það var hópur „kross-dressera“. Ég
fjallaði um hvernig þau þurftu að lifa í
raun tvöföldu lífi og fela hvernig þau voru.
Í dag telst þetta miklu eðlilegra. Ef þú
sérð karlmann í kvenmannsfötum úti á
götu í dag þykir það í lagi en árið 1920 var
sá í lífshættu. Ég lærði um þetta í hönn-
unarsögunni og fannst það áhugavert,“ segir
Arnar en hann ákvað þá að nýta sér söguna og
hanna línuna, sem hann nefndi Proteus, fyrir
lokaverkefnið.
Að finna lausnir á vanda
Hvaða litir og efni höfða mest til þín?
„Í þessari línu vann ég með ull en allar flík-
urnar eru úr einhvers konar ull. Ég er mjög
hrifin af grófari efnum og eins litum eins og
jarðlitum. Dekkri litir, grár og brúnn, eru þeir
litir sem ég leita oftast í,“ segir hann og segist
oftast hanna föt sem hann sjálfur myndi vilja
ganga í.
„Það er kostur og ókostur því það er auðvit-
að gaman að ganga í því sem maður hefur sjálf-
ur hannað og saumað, en það takmarkar líka
það sem maður vill gera og ég er að reyna að
venja mig af því. Ég hef verið mikið í karlaföt-
um en var núna í fyrsta skipti að prufa mig
áfram með kvenföt. Ég saumaði fyrsta kjólinn
minn fyrir lokaverkefnið, sem var mjög erfitt,
en hann stendur upp úr og ég fékk mesta hrós-
ið fyrir hann.“
Var eitthvað sem kom þér á óvart við námið?
„Það má segja að það hafi verið erfiðara en
ég bjóst við. Ég gerði mér ekki grein fyrir
hversu flókið þetta gat verið. En svo var þetta
líka miklu skemmtilegra en ég hefði getað
ímyndað mér og ég hef eignast fjölmarga nýja
vini. Ég gerði auðvitað fullt af mistökum en
lærði bara af þeim. Ég hef aldrei gert flík sem
er 100% fullkomin en þá reyni ég bara að gera
betur næst,“ segir Arnar.
„Verstu mistökin voru kannski þegar ég var
að gera frakka fyrir lokaverkefnið. Ég klúðraði
báðum vösunum, á mismunandi hátt. Ég saum-
aði annan öfugan á og hinn á hvolfi! En það er
það skemmtilega; að finna lausn á vanda-
málum.“
’
Eftir að ég byrjaði í
þessu hefur í raun lífið
snúist um föt; vinnan,
áhugamál, nám. Þetta er
mitt helsta áhugamál og ég
les mikið greinar um tísku
og horfi á tískusýningar.
Morgunblaðið/Ásdís
6.6. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
L
undúnatvíæringurinn í hönnun var sett-
ur 1. maí. Tvíæringnum er ætlað að ýta
undir alþjóðlegt samstarf í hönnun og
undirstrika þá þýðingu sem greinin hefur um
heim allan. Á sýningin að bera vitni „metnaði
til að búa til altæk svör við vandamálum, sem
varða okkur öll“, segir í kynningartexta á vef-
síðu tvíæringsins.
Stjórnandi tvíæringsins er Es Devlin, sem
hefur komið víða við í verkum sínum. Hún er
sennilega þekktust fyrir sviðsskúlptúra, sem
hún hefur gert fyrir Beyoncé, U2, The
Weeknd, Adele og Kanye West.
Devlin hannar jafnframt burðarverk tvíær-
ingsins, „Skóg breytinga“, innsetningu með
400 trjám í portinu fyrir framan Somerset
House þar sem tvíæringurinn er haldinn.
Devlin rifjaði upp í viðtali við breska blaðið
The Guardian að fyrir mörgum árum þegar
verið var að sýna henni Somerset House hefði
henni verið sagt að í portinu mættu ekki vera
nein tré. „Auðvitað var það fyrsta sem við vild-
um gera þegar við fórum að íhuga tvíæringinn
í ár að koma með þann mótleik gegn þessum
hugmyndum um drottnun mannsins á nátt-
úrunni að leyfa skógi að yfirtaka allt portið.“
Kvaðst hún einnig hafa haft í huga að skógar
væru iðulega vettvangur umbreytinga í bók-
menntum, hvort sem það væri Arden-skógur,
sem kemur fyrir í Sem yður þóknast eftir
Shakespeare, eða álagaskógar í Grimms-
ævintýrum.
Í skóginum eru 23 trjátegundir sem finna
má á Bretlandi og í Norður-Evrópu. Þar er
einnig rjóður þar sem gestir geta kynnt sér
heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálf-
bæra þróun, upprætingu fátæktar, baráttu
gegn ójafnrétti og aðgerðir gegn loftslagsvá.
Trén verða svo fjarlægð og gróðursett ann-
ars staðar þegar tvíæringnum lýkur 27. júní.
Es Devlin hannaði „Skóg breytinga“ við Somerset House í London í samvinnu við Project Every-
one. Þar standa nú 400 tré og í rjóðri geta gestir kynnt sér heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
AFP
Gildi hönnunar undir-
strikað á tvíæringi
Chrissa Amuah og Alice Asafu-Adjae hönnuðu
skála Gana, sem nefnist „Amplify“.
Hönnuðurinn Naomi McIntosh stillir sér upp í innsetningu sinni, „Kyrrláti garðurinn“.
Hönnuðurinn Maria Adela Diaz gerði skála
Gvatemala og ber hann heitið „Fortíðarþrá“.