Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.6. 2021 Skólavörðustíg 22 / www.agustav.is / s.8230014 Handgerð íslensk húsgögn Opið 12-16 í dag, laugardag. Hlökkum til að taka á móti þér. 08.02 Laugardagsklúbburinn 08.05 Rita og krókódíll 08.10 Regnbogasögur 08.13 Ég er fiskur 08.15 Örstutt ævintýri 08.17 Veira vertu blessuð 08.18 Ást er ást 08.20 Hérinn og skjaldbakan 08.22 Blíða og Blær 08.45 Monsurnar 08.55 Víkingurinn Viggó 09.05 Adda klóka 09.30 It’s Pony 09.50 K3 10.00 Mörgæsirnar frá Mada- gaskar 10.25 Lukku láki 10.50 Ævintýri Tinna 11.10 Angry Birds Stella 11.20 Top 20 Funniest 12.00 Nágrannar 13.55 Impractical Jokers 14.15 Börn þjóða 14.45 Stofuhiti 15.15 First Dates 16.05 Flipping Exes 16.50 60 Minutes 17.35 Víglínan 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.40 Sportpakkinn 18.50 Ísland í dag 19.05 GYM 19.30 Race Across the World 20.35 Mr. Mayor 21.00 Keeping Faith 21.55 Brave New World 22.45 The Bold Type 23.35 Queen Sugar 00.15 Wentworth ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4 . 93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Sjá Suðurland – Þ. 1 20.30 Netnótan – Þ. 1 Endurt. allan sólarhr. 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Blönduð dagskrá 20.00 Höldum áfram 20.30 Mannamál (e) 21.00 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 21.30 Höldum áfram (e) Endurt. allan sólarhr. 11.15 The Block 12.20 Bachelor in Paradise 13.45 The Bachelorette 15.45 For the People 16.50 The King of Queens 17.10 Everybody Loves Raymond 17.35 Ný sýn 18.05 Með Loga 19.05 The Block 20.10 Gudjohnsen 20.50 This Is Us 21.40 Black Monday 22.15 Gangs of London 23.15 Penny Dreadful: City of Angels 00.15 Love Island 01.10 Ray Donovan 02.00 Love Life 06.55 Morgunbæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Hringsól. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Svona er þetta. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Bú- staðakirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Lestin. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Úr tónlistarlífinu: Tón- verk 20/21. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Fólkið í garðinum. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Tímar í vindi. 20.35 Gestaboð. 21.30 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.05 Næturútvarp Rásar 1. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Refurinn Pablo 07.21 Hið mikla Bé 07.43 Poppý kisukló 07.54 Kúlugúbbarnir 08.17 Klingjur 08.28 Kátur 08.30 Hvolpasveitin 08.53 Hrúturinn Hreinn 09.00 Úmísúmí 09.23 Robbi og Skrímsli 09.45 Eldhugar – Thérese Clerc – aðgerðarsinni 09.48 Sjóræningjarnir í næsta húsi 10.00 Skólahreysti 11.00 Unga Ísland 11.30 Ég er nefnilega svo ald- eilis yfirgengilega magnaður að lifa 12.20 Í kjölfar feðranna 13.10 Sumarlandinn 2020 13.40 Popp- og rokksaga Ís- lands 14.40 Af fingrum fram 15.25 Erilsömustu borgir heims 16.20 Tónaflóð um landið 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Mamma mín 18.40 Menningin – samantekt 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Vigdís Finnbogadóttir 20.10 Við 21.10 Bíódagar 22.35 Ófærð 23.30 Fimm sinnum fimm 9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og síðdegisþáttum K100. 13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring og besta tónlistin á sunnudegi. Þór er góður að þefa uppi það sem fjölskyldan getur gert sér til skemmt- unar á sunnudögum. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 Dj Dóra Júlía fer yfir 40 vinsælustu lög landsins á eina opinbera vinsældalista Íslands sem er unninn í samstarfi við félag hljóm- plötuframleiðenda. „Menntamálaráð- herra fékk staðfest frá honum Hans sem er Dani og er yfir Norðurlandadeild Disney að þeir væru í þessum töluðu orðum að hlaða inn öllum ís- lensku titlunum, bæði hljóði og textum, og þetta verður komið fyrir mánaðarlok,“ segir Jóhannes Haukur í samtali við Síðdegisþáttinn en hann fagnar því þessa dagana að Disney + skuli vera að setja bæði íslensku talsetn- inguna og textana inn á streymisveituna. Jóhannes segir að fullt af Íslendingum hafi óskað eftir talsetn- ingunni, hann hafi svo blandað sér inn í umræðuna og að lokum hafi menntamálaráðherra sent bréf. Viðtalið við Jóhannes má nálgast í heild sinni á K100.is. Fagnar íslenskunni á Disney + Kaupmannahöfn. AFP. | Tveir vík- ingar úr sömu fjölskyldu voru sam- einaðir í danska þjóðminjasafninu á miðvikudag eftir að hafa verið að- skildir í þúsund ár. Skyldleiki þeirra var rakinn með erfðagreiningu, sem notuð hefur verið til að varpa ljósi á ferðir víkinga um Evrópu. Annar víkingurinn lést á Englandi á þrítugsaldri af höfuðáverkum, ein- hvern tímann á 11. öld. Hann var grafinn í fjöldagröf í Oxford. Hinn víkingurinn lést í Danmörku á sextugsaldri. Á beinagrind hans má sjá merki um áverka, sem gefa til kynna að hann hafi barist í orrustum. Með því að kortleggja erfðaefni úr beinagrindum frá víkingatímanum, sem stóð frá áttundu fram á 12. öld, tókst fornleifafræðingum fyrir til- viljun að greina að mennirnir tveir hefðu verið skyldir. Notuð var svo- kölluð strontíumsamsætagreining. „Þetta er mikil uppgötvun vegna þess að nú er hægt að rekja ferðir manna í tíma og rúmi í gegnum fjöl- skylduna,“ sagði Jeanette Varberg, fornleifafræðingur við safnið, við AFP. Tveir starfsfélagar hennar voru rúma tvo tíma á miðvikudag að púsla saman beinagrind víkingsins frá Englandi sem var send frá Oxford. Alls bárust 150 bein frá minjasafni Oxfordskíris og mun danska safnið hafa þau að láni næstu þrjú árin. Sagnfræðingum ber saman um að danskir víkingar hafi byrjað að gera strandhögg í Skotlandi og á Englandi seint á áttundu öld. Varberg segir að yngri maðurinn gæti hafa verið myrtur í árás víkinga, en einnig sé uppi kenning um að beinagrindurnar í fjöldagröfinni séu líkamsleifar fórnarlamba konung- legrar tilskipunar Aðalráðs II. hins ráðalausa, sem árið 1002 fyrirskipaði að allir Danir á Englandi skyldu drepnir. Að sögn Varberg er fátítt að finnist beinagrindur, sem greina megi skyld- leika á milli, en þó sé auðveldara að gera það þegar kóngafólk eigi í hlut. Þótt staðfest sé að mennirnir tveir séu skyldir er ekki hægt að sjá hversu náinn skyldleikinn er. Þeir gætu hafa verið hálfbræður, afi og barnabarn eða annar systk- inabarn hins. Víst er hins vegar talið að þeir hafi hafið líf sitt á sama stað á Fjóni og er á heimasíðu danska þjóð- minjasafnsins fullyrt að það hafi verið í Otterup. „Það er mjög erfitt að segja til um hvort þeir voru samtímamenn eða hvort ef til vill sé kynslóð á milli þeirra vegna þess að ekkert var að finna í gröfum þeirra, sem nota má til að greina nákvæma dagsetningu,“ sagði Varberg. „Það getur því skeik- að fimmtíu árum til eða frá.“ Rannsóknin á beinagrindunum tengist sýningu um víkingana, sem opnuð verður í danska þjóðminja- safninu 26. júní. Hún nefnist „Sláist í för með víkingunum – í strandhöggi“ („Tag með vikingerne – på togt“) og verða beinagrindurnar þar til sýnis. Á heimasíðu safnsins um hina væntanlegu sýningu er vitnað í Var- berg, sem er sýningarstjóri, um hvaða lærdóm megi draga af vík- ingum á okkar tímum: „Að grípa tækifærið. Þá þorðu menn að taka ör- lögin í eigin hendur. Menn trúðu á þeim tíma að skapanornirnar þrjár spynnu þráð lífsins við rætur trésins Yggdrasils og lífsþráðurinn réði ör- lögunum. Engu að síður hefðu menn trú á að þeir gætu haft áhrif á örlög sín. Við gætum kannski lært eitthvað af bjartsýni víkinganna og drifkrafti.“ Beinagrindur frændanna liggja nú hlið við hlið í danska þjóðminjasafninu og verða til sýnis síðar í mánuðinum. AFP GREINDU SKYLDLEIKA TVEGGJA VÍKINGA Leiddir saman eftir þúsund ár Starfsmaður danska þjóðminjasafnsins tekur upp jarðneskar leifar víkingsins, sem bárust frá Oxford á Englandi í vikunni. Bein frænda hans fundust á Fjóni. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.