Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.6. 2021
G
róður sumars fer hægt af stað.
Sunnlendingar fengu þó tvo
hlýja og notalega daga í liðinni
viku og þessi helgi gæti gefið
okkur smá ábót.
Nú þarf ekki mjög mikið til
að náttúran taki hratt við sér. Hæfileg blanda af sól
með bústnum vætuslettum á milli er allt sem þarf.
Ef leggja mætti inn pöntun þá er óskað rigningar,
áður en dagur rennur, í góðum gusum. Hleypa svo
blessaðri sólinni að, sem
allt með kossi vekur. Og svo má aftur rigna mynd-
arlega þegar að samfélag sómakærra er komið í
koju. Það er ekki verið að biðja um mikið.
Rekum flóttann
Kórónuveiran er á undanhaldi hér, enda erum við og
næstum milljarður af nágrönnum, austan hafs og
vestan, bólusett úr lyfjablöndum sem við flest þekkj-
um ekki haus eða sporð á, en tölum samt um eins og
þar séu nákomnir ættingjar, vinir eða kunningjar.
Það voru vissulega mistök í byrjun að hengja okk-
ur rétt einu sinni í trosnaðan pilsfaldinn á ESB, sem
er alkunn, óþörf og ónýt árátta embættiskerfisins.
En það var þó einungis spurning um nokkurra mán-
aða tafir á upphafi nýs öryggis. Það klaufaspark er
nú að mestu að baki og er því frekar horft til þess, að
margt var skilmerkilega og lipurlega gert af þeim
sem héldu um framkvæmdina hér.
Við getum sameiginlega þakkað fyrir að þjóðin
komst að mestu hjá alvarlegum mistökum, sem sums
staðar annars staðar, á áþekku menningarsvæði,
kallaði á óþarfa hörmungar hjá þjóðum sem áttu að
hafa styrk til að komast hjá því.
Ekki þarf að árétta, þótt það sé gert, að hvert eitt
tilvik sem illa fór er einu of mikið. Þau eru sums
staðar talin í þúsundum eða meir.
En við vitum þó að fátt er óskeikult í henni veröld,
þótt bestu menn sem völ er á haldi um tauma. Þetta
er margsannað, hvort sem alheimsfarsótt geisar eða
mistök verða við meðhöndlun slysa eða sjúkdóma
eða í öðrum viðkvæmum efnum. Iðulega fara svo eft-
iráspekingar offari við áfelli og sakargiftir í krafti
þess sem þá fyrst liggur fyrir.
Fylgjum vísindunum. En hvert?
Hver forystumaður át upp eftir öðrum um að fylgja
yrði vísindunum í baráttu við hinn óþekkta óvin. Það
var óneitanlega þægilegasta leiðin fyrir menn sem
ella óttuðust að seint kæmu stjórnmálamenn út sem
sigurvegarar á veiru.
En þeir sem fara með lýðræðislegt vald verða þó
að hafa þrek til að fara varlega með slíka frasa til að
afsaka alla sína ábyrgð og koma sjálfum sér í skjól.
Þegar horft er eitt og hálft ár aftur í tímann vitum
við nú að þeir sem best vissu víða um heim eða máttu
vita best, voru býsna ófróðir um margt. Þegar „vís-
indamaður“ krefst aðgerða í skjóli stöðu sinnar er
hann iðulega að gera það til að passa sína eigin
áhættu. En það er ekki hans. Honum ber að upplýsa
þá, sem hina raunverulegu ábyrgð bera, um það sem
hann veit best, en hann má alls ekki draga undan að
á því stigi málsins viti hann næsta lítið og ágiskanir
hans því á veikum grunni reistar. En á móti er bent
á að séu fyrirmælin studd vaklandi vísindamönnum
fáist fjöldinn seint með í fórnirnar sem heimtaðar
eru.
Eldgömlu fötin keisarans
Anthony Fauci hefur um langt skeið verið sótt-
varnapáfi vestur í Bandaríkjunum. Stórfjölmiðlarnir
þar höfðu þá vinnureglu að allt sem illa gekk í bar-
áttunni við veiru vestra væri Trump að kenna, eins
og reyndar allt sem illa fór í veröldinni að þeirra
mati. Hitt, sem furðu vel fór, var Fauci vísindamanni
að þakka og það töldu fjölmiðlarnir hafa verið harla
mikið. Síðustu misserin hefur gagnrýni á Fauci farið
hratt vaxandi. Ganga má út frá því, að margt það
sem nú er beint að honum, sé ekki endilega fyllilega
sanngjarnt.
En viðbrögð sóttvarnakeisarans eru athyglisverð.
Hann segir beint út að allar árásir sem nú séu gerð-
ar á sig, séu í rauninni árásir á vísindin. Þegar gagn-
rýnendur benda á að megininntak gagnrýni á hann
felist í því að í ljós hafi komið að Fauci sjálfur hafi
snúist í endalausa hringi í kenningum sínum og leið-
beiningum frá einum mánuði til annars.
En þeir koma ekki að tómum kofa hjá Fauci. Hann
segir að vísindin hafi verið svo skammt á veg komin
að nýjar kenningar vísindamanna hefðu verið eins
ferskar og daglegt brauð. Hann fylgdi vísindunum
eftir af heilindum og hlaut að halda því striki þótt
þau snerust í ótal hringi.
Maður eins og Fauci getur augljóslega ekki tapað.
Hversu langt á að ganga?
Það hefur ekki verið nægjanlega hamrað á því, að
viðurkenning þar til bærra lands- eða alheimsstofn-
ana sem ákvarða öryggi einstakra bóluefna, var ekki
gerð í krafti þess, að á því augnabliki vissu yfirvöld
og vísindalegir ráðgjafar þeirra nægilega mikið til að
gefa það græna ljós sem heimurinn öskraði á.
Það var auðvitað alls ekki falið af þeirra hálfu að
yfirvöldin teldu, að það væri neyðin ein og ekkert
annað en hún, sem réttlætti niðurstöðu þeirra. Hún
var sú, að þrátt fyrir ónóga og ófullnægjandi athug-
un, sem átti rót í miklum tímaskorti, þá mætti, and-
spænis yfirþyrmandi ógninni, réttlæta að gefa bólu-
efnunum appelsínugult ljós, og láta það í þessu
einstæða tilviki gilda sem grænt.
Það er á þessu augnabliki því alls ekki hægt að úti-
loka að á daginn komi að áhættan af því að láta app-
elsínugult ljós gilda sem grænt, muni síðar reynast
meiri en veðjað var á.
Ekki spurning um neyð
Af þeim ástæðum gæti verið nokkur ástæða til að
bólusetja ekki börn og unglinga fyrr en rannsóknir
bóluefnanna hafa náð mun lengra. Enda verður að
muna að almenna „neyðarákvörðunin“ gildir ekki
um þau. Það er viðurkennt að þessir tilteknu ungu
aldurshópar, sem ekki hafa persónubundna veiklaða
mótstöðu, ráða í langflestum tilvikum mjög auðveld-
lega við veiruna.
Við þurfum sem sagt að minna okkur ítrekað á að
heimildin á heimsvísu til að nýta helstu bóluefnin var
algjör neyðarheimild, sem var ákveðin undir miklum
þrýstingi. Það ætti því sennilega að leiða af sjálfu
sér, að sé ekki bólusetningarþörf fyrir hendi, sem
megi með réttu fella undir algjöra neyð, þá eigi ekki
að ýta um of á það, að börn og unglingar séu bólu-
sett, nema sérstakar og ríkar einstaklingsbundnar
ástæður þrýsti á það.
Því hika Bretar?
Fraser Nelson ritstjóri Spectator bendir á „að 96,6%
þeirra sem koma til baka til Bretalands úr ferðum til
annarra landa komi ósýktir til baka. Það voru í upp-
hafi ríkulegar ástæður til þess að skella í harðan lás.
Veira með tapaða
stöðu og góðvinur
kvaddur
Reykjavíkurbréf25.06.21