Skólablaðið - 15.03.1978, Side 4
Jón Bjarnason, 5.-M, inspeotor platearum.
í>ú áttir stormasama ævi og
æsku, er ekki svo?
Það má sannarlega rétt vera,
foreldrar mínir kúguðu mig,
og orsökuðu um leið veiklun mína.
Veiklun?
Já, það er löng sorgarsaga, sem ekki rétt er_
að hryggja nemendur með í stuttu viðtali, ég fór
yfirum á próflestri hér um árið og einasta frið-
þæging mín nú er hinn yndislegi hljómur bjöll-,
unnar. fig hugðist hverfa frá námi - og hafði^þó
náð frábærum árangri í barna- og gagnfræðaskóla -
en sakir foreldra minna er ég hér enn, andleg
líðan mín er ekki upp á marga fiskana. Hið eina
sem heldur mér sæmilega rólegum er bjölluhljómur,
dásamlegur, unaðslegur bjölluhljómur ...
Já.' Hvað viltu segja að lokum, Jón minn?
Nemendur góðir: Það er ekki aö framagimi sem
ég fer í þetta framboð , aðeins af heilsufars-
ástæðum og að ráði hins ágæta geðlæknis Sigfúsar
Brekkan. Hjálþið mér: Bjargið geðheildu minni.'
Baldvin Einarsson, forseti Framtíðar.
Pourqoui??
Vegna þeirrar ánægju sem starf í
þágu nemenda veitir mér, einnig vil
ég koma í veg fyrir að stjórn Fram-
tíðarinnar komist i hendur óábyrgra
nemenda.
Hvað með starfsemi Framtíðarinnar i vetur?
Ég hef lítið út á starfsemina að setja. Fél-
agið hefur ekki látið sitt eftir liggja í sam-
bandi við að vekja áhuga nemenda á félagsstarf-
seminni í skólanum, ,félagið hefur verið umfangs-
mikið1 Jafnvel verið of umfangsmikið. Eg vil ekki
breyta miklu, heldur hlúa að.
Að lokum?
Nemandi góður. Ég býð fram nfidonskraft" minn
til virkjunar í þína þágu.
Guðmundur M. Stefánsson, 5--S, insp. platearum.
Eg býð mig fram í inspector platearum, þ.e.a.s.
það embætti sem gætir þess að hringt
sé á réttum tíma til kennslustundar
óg úr, rétt svo til að nemendum gefist
tækifæri til að endurnýja sina andlegu
krafta fyrir næstu kennslustund. S
Þannig má sjá að þessi embættismaður
er undir miklum þrýstingi stundvísinn-
ar, og er það bráðnauðsynlegt fyrir
"sálarheill" nemenda að þessi maður
sé alltaf "on time". Og nauðsynlegt
er einnig að að sá starfskraftur sé
þannig í stakk búinn að ná til bjöll-
unnar á sómasamlegan hátt. Ég er
búinn að mæla - og ég næ:: Jæja,
góðlr hálsar. Svo kemur rúsínan í pysluendanum.
Samkvæmt nýjustu ættartölu skagfirðinga hef ég
komist að þvi að af Pétri hringjara Guðbrands
biskups er ég kominn í beinan kaenlegg í 18. lið.
Þannig er ómur bjöllunnar beinlínis í blóðinu.
Sem sagt,
leyfið mér að koma til bjöllunnar
og bannið mér það eigi.
Arni Þ. Snævar, 5.-B,stjóm Framtíðar.
Hvers vegna?
Ég hef gífurlegan áhuga að starfa í stjórn
Framtíðarinnar og hef fylgst með starfi hennar í
vetur.Starfsemin hefur verið nokkuð góð en^mörgu
þarf að breyta.Stjórnin hefur látið sitja á
hakanum að virkja stærsta. árgang skólans eða öllu
heldur þriðja bekk.
Hefur þú einhverjar stórframkvæmdir í huga?
Ef menn vilja kalla hugmyndir^minar stórar,þá
það,en það helsta sem mér liggur á hjarta er að
virkja sem flesta nemendur og þá með öflugri
kynningu í þyrjun næsta skólaárs þannig að sem
flestir fái almennilega hugmynd um starfsemi
Framtíðarinnar.Vanda þarf alla dagskrá og
hafa hana sem fjölbreytilegasta.
Eitthvað að lokum?
Ég þykist hafa nokkra reynslu í störfum að
félagsmálum og er ákveðinn í að keyra þessar
hugmyndir mínar í gegn,það er að segja ef ég næ
kjöri.
Michael Clausen, 5--Y, inspector platearum.
Jæja Michael, hvemig stendur
nú á þvi að ...
Andartak.' Ég skal sjá um þetta
sjálfur: Astkæru nemendur. Þeir
hæfileikar sem inspector platearum
þarf að hafa eru fjölmargir. Þar
ber fyrst að nefna tón- og taktvísi
afburðagreind, árvekni, góðan limaburð og aðlað-
andi framkomu. Við erum fáir sem höfum þessa
eiginleika til að bera. Þess vegna hefi ég, vegna
f jölda áskorana vina, velvildarmanna ,og hennar
ömmu boðið mig fram embætti inspectors platearum.
Eins og nemendum er velflestum kunnugt þarf in-
spector platearum að hafa kynnt sér meðferð bjallnó
til að kunna réttu handtökin. Ég hefi setið við
fórskör fjölmargra íslenskra og erlendra hringjara
og numið þau himnesku fræði sem þarf til að hringjs
bjöllu á réttan hátt. Ég hefi gengið^um fjöl-
margar kirkjur og önnur guðshús, þar á meðal
Notre Dame kirkjuna, Frúarkirkjuna, Kópavogs-
kirkju og Péturskirkju i fylgd með ýmsum frægum
kringjurum. Þar má nefna Zongalsky, Bellsen,
SQuasimodo og Pirof McClaud.
Góðir skólafélagar, enginn í 5ta bekk er hæfur
til að hringjá bjöllunni af slíkri innlifun sem
mér er svo lagið. Þess vegna ættuð þið ekki að
vera í vafa hvern þið veljið.
Sveinn Yngvi Egilsson, 5.-M, Herranótt.
Það þarf væntanlega ekki að
spyrja hvers vegna þú býður þig
fram?
Nei.^ Fílefldur eftir stórkost-
legan árangur starfsins nú i vetur
sé ég enga ástæðu til að leggja
upp laupana. Að sönnu er þetta
allt saman ekkert nema þrotlaus
vinna og puð; ánægjan skilar áér
engu að síður ef húsið er á bjargi
reist og vel að verki staðið.
Eru þér huglægar einhverjar breytingar á
starfsemi Herranætur?
Sú braut sem mótuð var í vetur er mér að skapi.
Frjálsleg framúrstefna - þessi orð lýsa stefnunni
sem fylgja skal e.t.v. best; ekki byltingarkennd
en stöðug þróun, soldið absúrd, það er það sem
er og það sem koma skal, sífelld nýsköpun innan
ramma þeirra lögmála sem leikhúsið lýtur; þ.e.a.s.
- engra. Leikendurnir setja leiknum takmörk:
Sigrún Waage, 3--B, stjórn Framtíðarinnar.
Hvers vegna ert þú komin
i framboð?
Astæðan er gamalkunn,
fyrst og fremst sú að ég
hef mjög mikinn áhuga á^
félagsmálum, vil taka þátt
i þeim sjálf og stuðla að
því að sem flestir nemendur
skólans njóti þess sem á
boðstólum er í félagslifinu.
Hvemig finnst þér starf-
semi Framtiðarinnar í
vetur hafa gengið?
Yfirleitt þolanlega, vel hefur verið séð fyrir
flestum þörfum nemenda í sambandivið félagslífið,
þrátt fyrir örlitla misklíð sem skaut upp kollinum
um miðjan vetur.
Eru einhverjar breytingar sem þér liggja
hjarta nærri?
Pétur H. Armannsson, 4.-T. Myndlistardeild
Listafélagsins.
Hvað hyggstu gera?
Tilgangurinn með framboði mínu
í myndlistardeild Listafélagsins
er að eflingu sjónmennta innan
skólans, en með sjónmenntum á ég
við málara- og höggmyndalist hvers
konar, byggingarlist, 1jósmyndalist
og aðrar tegundir myndlistar. I
þessu sambandi mætti nefna fyrir-
lestra, samkeppnir eða sýningar, möguleg.'. í sam-
vinnu við aðra framhaldsskóla, að ógleymdu- Skóla-
blaðinu, sem er kjörinn vettvangur fyrir myndlist-
aráhugamenn innan skólans. Takmarkið er: Blómlegt
listalíf í Menntaskólanum í Reykjavík á komandi
vetri.
Margrét H. Einarsdóttir, 3.-C,
tónlistardeild Listafélagsins.
Og segðu nú eitthvað - svona rétt í endann.
Kveðjur til allra - með von um marga og góða
áhorfendur næsta ár.
Gauti Grétarsson, 4.-U, formaður FéJsgsheimilis-
nefndar.
Hún er einföld, þ.e.
einskær áhugi. Starfið er
í því fólgið að fylgjast
,með rekstri kakósölunnar,
greiðsla reikninga hennar^
og endurnýjun drykkjarítláta.
Kakósalan hefur^af nokkurra
ára þróun komist í það horf
sem hún er í nú bæði hvað ...
vjirðar verð pr. einingar, urval og gæði tegunda.
Ég vonast eftir atkvæðum sem flestra.
Hver er ástæðan?
Warum?
Helst vil ég láta fjölga beinum kappræðufundum
og þá jafnvel með frummælendum utan úr bæ, slíkt
getur gefist mjög vel eins og sást á fundinum um
herstöðvarmálið. Efni á málfundi mættu vera bein-
skeyttari, þá langar mig til að beita mér fyrir
veigameiri dagskrá á árshátið Framtíðarinnar og
gera hana þar með eftirminnilegri.
Finnst þér að félagar í Framtíðinni ættu að
kjósa í ritnefnd Skinfaxa?
Já, það er í alla staði lýðræðislegra, Skinfaxi
er orðinn svo stór þáttur i félagslífinu að mér
finnst sjálfsagt að kjósa menn í ritnefnd.
Að lokum vil ég geta þess að ég mun að sjálf-
sögðu starfa af öllum mínum kröftum, ef ég kemst
að, og reyna að bæta enn starfsemi Framtíðarinnar.
Ja, ég stunda tónlistarnám
og hef þarafleiðandi mikinn
áhuga á tónlist. Klassik og
popp er það ég held mest uppá
þó mér líki flestar tegundir
tónlistar.
Hvernig leist þér á starf
umræddrar nefndar i vetur?
Þau tónlistarkvöld sem hafa verið haldin í
vetur hafa tekist nokkuð vel en hitt er annað mál
að mér finnst vanta meiri áhuga hjá nemendum.
Mig langar til að stuðla að því að þeir nemendur
sem stunda tónlistarnám taki meiri þátt i þessu
öllu saman og flytji jafnvel sín verk á tónlistar-
kvöldum, mér er það hjartans mál að stuðla að
blómlegra tónlistarlífi í skólanum en nú er.
Og endahnúturinn?
Komist ég að verður engin feilnóta i fimmtu
symfóníunni....
I: Reyndu bara að vara ógeðslegur, þá meikar það
engann diff:
Þ: Ég meina, það hljóta að vera til takmörk:
I: Nei, þau eru ekki til, og ef þau eru til, þá
meika þau engann diff:
Þ: ö GUÐ MINN GÖÐUR, það eru ekki til nein takmörl
Kristján Gottskálk Hansen 4.-T,
formaður Félagsheimilisnefndar.
Því í ósköpunum?
Aðallega vegna áhuga á störfum
nefndarinnar og veikri von um að
geta selt rugbrauð á vegum hennar.
Hvernig verður rekstrinum háttað?
Eðlilega svipað og áður, þ.e.
reynt verður að veita nemendum
kjamafæðu á verði sem næst
kostnaðarverði. Stefnt verður
einnig að fjölbreyttum kosti.
Eitthvað ódauðlegt að lokum?
Kjósið réttan mann á réttan stað.
eit?hva§ herna 1 hárnið.
-Setjum auglýsingu.
-ökey.
Þið munið
Rakarastofuna
Klapparstíg.