Fiskifréttir - 06.01.1984, Blaðsíða 1
Eraytheon^12 sjómílna ratsjá
Jgpi - Dagsbirtu/sjónvarpsskjár - Stöðug mynd
m - Stærð 20 cm x 25.6 cm x 32 cm - 3 kw sendiorka - VERÐ AÐEINS RÚML. 60.000
ÉÉ ÍSMRR hf.
Borgartún 29, 105 Reykjavík símar: 29767 og 29744
TTIR
18. tbl. 2. árg. föstudagur 6. janúar 1984
fflunn
ÞÝSKU STÁLVÍRARNIR
af lager eða beint um borð
í skip í Þýskalandi.
Umboðs- og heildverslun.
Grandagarði 13. Símar: 21915 - 21030
Fyrirtæki í Nígeríu vill leigja 30 f iskiskip
„Verða gerð út til rækjuveiða“, segir
í bréf i fyrirtækisins tii Fiskifrétta
Milli jóla og nýárs barst Fiskifrétt-
um bréf frá fyrirtæki í Nígeríu, sem
óskar eftir því að taka togara á leigu
til rækjuveiða við Afríku. Segir í bréf-
inu, að fyrirtækið geti útvegað veiði-
heimildir við Nígeríu, Mauritaníu og
Miðbaugs Guineu.
Það er fyrirtækið O-A Enter-
prises (Nigeria) Limited, sem óskar
eftir því að taka togara á leigu.
í bréfinu til Fiskifrétta segir
meðal annars: „O-A Enterprises er
þekkt fyrirtæki í Nígeriu. Það er
viðskiptafyrirtæki og einn þáttur
rekstrarins snýst um fiskveiðar og
hefur svo verið síðustu fjögur árin.“
Framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, O.S. Ogundipe Alatise, segir
síðan í bréfinu: „Við erum að leita
að togurum/bátum 30 metrar og
lengri. Þetta þurfa að vera frysti-
skip. Til viðbótar þurfa skipin að
koma með nægilega mikið af vara-
hlutum og veiðarfærum fyrir leigu-
tímann. Leigutíminn er, ef af
verður, lágmark tvö ár og verður
endurnýjaður sjálfkrafa ef eig-
endur skipanna samþykkja. Við
höfum áhuga á að komast í sam-
band við 10 togara/bátaeigendur.
Hver þeirra þarf að ráða að
minnsta kosti þrem bátum/togur-
um. Skipin verða á rækjuveiðum og
er gert ráð fyrir að rækjan verði
flutt úr landi.
Við útvegum veiðiheimildir í lög-
sögum Mauritaníu, Nígeríu og
Miðbaugs Guineu.“
Eins og sjá má á þessu, þá er ekki
minnst á hugsanleg leigukjör í
bréfinu og ýmsa aðra þætti vantar.
Þá er ástand í Nígeríu óljóst um
þessar mundir.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem
erlend fyrirtæki leita fyrir sér með
leigu á skipum á íslandi, en lítið
hefur orðið úr slíku fram til þessa.
Hins vegar hafa Norðmenn gert
töluvert að því að undanförnu, að
leigja fiskiskip til Afríku, Asíu og
S-Ameríku.
Kambaröst landaði 30 tonnum
af meltu og 118 tonnum af f iski
„Meltubúnaðurinn hefur reynst
vel, það voru smábyrjunarörðug-
Japanir kaupa sjáv-
arafurðirfyrir 16
billjónir dollara á ári
Japanir kaupa að meðaltali sjáv-
arafurðir fyrir um 16 bilijónir doll-
ara á ári, en það er 1/4 hluti verð-
mætis allra sjávarafurða í heimin-
um. Sjálfir flytja Japanir inn sjáv-
arafurðir fyrir um 4 billjónir doll-
ara og til viðbótar veiða þeir um 10
milljónir tonna af fiski árlega að
verðmæti um 12 billjónir dollara og
eru Japanir mestu fiskiætur heims-
ins.
Á International Seafood
ráðstefnunni í Vínarborg sagði
Shunichi Ohkuchi stjórnar-
formaður Nippon Suisan Comp-
any að með sínar 110 milljónir
íbúa yrði Japan stærsti fisk-
markaður heims um ófyrirsjáan-
lega framtíð.
Að sögn Shunicki Ohkuchi þá
þýðir ekki að bjóða Japönum
hvaða fisk sem er. Fishing News
International hefur eftir honum,
að japanskir neytendur finni
almennt af hvaða svæði fiskur-
inn er veiddur, þeir fari einnig
eftir árstíðum, stærð fisksins og
síðast en ekki síst hvernig fiskur-
inn hefur verið meðhöndlaður
eftir að hann hefur verið veiddur.
leikar, en þeir eru úr sögunni.
Kambaröstin hefur þegar landað 30
tonnum af meltu,“ sagði Valdimar
Axelsson hjá Hraðfrystihúsi Stöðvar-
fjarðar þegar Fiskifréttir inntu hann
eftir þvi hvernig meltubúnaðurinn í
togaranum reyndist.
Meltubúnaðurinn var settur í
Kambaröstina hjá Slippstöðinni á
Akureyri og að mestu hannaður af
starfsmönnum fyrirtækisins.
Valdimar sagði, að eftir að
Kambaröst hefði fengið meltu-
búnaðinn, hefði togarinn farið þrjá
stutta túra fyrir áramót. í þessum
túrum hefði togarinn landað 118
tonnum af fiski og 30 tonnum af
meltu.
Gert er ráð fyrir að 1.50 kr. til
2.00 kr. fáist fyrir hvert kíló af
meltu og því er verðmæti þeirra
meltu, sem Kambaröst hefur lagt
á land nú þegar á bilinu 45 til 60
þúsund krónur.
Margar útgerðir munu nú huga
að því að setja meltubúnað um borð
í sín skip.
Portúgalir kaupa
12.000tonn af saltf iski
frá Bandaríkjunum
Bandaríkin reikna með að selja
18.000 tonn af þorski til Portúgals
á næsta ári, en viðræður þar að lút-
andi fóru fram í Seattle í lok októ-
ber síðastliðnum.
í samningi ríkjanna er gert ráð
fyrir, að Portúgalir fái að veiða
10.000 tonn af þorski í bandarískri
lögsögu og fyrir veiðiheimildirnar
ætla Portúgalir að kaupa 12.000
tonn af saltfiski frá Bandaríkj-
unum og 6.000 tonn af frystum
fiski.
FRÉTTIR
Auglýsingar
27006
Það getur oft verið erfítt að eiga við togvír.
Ljósm.: Loftur Ásgeirsson.
Akureyrin landaði 59 tonnum af
flókum og 20 tonnum af frystri grálúðu
„Allt gengur mjög vel um borð,“
segir Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri
„Þetta hefur allt snúist mjög vel og
virkað eins og það á að gera,“ sagði
Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri og
einn eigenda frystitogarans Akureyr-
i innar frá Akureyri.
Akureyrin er nú í sinni annari
veiðiferð. Á þriðja í jólum landaði
togarinn 59 tonnum af flökum og
20 tonnum af heilfrystri grálúðu á
Akureyri.
Þorsteinn sagði að fiskurinn
heíði verið seldur til Englands,
nema hvað á milli 5 og 6 tonn hefðu
farið á Bandaríkjamarkað. Sagði
hann, að fiskurinn hefði virst mjög
góður og allt hefði gengið hið besta
um borð í jómfrúarferðinni.
Þá sagði Þorsteinn, að þeir á
Akureyrinni væru nú að veiðum
undan Norðausturlandi. Hann
hefði nýlega lesið grein eftir kunn-
an skipstjóra, sem hefði haldið því
fram að við NA-land fengist aldrei
nema smáfiskur.
„Við erum búnir að vera á
þessum slóðum frá því að við kom-
um út milli jóla og nýárs, sagði Þor-
steinn. „Hér höfum við ekki fengið
annað en stóran fisk. Það er hend-
ing ef við fáum fisk undir 65 cm. og
mest af fiskinum er stærri. Fiskur-
inn sem við erum nú að fá er kom-
inn með hrogn og svil. Það fara að-
eins nokkrir fiskar í kassa og það er
þægilegt fyrir okkur að fylgjast
með stærð fisksins, þar sem við
vinnum aflann um borð sjálfir.“
Bergvík í klössun
Viðgerð á Slétta- hjá Slippstöðinni
nesinu lokið
Nú er lokið viðgerð á Slétta-
nesinu frá Þingeyri hjá Slippstöð-
inni. Aðalvél togarans bræddi úr
sér og við athugun kom í ljós, að
ástæðuna mátti rekja til þess að
skekkja var á milli gírs og aðal-
vélar. Þurfti að rétta gírinn og
var því verki lokið um áramót.
Jafnhliða því að gert var við
vélina og gírinn réttur af, fór
fram svokölluð ábyrgðarskoðun
á Sléttanesinu.
Bergvík togari Hraðfrystihúss
Keflavíkur er nú í klössun hjá
Slippstöðinni á Akureyri. Að
sögn Gunnars Ragnars forstjóra,
þá er reiknað með að viðgerð á
togaranum taki um það bil tvo
mánuði, en meðal annars eru
miklar skrokkviðgerðir á togar-
anum.
Um tíma leit út fyrir að ekkert
yrði af viðgerðinni á Bergvík á
Akureyri, þar sem illa gekk að
fá fyrirgreiðslu hjá bankastofn-
unum til verksins.