Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.6. 2021 H ún sló í gegn tíu ára; í gam- anþáttunum All That í sjón- varpi. Hún var skjávæn og hvers manns hugljúfi og hver þátt- urinn rak annan. Þrettán ára var hún komin með sinn eigin þátt, The Am- anda Show, sem gekk í þrjú ár, eða til ársins 2002. Þá tók við ferill í kvik- myndum, Big Fat Liar, What a Girl Wants, Love Wrecked og Hairspray, svo dæmi séu tekin. Amanda Bynes hafði lagt heiminn að fótum sér og framtíðin virtist björt og brosandi. En þá fór eitthvað úrskeiðis. Frétt- ir af undarlegri hegðun leikkonunnar fóru að berast um heimsbyggðina og ljóst var að ekki var allt með felldu. Árið 2010 fékk Bynes prýðilega dóma fyrir framgöngu sína í mynd- inni Easy A en eftir það fór hún í sjálfskipaða útlegð frá Hollywood. „Ég þoldi ekki að ég hefði komið fram í þeirri mynd og kunni sjálf ekki að meta frammistöðuna,“ sagði Bynes við tímaritið Paper árið 2018. „Ég var útúrskökk af marjúanareykingum þegar ég gerði mér grein fyrir því en af einhverjum ástæðum hafði þetta áhrif á mig. Ég veit ekki hvort veik- indi mín voru afleiðing fíkniefna- neyslu en efnin höfðu í öllu falli önnur áhrif á heilastarfsemi mína en gengur og gerist. Þau gjörbreyttu upplifun minni af hlutum.“ Næstu ár eru mikið til í móðu. Árið 2012 var hún í fyrsta skipti handtekin fyrir ölvunarakstur og hlaut skilorðs- bundin dóm fyrir tvö aðskilin atvik. Viðbrögð Bynes voru að kalla eftir hjálp; fór raunar ekki hefðbundna leið í þeim efnum, heldur færði sér samfélagsmiðilinn Twitter í nyt og ávarpaði Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, sérstaklega. Hann ku ekki hafa haft tíma til að sinna málinu. Enn settist Bynes undir stýri, nú próflaus, sem varð til þess að um- boðsmaður hennar, kynningarfulltrúi og lögmaður stukku allir í einu frá borði. Bynes flutti þá til New York. Ekki tók betra við þar. Vorið 2013 var hún handtekin í háhýsinu sem hún bjó í fyrir neyslu fíkniefna í anddyrinu og að fleygja þar til gerðum áhöldum út um gluggann á 36. hæð. Þaðan þá leiðin þráðbeint í meðferð í Kaliforníu og þar varði Bynes næstu sex mánuðum. Mikilvirk á Twitter Eftir það gerðist hún mikilvirk á Twitter og hver undarlega færslan rak aðra; meðal annars fræg færsla þar sem hún lét að því liggja að faðir hennar hefði beitt hana andlegu of- beldi og reynt að eiga við hana mök. Þeirri færslu var síðar eytt með þess- um orðum frá Bynes sjálfri: „Faðir minn gerði aldrei neitt þessu líkt. Örflagan í höfðinu á mér fékk mig til að segja þetta en það var einmitt hann sem gaf þeim fyrirmæli um að örflaga mig upp.“ Einmitt það. Bæði móðir hennar og systkini lýstu undrun sinni á ummælunum; þau ættu sér enga stoð í veru- leikanum. Bynes hefur síðar beðist velvirðingar á Twitter-færslum sín- um í stærra samhengi. Annað var eftir þessu og næstu ár- in var Bynes inn og út af geðdeild. Hún reyndi að rísa upp og hefja feril sem hönnuður en þau áform runnu út í sandinn. Móðir hennar er nú lög- ráðamaður hennar, líkt og við þekkj- um hjá Britney Spears. Bynes lét síðast á sér kræla í upp- hafi þessa árs þegar hún sendi frá sér slagarann Diamonds ásamt rapp- aranum Precise. Synd væri að segja að framtakið hafi fallið í frjóa jörð. Hún hefur ekki leikið í ellefu ár og endurkoma varla í kortunum. Eða hvað? Amanda Bynes var ein vinsælasta barnastjarna í heimi á tíunda áratugnum og í upphafi þessarar aldar. Þessi mynd er frá 2003. AFP HVAÐ VARÐ UM AMÖNDU BYNES? Bað Obama um að hjálpa sér Nýjasta myndin af By- nes í myndabanka AFP-fréttaveitunnar er frá árinu 2013; hún var þá á leið í samkvæmi. Ekki liggur fyrir hver staðan á henni er í dag. AFP SÉRBLAÐ Ferðalög Sérblöð um ferðalögkoma vikulega út í júní Hvert blað beinir sjónum sínum að einum landsfjórðung • Hvert skal halda í sumarleyfinu? • Viðtöl við fólk sem elskar að ferðast um Ísland • Leynistaðir úti í náttúrunni • Hvar er best að gista? • Ferðaráð • Bestu sumarfrí Íslendinga Pöntun auglýsinga og nánari upplýsingar augl@mbl.is 08.00 Uppskriftir fyrir svanga birni 08.02 Laugardagsklúbburinn 08.05 Rita og krókódíll 08.10 Regnbogasögur 08.12 Ég er fiskur 08.14 Örstutt ævintýri 08.15 Veira vertu blessuð 08.17 Ást er ást 08.20 Risastóra næpan 08.22 Lærum og leikum með hljóðin 08.25 Stóri og Litli 08.35 Blíða og Blær 08.55 Monsurnar 09.10 Víkingurinn Viggó 09.20 Adda klóka 09.40 It’s Pony 10.05 K3 10.15 Mörgæsirnar frá Madagaskar 10.40 Lukku láki 11.05 Ævintýri Tinna 11.25 Angry Birds Stella 11.35 Top 20 Funniest 12.15 Nágrannar 14.05 Friends 14.30 Supernanny 15.10 Impractical Jokers 15.35 Börn þjóða 16.05 Flipping Exes 16.50 First Dates 17.35 60 Minutes 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.40 Sportpakkinn 18.55 GYM 19.20 Grand Designs: Aust- ralia 20.15 Keeping Faith 21.10 Brave New World 22.00 Prodigal Son 22.45 The Bold Type 23.35 Queen Sugar 00.15 Empire ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4 . 93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Sjá Suðurland – Þ. 2 20.30 Netnótan – Þ. 3 Endurt. allan sólarhr. 15.30 Charles Stanley 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 18.30 Mannamál (e) 19.00 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 19.30 Höldum áfram 20.00 Höldum áfram Endurt. allan sólarhr. 11.15 The Block 12.20 Bachelor in Paradise 13.45 The Bachelorette 15.45 For the People 16.50 The King of Queens 17.10 Everybody Loves Raymond 17.35 Ný sýn 18.05 Með Loga 19.05 The Block 20.10 Gudjohnsen 20.50 This Is Us 21.40 Black Monday 22.15 Gangs of London 23.15 Penny Dreadful: City of Angels 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Hringsól. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Söngvamál. 09.00 Fréttir. 09.03 Svona er þetta. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Grens- áskirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Lestin. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Sumartónleikar. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Fólkið í garðinum. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Þar sem ennþá Öxará rennur. 20.30 Orð & ábyrgð: Köld eru kvennaráð. 21.30 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.05 Næturútvarp Rásar 1. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Refurinn Pablo 07.21 Hið mikla Bé 07.43 Poppý kisukló 07.54 Kúlugúbbarnir 08.17 Klingjur 08.28 Kátur 08.30 Hvolpasveitin 08.53 Hrúturinn Hreinn 09.00 Úmísúmí 09.23 Robbi og Skrímsli 09.45 Eldhugar – The Shaggs – rokkstjörnur 09.49 Sjóræningjarnir í næsta húsi 10.00 Skólahreysti 11.10 Rabbabari 11.20 Unga Ísland 11.50 Af fingrum fram 12.35 Martin Clunes: Eyjar Ameríku 13.25 Óli Prik 15.00 Popp- og rokksaga Íslands 16.00 Heillandi hönnun 16.30 Herra Bean 16.55 Erilsömustu borgir heims 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Menningin – samantekt 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Sumarlandinn 20.20 Gósenlandið 22.00 Svanurinn 23.30 Ófærð 9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og síðdegisþáttum K100. 13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring og besta tónlistin á sunnudegi. Þór er góður að þefa uppi það sem fjölskyldan getur gert sér til skemmtunar á sunnudögum. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 Dj Dóra Júlía fer yfir 40 vin- sælustu lög landsins á eina opinbera vinsældalista Íslands sem er unninn í samstarfi við félag hljómplötuframleiðenda. Hljómsveitin Nýju fötin keisarans varð til eftir að nokkrir meðlimir úr Í svörtum fötum voru að klára verkefni og fundu á sér að þá langaði að halda áfram að búa til tónlist. Svenni Þór, eða keisarinn sjálfur líkt og þeir kalla hann, bættist svo við hljómsveitina og stefna þeir á að gefa út sína fyrstu plötu í haust. Í við- tali við Síðdegisþáttinn segja þeir hljómsveitina vera mikið partíband sem gefur bæði út sína eigin tónlist ásamt því að spila mikið af partítónlist. Aðspurðir hvort þeir ætli að taka við af hljómsveitinni Í svörtum fötum hvað varðar sveitaböllinn segjast þeir vera mik- ið til í það, en viðurkenna þó að tíðarandinn hafi breyst mikið. Viðtalið við þá Kela og Svenna úr Nýju fötum keisarans má nálgast í heild sinni á K100.is. Úr Í svörtum fötum í Nýju fötin keisarans

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.