Skólablaðið - 01.04.1975, Side 13
ffiMMENN
Það var í Búðum við Fáskrúðsfjörð seint á
arinu 1955» að Karen leit fyrst dagsins ljós.
Bernska hennar leið stórátakalaust, enda var sú
tíð þá þegar liðin, er Fransmenn lónuðu og stálu
rauðhærðum stúlkubörnum úr landi, þegar færi gafst.
Karen gekk í gegnum allt menntakerfi heima-
þorpsins, en stúderaði því næst í þrjá vetur
á Eiðum, menntasetri Austfirðinga. Þar nam hún
allt, sem nema má í Austfirðingafjórðungi, þ.e.
lauk við 5. bekk. Nú lá leiðin frá æskustöðvunum
suður til Reykjavíkur, en hér hugðist Karen
nema við Kennaraskóla Islands. Það gerði hún í
tvo daga, en gekk síðan á fund Guðna Guðmundssonar
og æskti inngöngu i Menntaskólann í Reykjavík.
Það var auðsótt mál.
Eg kynntist Karenu fyrst haustið 1973,
en þa'lentum við i sömu bekkjardeild, 5.-Z.
Þá hafði hún tvær langar rauðar fléttur, sem
hún hefur nú látið fjarlægja í tveimur áföngum.
Hvellur smitandi hlátur hennar, hraustlegt útlit
og hnyttin tilsvör vinna hug og hjörtu nemenda
og kennara. Ösjaldan leggur hún orð i belg og
kemur þá öllum í gott skap.
Hún mætir alltaf klukkan átta, ýmist hold-
vot eða alsnjóug,^eftir því hvernig viðrar, en
auðvitað gengur hún í skólann á hverjum morgni.
Það er 15 mínútna gangur; lo mínútna, ef tjörnin
er lögð. Dag einn var Karen venju fremur vot,
þegar hún kom í skólann. Við veltum því mörg
fyrir okkur hverju það sætti. Skýringin kom
strax. Það hafði reynzt ísnum á tjörninni
ofviða að halda henni uppi, svo að hún hrapaði oní
þennan líka sótdrulluga ískalda pytt. En Karen
væflaðist ekki heim hálfvælandi, heldur lét sem
ekkert hefði i skorizt og stundaði nám þennan
dag af sömu hörku og aðra daga.
Hispursleysi og óþvinguð framkoma Karenar
eru flestum kunn. Eg kann að segja af henni
tvær sögur, sem sanna, að tepruskapur og tildur
eru henni jafnfjarlæg og hómelíur fjandanum.
Haust '73; sunnudagur. Það var blíðskapar-
veður í Reykjavík. Góð- smá- og broddborgarar
fóru í göngutúr og önduðu með nefinu. Þeir
komu flestir við i ísbúðinni og keyptu^ís, því að
það tilheyrir slíkum göngutúrum. I tvílyftu
steinhúsi við Kvisthaga sat Karen í röndóttum
náttkjól. Hún var með skaddað viðbein eftir stór-
karlaleg átök við kynsystur sínar í blakbolta
og þurfti nú að hafa hægt um sig á meðan beinið
greri. Nú horfði hún löngunaraugum út að ís-
búðinni, þar sem borgararnir gengu um með sælu-
svip, smjattandi á Ijúffengu ísdeiginu. Karen
gat ekki s,kipt um klæðnað vegna meidda beinsins,
né heldur gat hún sent neinn fyrir sig í ís-^
búðina, þar sem hún var ein heima. En af því að
Karenu langaði í ís, þá fékk hún sér is. Hún
skokkaði léttfætt á röndóttum náttkjólnum, og með
hendina í fatla, út í sólina. Hégómasálir
glottu illgirnislega, er þeir börðu þetta
einhenta rauðhærða fyrirbrigði á náttkjólnum
augum. Isinn, þetta grautlina efni, stóð í smá-
borgurunum eins og fiskbein. Karen brosti
glaðlega, bauð góðan dag, og hélt svo heim á
leið með ísinn.
Hávetur 1974; fimmtudagur. Norðanstrekkingur
og eilítið frost.
Það var lokakvöld mælskunámskeiðs Framtíðar-
innar, og þátttakendur héldu misgóðar tæki-
færisræður, og gæddur sér á ýmiss konar góðgæti.
Karen kvað sína ræðu ekki eiga við, þar sem
hún færi hátíðarræða í orðsins fyllstu merkingu,
sem sagt sjómannadagsræða, og hana yrði að flytja
i réttu umhverfi. Talsverðar bollaleggingar
urðu um heppilegan stað, en Karen sættist^á
Austurstræti, af því að þar væri fleira fólk
en við höfnina. Eftir fundinn röltu allir niður
i Austurstræti með afganginn af veitingunum,
sem var gefinn vegfarendum. Við Reykjavikur-
apótek er tengikassi Landssímans, u.þ.b. metri
á hæð. Karen stökk upp á hann og hélt ærumandi
ræðu um sjómenn. Ræðan var ljóðræn og hvell
rödd Karenar yfirgnæfði norðanvindinn og. fyllti
Austurstrætið. Fjölmargir vegfarendur stöðvuðu,
störðu á Karenu og hlustuðu. "Hver er þetta,"
spurði fólkið. "Karen", var svarið og það
virtist fullnægjandi. Éinn hífaður sjóari
skildi ekki lofsönginn til sín og gekk leiðar
sinnar,^hristi hausinn, tautandi: "stjórnmál,
stjórnmál." 3o manns hlýddu á mál Karenar og
klöppuðu feikilega, bæði á hápunktum ræðunnar
og eftir hana.
Familía Karenar býr á Fáskrúðsfirði, og þar á
fCaren heima. Vitanlega kostar ógrynni fjár að
búa svo fjarri heimili sínu, en Karen stendur
straum af þeim kostnaði að mestu leyti sjálf.
Því ákvað hún í haust að fá sér vinnu til að auð-
velda sér að kljúfa fjárhagsmálin. Hún sá stöðu
senumanns i Iðnó auglýsta. Hún fór þegar-og bað um
vinnu. "Tja," sagði viðmælandi hennar. "Ég
veit ekki hvað segja skal, það hefur bara aldrei
verið kvenmaður i þessu starfi áður. Þetta er
talsvert erfitt, eða hefurðu unnið eitthvað í
líkingu við þetta áðurí" Karen svaraði: "1
sumar var ég kokkur á Hoffellinu. Við vorum á
trolli við Ingólfshöfða, en í fyrrasumar var ég
flokksstjóri í læejarvinnunni að Búðum á daginn,
en vann í byggingavinnu hjá hreppnum á kvöldin.
Þegar teejarvinnunni lauk, málaði ég Kaupfélagið
að utan, og síðan...." Hún var ráðin samstundis.
Afskipti Karenar af félagsmálum eru öllum
kunn. I fyrravetur var hún manna hressust í
stjórn Iþróttafélagsins hér í skóla, en i vetur
heldur hún lífi í 6tu bekkjarráði.
Karen er námsmaður góður og hverjum manni
áreiðanlegri og samvizkusamari. Um hana hefur þó^
aldrei verið sagt, og mun aldrei verða sagt, að hún
sé kúristi eða kennaralepja, þar sem hún er flestú
víðsýnhi og sprækari.
Megi hún alltaf þrífast.
Fjórum dægrum eftir Krossmessu á vori árið 1955
heyrðist ógurlegt öskur á bæ einum £ Borgarfirði,
nánar tiltekið að Mið-Fossum í Andakil. Urðu mýs,
sem voru þar að starfa sínum eins og venjulega, svo
ofboðslega hræddar að þær hurfu af vettvangi í einum
vetfangi og hafa aldrei sést þar síðan. Komu þessi
óhljóð úr hálsi drengs nokkurs, sem var að líta dag-
sins ljós í fyrsta sinni. Var stuttu seinna sullað
á hann lindarvatni og fékk hann nafnið Pétur. En
keffið gaf honum nafnnúmerið 7122-0672.
Öx hann brátt upp úr snarrótarpuntstráunum á
bæjarhólnum.á Mið-Possum. Lék hann sér ekki að hor
hornum, leggjum og skeljum eins og títt er með börn
á hans aldri. Gerðist hann baldinn og elti hænsfugla
föður síns, kleip hundinn i trýnið svo hann ýlfraði
og henti kettinum í bæjarlækinn. Var hann með alls
konar óknytti við vegfarendur, sem áttu leið um
Fékkst þú þér
TROPICANA
■ i morgun?
SÓLHF 26300
er hann við eina fjölina felldur. H^fur hann áhuga á
stjórmálum og skammar auðvaldshunda og hersjónvarps-
sinna miskunnarlaust á síðum Moggans. Hann skilgreinir
stöðu sína í íslenzkum stjórnmálum vel og skilmerki-
lega og betur en flestir aðrir stjórnmálamenn. Er hann
"frjálslyndur félagshyggjumaður í anda jafnaðar og
samvinnu". Gerðist hann þess vegna miðstjórnarmaður
Frjálslyndaflokksins, sem síðar dó. Eftir jarðarför
flokksins, sem lofsungin var fyrir stuttu við hátíð-
lega athöfn, tók Pétur þá ákvörðun að verða prestur
og hyggst næst jarða Samtök frjálslyndra og vinstri
manna og því næst Alþýðuflokkinn.
I útliti, yfirliti, tilliti, niðurliti, uppliti,
eftirliti, innliti, andliti og áliti er Pétur einna
virðulegasti menntaskólaneminn. Gengur hann úm í
rauðköflóttum jakka, sem stingur í augun og gefur
fornköppum vorum í íslendingasögunum ekkert eftir í
litadýrð, hvað snertir annan fatnað. En virðulegastur
er hann fyrir kollvikin sín, enda notar hann""sampoo
for bold hair" made in Coop fabrik ude paa landet.,
Verður hann trúlega snemma ráðsettur maður í þjóðlífi
Islendinga og skipar þar mikilvægan sess. Og bezt
væri fyrir hann að fá sér háttsetta stúlku 1 skólanum
Yrði það trúlega Ragnheiður Bragadóttir, þar sem hún
fetar upp stigann í inspeotor. Pétur héfur hann aflað
sér fjölda vina með glaðlyndi sínu og góðvilja, og
er hann vinur vina sinna.
Ef einhverjir eru hindurvitnatrúar, sem vilja kanna
þessa undirfurðulegu mannkind betur samkVæmt stjörnu-
spá, þá er hann í nautinu, mánaðarsteinn hans er
hlaðið á Mið-Fossum. Kvað svo rammt að þessu, að
fólk tók stóran sveig frá bænum. Og varð að lokum
að færa veginn burt frá bænum til þess að fólk gæti
óáreitt farið leiðar sinnar um sveitina án þess að
eiga á hættu að lenda í einhvers konar gildru á
hlaðinu eða forðast grjótkast stráksins. Sá faðir
hans, að við svo búið mátti ekki standa til lengdar,
ef næst ætti ekki að heimta varnargarð í kringum
landareign Mið-Fossa.
Brá hann búi, er sjrákur hafði tug og gerðist
grunnskólakennari á K eppjárnsreykjum í Reykholtsdal
Þó settist hann ekki áð á sjálfum staðnum, vegna
hræðslu um að hann fengi ekki að dvelja þar til lang-
frama, ef strákurinn yrði þar. Holaði hann sér niður - - - , . .
á bæ einum innan seilingar frá Kleppjárnsreykjum, sem smargaður og blóm manaðarins eru liljur vallarins.
heitir Hamrar. En ekki hafði strákur lengi verið í
skóla, þegar tekið var að nefna Kleppjárnsreykji Klepp,
vegna óláta hans þar. Helzt fékk hann útrás þar í fót-
knattleik í skólanum. Öð hann þá um túnskækilinn eins
og naut 1 flagi. Kunni hann sér ekki hóf í hita le'ik-
sins. Og lá þá oft við meiðingum. En mótherjum hans
vildi það til happs, að hann var ævinlega í Coop-
gúmmistígvélum, þannig að meiðingarnar urðu oft minni
en á horfðist í fyrstu.
Lá leið.hans síðan frá Kleppi að Héraðsskólanum í
Reykholti í landspróf. Þar var hann settur í herbergi
með járnbentum rúmum i. En þó var það eigi talið í-
búðarhæft veturinn eftir og hefur það staðið autt
síðan. Svo mikil voru kennimerki hans. á því.
Þaðan lá leið hans í höfuðstaðinn í M.R. Var hann
þá fullkomlega saklaus sveitapiltur;., þegar þangað kom,
þótt sitthvað hafi hann nú lært síðan. Hafði hann
hægt um sig fyrsta veturinn en næsta vetur tók að
bera meira á honum 1 félagslífinu. Varð hann þá Ráðs-
maður Dreifbýlisfélagsins og hefur gengt því embætti
síðan. Hefur hann ötullega stutt að málefnum þess,
ritað í flest skólablöð í D.B.F. síðuna og kynnt D.
B.F. á hverjum 3.bekkjarkynningarfundi, þannig að
sér hver ætti að vita, hver hann er og hefur hann
það fram yfir aðra framafóla-í félagslífinu. En ekki
13