Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2021 Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími 554 6969 lur@lur.is • lur.is Verið velkomin í heimsókn Mikið úrval hvíldarstóla fyrir alla Hvíldin byrjar í LÚR LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Það er að lifna yfir málmheimum, eins og öðrum heimum, eftir kórónuveirufaraldurinn. Tröllin skríða nú eitt af öðru úr fylgsn- um sínum og í vikunni greindi tónlistartímaritið Rolling Stone frá því að Íslandsvinirnir í Guns N’ Roses myndu hefja frest- aðan Ameríkutúr sinn í Hershey í Pennsylvaniu, eftir tæpa tvo mánuði, 31. júlí. Goðin stóðu síðast saman á sviði á Laugardals- vellinum fyrir þremur árum. Fyrirhugaðir eru 25 tónleikar fram í byrjun október og mun nýja bandið hans Wolfgangs Edw- ardssonar Van Halens hita upp, Mammoth WVH. Annað risastórt tónleikaband, Metallica, mun slá í klárinn að- eins síðar, en fyrstu tvö gigg þess verða á Louder Than Life- hátíðinni í Louisville 24. og 26. september. Þar má einnig sjá Korn, Nine Inch Nails, Judas Priest, Anthrax og fleiri. Metallica verður einnig í Sacramento í október og Daytona Beach í nóv- ember. Nú er bara að drífa sig í bólusetningu og panta far. Guns N’ Roses tróðu seinast upp á Íslandi. Morgunblaðið/Valli Taka senn til málms James Hetfield og hin skrímslin í Metallica hugsa sér nú til hreyfings eftir langvarandi kyrrsetu. AFP Tvö af stærstu tónleikaböndum heims, Guns N’ Roses og Metallica, aftur á túr. „Afbrot og allskonar misferli unglinga hjer í bæ færðust í vöxt árið sem leið og segir í skýrslu barnaverndarnefndar Reykjavík- ur, að nefndin hafi fengið þriðj- ungi fleiri mál til meðferðar á árinu, en næsta ár á undan.“ Á þessum orðum hófst frétt í Morgunblaðinu fyrir sjötíu ár- um, 6. júní 1951. Helstu ástæð- ur fyrir afbrotum unglinga í bænum taldi nefndin vera drykkjuskap og var ekki óal- gengt að unglingar byrjuðu að neyta áfengis 14 ára, bæði piltar og stúlkur. „Af þessu leiðir alls- konar óreglu, lauslæti, flæking, þjófnað og margskonar skemmdarverk,“ stóð í skýrsl- unni. Einnig virtist drykkjuskapur foreldra hafa farið nokkuð í vöxt frá ári til árs, því alltaf voru að verða meiri og meiri brögð að því, að nefndin hefði þurft að taka börn af heimilum vegna slíkra mála. „Nefndin reynir að fjarlægja þessi börn úr umhverfi sínu, með því að koma þeim fyrir í sveit. Stundum lánast það vel, en oftast illa. Unglingarnir tolla ekki í hinu nýja umhverfi sínu, enda er sjaldnast aðstaða til að halda þeim kyrrum. Þeir koma svo í bæinn á ný í sitt gamla um- hverfi og taka til við sömu iðju og fyrr,“ sagði í fréttinni. GAMLA FRÉTTIN Misferli unglinga Íslendingar skvettu ótæpilega í sig fyrir sjötíu árum, börn og foreldrar. Reuters ÞRÍFARAR VIKUNNAR Andy Warhol listamaður Sr. Pálmi Matthíasson sóknarprestur Sven snussali

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.