Þjálfi - 04.06.1932, Qupperneq 4

Þjálfi - 04.06.1932, Qupperneq 4
Þ J Á L F I t .................................IIIIIH.. Bólstruð | húsgögn best. | Búum til allar mögulegar gerð- ir af bólstruðum húsgögnum. | Erlingur Jönsson, Bankastræti 14. | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii Snndafrek. Danska sundkonan Else Jacobsen setur heirasmet í 200 m. bringusundi fyrir konur. Frakkinn Cartonnet setur nýtt heimsmet í 200 metra bringusundi. Þann 27. apríl s.l. synti Frakkinn Cartonnet í París 200 m. bringu- sund á 2 míri. 44.6 sek.. sem er 0.4 sek. undir heimsmeti Japanans Tsuruta, sem var 2 mín. 45 sek. Bandaríkjamaðurinn Spencer mun þó hafa syrit þessa vegalengd á 2 mín 44 sek., en þaÖ hefir ekki enn fengist viÖurkcnt sem heimsmet. Evrópu-metið átti Þ j óðver j inn Wittenberg, á 2 mín. 46.2 sek. — Cartonnet er ungur maÖur og hefir farið mjög rnikið fram síðan í fyrra, er hann kepti á meistara- móti Evrópu, en þá vann Finninn Reingoldt á ekki betri tíma én 2 mín. 54.2 sek. — Cartonnet synti nú fyrstu 50 metrana á 35.4 sek., too m. á 1.17 og 150 m. á 2 mín. 0.2 sek. (Sundlaugin var 33D m- á lengd). Frakkinn Taris setur nýtt heims- met í 500 metra sundi. Þann 23. apríl s.l. synti Frakk- inn Jcan Taris 500 metra (frjáls aðferð) á 6 mín. 1.2 sek., og er það 7.2 betri tími en heimsmet Svíans Arne. Borgs á ])essari vegalend, en met hans var 6 min. 8.4 sek. Var þetta met Borgs þó eitt af bestu sundmetunum. Danska sundkonan Else Jacob- scn hefir nýlega sett héimsmet í 200 metra bringusundi fyrir kon- ur, og er ])að í annað sinn á þessu ári, sem hún setur heimsmet á þessari vegalengd. Synti hún vega- lengdina á 3 mín 3.4 sek., en stuttu áður hafði hún synt hana á 3 mín. 8,6sek.. og var ])að einnig heimsmet. Astralska sundkonan Clara Dennis synti nýléga vegalengdina á 3 mín. 8.4 sek. — Else Jacobsen hefir og sett nýtt heimsmet í 200 yards bringusundi (182 m.), er hún synti á 2 mín. 50.4 sek. Knattspyrna Englendinga og Skota. Englendingar sigra með 3—0. Englendingar og Skotar háðu hinn árlega kappleik sinn þann 9. apríl síðastl. í Wembley, rétt utan við London. Áttu Englendingar mest all- an leikinn, og fanst enskum blaða- mönnum markaf.jöldinn ekki sýna nægilega skýrt yfirburði Englend- inga í leiknum. Bestir í liði Eng- lendinga voru: Miðframvörðurinn, O’Dowd, sem talinn er besti mið- framvörður, er Englendingar hafi átt í mörg ár, og vinstri framvörð- urinn, Weaver. — Áhorfendur voru 93.000. Þann 26. s. m. setti Taris einnig nýtt Evrópu-riiet á 200 metra sundi (frjáls aðferð). Svamm hann vega- lengdina á 2 mín. 12.2 sek., en fyrra metið var 2 mín. 14.4 sek. Atti' hann það einnig sjálfur og hafði sett það skömmu áður. . Taris verður sýnilega skeinu- hættur í Los Angeles í sumar, en þar syndir hann að líkindum bæði 400 og 1500 metra. Englendingar og Skotar hafa, frá því saga knattspyrnunnar hófst. verið taldir bestu knattspyrnumenn í heimi. En eftir Olympsku leikana í París 1924 fóru þó margir knatt- spyrnufróðir menn að efast um yf- irburði Breta, því lið Uruguay þótti sýna svo frábæra snild, þar á leik- unum. Sumarið 1930 töpuðu Eng- lendingar svo fyrir Spánverjum í Barcelona (3—4), og í fyrra gerðu þeir jafntefli (3—3) við Þjóðverja í Berlín, og einnig jafntefli við Aust- urríkismenn í Yinarborg (0—0), og Skotar töpuðu sama ár fyrir Austur- ríkismönnum í Vínarborg (0—5) og ítölum í Rómaborg (0—3); þótti af úrslitum þessum mega ráða, að bestu meginlandsþjóðirnar stæðu þeim jafnfætis í knattspyrnu. Svo keptu Englendingar aftur við Spánverja síðastl. vetur, nú i London, og unnu með 7—1, og fóru menn nú aftur að trúa á Breta. Englendingar ætla að keppa við Austurríkismenn í des- ember næstk., í London, og biiast menn við, að sá kappleikur skeri úr um það, hvað rétt sé í þessu efni. — Menn vita og, að Suður- Ameríkumenn eru afbragðs knatt- spyrnumenn, en telja víst, að þeir muni bíða lægra hluta fyrir atvinnu- mönnum Breta, ef þeir velja lið sitt vel. Hvaðanæva. Oxford-Cambridge kappróðurinn. Hinn árlegi kappróður milli háskól- anna Oxford og Cambridge var háð- ur fyrir skömmu. Unnu Cambridge- menn, og er það í níunda sinn i röð, sem þeir vinna róðurinn. Tíminn var 19 mín. 11 sek., og voru Ox- ford-menn tæpum finim bátslengd- um á eftir. Metið á vegalengdinni er 18 nrin. 29 sek., sett af Oxford 1911. — Cambridge-menn hafa nú unnið þennan róður 43 sinnum og Oxford- menn 40 sinnum, en einu sinni voru þeir dæmdir jafnir. Víðavangshlaup sem eftirtaldar sex þjóðir: Englendingar, Skotar, írar, Wales-búar, Frakkar og Belg- jr keppa í árlega, hefir nýlega ver- ið háð í Brússel og unnu Englend- ingar glæsilegan sigur. Hlaupið er flokkahlaup fyrir 6 menn og áttu Englendingar alla G fyrstu mennina í hlaupinu, og hefir það aldrei skeð áður í sögu hlaupsins. Sá er fyrstur kom að marki heitir Evenson, og hljóp hann vegalengdina, sem er 14.481 metri á 50 mín 51 sek. Annar' var Holden og þriðji Beavers. Þjóðverjinn Weimann setti nýlega nýtt þýskt met i spjótkasti. Kastaði hann <39.54 m., og er það fjórða besta afrek, sem náðst hefir í heiminum. Annar maður, Eistinn Sule, hefir þó náð nákvæmlega sömu kastlengd. Betri eru M. Jarvinen, Finnl. 72,93 heimsmet (sett 1930), E. Lundquist, Svíþj. 71,01 (1928) og E. Pentilla, Finnl. 09,88 (1927). — Gamla þýska metið var 66.96, og átti Weimann það sjálfur. James Bausch hefir nýlega af- rekað 8.022 stigum í tugþraut, og er þannig fjórði maðurinn í heimin- um, sem náð hefir 8000 stigum. Hinir eru: heimsmethafinn A. Jarvinen (8.255.475), P. Yrjöla (8.117.420) og J. Mortensen (8.193.290). Bestur var Gúmmístimplar eru búnir til í Félagsprentsmiðjunni. Vandaðir og ódýrir. Bausch 1 kúluvarpi (15.33) og kringlukasti (46.18).Hann er Banda- ríkjamaður. Enska meistaramótið á 10 mílna hlaupi (liðlega 16 km.) vann nýlega Skotinn J. F. Wood. Var hann 52 mín. 0.2 sek. að hlaupa vegalengd- ina og er það gott afrek. Annar var J. A. Burns. 1 ____ Víðavangshlaupameistari í Svi- þjóð var í ár Jean G. Lindgren, og er það í fjórða sinn í röð, sem hann vinnur þennan titil. Tékkóslóvakinn Douda, sem í fyrra varpaði kúlunni 16.04 metra (sama og heimsmet Hirschfelds), varpaði nýlega 16.05 m. á innanfé- lagsmóti í Prag. Afrekið fær hann þó ekki viðurkent sem heimsmet, þvi að þau verða að gerast á opin- beru leikmóti. Aðal keppinautar Douda í Los Angeles verða: Hirsch- feld (16.04), Sexton (16.07 innan- húss) og Brix (16.02). Bestu afrek þeirra í svigum. Norðurlanda-met i hástökki án atrennu setti Norðmaðurinn Tomm- elstad nýlega. Stökk 1.61 m. Heims- metið er 1.67 m. Knattspyrnufélaginu Val hefir verið boðið að senda 2. flokks lið sitt til Akureyrar, til að keppa við Ak- ureyringa, og munu þeir fara með Gullfossi 7. þ. m. Koma þeir við á ísafirði og Siglufirði, og munu keppa á báðum stöðunum. Þessir verða í förinni: Hermann Hermansson, Sveinn Zoega, Grímar Jónsson, Kristjón ísaksson, Eyþór Þorsteins- son, Guðmundur Sigurðson, Jón Guðbjartsson, Magnús Bergsteins- son, Gísli Kærnested, Árni Sigur- jónsson, Björgúlfur Baldvinsson, Ragnar Pálsson, Sigurður Steins- son, Björgvin Grímsson, Runólfur Sæmundsson. — Fararstjóri verður Axel Þorbjörnsson, verslunarm. —- Vænta má þess, að Valsmenn verði höfuðstaðnum til sóma i þessari för. Ýmsar íþróttagreinar, þar á með- al byrjunin á frásögn af Olympsku leikunum, frá ensku knattspyrnu- kappleikunum í vetur (úrslit), frá viðavangshlaupunum i vor, ýmsar erlendar íþróttafréttir o. fl., verða að bíða næsta blaðs, vegna rúm- leysis. Ritstjóri: ólafur Sveinsson. Útg.: Nokkrir áhugamenn. Félagsprentsmiðjan.

x

Þjálfi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjálfi
https://timarit.is/publication/1593

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.