Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.6. 2021 HLAUP 295 Vinnuvettlingar PU-Flex Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði frá 365 Glærir ruslapokar Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk 695 1.995 Strákústar á tannbursta verði Öflug stungu- skófla Garðverkfæri í miklu úrvali Fötur í miklu úrvali Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar hjólbörur með 100 kg burðargetu 999Barna- garðverk- færi frá 395 Ruslatínur frá 295 Laufhrífur frá999 Úðabrúsar í mörgum stærðum frá 995 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Garðslöngur í miklu úrvali Hrífur Greinaklippur frá 595 Burstar framan á borvél 3 stk. Mikið úrval af garðstömpum jafn súr í löppunum daginn eftir,“ segir Hlynur en það veldur því að hlauparar geta æft meira sem skilar sér í hraða. „Vanalega get ég ekki labbað eftir 10.000 metra en ég var fínn eftir hlaupið um daginn,“ segir Hlynur sem setti Íslandsmet í 10.000 metra hlaupi fyrir tveimur vik- um. Hlynur Andrésson reyndi við ól- ympíulágmark í maraþoni fyrir leikana í Tókýó í mars en þrátt fyrir glæsilegt Íslandsmet náði hann ekki lágmarki. Lágmarkið var sett mjög lágt fyrir þessa leika, var 2:11:30 nú en 2:19:00 fyrir leikana í Ríó. Átti staða á heimslista að tryggja fleirum sæti en mun fleiri hafi hlaupið undir lágmarkinu en gert var ráð fyrir. „Ég er viss um að ég hefði get- að hlaupið undir þessu lágmarki ef ég hefði lent í aðeins betri veðuraðstæðum,“ segir Hlynur. „En maður fær bara einn séns og það þarf allt að ganga upp.“ Hlynur býr yfir meiri reynslu í hálfmarþoni, lenti í 52. sæti á heimsmeistaramótinu í grein- inni. Það er hans sterkasta grein, í bili að minnsta kosti. Hlynur segir raunhæft að stefna á að hlaupa maraþon und- ir tveimur klukkutímum og tíu mínútum. „Núna er ég að reyna að bæta tímana mína í braut- arhlaupunum en svo langar mig að hlaupa maraþon í Valencia í desember og reyna þar við lág- mark fyrir heimsmeistaramótið í Oregon á næsta ári,“ segir Hlynur en lágmarkið er það sama fyrir HM og var fyrir Ól- ympíuleikana. Stóra markmið Hlyns eru þó Ólympíuleikarnir í París sem haldnir verða eftir þrjú ár. Hlynur ræddi það í hlaðvarps- þætti Snorra Björnssonar hve erfitt geti verið að ná endum saman sem afreksmaður í hlaup- um. Vinna þurfi oft meira en æskilegt getur talist miðað við það æfingaálag sem íþróttafólk er undir. „Ég ætlaði að skoða stöðuna ef ég myndi ekki ná lágmarki fyr- ir Ólympíuleikana því þetta hef- ur verið mjög erfitt fjárhagslega séð. En eftir þáttinn hafa nokkur fyrirtæki haft samband og boðist til að aðstoða mig fram að Ól- ympíuleikunum 2024. Það kom mörgum svolítið á óvart hve erf- ið staða íslensks afreks- íþróttafólks er. En það eru aðilar sem geta hjálpað okkur og það er frábært að fá aðstoð.“ Hlynur á fjöl- mörg Íslands- met í lang- hlaupum. Stefnir á París S jötta júní síðastliðinn hljóp Hol- lendingurinn Sifan Hassan 10.000 metra á 29 mínútum og 6,82 sekúndum og setti þar með heimsmet, bætti það gamla um næst- um 11 sekúndur og sinn besta árang- ur um tæpar 30 sekúndur. Tveimur dögum síðar, á sömu braut í Hengelo í Hollandi bætti Letesenbet Gidey frá Ethópíu metið um tæpar sjö sekúndur, hljóp á 29 mínútum og 1,03 sekúndum. Á tveim- ur sólarhringum hafði því met sem sett var á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og enginn komist nálægt síðan verið bætt tvisvar, samtals um 16 sekúndur. Gidey á nú metið í bæði 10.000 metra hlaupi og 5000 metra. Metið í 5000 metra hlaupi setti hún í október í fyrra þar sem hún hljóp á 14 mín- útum og 6,62 sekúndum og bætti 12 ára gamal met um fjóra og hálfa sek- úndu. Sama dag bætti Úgandamað- urinn Joshua Cheptegei 15 ára gam- alt heimsmet í 10.000 metra hlaupi en tveimur mánuðum áður hafði hann bætt ári eldra met í 5000 metra hlaupi. Þessi bylgja heimsmeta í löngum brautarhlaupum hefur vakið athygli og vísar til svipaðrar þróunar sem fór af stað í götuhlaupum fyrir um þrem- ur árum. Sú byrjaði með því að Ke- níumaðurinn Eliud Kipchoge bætti heimsmetið í maraþoni karla um 78 sekúndur í september 2018 er hann hljóp vegalengdina á tveimur klukku- stundum, einni mínútu og 39 sek- úndum. Var það stærsta bæting á metinu í meira en 50 ár. Ári seinna var það landa hans, Bri- gid Kosgei, sem bætti 16 ára gamalt heimsmet í maraþoni kvenna degi um heila 81 sekúndu. Svipaða sögu má segja af heimsmetum í hálfmaraþoni beggja kynja og 10 kílómetra hlaupi karla. Hlaupið á gormi? Helsta skýringin fyrir þessari þróun í götuhlaupunum er sú að ný tegund skópara frá Nike hafa gert hlaup- urum auðveldara fyrir að hlaupa hraðar. Skórnir, sem komu fyrst á sjónarsviðið árið 2016, voru búnir koltrefjaplötu og einkar þykkum mið- sóla svo þeir virkuðu eins og hálf- gerður gormur. Nike hélt áfram að þróa skónna og ekki leið að löngu þar til keppinautar fyrirtækisins fóru af stað með þróun sinna eigin skópara sem byggðu á tækninni. Í úttekt New York Times frá árinu 2018 sést greinilega að skór Nike, sem þá kölluðust Nike Zoom Va- porfly 4%, gáfu hlaupurum forskot á götunni. Fólk af svipaðri getu hljóp maraþon 3 til 4% hraðar í skónnum en sambærilegum skóm og meira en 1% hraðar en í næst hröðustu skón- um. Til að sporna við því að þróunin færi úr böndunum setti Alþjóða frjálsíþróttasambandið í upphafi árs 2020 skorður á hversu þykkur sólinn á skónum mætti vera. Þá er aðeins ein koltrefjaplata leyfð í skónum en talið var að Nike væri að þróa skó með þremur plötum. Þá má ekki nota skó nema þeir hafi verið í boði fyrir almenning í að minnsta kosti fjóra mánuði. Nú hafa gaddaskór sem byggja á svipaðri tækni skotið upp kollinum, bæði frá Nike og öðrum framleið- endum. Heimsmetin nefnd í upphafi voru sett í þessum skóm og vilja ein- hverjir meina þeir eigi stóran þátt í heimsmetaflóðinu. Settar voru skorð- ur á þykkt sóla skónna nýlega en það virðist ekki hafa stöðvað þróunina. Hraðari endurheimt Hlynur Andrésson, margfaldur ís- landsmethafi í langhlaupum, bæði á götu og braut, segir ljóst að skórnir hjálpi hlaupurum. „Það sem skórnir gefa manni aðallega er að ef þú ert að taka erfiðar æfingar nærðu end- urheimt miklu hraðar. Þú ert ekki Hlynur segir að þessi nýja tegund gaddaskóa hafi ekki jafn mikið að segja og götuskórnir. Strangari reglna sé því ekki þörf þar. „Þeir hefðu átt að grípa inn í með götu- hlaupin þar sem allir eru að hlaupa töluvert hraðar þar en með braut- arhlaupin held ég að þetta sé allt í lagi.“ Þá segir hann að hlaupararnir sjálfir hafi meira að segja en gadda- skórnir nýju. „Þessar tvær sem settu met í 10.000 metrum eru báðar með þeim hæfileikaríkustu sem komið hafa fram í hlaupum kvenna,“ segir Hlynur og bendir á að Hassan var einni og hálfri mínútu á undan næsta keppenda þegar hún setti sitt met. „Ef þetta væru bara skórnir væru all- ir að hlaupa svona hratt.“ Hann segir þó marga hlaupara eiga möguleika á því að setja met á Ólympíuleikunum í Tókýó. „Við gæt- um séð þónokkur met falla.“ Hlynur hefur sett hvert Íslands- metið á fætur öðru undanfarin miss- eri, þar af í bæði 3000 og 10.000 metra brautarhlaupum. Hann stórbætti svo met Kára Steins Karlssonar í mara- þoni í Dresden í Þýskalandi í mars við nokkuð slæmar aðstæður, hljóp á 2 klukkustundum, 13 mínútum og 37 sekúndum. Spurður hvort skórnir hafi haft eitthvað að segja þarna. „Í götu- hlaupunum alveg klárlega en ég veit ekki hvort þetta hjálpi mér á braut- inni varðandi hraða. En þetta hefur hjálpað mér með end- urheimt og ég hef því náð að æfa meira.“ Með þeim hæfi- leikaríkustu Bylgja heimsmeta í löngum brautarhlaupum virð- ist farin af stað og svipar til þróunar í götuhlaup- um fyrir um þremur árum. Einhverjir segja nýja skó bera ábyrgð en Hlynur Andrésson, okkar fremsti langhlaupari, gengur ekki svo langt. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is AFP Letesenbet Gidey setur heimsmet sitt í 5000 metra hlaupi í október í fyrra. Ljósmynd/ÍSÍ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.