Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 11
pólitíslct 1J68. Leiðangur hrokans í myrkrinu með gyllta laufið, sem merkir stjömurnar, heim hinna liðnu. Og litli stjömufiíeðingurinn sér þar krossa. Og nálgunin í augunum er silfur sálarinnar. A brautum hugans eru draumar morgundagsins á gylltum keðjum efans, í leit að öðrum stjamkerfum. Hugrekki litla stjörnufræðingsins, sem talið hefur krossana, hefur Eleytt okkur áfram i blekkingu hrokans. Arin eftir... I kaffihúsið, þarsem æskan Xifði og leið hlæjandi gegnum bjarta daga, geng ég inn og hengi regnvotan frakkann á svartan snaga. Ég sest við glugga mót andvana götu, horfi út, og panta loks bjór. Þjónninn færir mér lélegt Whiskji' Hann er feitur, þumbalegur og sljór. Og viljinn bar vitni fyrir getunni. Þetta var meiðyrðamál hrokans, sem glatað hafði gyllta laufinu i myrkrinu. Og litli stjörnufræðinguiinn smíðaði stiga áleiðis til stjarnanna. Og vitundin starði í silfur sálarinnar, sem þyrlaðist upp í leifturárásum raunveruleikans. Og aftur gengu þeir inn. Búnir að raða kristöllum hugmyndanna á ný í kenningar, sem mótaðar voru af andstæðum. Ég drekk mig fullan og virði fyrir mér sokkin augu þjóta hjá. Hjá mér sest sjúskuð brosandi mella, ég er fullur, en vík henni frá. Lífvana lauf 1 ræsinu rása. Eg borga. Hirði frakkann og kveð. Við barinn situr drósin, og ég tek hana með. Gunnar B. Kvaran. Morgunsólin rís milli klofinna tuma og nýr dagur af nóttu vaknar. í nótt flaut óþekkt lík niður i ósinn, sem enginn saknar. I nótt flaut óþekkt lik niður i ósinn. Dropi í hafið... Þú ert dropi í víðáttumikið hafið. Sandkorn í eyðimörk tilgangsleysis. Atóm í atómi hvislaði hann að þér í kvöld, og hló. Þú vaknar að morgni dags í lífsins ímyndaða sólskini. Byggir múr umhverfis sjóndeildarhring þinn - gerir kaupsamning við guð. En á viðkvæmasta skeiði falls þíns, læðist hann yfir múrinn og hvíslar að þér: til hvers? Og þú þykist klókur, er þú bregður guði þinum á borðið - afkvæmi hræðslu þinnar - og segir djarfur: ég lifi til. að láta frels&st og öðlast himneska dvöl að eilífu - amen. Elnn kemur þá annar fer... Sólsetrið nálgast frelsi mitt, og í huga mínum vakna gleymdir draumar. Hann drepur taktvisst á dyr að kvöldi dags. Biddu fomi æskufélagi, gefðu mér stundarkom, eg vil fyrirgefa, elsk... Heimur 1 beyglun. - Nei, það er of seint núna - Yfir helspilltum heimi tæknialdar þusa vofur mengunar, spillingar og græðgi. Raddir skynseminnar mega sin lítils gagnvart valdi peninganna. Hann leggur kalda hönd sína á öxl mér og mótstöðulaus fylgi ég. Nóttin er skollin yfir kvöldið, og litlaus kyrrðin er alger. En aftur hlær hann og spyr: til hvers? Þú stendur á grafarbakkanum, og örvæntingarfullt varnaröskur tilveru þinnar bergmálar í tóminu: Af hverju ekki? í vöggugjöf fengum vtð horfna tíma... Fréttadálkar heimspressunnar fyllast stríðs- og ofbeldisfréttum. Heimur ört versnandi fer og okkur stendur á sama. Og er ég kem að landamærunum lít ég við og veifa í kveðjuskini en enginn svarar. Góða nótt dagur. Góðan daginn nótt. Vér skilum vandanum til næstu kynslóðar ásamt vöztum. Og hún skilar vandanum til næstu kynslóðar ásamt vöxtum. I Vesturbænum er keyrt yfir á rauðu ljósi i átt til fæðingarheimilisins. Og hún skilar vandanum til þar næstu kynslóðar ásamt vöxtum. Og hver græðir á þvi? já hver? Enginn nema fjandinn ef hann er þá til. Jón Bragi Gunnlaugsson. Við gengum eftir Austurstræti síðla eitt sumarkvöld, en sáum hvergi þá gleði og kæti, er Tómas reit um fyrir hálfri öld. Því hugsjónin er löngu dauð og grafin, í heilögu hjónabandi, við banka og alls kyns gervi auð, erum við flest í þessu landi. Orðið ungur þýðir nú helv. læti, og æskan og ástin hverfur sem annað. Að taka lagið niðri í Austurstræti er nú, stranglega bannað. Ég skrifa af eldmóði þetta ljóð (sem Snorri fyrrum Gylfaginning), og á hverju kvöldi af andans móð til guðs ég bið um fyrsta vinning. Guðmundur Karl Guðmundsson. 11

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.