Skólablaðið - 01.04.1975, Síða 15
Hvað er það, sem laðar nemendur að þáttöku í félagslífi?
Við erum jú hér til að stunda nám og það eitt ætti að
vera hverjum manni nægt verkefni. En þó er það svo að
árlega ver hópur fólks tíma sínum til félagsstarfs,
enda þótt það bitni á námi og aðaleinkunnin verði
drjúgum lægri en ella. Eitthvað hlýtur að liggja að baki
en hvað? Almenni nemandinn kallar það "framagirnd", og
nú er svo komið að hver sá sem tekur þátt í félagslífinu
Ifær þennan mjög svo neikvæða stimpil. En málið er víst
ekki svona einfalt. Þörf fólks á félagslegum samskiptum
er misjafnlega rík. Meðan við stundum nám í þessum skóla
er hann okkar litla þjóðfélag. Það er okkar að gera það
fjölbreytt, skemmtilegt og ánægjulegt eða ekki. Bregð-
umst við þeirri skyldu að gera okkar bezta til að svo
megi verða erum við lítils megnug þegar lengra er haldið
Það segir sig sjálft, að þeir, sem taka þátt'í félags-
lífi hafa að því mikið gagn og gaman, það eykur þboska
þeirra, skilhing þeirra á viðhorfum annarra og hæfni
þeirra til að samlaga ólík sjónarmið. Þar5 kynnist maður
fólki og viðhorfum þess og starfar, ekki einn og sér
heldur með hóp að ákveðnu-'verkefni. Hópvinna gefur fólki
meira vegna þess að það er hvort tveggja í senn veitandi
og þiggjandi. Því er eðlilegt að félagslífið grípi þá,
sem á annað borð gefa sig að því slíkum tökum, að fé-
lagslífsþátttakan verður brátt aðalstarf, en námið kvöð,
sem stunduð er af illri nauðsyn. Því öll skoðanaskipti
og hvers konar starf eru af mjög skornum skammti í hinni
almennu kennslu. Það er ekki unnið að góðum árangri
heildarinnar heldur einstaklingsins. Enda er hópur á-
meðál okkar, svokallaðir samvizkusamir nemendur, sem
er^slíkar afætur að það getur engum miðlað af sínu
starfi og mun aldrei vera til samvinnu fallið á neinum
vettvangi. Þetta fólk verður elífur þiggjandi í öllum
þjófélögum.
Eins og útgáfu blaðsins er nú háttað er starfið að
mestu fólgið í uppsetningu, leit að hothæfum myndum,
fyrirsagnagerð að ógleymdri vélritun. Þeir,sem fást við
gerð auglýsinga, myndabæklinga, bókagerðarmenn og prent-
listargerðarmenn læra þetta í mörg ár í fagskólum. En
við erum að bauka við þessa blaðaútgáfu án þess að hafa
lært svo mikið sem teikningu í þessum skóla. Hvað þá
neinu sem viðkemur formum, • upprö'ðun, -leturgerð eða öðru,
sem viðkemur sjónmennt. Og er það þó ríkur þáttur í dag-
legu lífi okkar allra.
Samstarfsmönnum mínum'í ritnefnd og utan, í skóla
og utan þakka ég o.g vona að þau eins og ég hafi haft
nokkra ánægju af. Oft hefur þetta verið þungur róður
og ekki alltaf jafn margir setið undir árum . En það
var þó vel þess virði. ÞVí vil ég að endingu óskamýrri
ritnefnd^velfarnaðar, að hún haldi hópinn' og vinni
saman, fai sem flesta til liðs við sig í jákvæðu starfi
að skólayfirvöld öðlist þann skilning og þroska, að þau
noti skólablaðið, sem virkt og lifandi kennslutæki.
Blaðinu sjálfu óska ég langra lífdaga og áhugasamra
s t'j ó rnenda,
Inga Lára Baldvinsdóttir.
LANCÖME
Snyrtivórur í se'rflokki frá
PARIS
Það er
nýja pillan
frá Nóa
sem eyku.r
áriægjuna
Flestir fá sér tvær
LEI
SZðCBD Ipif
\j wuö □
VIMNUEATABÚÐIW.
Laugavegi 76
Síml I5Í25
Hvefisgötu 26
sími 28550
8 70012-4
BLOMASTOFA FRIÐFINNS
Suðurlandsbraut 10. Sími 31099
SKREYTINGAR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI. — GJAFAVÖRUR I ÚRVALI.
15