Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Page 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.6. 2021
V
inur minn tilkynnti einu sinni fyrir
nokkrum árum, eftir frekar ömurleg-
an golfhring, að ef hann fengi ekki 45
punkta daginn eftir, þá myndi hann hætta í
golfi og gott ef það fylgdu ekki einhverjar
frekari yfirlýsingar. Fyrir þá sem ekki þekkja
þá er slíkur hringur býsna góður og allt yfir
36 punktum er eiginlega frábært.
Daginn eftir kom hann inn á 9 punktum.
Hann er ennþá í golfi.
Við vinir hans höfum stundum gert grín að
þessum yfirlýsingum en hafandi þekkt hann í
áratugi þá er það nokkuð ljóst að enginn okk-
ar tók þær alvarlega. Þannig séð var þetta
ekki hótun heldur einhvers konar markmið
fyrir hann sjálfan. Sem hann kaus, einhverra
hluta vegna, að segja upphátt. Og oft.
Það er nefnilega munur á því hvernig menn
setja fram svona yfirlýsingar. Stundum hóta
menn sjálfum sér refsingum ef þeim tekst
ekki að hætta að reykja eða fitna eða losa sig
við hvern þann löst sem þeir glíma við. Þá
getur slíkt aðhald verið gott. Eins og þegar
vinur minn, sem er búinn að vera sköllóttur í
mörg ár, ákvað að safna hári þar til hann
næði kjörþyngd. Það er alveg stórmerkilegt
hvað slík greiðsla gerir lítið fyrir fólk.
En svo eru þeir sem hóta til að hafa áhrif á
aðra. Lýsa því yfir að ef þeir fái ekki að velja
í lið þá verði þeir ekki með. Þá eru þeir að
stilla fólki upp við vegg og reyna að þvinga
það til að gera eitthvað. Stundum virkar það
vegna þess að fólk er meðvirkt og stundum af
því að það lætur undan pressu sem fylgir slík-
um hótunum.
Þannig gerðist það að frambjóðandi í próf-
kjöri lýsti því yfir að hann myndi hætta ef
hann fengi ekki fyrsta sætið. Hér er vel met-
inn maður að setja fólk í þá stöðu að annað-
hvort fái hann „sitt“ sæti eða hann sé bara
farinn.
Nú er það soldið atriði í þessu að í próf-
kjörum á enginn sæti. Það er keppt um þau
og það er lykilatriði í því sem við höfum kall-
að lýðræði. Flestir myndu jafnvel líta á að
það væri til fyrirmyndar að gefa fólki kost á
að velja á lista í stað þess að lítill hópur fólks
raði bara inn á þá eftir hentisemi, án aðkomu
almennra flokksmanna.
Sumir félagar hans í flokknum sögðu fyrir
prófkjörið að það væri bara heiðarlegt af
frambjóðanda að láta vita hvar hann stæði og
þessi afstaða hans hefði reyndar lengi verið á
allra vitorði. Eini glæpurinn hjá honum væri
að segja satt þegar
hann var spurður.
En þannig vissi
fólk að hverju það
gengi.
Það er vissulega
sjónarmið. En er
þá ekki líka sjón-
armið að menn eigi
að standa við stóru
orðin og gera eins
og þeir hafa lofað/
hótað?
Prófkjör eru
keppni rétt eins og kosningar. Þá reynir á
fólk að kynna sig og koma sér á framfæri.
Sumir eru duglegri en aðrir og kenningin hef-
ur lengi verið sú að þeir sem fái mörg at-
kvæði í prófkjöri séu líklegri til að fá mörg at-
kvæði í kosningum. En mikilvæg forsenda
prófkjörs er að ef þú tekur þátt í því þá
þarftu að una niðurstöðunni. Nú eða bara
hætta.
Þessi ágæti vinur minn, sem ég nefndi í
byrjun, spilar enn með okkur golf í hverri
viku og ég vona að hann hætti því aldrei.
Nema ef hann ætlar að fara að taka upp á því
að fá 45 punkta reglulega. Þá nenni ég ekki
að spila við hann.
’
Stundum hóta menn sjálf-
um sér refsingum ef þeim
tekst ekki að hætta að reykja
eða fitna eða losa sig við hvern
þann löst sem þeir glíma við.
Þá getur slíkt aðhald verið gott.
Eins og þegar vinur minn, sem
er búinn að vera sköllóttur í
mörg ár, ákvað að safna hári
þar til hann næði kjörþyngd.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Markmið eða hótun
E
kki er hægt annað en að hefja
pistil þennan sunnudaginn á
því að óska okkur öllum til
hamingju með að hafa nú end-
urheimt eðlilegt frelsi okkar til at-
hafna, nú þegar felldar hafa verið úr
gildi allar takmarkanir á samkomum
innanlands. Fullt afnám grímu-
skyldu, nándarreglu og fjöldatak-
markana. Orð sem við höfum notað
svo óþægilega mikið síðastliðna sex-
tán mánuði verða nú vonandi geymd
lítt notuð í sögubókunum um langa
hríð. Árangur íslensks samfélags í
baráttu við heimsfaraldur og afleið-
ingar hans er góður. Við búum í
sterku samfélagi sem við getum ver-
ið stolt af og þakklát fyrir.
Afnám takmarkana er gert á
grundvelli hinnar góðu þátttöku sem
fengist hefur í bólusetningu þjóð-
arinnar. Um 87%
þeirra sem til
stendur að bólu-
setja hafa nú
þegar fengið að
minnsta kosti
fyrri skammt.
Þetta veitir
trausta vörn í
samfélaginu
gegn því að sýk-
ing geti dreift sér og valdið þannig
heilsufarstjóni að heilbrigðiskerfinu
standi ógn af. Hvað framtíðin ber í
skauti sér er óvíst, en miðað við stöð-
una og reynslu okkar er það rétt
ákvörðun að taka þetta risastóra
skref. Við viljum búa í frjálsu sam-
félagi, en til þess að verja heilsu
fólks þurftu stjórnvöld í einhverjum
skilningi að fá frelsi fólks að láni
undanfarna mánuði. Það kom hins
vegar aldrei annað til greina en að
skila því aftur til réttmætra eigenda,
fólksins sjálfs.
Í krafti fjöldans
Tæplega tuttugu og eitt þúsund
manns tóku afstöðu til þess hverjir
yrðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á
framboðslistum hans fyrir alþingis-
kosningarnar í haust. Það er sann-
kölluð lýðræðisveisla. Mikil og góð
þátttaka í prófkjörum er öflugt upp-
haf á sókn okkar Sjálfstæðisfólks til
sigurs í haust. Ég hlakka til að taka
þátt í þeirri sókn með öllum öðrum
frambjóðendum og öllu okkar góða
stuðningsfólki.
Við þau tímamót að hafa fengið
sterka kosningu til að leiða lista
Sjálfstæðisflokksins í Norðvest-
urkjördæmi er skemmtilegt að líta
yfir árin mín í starfi flokksins. Fyrir
14 árum síðan var ég tvítug, nýút-
skrifuð úr Fjölbrautaskóla Vestur-
lands á Akranesi og tók þá í fyrsta
skiptið, stolt, sæti á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Norðvesturkjördæmi. Í
kjölfarið settist ég í stjórn SUS fyrir
hönd kjördæmisins og var formaður
ungra á Akranesi með frábæru ungu
fólki. Tveimur árum síðar tók ég í
fyrsta skipti þátt í prófkjöri og tók í
kjölfarið sæti á lista. Í kosningunum
þar á eftir, árið 2013, tók ég 6. sæti á
listanum og starfaði sem kosn-
ingastjóri í undir forystu Einars K.
Guðfinnssonar. Í kjölfarið varð ég
framkvæmdastjóri þingflokksins og
síðar aðstoðarmaður Ólafar okkar
Nordal, þáverandi varaformanns
flokksins og innanríkisráðherra. Ár-
ið 2016 ákvað ég að taka þátt í próf-
kjöri, ófrísk að dóttur minni og
stefna á þing. Þau tæpu fimm ár sem
eru liðin í embætti ráðherra, og
varaformanns flokksins sl. þrjú ár,
hafa verið viðburðarík, þroskandi,
krefjandi en fyrst og síðast gefandi
og kröftug.
Í fyrsta sinn í sögu Sjálfstæðis-
flokksins leiðir kona listann í Norð-
vesturkjördæmi. Að vera varða á
þeirri leið að ungt fólk og sterkar
konur eigi fullt erindi í hvers kyns
ábyrgðarstöður skiptir mig miklu
máli. Ég fagna því þess vegna að þau
sögulegu tíðindi hafi orðið.
Frambjóðendur, kjósendur, sjálf-
boðaliðar, starfsfólk Valhallar – öllu
þessu fólki vil ég þakka fyrir þátt-
tökuna. Við gerðum þetta saman.
Við gáfum flokkssystkinum tækifæri
til að velja sigurstranglegan fram-
boðslista og sýnir þátttakan að Sjálf-
stæðisflokkurinn er fjöldahreyfing.
Það sannaði sig
einnig í öllum
þeim gríðar-
mörgu sjálf-
boðaliðum sem
komu að fram-
kvæmd prófkjör-
anna. Á sjöunda
hundrað sjálf-
boðaliða störfuðu
við þau, í yfir-
kjörstjórnum, í undirkjörstjórnum,
bæði í kosningu utan kjörfundar og
á kjörfundi, við talningu atkvæða og
fleira. Við gerum þetta saman.
Stundum er sagt að enginn eigi
neitt í pólitík. Það er mikið til í því.
En stjórnmálamaður sem á annað
borð vill starfa í Sjálfstæðis-
flokknum á þó alltaf eitt, óháð því
hver hefur betur í einstaka kosn-
ingum eða málum. Sá stjórn-
málamaður á nefnilega alltaf félaga
sína að: tugþúsundir flokkssystkina
sem deila með henni eða honum sí-
gildum grunnhugsjónum Sjálfstæð-
isstefnunnar.
Verjum frelsið saman
Við tökumst óhikað á um ólíkar
skoðanir og áherslur, en komum síð-
an sameinuð fram. Það er vegna
þess að við erum sammála um lífs-
skoðun, við erum með öðrum orðum
sammála um grundvallaratriði. Það
er opinbera leyndarmálið að baki
velgengni Sjálfstæðisflokksins.
Þar slær hjarta okkar. Þar liggur
gróskan og slagkrafturinn; slag-
krafturinn sem enginn annar flokk-
ur keppir við. Við stöndum saman
um dýrmætar hugsjónir, sem koma
meðal annars fram í þeirri einlægu
gleði okkar að geta skilað frelsi fólks
aftur, nú þegar ekki er lengur slík
hætta af faraldrinum að það réttlæti
inngrip í líf fólks. Sums staðar ann-
ars staðar hafa stjórnmálamenn og
valdhafar reynst býsna viljugir til
þess að ríghalda í völdin sem áttu að-
eins að vera tímabundin meðan
mesta hættan vofði yfir. Sjálfstæð-
isflokkurinn er hins vegar flokkur
frelsis.
Að leiða Norðvesturkjördæmi og
vera varaformaður í slíkri hreyfingu
eru hlutverk sem ég tek alvarlega og
er þakklát fyrir að fá að sinna.
Gerum þetta
saman
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
’
Árangur íslensks
samfélags í baráttu
við heimsfaraldur og af-
leiðingar hans er góður.
Við búum í sterku sam-
félagi sem við getum ver-
ið stolt af og þakklát fyrir.
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is
MYRKVA RÚLLUGARDÍNUR
Fasteignir