Skólablaðið - 01.04.1975, Side 6
ATHDGASEID Ul HINIÝJD LÖG LISTAFÉLAGS MR
Á skólafundi þann 7.mars sl. voru í lög tekin ný
ákvæði um starfshætti listafélags þess sem starfandi
er hér í skóla. Féllu þar sjieð úr gildi lög þau sem
muhu hafa fylgt því frá upphafi vega. Þau voru löngu
orðin úrelt og þvi kominn tími til að ný væru sett.
En nú tókst svcb slysalega til að lagasmíðin lenti
i höndum fólks sem augsýnilega hefur afar óljósar
hugmyndir um hvernig testa megi úr vandkvæðum Lista-
félagsins. Eigi að glæða áhuga nemenda á starfi þess
með breytingum á starfsgrundvelli þess dugar ekkert
kák. Helzt þyrfti að umbylta honum til að sigra þá
óvini sem stundatafla skólans og húsnæðismál hans
eru og gera ráð fyrir auknu samstarfi við nemendur
annarra skóla. Lýðræði skyldi eflt, en dregið úr
völdum þeirra sem æðstu embættin skipa. I fljótu
bragði virðist það líka hafa verið gert með þessari
lagasetningu..En við nánari athugun kemur allt annað
1 ljós.
Niðurfelling ákvæða um útnefningu deildarformanna
og aðalstjórn er svo sjálfsögð að ekki tekur því að
ræða hana nánar. öðru máli gegnir um útþurrkun leik-
listardeildar. Enda'þótt henni hafi um nokkurt skeið
verið sýndur lítill áhugi-orsökin ser sú að hún lenti
í höndum duglítilla embættismanna og bókmenntadeild
lagði undir sig kynningar á leikbólmenntum - er alls
ekki sjálfsagt, að hana mætti ekki lífga við. Lög-
vitringar áttuðu sig ekki á því, að bólmenntir og
leiklist eru tvær gerólíkar listgreinar, eða finnst
þeim e.t.v. eðlilegt að láta bókmenntadeild um
kennslu í látbragðsleik? I mesta lagi hefði átt
að sameina deildirnar í bókmennta- og leiklistar-
deild, eða láta deildina bíða nýrrar vakningar
auða. Glapræði var að kippa henni burt og eitt
dæmi þeirrar fádæma hroðvirkni, sem bálkurinn er
gerður af.
Til að bregða sýndarblæ lýðræðis yfir smið-
ina er felld inn svohljóðandi klausa: "Öllum
nemendur skólans skal heimilt að starfa við hlið
stjórnanna, og skulu þær halda opna fundi
reglulega". Eg hygg, að þetta sé í fyrsta sinn,
sem nokkrum dettur i hug að tryggja þurfi með
lagaboði, að þær fáu hræður, sem sinna starfi
Listafélagsins, fái að leggja eitthvað af
mörkum til þess. Listafélagið hefur ætíð
staðið.. öllum oþið, enda segir i lögum þess,
að allir innritaðir menendur M.R. teljist félagar
í því. Hingað til hefur verið algengara að
deildastjórnirnar væru hálfsetnar, stundum af
letingjum. Akvæði þetta kemur auk þess all-
anakannalega fyrir sjónir eftir að hafa ný-
verið fengið í hendur plagg frá bókmenntadeild,
þar sem vælt er yfir lélegri þátttöku í les-
hring hennar. Þeir búast kannski við, að það
fólk, sem ekki sýnir sig á kynningunum sjálfum,
láti fremur sjá sig á fundum, þar sem tilhögun
starfsins er ákveðin. Ætli megi ekki kallast
gott, ef embættismennirnir dragnast þangað sjálfir.
Þetta er ekki þó það fáránlegasta. Því að hverjir
taka svo allar ákvarðanir? Væntanlega meirhluti
fundargesta? Þvi fer víðs fjarri. Eftir sem
áður eru öll völd i höndum deildarstjóranna
þriggja og i rauninni þeirra mál, hvort þeir gefa
tillögum fólks nokkurn gaum. Þessi grein er því
gjörsamlega út í bláínn, mun aldrei verða fram-
kvæmd og gæti engu breytt um starfsemi Lista-
félagsins. Ágreiningur getur aðeins staðið um
mórölsk áhrif þess að setja lagagreinar, sem ekki
er kleift að framfylgja.
Á fundinum 7* marz reis óliklegasta fólk
úr sæti og lýsti hrifningu sinni af "opnuninni".
Það kemur t.d. töluvert á óvart, að ritstýra
Skólablaðsins skuli tilkynna hátíðlega, aö
framvegis ætli hún sér að taka virkan þátt i
starfi Listafélagsins. Því hvað hefur Inga Lára
Baldvinsdóttir afrekað í þágu þess þá þrjá
vetur, sem hún hefur setið í M.R. Ekki nokKurn
skapaðan hlut. Þau þrjú misseri, sem ég sat í
stjórn bókmenntadeildar, nætti hún á flestar
kynningar, en hún reyndi hvorki að gagnrýna
starf okkar opinskátt né koma með hugmyndir
til úrbóta. I eina skiptið, sem leitað var
eftir því af hálfu Listafélagsins að fá fasta
síðu í Skólablaðinu, reyndist hún full efagirni
á tilgang slíks fyrirtækis, og tókst að lokum
ásamt fv. ritstýru að móðga Rebekku Sverrisdóttur,
svo að hún hætti við allt aaman og þær stöllur
gátu óhindrað haldið áfram að útbía blaðið
í pólitískri þráhyggju sinni. Framlag hennar til
umræðukvölda okkar var einkum þegjandaháttur. Það
sem einna mest skemmti henni,var sú misklíð, sem i
fyrra vetur drap félagið í dróma, enda var hún
farin að smjatta á henni af alkunnri smekkvísi
á títtnefndum skólafundi. Og síðan situr þessi
litla stúlka við að skrifa langhunda í Skólablaðið
um skort skólasystkinanna á félagsþroska.
Vafalaust má að ýmsu finna á mínum ferli hjá
Listafélaginu. En Inga Lára er þess ekki umkomin
að setjast í dómarasæti yfir honum, því -
eins og hún orðaði það svo snilldarlega sjálf
í Editor dicit nýlega, þar sem hún m.a. fletti
bfan af græðgi ákveðinna fjölskyldna (Heyr.)
í æðstu embætti vor: "Engum dugar að gera enda-
lausar kröfur til annara, en vera sjálfur alltaf
stikk fri." Hitt hlýtur að vera misminni mitt,
að hún hafi til skamms tíma álitið, að skynsam-
legast væri að leggja Listafélagið niður sökum
almenns áhugaleysis. Þá væri hún nefnilega
farin að veifa skoðunum þveröfugum ivið þær,
sem hún lét áður uppi, og slíkan vindhanahátt-
eða tvöfeldni - leyfi ég mér ekki að bera upp á jafn-
fluggáfaða sómakonu. Eg get aðeins óskað ■
Listafélaginu til hamingju með þennan frábæra
starfskraft, sem nú fær loksins að njóta sín
fyrir ofríki spilltra emhættismanna og vonað
að óþrjótandi hugkvæmni hennar og bjargföst trú
á málstað félagsins, megi verða því til sömu
blessunar og verið hefur frá því hún tók að
heiðra oss með návist sinni.
Ég er búinn að eyða fullmiklu máli á "opnun"
félagsins sem er meiri kjánaskapur en alvarlegur
misbrestur. Þáð.'-er ákvæðið um fjárráð forseta
aftur á móti. Vitaskuld gilda sömu lögmál hér
innan veggja og'-í öllu þjóðfélaginu: þeir sem hafa
peningana hafa völdin. Með því að afhenda forseta
tékkheftið fyrir fullt og fast afsala deildarstjórn-
irnar sér hættulega miklum hluta áhrifa sinna. Nú
hefur forsetaembættið verið prýðilega skipað í vetur
og þvi engir árekstrar átt sér stað milli embættis-
manna. En svo hefur ekki alltaf verið, og kæmist í
stólinn persóna sem greindi á um veigamikil atriði
við deildarstjórnirnar væri henni í lófa lagið að
hunsa vilja þeirra. Við slíkar aðstæður gæti forseti
hæglega tekið sér hvern sem er fyrir gjaldkera-því
lögin skylda hann hvergi til að velja gjaldkera úr
hópi embættismanna-og farið síðan öllu sínu fram.
þá er hætt við að"opni fundurinn" kæmi að litlu
gagni,-nema væri til að semja vantraustsyfirlýsingu.
Þó að hér sé dregin upp allsvört mynd og í augum
ókunnugra e.t.v. ekki fullkomlega trúverðug skyldu
menn gæta þess að drættir hennar gætu birst í miklu
smærri sííl. Félagið er því orðið ólýðræðislegra en
nokkru sinni fyrr, en með gömlu lögunum var þó mögu-
legt að binda hendur forseta . I breytingartillögum
okkar Jóhanns G. Jóhannssonar fólst einnig að fjár-
málin færðust í hendur deildarstjóranna, en samkvæmt
þeim áttu þeir að kjósa gjaldkera ásamt forseta.
Þessu hafnaði skólafundur af vísdómi sínum. Gegn
þessari tilhögun eem myndi skapa miklu eðlilegri og
betii samvinnuskilyrði i félaginu sé ég engin rök,
og ég skora á einhvern hinna l4j sem átti þátt í að
koma ólögum þessum á ,að reyna að tína einhver slík
til hér í blaðinu.
Á lögum Listafélagsins er því tvískinnungur
gervilýðræðis og raunverulegs afturhalds. En hvar er
orsakanna að leita? Er hér fremur við skilningsskort
og óvandvirkni að sakast en óheiðarleika, nema hvort
tveggja sé. Rök flutningsmanna-og ég læt ekki segja
mér að þeir eigi hér einir hlut að máli-voru hlægi-
lega léttvæg þá sjaldan reynt var að tjalda þeim til,
Hvaða ástæða var t.d. að afnema sérkjörgengi sjötta-
bekkinga til forsetaembættisins? Þó að erfiðlega
hafi gengið að fá mann í það í haust gefur slíkt
ekkki tilefni til lagabreytingar, og auðvitað eru
þeir sem kynnst hafa starfinu í þrjá vetur miklu
betur undir það búnir að móta stefnu félagsins en
neðribekkingar-a.m.k. ef dæma má eftir frammistöðu
þeirra fjórðabekkinga sem fyllt hafa allar deildir
í vetur. ðneitanlega læðist að manni sá grunur að
hér sé að verki einhver hr.X sem ekki vill koma fram
í dagsljósi-ð en hyggst fljótlega rnunu hafa af hreyt-
ingunum. Kannski einhven úr )5.eða 4.bekk langi svo
í þetta embætti að hann megi ekki vera að því að b
bíða eftir að komast í ó.bekk? Og þá væri auðvitað
ekk verra að hafa tangarhald á fjárhirslum félagsins.
Séu þessar getgátur á rökum reistar, sem ég vona að
þær séu ekki, væri hér um,að ræða svívirðilegt til-
ræði við lýðræði þess vanburðuga félagslífs sem reynt
er að halda við í M.R.. Það eiga menn að geta hist
sem jafninjar og starfað í áátt og samlyndi að
eflingu áhugamála en.ekki keppast um hver verði
fyrstur upp embættisstigann. Það hafa nefnilega
ýmsir mætir menn hálsbrotið sig í þeim stiga.
Ég er nú samt sem áður nokkuð vongóður um að
eigingjarnar hvatir ráði ekki ferðinni í þessu til-
viki, og því hvet éghþá sem stóðu að lagabreytingw
unni til að endurskoða hana hið bráðasta. Listafél-
aginu verður að halda lifandi handa óbornum kynslóðum
nemenda og það verður ekki gert með því að setja
því ólög.
Jón Viðar Jónsson
SVAR
Það er alkunna að fátt gremst mönnum meira en að sjá
öðrum takast vel við verk sem þeir sjálfir hafa
klúðrað. Svo fer líka Jóni Viðari sem hafði hvorki
samstarfsvilja, samvinnugetu, félagsþroska né þá
skaphöfn sem þarf til félagsstarfs og því urðu
innanfélagsdeilur aðal starf Listafélagsins síðast
liðið ár. En nú í vetur hefur hópur ungs og áhuga-
sams fólks tekið forustuna í Listafélagsins og ekki
bólað á neinum deilum. Það er annað en gaman fyrir
Jón að horfa uppá þaðvÞví slettir hann úr klaufunum
og er mér ætlaður dágóður skammtur af þeim slettum.
^Um þær lagabreytingar sem samþykktar voru á
skólafundi hefur þegar verið rætt og er ég sannfærð
um að þær verða félaginu til góðs. Þess vegna sþuddi
ég þær.
Sú grein sem ákveður að forseti stjórni fjármálum
fer ákaflega í taugarnar á Jóni. en þó hefur sá
háttur verið hafður á undanfarin J.ár. Því var
aðeins verið að setja ákvæði um það sem þegar var
orðin hefð.
Eigi að tíunda öll störf sem unnin eru í þágu
íélagslífdins held ég að ekki hallist á mig. MÁ
ef til vill geta þess að það ár, sem Össur Skarp-
héðinsson var forseti sáum við Björn Brynjólfur
um flestar auglýsingar fyrir félagið. Og þau fáu
skifti sem ég var beðin um að lesa á bókmennta-
kynningu gerði ég það rneð ánægju og mun gera áfram
sé til mín leitað.
Hins vegar ráðlegg ég öllum að lesa grein Jóns
Viðars gaumgæfilega því þar er meira um þversagnir
og einstreninshátt í. en almennt er hjá ungu fólki.
Skyldi hann hafa fæðst gamall?
Eitt geta þó eflaust allir verið sammála-um eftir
lestur greinar Jóns Viðars. Maðurinn hefur ekki
verið nýttur sem skyldi. Hann hefði sem hægast
getað skrifað Quid Novi greinar.Og þá fyrst notið
sín og þá hefði ábyrgðarmaður blaðsins loksins
fengið eitthvað að gera.
Inga Lára Baldvinsdóttir.
6