Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.6. 2021 LESBÓK SPENNA Aðdáendur spennukóngsins Stephens Kings sprikla sjálfsagt af gleði þessa dagana en nýir þættir í átta hlutum, byggðir á bókinni sem King hefur sjálfur við- urkennt að hann haldi mest upp á af verkum sínum, Lisey’s Story, voru frumsýndir á efnisveitunni Apple TV+ á föstu- daginn. Í forgrunni er Lisey Landon, sem Julianne Moore leikur, sem verjast þarf ágangi fræðimanna og aðdá- enda eiginmanns hennar heitins, sem var frægur rit- höfundur. „Er meira efni til?“ grenja þeir af óþreyju. Á sama tíma þarf Lisey að kljást við bældar minn- ingar úr hjónabandi þeirra sem hún hefur vísvit- andi lokað úti. Leikstjóri er Pablo Larraín frá Chile en með önnur helstu hlutverk fara Clive Owen, Jo- an Allen, Jennifer Jason Leigh og Dane DeHaan. Uppáhaldssaga Kings Julianne Moore fer með aðal- hlutverkið. AFP NEGLA Bandarísku sjónvarpsþættirnir Mare of Easttown hafa verið að fá glimrandi dóma beggja vegna Atlantsála. Þannig gefur gagnrýnandi breska blaðsins The Guardian, Lucy Mangan, þeim fullt hús, fimm stjörnur. Á yfirborðinu hverfist Mare of Easttown, sem er í sjö hlutum, um morð sem lögreglukonan Mare Sheehan rann- sakar en að sögn Mangan er snert á fjölmörgu öðru, svo sem samskiptum kynslóðanna. Fyrst og síðast segir hún að þættirnir séu stúdía í sorg, auk þess sem þeir sýni okkur óvenjulega hlið á Banda- ríkjunum, fjarri glys og glaumi Hollywood. Þá sé um stjörnuleik að ræða, ekki síst hjá Kate Winslet, sem fer með aðalhlutverkið. Fyrst og síðast stúdía í sorg Kate Winslet þykir sýna stjörnuleik. AFP Klaus Meine er enn í fullu fjöri. Plata á leiðinni ÓDREPANDI Þýska rokkbandið Scorpions er hvergi af baki dottið enda þótt máttarstólparnir Klaus Meine og Rudolf Schenker séu komnir á áttræðisaldurinn. Sá fyrr- nefndi varð 73 ára á dögunum og upplýsti af því tilefni á samfélags- miðlum að bandið hefði nýtt tímann vel í heimsfaraldrinum og að ný breiðskífa væri hér um bil tilbúin. Hún er sú tuttugasta í röðinni en Scorpions var stofnuð í Hannover árið 1965. „Við erum að hljóðblanda hana í augnablikinu og getum ekki beðið eftir því að koma plötunni í umferð svo þið getið hlýtt á hana,“ skrifaði Meine og bætti við að hann hlakkaði ekki síður til að komast í tónleikaferðalag á næsta ári. H ún lét aldrei sjá sig öðruvísi en með viðarkubb í fang- inu; eins og hún tryði því að hún myndi að öðrum kosti leysast upp í frumeindir sínar. Þeir voru margir furðulegir, fuglarnir í Twin Peaks, enda skilgetin afkvæmi Dav- ids Lynch, en Viðarkubbskonan (e. Log lady) var líklega sérkennilegust af þeim öllum. Næði hún ekki að fanga athygli þína með viðar- kubbnum, þá var starandi augnaráð- ið næst á dagskrá og brygðist það var komið að túrbótyggi- gúmmskunni (Þuríður, er það ekki örugglega orð?), það er að segja hún tuggði tyggjóið sitt af svo mikilli ákefð að undir tók í fjöllunum. Við- arkubbskonan talaði í gátum og lét eins og hún hefði engan áhuga á því sem var á seyði á Tvídröngum en innst inni var hún ljúfmenni sem vildi engum illt. Því trúum við alla vega. Hefði líklega bara þurft að fara oftar úr húsi. Önnur ógleymanleg týpa var Svetlana í bandarísku útgáfunni af spédramanu Shameless. Rússnesk vændiskona sem upphaflega var ráðin að hirðinni til að „lækna“ Mickey karlinn Milkovich af sam- kynhneigðinni. Sú aðgerð fór út um þúfur. Svetlana ílentist þó í suður- hluta Chicago og bjó um tíma með hjónunum V og Kevin, sem þriðja hjólið eða „hjónið“. Fluggreind og úrræðagóð kona sem sá tækifæri í hverju horni til að skara eld að eigin köku. „Losaði sig“ til að mynda sem frægt var við föður sinn, afar ógeð- felldan mann sem óvænt skaut upp kollinum, eða var hann í reynd eig- inmaður hennar? Já, þeir eru margir eftirminnileg- ir, furðufuglarnir í sjónvarpssög- unni. Hver man til dæmis ekki eftir John Cage, eða Kexinu, eins og hann var kallaður í daglegu tali, málflutn- ingsmanninum knáa í lagaspédram- anu Ally McBeal? Hann bjó að mörgum skrýtnum siðum, eins og að hala alltaf niður í klósettinu með fjarstýringu. Enda vildi okkar mað- ur fyrir alla muni hafa skálina ferska þegar hann bar að garði, burtséð frá því hvort gera átti númer eitt eða tvö. Þegar Kexið varð stressað, sem gerðist ósjaldan, byrjaði nefið á hon- um óforvarendis að blístra. Og það voru engar serenöður í c-moll eftir Schubert eða Brahms heldur hrein og bein óhljóð. Þá hrjáði hann um tíma samúðartúrett; það er þegar kona á lögmannsstofunni með túrett gaf frá sér undarleg og óstöðvandi hljóð svaraði Kexið undir eins í sömu mynt. Ókunnugir hefðu vísast getað túlkað það sem hótfyndni og argasta dónaskap – hver hermir eftir fólki með túrett? – en við sem þekktum Kexið vissum að þetta var alls ekki illa meint. Aðeins ósjálfráð viðbrögð. Meðeigandi Kexins á stofunni, Richard Fish, var ekki síður kyn- legur kvistur. Að vísu frakkari og meira út á við en Kexið en einkenni- legur samt sem áður. Var til að mynda með ólæknandi blæti fyrir krumpuðum kvenhálsum. Dagsatt. Mátti ekkert slíkt sjá án þess að Túrbótyggi- gúmmska og samúðartúrett Sérviturt fólk er víða og sjónvarpið okkar er þar engin undantekning. Hvernig líst ykkur á að rifja upp nokkrar af sérkennilegustu persónum sem fram hafa komið í sjónvarpssögunni? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Berta í Two and a Half Men. Viðarkubbs- konan í Twin Peaks. Kexið í Ally McBeal. –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is BÍLA-SÉRBLAÐ BÍLA fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 15. júní 2021BLAÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.