Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Page 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.6. 2021 Þ eir þykja fagurlimaðastir allra, ávallt óaðfinnanlega til hafðir, verjast sem einn maður og nú hafa þeir meira að segja tekið upp á þeim ósköpum að raða inn mörkum. Eigi að síður hef ég aldrei borið taugar til Ítala á velli, hvað þá haldið með þeim og vonað að þeir rífi bikarinn á loft í lok stórmóts á borð við EM og HM. Hvurju sætir þetta eiginlega, lagsi? spurði ég mig á dögunum. Rétt sísona. Svo mikið er víst að það hefur ekkert með Ítalíu sem slíka að gera; ég hef verið þar nokkrum sinnum og landið er bráðfallegt og fólkið yndislegt. Ef við skönnum álfuna með hraði þá er gestrisnara fólk líklega aðeins að finna á Grikklandi, þar sem ég hef þó raunar spriklað mun sjaldnar. Svo rak ástæðan mér skyndilega kinnhest. Ég hef aldrei getað fyr- irgefið Ítölum að slá Zico, Sókrates og hina Brassana mína úr leik á HM 1982. Ég var á viðkvæmum aldri á þeim tíma og tók þetta tilræði við fallegasta leik í heimi ákaflega nærri mér. Ég meina, hver gerði það ekki? Knattspyrnan dó hér um bil þennan dag, 5. júlí 1982, á Sarrià-vellinum sáluga í Barselónu. Gott ef Don gamli McLean var ekki mættur á Römbluna með gítarinn og tilbrigði við hið fræga stef sitt úr Amerísku bökunni, „the day the soccer died“. Við upphaf móts hélt ég raunar með allt annarri þjóð en ekki varð hjá því komist að heillast af sambabolta Brassanna – slíkar og þvílíkar fótmenntir höfðu ungmenni á Akureyri ekki í annan tíma séð. Og það í þráðbeinni í sjón- varpinu, þangað til stofnunin fór í sumarfrí. Maður og mús. Sammi baðvörð- ur í Glerárskóla henti meira að segja upp trémarki á túninu heima svo við pjakkarnir gætum leikið listirnar eftir – eða í öllu falli reynt það. Ég er alla jafna ekki langrækinn maður en þessu ódæðisverki Ítala get ég hvorki gleymt né fyrirgefið. Þess vegna verð ég á bandi Austurríkismanna í sextán liða úrslitunum um helgina. Áfram Unsere Burschen! Zicológískur skellur Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Knattspyrnan dó hér um bil þennan dag, 5. júlí 1982, á Sarrià-vell- inum sáluga í Barselónu. Þorbjörg Guðmundsdóttir Það er ekkert sérstakt planað. SPURNING DAGSINS Hvað á að gera um helgina í tilefni þess að sam- komutak- markanir hafa verið afnumdar? Sæmundur Einarsson Örugglega bara að hitta vinina, fara út og spila fótbolta og hafa gaman. Hólmfríður Árnadóttir Ég ætla að gera eitthvað skemmti- legt, því það er loksins komið sumar. Rafael Máni Þrastarson Ég er að fara til Þorlákshafnar. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Unnur Karen KRÓLI SITUR FYRIR SVÖRUM Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson JóiPé og Króli héldu á fimmtudag í ferðalag í kringum landið ásamt hljómsveit. Þeir spila í 14 bæjarfélögum, þar á meðal í Hafinu á Höfn í kvöld og enda í Bæjarbíói í Hafnarfirði 10. júli. Hver var aðdragandinn að þessu tónleikaferðalagi? Ætli það hafi ekki verið spenna sem hefur kraumað í okkur öllum í hljómsveitinni í þessum heimsfaraldri. Löngun til þess að spila og spila mikið er svona drifkrafturinn á bak við það að við ákváðum að keyra þetta í gegn. Það var ekki langur aðdragandi að þessu, um það bil mánuður síðan við ákváðum að láta verða af þessu. Við hittum á staði sem voru með lausar dagsetningar í runu og vorum nokkuð heppnir með það. Við hverju má fólk búast á tónleikunum á ferðalaginu? Þetta er í fyrsta skipti sem við förum hringinn og í fyrsta skipti sem við höldum svona marga tónleika með bandinu okkar. Við höfum verið að æfa stíft með bandinu síðan faraldurinn skall á enda ætluðum við að fylgja eftir plötunni okkar, sem við gáfum út í apríl í fyrra. Fólk má því bú- ast við vel æfðri hljómsveit sem er spennt fyrir því að spila og alls konar stemningu; nánd en á sama tíma miklu stuði. Verður framhald á því að þið Jói verðið með hljómsveit með ykkur? Já, það má segja að þetta sé orðið JóaPé og Króla vörumerkið. Núna erum við þessir sjö einstaklingar sem gerum tónlistina saman. Þetta var svona spari hjá okkur til að byrja með, en núna erum við á því að þetta sé mun betra og skemmtilegra. Hvernig er tilfinningin að geta farið að halda tónleika á ný, er þetta mikill léttir? Jú, auðvitað er þetta það. En maður er orðinn forritaður þannig núna að maður er alltaf hræddur við stöðuna. Maður fer á covid.is og athugar hvort það sé nokk- uð einhver hópsýking sem hefur komið upp. Maður er mjög var um sig en þetta virðist vera að ganga mjög vel eins og er. Maður krossar fingur og bankar í við. Er eitthvað annað á döfinni hjá ykkur? Nei, í rauninni ekki. Við ætlum bara að fylgja eftir þessari plötu og ég býst ekki við að fólk muni bóka okkur á tónleika eftir þetta þar sem við verðum úti um allt. Það er því um að gera að næla sér í miða. Alls konar stemning Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífimínu Ég lifði af TILBOÐ Í SÓL MELÍA BENIDORM BENIDORM, SPÁNN TVÍBÝLI MEÐ HÁLFU FÆÐI VIÐ LEVANTE STRÖNDINA WWW.UU.IS | 585 4000 | INFO@UU.IS 01. - 08. JÚLÍ VERÐ FRÁ:117.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA HÁLFT FÆÐI INNIFALIÐ FLUG, GISTING, HÁLFT FÆÐI, HANDFARANGUR OG INNRITAÐUR FARANGUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.