Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Page 19
spurningarmerki við hversu fýsileg hönnun hans er kostnaðarlega fyrir fyrirtæki sem vilja spara sem mest. En ef hún skilar meiri afköstum gæti það verið þess virði. Þá getur verið að vaxandi heimavinna geri fyrirtækjum kleift að skapa fjölbreyttara vinnu- rými þar sem starfsmenn komi ekki allir til vinnu á sama tíma. Hvort sem farsældarvél Dewanes er lausnin fyrir fyrirtæki sem vilja að starfsmenn afkasti meiru og líði bet- ur í vinnunni eður ei, sýnir áhugi hóps vinnuveitenda á henni að þrátt fyrir að fleiri taki upp opin vinnurými séu margir sem vilja leita annarra lausna. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvað sé besta leiðin til að hanna vinnurými á þriðja áratug 21. ald- arinnar og þeim sem á eftir koma.5 Klefinn Hér er allt gert svo að starfsmaðurinn geti einbeitt sér að fullu að því verkefni sem blasir við. Hér fer mikilvægasta vinna starfsmannsins fram. Ljósmyndir/Unsplash 4 Bókasafnið Hér er skrá yfir öll verkefni sem unnin hafa verið innan fyrir- tækisins geymd. Starfsmenn koma hingað til að afla upplýsinga og undirbúa sig fyrir verkefnið sem fram undan er og unnið verður í næsta rými. Flestir þeir sem vinna við tölvu gera það í svokölluðum opnum rýmum sem gera fólki auðveldara að vinna saman og skiptast á hugmyndum en erfiðara að einbeita sér algjörlega að verkefnum sem krefjast mikillar einbeitingar. 27.6. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 STILLANLEG RÚM | HEILSURÚM OG -DÝNUR | GAFLAR | SÆNGUR | KODDAR | SVEFNSÓFAR | STÓLAR | SÆNGURFÖT, O.FL . ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR SUMARÚTSALA BETRA BAKS ER HAFIN – E KKI MISSA AF ÞESSU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.