Fiskifréttir - 06.01.1984, Blaðsíða 2
2
föstudagur 6. janúar
Menn frekar á móti kvótanum:
„Útgerðarkostnaður lækkar ekki“
„Margvíslegir erfiðleikar, en eitthvað varð að gera“
Nú hefur verið samþykkt að taka
upp kvótaskiptingu hjá fiskiskipa-
flotanum, en fyrirkomulagið verður
ekki tilkynnt fyrr en í febrúar og því
veit enginn um framkvæmd málsins
enn. Fiskifréttir höfðu samband við
nokkra skipstjóra og útgerðarmenn
og spurðu þá um álit á kvótafyrir-
komulagi. Eins og sést á viðtölunum
eru menn frekar á móti kvótanum en
með og sumir eru algjörlega andvígir
kvóta og telja að fara hefði mátt aðrar
leiðir, sem gefið hefðu betri árangur.
Eitthvað verður að gera
„Ég veit ekki hvað skal segja um
fyrirhugaða kvótaskiptingu. Það er
hins vegar ljóst, að eitthvað verður
að gera. Það er svo lítið til af þorski
í sjónum,“ sagði Siguijón Óskars-
son, skipstjóri á Þórunni Sveins-
dóttur frá Vestmannaeyjum.
„Hvernig framkvæmd kvótafyrir-
komulagsins verður, veit enginn
enn. Hins vegar á ég von á, að það
verði margvíslegir erfiðleikar í
byijun,“ sagði Siguijón ennfremur.
Hann sagði að þeir á Þórunni
myndu ekki halda til veiða fyrr en
um mánaðamót og svo væri um
flesta Eyjabáta. Menn hefðu ekki
átt von á að fá að heíja vertíð nú
strax og því væru menn að „skvera“
bátana af. Það væri slæmt hvernig
ávallt væri hringlað með hlutina,
eins og nú með byrjun vetrar-
vertíðar.
Kvótinn vekur upp
mikið vandamál
„Ég hef verið andvígur kvót-
anum frá byrjun og ég veit ekki
frekar en aðrir hver framkvæmd
hans verður. Það er hins vegar
ljóst, að kvótinn á eftir að vekja upp
mikið vandamál. Það hefði verið
betra að fara aðrar leiðir. - Jafnvel
hefði mátt flölga skrapdögum og
fjölga þeim dögum, sem skipin
hefðu þurft að liggja bundin við
bryggju," sagði Gísli Jón Her-
mannsson, framkvæmdastjóri
Ögurvíkur hf.
Enginn hagur af kvóta
„Hér við Djúp eru menn almennt
á móti kvóta. Við höfum reynt að
mótmæla fyrirhugaðri kvótaskipt-
ingu, því við sjáum engan hag í
kvóta fyrir útgerðarmenn og sjó-
menn,“ sagði Hermann Skúlason,
skipstjóri á togaranum Júlíusi
Geirmundssyni frá ísafirði.
„Það er verst að þurfa að fara að
vinna nú eftir einhveiju kerfi, sem
maður veit hvorki hvert verður né
hvort verður.
Menn hafa rætt um að með kvóta
muni gæði fisksins aukast. Það eru
engar horfur á því. Ef á að auka
gæði fisksins, þá verður verðbil á
milliflokka að vera mikið meira en
nú er. Ef verðbil verður aukið, eru
meiri horfur á að menn leggi sig
fram við að vanda til aflans og fara
í land með minna magn en ferskara
hráefni,“ sagði Hermann.
Betra að stoppa lengur
„Við höfum lagt til að í stað
kvótakerfis verði togarar og bátar
látnir stoppa lengur. Bæði má láta
skipin stoppa lengur í hvert skipti
eftir löndun og einnig má láta þau
stoppa yfir svartasta skammdegið,
þegar allra veðra er von og í raun
dýrast að ná í fiskinn.
Það er öfugþróun að stöðva skip-
in þegar veður eru best hér við
land. Ráðamenn hafa alltaf haft
það í hendi sér hversu mikið er
veitt við landið, því aldrei hefur
verið veitt meira en þeir hafa lagt
til. Við höfum þegar sent frá okkur
mótmæli vegna fyrirhugaðs kvóta,
en þau mótmæli hafa verið öfug-
túlkuð af vissum aðilum.
Það er hægt að draga rólega úr
þorskveiðunum og gefa öllum
jafnan möguleika til veiða. Með
kvótanum fá allir sama magn fljót-
lega. Þegar kvóti var settur á
loðnuflotann, var ansi mikill
munur á stærstu og minnstu skip-
unum, en nú fá stærstu skipin að
veiða sáralítið meira en þau
minnstu,“ sagði Hermann Skúla-
son að lokum.
Sífellt fleiri á móti
kvótanum
„Ég er algjörlega andvígur kvóta
og það verða sífellt fleiri á móti
honum. Margir þeir sem voru
hrifnir af kvótahugmyndum í upp-
hafi eru nú á móti. Kvóti bitnar
mest á þeim, sem gengið hefur vel
að fiska undanfarin ár, en kvótinn
bitnar líka illilega á þeim sem ein-
hverra hluta vegna hefur ekki
gengið nógu vel að fiska undan-
farin ár. Það verður að gefa öllum
jafna möguleika, því menn lifa ekki
alltaf á fornri frægð,“ sagði Þor-
steinn Vilhelmsson, skipstjóri á
frystitogaranum Akureyrinni,
þegar rætt var við hann.
Betra að stoppa í mánuð
kringum jól
„Það eru til þúsund betri leiðir til
að draga úr þorskveiðum en kvót-
inn,“ sagði Þorsteinn. „Það er hægt
að láta skipin stoppa meira. Það
mætti vel stoppa í heilan mánuð
kringum jól. Það segir kannski ein-
hver, að þá falli niður vinna í landi,
en það verður hreint ekki meiri
vinna í landi eftir að kvóti verður
kominn á. Þá verður fólk í landi
líka að taka sér frí eftir því hvað
fæst úr sjónum.
Með kvótafyrirkomulagi á út-
gerðarkostnaður frekar eftir að
hækka en lækka. Skipin verða send
út í tíma og ótíma til að ná í nokkur
tonn, sem þau eiga eftir af þessari
eða hinni tegundinni, allt til þess
að nóg verði að gera í landi,“ sagði
Þorsteinn ennfremur.
„í stað kvóta væri miklu nær að
láta skipin stoppa í skammdeginu.
Þá má láta þau stoppa í nokkra
daga kringum verslunarmanna-
helgi, kringum páska, hvítasunnu
og jafnvel oftar á árinu ef á þyrfti að
halda, því allt er betra en kvótinn,“
sagði Þorsteinn að lokum.
Ekki ósvipað því sem
verið hefur
„Þar sem enn hefur ekki verið
skýrt frá hvernig kvótafyrirkomu-
lagið verður, þá getur maður ósköp
lítið sagt um álit sitt á kvótanum.
Hins vegar held ég að fyrirkomu-
lagið verði ekki ósvipað því, sem
verið hefur,“ sagði Albert Stefáns-
son, skipstjóri á Ljósafelli frá Fá-
skrúðsfirði, þegar rætt var við
hann.
TIL SÖLU—TIL SÖLU
Viljum selja eftirtalin tæki:
1 stk. Hausingavél
1 stk. Fiskflutningsstigi
1 stk. Diesellyftari
2 stk. Gaslyftarar
2 stk. Rafmagnslyftarar
GLETTINGUR HF. ÞORLÁKSHÖFN
Símar 99-3757 og 3957
Þið nefnið það
ÍSL. HANDVERKSMANNAÞJÓNUSTAN
Framkvæmdadeild
Sími 23944, Mýrargötu 2
101 Reykjavík
Við gerum það
Línuvask
heldur
fiskireiðskapin
reinan
1. Tað gevur betur úrslit
2. Meira fisk
3. Línan varar longur
4. Tann keðiligi lukturin
minkar nógv
5. Línan og teymar
verða lin og livandi
6. Húkamir haldast
blankir
Rafeindaþjónustan
ÍSMÞJR hf.
Borgartún 29, 105 Reykjavík
símar: 29767 og 29744
SérhannaðarSfiOM^
vélar fyrir humarvinnslu
Þvottavélar fyrir slitinn
humar með eða án flokk-
unar.
Flokkunarvélar fyrir humar-
hala.
Garndráttarvélar fyrir
humar.
Flytjum inn:
Rækjuflokkunarvélar
margar stærðir.
Lausfrystitæki
margar stærðir.
Frystibúnað allskonar.
Athugið: Það er afgreiðslu-
frestur á öllum vélum og
tækjum í dag. Hafið sam-
band við okkur og gerið
pantanir í tíma.
STÁLVINNSLAN HF.
8IÍOA.VOOH /I - HÍMI S«750
z 1 IfiA oHim 'fliif'tiv M»A«N
viu urum iiuiiii
DIESEL ENGINES heimilisfang BARÓNSSTÍGUR 5 óbreytt M.A.N-B&W dísilvélar sf. DIESEL ENGINES
—zAlvha —ztílvha
PROPULSION SYSTEMS 3R0PULSI0N SYSTEMS