Fiskifréttir - 06.01.1984, Blaðsíða 6
6
föstudagur 6. janúar
NÝ BÓK UM FISKILEITARTÆKI
í október s.l. kom út bókin „Fish-
eries Sonar“ eftir R,B. Mitson. í frétt
frá útgáfufyrirtækinu, Fishing News
Book Ltd.. segir meðal annars um
bókina.
Víkingar til forna kunnu ráð til
að áætla dýpt á vatni. Þeir slóu ár
við borðstokkinn og hlustuðu eftir
bergmálinu. En það er einungis
nýlega sem nákvæm rafeinda-
tækni hefur orðið náma upplýsinga
- upplýsinga sem hægt er að nýta
til fulls ef þær eru rétt túlkaðar.
Þetta er ein ástæðan til þess að
bókin „Fisheries Sonar“ gæti orðið
ómetanleg bæði fyrir sjómenn og
vísindamenn, því hún fjallar um
alla þætti bergmáls og hljóðs eins
og þau hafa verið hagnýtt við fisk-
veiðar, en þó einkum um bættar
leiðir til túlkunar hljóðmerkja.
Höfundurinn, R.B. Mitson, er
vísindamaður hjá Rannsókna-
stofnun Fiskiðnaðarins, en hún
heyrir undir Landbúnaðar-, sjáv-
arútvegs-, og matvælaráðuneytið í
Lowestoft. Hann ætti að vera
manna færastur til að takast á við
þetta tiltekna efni, því hann hefur
unnið í mörg ár við rannsóknir þar
að lútandi og hagnýtingu þeirra.
Höfundur skrifar skýrt og skil-
merkilega um undirstöðuatriði
hljóðeðlisfræðinnar, um
grundvallaratriði hljóðkerfanna og
notkun þeirra. Hann leggur
áherslu á rétta túlkun upplýsinga,
því jafnvel þótt margir sjómenn
geti sagt um það útfrá bergmáls-
merkjum um hvaða tegund af fiski
er að ræða, þá er ekki enn hægt að
segja til um magnið með neinni vís-
indalegri vissu. Höfundur hefur
því skrifað sérstakan kafla á ein-
földu máli um megineinkenni
þeirra hljóðbylgja, sem fiskur
endurkastar, í þeirri trú að aukinn
skilningur á tengslunum milli
fisksins og hljóðmerkjanna geti
hjálpað sjómönnum að brúa þetta
bil.
Einn kafli bókarinnar fjallar um
notkun og takmarkanir þeirra
fiskileitartækja, sem byggja ó
bergmáls- og hljóðtækni, og annar
um lóðrétta hljóðgeisla. Þá gefur
höfundur skemmtilega innsýn inn
í möguleika framtíðarinnar er
hann segir frá annars konar geisl-
um, sem nú eru nær eingöngu not-
aðir við rannsóknir eða þá við mjög
sérstakar aðstæður.
í bókinni er lýst notkun tækja,
allt frá litlum ferðaleitartækjum,
sem nota má við veiðar í grunnu
ferskvatni, upp í djúpsjávar-
leitartæki, sem leitað geta niður ó
2500 metra dýpi. Þessu fylgir lýs-
ing á nýjustu aðferðum við að finna
fiskinn og áætla magn hans.
Myndir eru gjarnan notaðar til
skýringar.
Bókin er 228 bls. að stærð. í
henni er fjöldi línurita og myndir
eru 140 talsins, þar af 12 í lit.
íslenskt sjómanna
áLMAiál
lil#
Við bjóðuro aðains besta téan-
lega véia- og tœkjabúnað skipa.
' '’***- - VÉI-ASALAW h.
Kápa íslensks sjómanna almanaks 1984.
Fiskifélaa íslands:
íslenskt sjómanna
almanak komið
út í 59. sinn
íslenskt sjómannaalmanak er
nú komið út í 59. skiptið á vegum
Fiskifélags íslands.
í formála að almanakinu segir
Þorsteinn Gíslason Fiskimálastjóri
meðal annars. „Almanak það er nú
kemur út markar viss tímamót í út-
gáfu þess, því nú er mestur hluti
efnis tölvusettur í tölvu Fiskifélags-
ins og sent sf mleiðis til prentsmiðju
(Steindórsprent hf.), þar sem það er
offsettprentað. Stefnt er að því að
allt efni almanaksins verði tölvu-
sett í framtíðinni, enda skapar það
mikið hagræði því þannig er ávallt
hægt að setja inn og leiðrétta lög,
reglur, að ógleymdri skipaskrá, svo
og annað efni strax og breytingar
verða.“
SJÓMENN- ÚTGERÐARMENN!
EF KOMIÐ ER AÐ LANDI
Á SIGLUFIRÐI
BÍÐUR BILALEIGUBÍLL
Á BRYGGJUNNI.
MATTHÍAS, SÍMI: 71489
ÚTIBÚ inlerRent Á SIGLUFIRDI
ISLENSKAR VÖRUR
A ERLENDAN XARKAÐ
íslensk þjóð byggir lífsviðurværi sitt
á útflutningi. Ekki aðeins á afla
fiskiskipanna, heldur einnig á
útflutningi annars konar afla -
afrakstri verkmenningar alls
þjóðfélagsins - allt frá heimaprjón-
uðum lopapeysum til háþróaðs
stóriðjuvarnings.
Við hjá Eimskip vitum að ekkert svið
íslensks atvinnulífs er óháð
útflutningi. í áratugi höfum við lagt
okkur fram við að þjóna atvinnuveg-
unum sem best, með því að fylgjast
náið með framförum og tileinka
okkur jákvæðar nýjungar í
flutningum.
Nú flytur Eimskip íslenskan afla um
allan heim - niðursuðuvörur til
Sovétríkjanna, freðfisktil Bandaríkj-
anna, lopavörur til Evrópuhafna,
skreið til Nígeríu, stóriðjuafurðir til
Bretlands - og svona mætti lengi
telja. Sérþekking og reynsla
Eimskips í flutningum nýtist öllum
greinum íslensks atvinnulífs.
Flutningur er okkar f ag
EIMSKIP
Sími 27100