Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Blaðsíða 29
missa sig í erótíska dagdrauma. Svo engu tauti varð við hann komið. Ekki er gott að segja hvort þessir kappar voru á skilgreindu rófi en alls ekki hægt að útiloka það. Það var frændi þeirra, Jerry Espenson, í Boston Legal hins vegar án nokkurs vafa. Sömu höfundar stóðu að þess- um þáttum. Jerry karlinn hefur bor- ið reglulega á góma hér í blaðinu gegnum árin og kannski óþarfi að fjölyrða um hann nú. En eins og við munum þá bjó hann með uppblásinni dúkku sem hann átti í grjóthörðu platónsku sambandi við. Ekkert meira og ekkert minna. Og allir sem gáfu annað í skyn fengu dembuna yfir sig. Sheldon Cooper í The Big Bang Theory var einnig á rófinu; nars- isískur ofviti og fallisti í mannlegum samskiptum. Reyndu menn að hlamma sér í sætið hans í stofunni sluppu þeir svo sem út með alla limi jafnlanga en geðheilsan var farin veg allrar veraldar. Ugglaust mesti þverhaus sjónvarpssögunnar. Og týpan sem hefur alltaf á réttu að standa. Alltaf. Talaði enga tæpitungu Húshjálpin Berta í gamanþáttunum Two and a Half Men kemur líka upp í hugann. Ótrúlega föst fyrir og hvergi bangin við að láta húsráð- endur hafa það óþvegið enda þótt hún ætti lífsviðurværi sitt undir þeim. Upphaflega var hún aðeins í litlu hlutverki en það óx jafnt og þétt með árunum enda augljóst að hún var orðin áhorfendum afar kær. Við erum alltaf veik fyrir persónum sem tala enga tæpitungu. Leikkonan sem fór með hlutverk Bertu, Conchata Ferrell, lést á síðasta ári. Blessuð sé minning hennar! Verðum við ekki líka að hafa Phoebe í Friends á listanum; ég meina, er ekki annar í Friends um þessar mundir? Liðið komið saman aftur. Gúgli maður lista yfir sérvitr- inga í sjónvarpi ber hana líka iðulega á góma. Skemmtilega skrýtin, Phoebe, og alls ekkert að liggja á skoðunum sínum og meiningu. Alltaf passlega langt úti á túni en algjört eðalmenni inn við beinið. Gekk til að mynda með börn bróður síns. Fáar persónur hafa líka verið eins djúp- og grunnvitrar á víxl, jafnvel á sömu mínútunni. Cosmo Kramer úr Seinfeld á líka fast sæti á flestum listum af þessu tagi enda mörgum ógleymanlegur. Skemmtilega víraður náungi, eins og hann væri alltaf nýbúinn að fá raf- stuð. Ekki síst þegar hann datt inn úr dyrunum hjá Seinfeld nágranna sínum. Eins og með Phoebe var ekki alltaf gott að átta sig á því hvort Kramer var í reynd klár eða al- gjörlega úti á hinni víðáttumiklu þekju. Enda akademískt, maðurinn var nefnilega þeirrar gerðar að úti- lokað var að láta sér líka illa við hann. Kramer átti sér skýra fyrir- mynd í veruleikanum; gamlan ná- granna Larrys Davids, sem skóp þættina ásamt Jerry Seinfeld. Þetta er vitaskuld bara toppurinn á ísjakanum. Af ótal mörgu er að taka. En látum þetta duga í bili. Kramer í Seinfeld. Phoebe í Friends. Svetlana í Shameless.Sheldon í The Big Bang Theory. 6.6. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ÿ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ÿ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ÿ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is MYRKVA RÚLLUGARDÍNUR NEI Þrassgoðin í Megadeth gera nú dauðaleit að nýjum bassaleikara eftir að David Ellefson var vikið úr bandinu á dögunum. Jason New- sted, sem í eina tíð var í Metallica, mun þó ekki leysa hann af hólmi, að því er eiginkona hans, Nicole, stað- festi á samfélagsmiðlum í vikunni. „Jason mun ekki ganga til liðs við Megadeth. Friður sé með þeim. Hlustið á málm.“ Svo mörg voru þau orð. Í fyrra var upplýst að Newsted glímdi við axlarmein og gæti ekki spilað af fullum krafti. Ekki á leið í Megadeth Newsted mun ekki bjarga málum. AFP BÓKSALA Í MAÍ Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Undir 1000 kr. fyrir tvo Áslaug Björg Harðardóttir 2 Rím og roms Þórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn 3 Nickel-strákarnir Colson Whitehead 4 Tengdadóttirin III – sæla sveitarinnar Guðrún frá Lundi 5 Mávurinn Ann Cleeves 6 Yfir hálfan hnöttinn Ása Marin 7 Skollaleikur Ármann Jakobsson 8 Færðu mér stjörnurnar Jojo Moyes 9 Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur Ævar Þór Benediktsson 10 Eikonomics Eiríkur Ásþór Benediktsson 11 Að telja upp í milljón Anna Hafþórsdóttir 12 Stjáni og stríðnispúkarnir 5 – partýpúkar Zanna Davidson 13 Eldur í höfði Karl Ágúst Úlfsson 14 Hittumst í paradís Heine Bakkeid 15 Uppruni Sasa Stanisic 16 Handbók fyrir ofurhetjur, sjötti hluti – vonlaust Elias og AgnesVåhlund 17 Depill heimsækir afa og ömmu Eric Hill 18 Litlir lærdómshestar – stafir Elisabeth Golding 19 Depill í leikskólanum Eric Hill 20 Etna og Enok ferðast um Ísland Sigríður Etna Marinósdóttir Allar bækur Það er kannski skrítið að byrja bókaspjall á þjóðvegi eitt í Húna- vatnssýslu á leið í Skagafjörð. Og þó. Það er að vísu ekki mælt með því að lesa und- ir stýri en ég læt lesa fyrir mig í staðinn. Og þannig var það fyrir viku, vorstemning í lofti og Þor- steinn frá Hamri las fyrir mig ljóð frá Staðarskála langleið- ina á Blönduós. Ég á disk með upplestri skáldsins og fyrir nokkr- um árum tók ég hann með norð- ur af rælni og síðan er það regla að ef ég er einn á ferð hlusta ég á Þorstein meðan ég flýg í gegnum Húnavatnssýslurnar. Þetta er orð- in lítil helgistund; tilfinningarnar fara á flug, sumar ljóðlínurnar orðnar mér tamar og ég tauta þær með skáldinu. Ef ég missi ein- beitinguna, mæti strollu af vöru- flutningabílum, nú eða sólarlagið heillar eða minningar um veiði- skap í Vatnsdal trufla, þá hlusta ég á ljóðið aftur og það ratar til mín. Ef þið rekist á þennan disk þá grípið hann glóð- volgan. Og svo er maður kom- inn á heimaslóð- ir norður í Blönduhlíð. Þar er nóg af bókum, ég gramsa í hillunum og gríp eitthvað gómsætt. Og það var viðeigandi í sauðburðarlok að kíkja í Kindasögur eftir Aðalstein Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jón- asson og alveg upplagt að lesa kaflann um Herdísarvíkur-Surtlu, en sú skepna hefði nú ekki látið sér bregða þótt upp kæmi eldgos í nágrenninu. Síðan greip ég úr skápnum hjá pabba bók sem heitir Í barnsminni eftir Krist- mund Bjarnason, minninga- slitur frá bernskuárum. Þessi bók kom út 2019 í tilefni 100 ára afmælis Kristmundar. Ég hafði heyrt um hana en ekki lesið. Þessi bók heill- aði mig strax. Þarna er drengur að segja frá at- burðum úr æsku sinni á Mælifelli en hann var tek- inn sex mánaða í fóstur af prests- hjónunum. Þarna birtast ljóslifandi atvik stór og smá úr æskunni og fólki er lýst eins og það kom barninu fyrir sjónir. Það er góð hvíld í Kristmundi frá Dægradvöl Grön- dals sem ég er að berjast í líka. Seðlabankastjóri sagði að maður yrði að lesa hana. Nú svo var magnað að lesa Eldana eftir Sig- ríði Hagalín. Ég keypti hana þeg- ar lætin byrjuðu á Reykjanesinu. Og þau læti eru víst ekki búin seg- ir Ármann. EYÞÓR ÁRNASON ER AÐ LESA Lesið undir stýri Eyþór Árnason er sviðsstjóri í Hörpu og ljóð- skáld.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.