Fiskifréttir - 06.01.1984, Blaðsíða 3
föstudagur 6. janúar
3
Tvö Sambandsskip með fisk
fyrir meira en 130 milljónir
Tvö frystiskip Sambandsins Skafta-
fell og Jökulfell lestuðu á dögunum
og fluttu til Sovétríkjanna fisk að
verðmæti 130 milljónir króna.
Skaftafell fór til Murmansk ■
Sovétríkjunum, þar sem það losaði
1500 lestir af frystum fiski. Verðmæti
físksins var 2,3 milljónir dollara eða
jafnvirði rösklega 66 milljónum ísl.
króna.
Japanir byggja fiski-
rannsóknastöð í Sam-
einuðu furstadæmunum
J apanir eru nú að byggja fiskivís-
inda- og rannsóknarstöð í Sam-
einuðu arabísku furstadæmunum,
að sögn blaðsins World Fishing.
Áætlaður byggingarkostnaður
stöðvarinnar er um 6 milljónir doll-
ara, og þar mun arabískum sjó-
mönnum gefinn kostur á að læra
meðferð nútíma fiskiskipa og
veiðarfæra og ennfremur verður
lögð mikil áhersla á alla tækni-
kennslu af hálfu Japana.
Tværsölurerlendis
Tvö íslensk fiskiskip seldu afla
erlendis milli jóla og nýárs. Már SH
seldi 190,2 tonn í Þýskalandi dag-
ana 27. og 28. desember. Fyrir afl-
ann fengust kr. 2.924.101 og var
meðalverð á kíló kr. 15.37.
Helga RE seldi í Þýskalandi hinn
29. desember, alls 55 tonn fyrir kr.
1.349.374 og var meðalverð á kíló
kr. 24.50.
Alls flutti skipið 55.000 kassa af
freðfiski til Sovétríkjanna í þessari
ferð. Þar af voru 40.000 kassar frá
Reykjavík. Það er mesta magn af
freðfiski, sem skip Skipadeildar
Sambandsins hefur lestað í einu á
einni innlendri höfn hingað til.
15.000 kassar voru frá Þorláks-
höfn.
Milli jóla og nýárs lestaði Jökul-
fell álíka mikið af frystum fiski,
sem einnig fer til Murmansk og er
samanlagt verðmæti þessara
tveggja farma meira en 130 mill-
jónir króna.
Þetta eru fyrstu farmamir sem
fluttir eru til Sovétríkjanna sam-
kvæmt samningi, sem gerður var
við Sovétmenn í byrjun desember.
Þá samdist svo um, að Sovétmenn
keyptu héðan 23.000 lestir af fryst-
um fiski að verðmæti rösklega 33
milljónir dollara, eða meira en 930
milljónir ísl. króna. Þessi samn-
ingur er talinn með þeim hagstæð-
ari, sem gerðir hafa verið við Sovét-
menn á þessu sviði, auk þess sem
hann leysti mikinn birgðavanda
frystihúsanna. Samningsgerðina
önnuðust Sigurður Markússon,
framkvæmdastjóri Sjávarafurðar-
deildar Sambandsins, og Árni
Finnbjörnsson, framkvæmdastjóri
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna.
Af þeim 23.000 lestum af fiski,
sem fara til Sovétríkjanna sam-
kvæmt þessum samningi, eru
17.000 lestir ýmis konar fiskflök,
mest karfi eða 70 til 75%. Um 6.000
lestir eru heilfrystur fiskur, aðal-
lega grálúða og annar flatfiskur.
Erfið sjósókn frá Vest-
mannaeyjum í des.
Vestmannaeyjar 2. janúar.
Erfitt tíðarfar setti svip sinn á
jólamánuðinn að þessu sinni.
Nokkrir trollbátar reyndu við sjó-
sókn, en lítill sem enginn afli
fékkst.
Nokkrar togaralandanir voru í
desember og landaði Bergey 50
tonnum og Sindri 103 tonnum,
hinn 12. desember. Hinn 13. land-
aði Vestmannaey 69 tonnum.
Breki seldi 116 tonn í Þýskalandi
skömmu fyrir jól. Togarinn fór
beint til veiða á Austfjarðamiðum,
var þar í 3 sólarhringa og landaði
56 tonnum 27. desember.
Klakkur landaði 108 tonnum
hinn 15. desember og aftur 69 tonn-
um hinn 27. desember. Bergey
landaði 36 tonnum 21. desember.
Hjá Hraðfrystistöðinni í Vest-
mannaeyjum voru fryst 469,5 tonn
af síld að þessu sinni og þar voru
saltaðar rösklega 4.000 tunnur af
síld.
IG.
TCM Lyftari
Löng reynsla við
sjávarsíðuna
Til á lager rafmagns og
diesel lyftarar, með
eða án snúnings.
Handlyftarar
Notaðir diesellyftarar
TOOGURHF.
Bíldshöfða 16—Sími81530
SENN LIÐUR AÐ KOMU GIDEONS
Nú líður senn að því að Vest- smíðaðir í Gdansk í Póllandi og eru 32.7
mannaeyjabáturinn Gideon komi til metrar að lengd. Aðalvél bátanna er 840
landsins. Gideon er í eigu Samtog hf. í hestafla. Cegielski-Sulzer. Kaupin á
Vestmannaeyjum og á fyrirtækið von á Gideon og systurskipi hans eru meðal ann-
samskonar báti síðar í vetur. Bátarnir eru ars fjármögnuð með því að frystihúsin í
Eyjum leggja hluta af útflutningsverðmæti
til hliðar og er sú upphæð notuð til að fjár-
magna kaupin á skipunum.
Myndirnar voru teknar þegar Gideon
var hleypt af stokkunum
HvaÓ eefur
miðií
happdtætti
I SÍBS?
Hann gefur þér gott tækifæri til að hreppa
vinning allt upp í milljón — eða einn þeirra mörgu
sem eru lægri en munar þó um.
Og hver seldur miði á þátt í að gefa
3Úsundum betri tækifæri til að endurheimta
leilsu sína og þrek. Öllum ágóðanum er
varið til að byggja upp þá aðstöðu sem SÍBS
hefur skapað til endurhæfingar og starfa
við hæfi fólks sem hefur skert
starfsþrek.
Happdrætti SÍBS wi
hagur þinn og heildarinnar