Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 3
Blað þetta er um margt öðruvísi en önnur skólablöð. í þvi birtast að mestu greinar sem löngu er búið að leggja dóm á, utan nokkur viðtöl sem tekin voru nýverið. Nokkuð erfitt er þvi að skrifa ritdóm um það. Ég ákvað þó að reyna það. Vænlegast þótti mér að taka nokkrar greinar fyrir og leggja dóm á þær, einnig eru hér um þeer nokkrar vangaveltur. Bersýnilegt er að mikil, vinna hefur verið lögð í þetta afmælisblað og er allt greinaval gott, skemmtilegar og hnyttnar greinar. Skólar og uppeldi: ( 1. árg. ) Skemmtileg og einkar fræðileg grein um æðri skóla og tilgang menntunar og skóla almennt. Svo virðist sem sömu viðhorf hafi ríkt fyrir 50 árum og í dag. Það er greinilegt ef greinin Dux, sem rituð er 25 árum seinna, er athuguð. Mikill munur er þó á stíl og orðavali. Kvennfólkið í skólanum: ( 2. árg. ) Þetta eru sögulega merkilegar greinar og gefa okkur góða mjmd af afstöðu manna til kvennréttindamála og heimilisins árið 1927. Hún endurspeglar tvær and- stæðar skoðanir og á að mörgu leiti erindi til okkar enn í dag og ekki hvað sist á kvennaári. Um stúdentaf.jölgun: ( 5. árg. ) Greinin er Bersýnilega rituð af framsýnum^manni sem gerir sér ljósa grein fyrir vandamálum líðandi stundar. Andstæðnr í dag eru um margt aðrar en þá voru og hafa skoðanir and-menntunarsinnaðra manna þessara tíma við rök að styðjast en innihald greinarinnar stendur þó óhaggað: Nauðsyn menntunar fyrir sem flesta þjóðfélagsþegna. Þjóðin og trúin: (6. árg.) Grein þessa reit biskupinn yfir Islandi á námsárum sínum. Bersýni- legt er að sá góði maður hefur breyst úr heinum og hálf volgum nasista í kirkjunnar mann og mann þeirrar kirkju sem hann úthúðar sem mest í grein þessari. Greininni lýkur á þessum orðum: "Hjálpi oss Freyr og Njörður og Ass hinn almátki." Annar er nú hans almáttugur Guð og margis furða sig éf til vill á þvi, að slíkur maður skuli vera biskup yfir vorum hólma, en hann er maður og allir menn eru breiskari en aðrir. geta lært eitthvað af og tileinkað sér af henni Jíýtt viðhorf. Til skólasystra minna: (18. árg.) Grein þessa hefur Johannes Nordal skrifað og ber hún vofct um mikinn félagslegan^þroska höfundar.og á hann skilið lof fyrir hana. Skólasystur mínar, þið mættuð taka hana til greina og taka "virkan" þátt i öllu félags- lífi. Auðvald og Sósíalismi:(18. árg.) Þetta er kaldastnðsgrein og er vel skrifuð og rökviss. Sýnilegt þykir mér þó að höfundur hafi verið á Moskvulínunni eins og títt var um sósíalista á þessum tímum. • _ Það sem koma skal: (18. árg.) Grein þessa skrifaði nuverandi formaður á þjóðarskútunni Geir Hallgrimsson heildsali og braskari. Hún er bersýni- lega rituð í köldu stríði við sósialismann, en það stríð heldur Geir að ekki hafi verið til lykta Um spiritisma:( 8. árg.) Þetta er grein sem rituð er __a ^krepputimum og lýsir vel skoðunum þeirrarfáráðlinga sem halda að spíritisminn seðji hungur mannanna og leysi efnahagsmál þjóðanna. Lesi hver sem vill en lítinn lærdóm held ég að hægt sé að draga af henni. Ungherjar;68. árg.) Góður kommúnisti hefur skrifað þessa grein og eru skoðanir hans hertar af kreppunni. Skilmerkileg grein sem flestir ættu að leitt ennþá. Greinin er röklítil, samhengislaus og bamaleg. Hann gefur sér forsendur en dregur af þeim afstæðar ályktanir. Hann afneitar þeirri stað- reynd að kreppur séu afleiðing kapitalismans og telur að heimur batnandi fari. Það er allt í lagi að vera bjartsýnn, en hvemig stendur á þáiá því að kapitalisminn getur ekki afstýrt því að hann sigli þjóðarskútunni í strand og lýsi þjóðarbúið gjaldþrota ef í hart fer. Um listfræðslu: (24. árg.) Frekar yfirborðs- kennd grein en á þóerindi til okkar enn í dag. Mætti taka upp úr henni baráttumál sem frambjóðendur til forseta Listafélags M.R. gætu gert að sínum þegar sá dagur kemur að ekki sé sjálfkjörið í það embætti. Jólahugleiðing: (28. árg.) Grein þessi eftir Jökul Jak®þ>sson minnir um margt á rit húmanista sem sagt hálfgerð dýrkun á menningu fornaldar. Jökull afneitar kristi enum pólitiska afstöðu hans er lítið að segja. Liklega hefur hann þó verið sósíal- isti. Ég, faðir minn og fimmta rikið: ( 33. árg.) Frábær vísindaskáldsaga sem ég vona að allir hafi lesið. Hún hefur fyllilega átt þau verðlaun skilið sem hún hlaut 1958. Skólablaðið 1925-1965. Agrip: ( 40. árg. ) Fróðleg grein fyrir þá sem áhuga hafa á sögu blaðs- ins. Annars er þetta hálf þurr upptalning. Margt finnst þar þó skemmtilegt og meðal annars það að Gylfi Þ. Gíslason hafi fallið tvisvar í kosningum innan skólans og virðast þau örlög hafa fylgt þeim mæta manni samanber síðustu alþingiskosningar, þó ekki hafi þar verið um beint fall að ræða, bara mjög alvarlegt fylgishrun miðað við fyrri ár. Ami Björnsson: ( Viðtal 50. árg. ) Hann segir okkur frá afstöðu menntskælinga til þjóðmála' á miklum umbrotatímum, inngangan í NATO o.s.frv. Fróðlegt og skemmtilegt viðtal sem segir okkur frá mönnum og málefnum. Vel gert og vandað viðtal að öllu leiti. Jónas Kristjánsson ritstjóri: ( Viðtal 50. árg. ") Forvitnilegur dómur atvinnublaðamanns á amatörverki. Hvimleitt er þó hversu illa og van- hugsað er spurt. Sverrir Hólmarsson: ( Viðtal 50. árg. ) Merkilegt viðtal og froðlegt. Skemmtilegt af-r lestrar, spurningar góðar og hnitmiðaðar. Editor dicit: ( 50. árg. ) Skörungur hefur Inga Lára Baldvinsdóttir ávallt verið og er þassi grein hennar harðskeytt og beinskeytt eins og höf- undurinn. Greinin er keimlík mörgum greinum i þessU afmælisblaði, ekki er ég þó að segja að Inga steli nokkru heldur einungis að benda á hversu vandamálin séu lik áratug eftir áratug. Hér á undan hef ég einungis tekið þær greinar fyrir sem mér hafa þótt merkilegastar og fróðlegastar Margt góðra greina er í blaðinu og þá aðallega þærgreinar sem fjalla um félagsmal M.R. allt frá ^0.áratugnum. JVandamálin eru þau sömu, félagsleg-' ur doði og algert áhugaleysi. Margar greinarnar fjalla um kvenréttindabaráttu. og eiga þær allar erindi til okkar enn í dag. Gaman er að bera saman skoðanimar sem þa'voru ríkjandi og þær sem ríkja núna. Þær hafa ekkert breytst en hvað hefur unnist Verðugt umhugsunarefni á kvennaári. Greinar þær sem ritaðar eru rétt fyrir, um og rétt eftir kreppu eru einkar fróðlegar pg spegla þær vanalega ástandyþað^sem rikir í þjóðfélaginu á hverjum tima. Margt ijóða er í blaðinu og eru þau vandlega valin. Mikill munur er á þeim og því sem sumir kalla ljóð'í dag og lá.ta birta eftir sig í Skólablaðlnu. Nðg um efnið. Uppsetning blaðsins er yfirhöfuð smekkleg og snyrtileg. Nokkuð vill það þó brenna við að velritunarkunnáttu sé ábótavant. en það er ekki stórvægilegt. Ritnefnd á skilið hrós fyrir að hafa gert svo gott blað úr garði sem raun ber vitni. Reykjavík 8. apríl 1975. Magnús Norðdahl 5.-Y. Fékkst þú þér TROPICAI ■ í morgun? SÓLHF 26300 Skólablað M.R. 5.tbl.50.árg. Ritstjóri: Inga Lára Baldvinsdóttir Ritnefnd: Trausti Einarsson, Jón Bragi, Halli, Gunni Kv., Gunni Kr.,& Sigurður Sigurðarson hver sem það nú er. Vélritun: ðlöf, Inga Lára, Gunni Kv., Trausti, Öskar Einarsson. Uppsetning: Inga Lára, Trausti, Siggi H., Jón Finnbjörns., Kristján Hjalta, Öla & Gummi Þórodds. Abyrgð: Héðinn Jónsson. BÆÐÁ FLDTT VI Rektor, kennarar og önnur skólasystkin. Nú er síðasta skóladegi okkar ö.bekkinga að ljúka. Mörg okkar hafa beðið þessa dags með eftir- væntingu og óþreyju en önnur með kvíða. Þessi dag-- ur er tákn þess að brátt sé markmiðinu með veru okkar hér í skólanum náð, nú er aðeins lokasprett- urinn eftir. Þegar ég lít til baka, þá finnst mér svo ótrúlega stutt síðan ég var í 3.bekk og dim- ission var óralangt framundan. Og nú fyllist ég söknuði af því að vera að hverfa héðan, eiga ekki eftir að sitja í fleiri tímum, misskemmtilegum að vísu en oftast hefur verið líf í kringum mann, kát- ina og gáski. Stundum full mikið af því góða og hafa sumir þá haft orð á því að hér í skóla vantaði tilfinnanlega leikherbergi með tilheyrandi útbúnaði og rammlega gerðu til þess að það þyldi sem mest áföllin. Hér innan veggja þessa hef ég kynnst fjölda fólks, eignast góða vini og kunningja, en nú tvístrast stór hluti þessa hóps. Mörg okkar eigum aðeins eftir að hittast endrum og eins á næstu árum en ekki daglega eins og síðustu ár. Nú í vetur hefur verið haldið uppi félags- starfi með svipuðu móti og undanfarin ár. Ahuginn fyrir því er mismikill milli ára^líkt_og^árgangar og bekkir eru misjafnir, felagslifið á ser smar hæðir og lægðir svipað og veðrið. Margir hafa haft orð á því að nú tvö síðustu árin hafi félagslífið verið í öldudal, en þeir hafa ekki verið sammála um hver orsökin væri. Avallt er nærtæast að kenna em— bættismönnum um það sem betur mátti fara og það sem ekki var gert, en tiltölulega fair leggja eitthvað af mörkum til þess að félagslífið blómgist. Oft vill það verða þannig að þeir sem mest leggja á sig hæði hvað tíma og erfiði snertir fá miklar skammir og lítið fer fyrir þakklæti, því að geri maður eitthvað vel er hann aðeins að gera skyldu sína. Ekki ætla ég að halda þvf fram að það væri eitthvað betra að fólk væri yfirfullt af þakklæti um leið og það sæi einhvern ljósan punkt í starfi embættismanns. Stöðug gagnrýni er félagslífinu nauðsynleg. Félagslífinu mætti likja við íþróttalið, þar sem embættismennir- inir eru þjálfarinn og aðrir skipuleggjendur utan vallar en hinn almenni .nemandi er leikmaðurinn sem keppir. Það liggur í augum uppi að til þess að lið- ið geti náð góðum árangri þurfa alUr aðilar að leggja sig fram til hins ýtrasta. Það er ekki nóg að hafa góðan þjálfara ef lítill áKugi er hjá liðinu sjálfu til að ná árangri. Ef illa fer er erfitt að segja hver á mesta sökina, venjulega kennir hver öðrum um án þess að líta á eigin sök. Þetta held ég að þeir sem hafa áhuga fyr-ir að efla félagslífið ættu að hugleiða og þá ekki síst hinn almenni nemand: Arið 1975 er kvennaár eins og við vitum öll og finnst mér viðeigandi að minnast þess með nokkrum orðum . Lengst af var réttur kvenna til menntunar og skólagöngu algerlega fyrir borð borinn hér á Islandi jafnt og annars staðar í heiminum. Það var okki fyrr en laust fyrir síðustu aldamót að hagur þeirra fór að vænkast. Um það leyti fékk fyrsta konan inngöngu þennan skóla, en hann hafði þá starfað í um það bil ;hálfa öld. Við skólasetningu það ár mælti rektor:"Sú nýbreytni er nú orðin á að kona hefir sest í skólann. Við bjóðum hana allxr velkomna að ekkert illt hljót- ist af." Fyrsti íslenski kvenstúdentinn útskrifaðist árið 1910 eða fyrir 65 árum. Allt fram til síðustu ára hefur kvenfólk verið £ miklum minnihluta hér í skólanum. Sama hefur gilt um félagslifið, þær hafa haft sig lítið í frammi þar, a.m.k. miðað við fjölda þeirra í föstum embættum undanfarin ár. En nú hafa þær hafið mikla sókn og er furða þó að sumum hafi gengið erfiðlega að átta sig á þeirri þróun. 1 því sambandi er mér minnistætt eitt atvik sem gerðist fyrr í vetur. Ég var heima hjá mér og síminn hringdi einu sinni sem oftar. Ég svaraði, það var karlmaður og spurði hvort ekki væri einhver strákur'úr M.R. sem ætti heima þarna. Ég kvað nei við því, þá varð hann hálfvændræðalegur og spurði hvert númerið væri og^sagði ég honum það. Þá sagðist hann ekkert skilja í þessu sér hefði nefnilega verið sagt að hann gæti náð í inspector scholae í þessu númeri. Að endingu þakka ég rektor gott samstarf í vetur og ykkur öllum kennurum jafnt sem skólasyst- kinum fyrir ógleymanlegar samverustundir og góð viðkynni á liðnum árum. Megi ykkur farnast vel í framtíðinni. Sigrún Pálsdóttir. 3

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.