Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1975, Side 10

Skólablaðið - 01.04.1975, Side 10
Hver dagur öðrum líkur. Að minnsta kosti fannst Sveinbirni ,, sáluga, Ölafssyni það. hinn 21. nóvember 197*1, daginn þann, sem olli þátta- skilum í alheimsferli hans. Ef hann hefði getað séð fyrir sér gang þessa fimmtudags, þá hefði hann líklega ekki tautað fyrir munni sér á leiðinni í skólann, þegar klukkuna skorti sextán mínútur í átta. "Hver dagur öðrum líkur". Sveinbjörn var kennari og hafði verið það i nítján ár og rúmlega það. Hann var sonur Ölafs nokkurs Ölafssonar, afdalahokrara í Skagafirði og Jónínu Jónsdóttur, konu hans. Bræður Sveinbjörns voru tveir, Haraldur, sem var nokkrum árum eldri og Ölafur Magnú, sem var nokkrum árum yngri. Har- aldur starfaði sem blaðamaður við reykvískt dag- blað. ölafur Magnús var sjómaður, en hálfgerður róni i landi. Samband yngri bræðranna og föður þeirra hafði verið mjög náið, en nú voru hjónin fyrir löngu látin, og hafði það orðið til þess, að Harladur að yngri bræðurnir tengdust traustari vináttu- böndum, en Harladur fjarlægðist þá því meir. Sveinbjörn komst á aðra skoðun, þegar á daginn leið. Þessi dagur var engum líkur. Draug- ar, vofur og afturgöngur var það eina sem virtist vekja áhuga fólks þennan daginn. J>að var alveg óvart, að talið leiddist út í þessa sálma. Hvað á spíritismi sameiginlegt með þýzkukennslu. ^Svo var farið að tala um sálnaflakk eða reisur sálar- innar úr líkamanum út um heima og geima. Svein- björn var þannig, að hann taldi ekki neitt eiga sér annað en sínar náttúrulegu skýringar. Því var það, að hann reiddist ákaflega þessu bulli um "þetta líf og hitt lífið". Andlegir timburmenn og ekkert annað var hans skoðun um þessa hluti. Ekki tók betra við, þegar inn í kennarastofu kom i kaffitímanum. Hver einasti maður virtist hafa þetta draugakjaftæði á heilanum, en það sem verra var, allir virtust vilja fá hans álit, og ef það samrýmdist ekki skoðunum spyrjandans, þá var farið að deila, þvarga um málið fram og aftur i lengri tíma. Það virtist enginn vera á hans máli i þessari deilu. Sveinbjörn var að vonum þreyttur, þegar hann kemur heim, kominn með hausverk eftir allar þessar umræður yfir daginn. Getur sálin yfirgefið likama eins manns og farið í annars eða , hvort dauðir menn yrðu gáfaðri hinum megin, jafnvel hvort dauðir menn fyndu til kynlegra fýsna. "Ja hérna, allt er nú til," hugsaði Sveinbjöm og andvarpaði. Guðrún, Kona Sveinbjörns, tók á móti honum og hjálpaði honum úr frakkanum. Teið var heitt, og honum elið betur. Eftir að hafa drukkið teið, hyggst hann elggja sig fram að kvöldmat. Sveinbirni finnst hann hafa sofið örskamma stund, er hann heyrir konu sina kalla á sig. "Símskeyti til þín," kallar hún. "Sveinbjöm, það er komið símskeyti til þín." Sveinbjörn þýtur upp úr rúminu. Það er ekki á hverjum degi, sem hann fær símskeyti. Skyndilega um leið og hann kemur að dyrunum, sortnar honum fyrir augum, og hann fellur máttvana niður. "Það er komið ræs", segir einhver. "Það er komið ræs, minn, ertu vaknaður. Yndisleg ilmandi kássa í kvöldmat, og ef þú ætlar að fá eitthvað, skaltu flýta þér afturí. Það er nóg að gera á dekki." Hann rís upp og lítur ruglaður i kringum sig. Hvar er hann staddur. Hann liggur i koju og kastast til og frá. Skip. Hann er um borð í skipi, skipi, sem veltur. Þarna inni, sem hann er, lyktar af fiski og gömlum tóbaksreyk. Köld tóbaksstybba, eins og í íbúð daginn eftir parti. Hann klifrar niður úr kojunni og lítur i kringum sig eftir fötum og skóm. Það er frekar óþrifalegt í kringum hann. Hann treður sér í buxnagarma, __ sem hanga á snaga við kojuna, og svo fer hann i bússur, sem hann sér. Hann fer út og mætir þá manni, sem kemur upp um einhvern stiga, sem liggur langt niður í kolsvart gimald. "Jja, öli minn", segir maðurinn, "hvernig hefur þú það? Hress auðvitað". Síðan hverfur maðurinn sér út um aðrar dyr. Hann skilur ekki, hvað um er að vera. "Öli", tautar hann, "ég heiti ekki öli". Hann horfir.á eftir manninum út um dyrnar. Fyrir utan dyrnar sér hann í hvítfyssandi öldur og þungbúinn himin. Hann gengur út og sér þar mann að vinnu. Fiskar, blóð, hnífar og sjór. "Djöfull ertu fölur, Öli Maggi", heyrist kall- að. Hann hrekkur við. "Þú ert kannski sjóveikur," segir önnur rödd, og svo heyrist hlátur fjölda manna. Hann litur til hliðar og sér nokkra menn horfa hlæjandi á hann. Hann svitnar, og honum^svimar, svo að hann grípur sér til stuðnings í vir, sem liggur strekktur rétt fyrir ofan borðstokkinn. Um leið stingur skipið sér í stóra öldu, og þegar skipið réttir sig, pusast ískaldur sjór yfir dekkuð, Hann sýpur hveljur, rennblautur, og þá heyrir hann rödd, sem öskrar á hann. "Slepptu, helvítis asninn þinn. /Etlarðu að drepa þig eða hvað?" Hann finnur, að slynk- ur kemur á vírinn, sem hann styður sig við, rétt eins og hann sé lifandi. Hann sleppir takinu. "Komdu þér i matinn, og vertu fljótur. Það er að koma "glas", og svo fer ég bráðum að hífa." Röddin virðist koma að ofan. Hann gengur ruglaður í þá átt, sem hinn mað- urinn hafði farið. Það heyrist hlátur að baki hans. Hann er hættur að bofcna í þessu öllu saman. Hvað er að gerast og hvers vegna er hann hér, og afhverju kalla allir hann nafni bróður hans. Þeir eru ekkert líkir útlits. Hann heyrir diskaglamur lengra aftur í gangn- um. Hann gengur á hljóðið. Um leið og hann gengur inn um dymar, sem hljóðið kemur, heyrir hann kallað. "Öli Maggi", segir einhver rödd, "varstu að synda." Svo heyrist önnur rödd segja: "ðsköp lítur þú illa út, ertu sjóveikur?" En nú er honum nóg boðið, og hann gríþur um höfuð sér og stynur og öskrar: "Hvað er um að vera hverjir eruð þið, ég heiti ekkert Öli Maggi, það er bróðir minn. Ég heiti Sveinbjöm. Hvers vegna er ég héma?" Það dettur allt í dúnalogn þama inni. Ekkert heyrist nema ekkastunur hans. "Maðurinn hlýtur að vera fullur einu sini enn," segir einhver. "Þú ættir að fara bara aftur framm í og leggja þig, góði minn", segir vinaleg rödd. "Þið skiljið ekki neitt," segir hann og er nú orðinn æstur, "ég heiti ekkert öli, það er bróðir minn. Eg heiti Sveinbjöm. Látið mig vera, helvítin ykkar," bætir hann við og rífur upp dyrnar og hendist út á dekk. Hann hleypur fram eftir, en er stoppaður af manni, sem kemur klifrandi niður stiga. "Heyrðu, öli minn," segir maðurinn mjög vin- gjarnlega, "það var að koma símskeyti til þin, ég held þú ættir að lesa það strax." Hann snarstoppar. "Síriiskeyti", tautar hann, það er ekki á hverjum degi, sem hann fær simskeyti. Hann les það, sem stendur á blaðinu, sem loft- skeytamaðurinn fær honum. "Ölafur Magnús Ölafsson" b/v Aflakló Ko 125 Kl. l8.2o. Kæri Ölafur. Sveinbjörn, bróðir þinn fékk þinn fékk hjartaáfall kl. 4.3o í dag. Hann lézt núna, klukkan sex án þess að komast til rænu á ný. Samúðarkveðjur, þín mágkona, Guðrún. í fjarlægð heyrir hann rödd, sem kemur ofan fra og segir "híf op". Hann finnur til svima og skrítnar hugsanir leita á hann. "Hvar er bróðir minn, ef ég er dauður?" "Ha," segir loftskeytamaðurinn. "Mér þykir leitt að heyra þetta, en þetta er leiðin okkar allra," bætir hann við svona í huggunarskyni. Hann riðar til og finnur til svima eins og svo oft áður þessar siðustu minútur. Hann grípur sér tþl stuðnings í vir þann, sem honum hafði fyrir nokkrum mínútum verið bannað að snerta. Hann heyrir ekki það, sem loftskeytamaðurinn segir. Hann heyrir heldur ekki röddina, sem segir fyrir ofan hann '■ Sláið úr", þessi tvö ör- lagaríku orð. Um leið og röddin sleppir þessum orðum kemur ofsalegur hnykkur á vírinn, sem hann heldur í, og allt verður svart fyrir hugskosjónum hans. Haraldur Ölafsson situr við kvöldverðar- borðið heima hjá sér þetta sama kvöld. Mynd af yngri bræðrum hans er á hillu við vegginn og svart- ur kross við hliðina. Utvarpið er opið, og þulur heyrist þylja fréttir. "....Það slys varð klukkan hálf sjö um borð í togaranum Aflakló Ko 125, sem er gamall siðu- togari, að skipverji lennti á milli togvira, þegar verið var að draga inn vörðuna. Hann mun hafa látizt samstundis. ^Nafn hans er ölafur Magnús Ölafsson, búsettur i Reykjavík. Hann var ókvæntur og bamlaus. ..." "Jja," segir Haraldur við konu sína. "Nú eru þeir aftur saman. Bara hálftími á milli þeirra." Sigurður Sigurðarson, 4-B. 10

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.