Freyja - 01.03.1934, Blaðsíða 11

Freyja - 01.03.1934, Blaðsíða 11
6. Gr FEEY JA 11 '"•*1 %*"*%*" « **ý*"S* **»* **«* **v* ">* **i ÚTREIB, TnnnnnTTTTTrnnnnr Arið 1932 fékk eg að fara í útreið upp að Baldurshaga með öðrum manni; og var eg á hesti, sem heitir Blesi, en hinn var á hesti, sem heitir Leó. Gekk feröin ágætlega upp eftir og svo var lagt af stað heim. Segir nú eklci af ferðinni, fyr en við komum heim aðýírbæ. Við slógumst í hóp af fólki og var nú hald- ið áfram, og í förinni var maðal annars grár hestixr. Svo var hleypt. En á einni heygjunni var gamall maður, sem var á undan okkur. Og þegar grái hesturinn var á beygjunni, fór hann aðeins utan í gamla manninn, sem var svolítið á undan okkur, og datt hestur gamla mannsins, en hvorugur meiddist. En þegar komið var heim að Elliðaám, batnaði nú ekki. Þá var hleypt aftur og var smá afleggjari yfir veginn. Datt Blesi og fór kollhnís, en stóð strax upp aftur. Blesi var svolítið rifinn á nefinu, en.eg var ómeiddiir. En svo gekk allt vel og skurðurinn greri fljótt. Knud Einarsson. BJARIDÍRIB, TnnrriwnwwinnrTnnnrTnnr Það var í janúarmánuði ,1932. ilorðanáttin var búin að vera nokkra daga á Hornströndum. Hafísinn var kominn upp undir landið og náði svo langt út sem augað eygði. Dag noklturn, þegar við vorum að leika okkur inni, varð okkur litið út um gluggann, og sjáum við þá, að Maggi frá Smiðjuvík - en það var smalinn þar - er að koma niður hlíðina. Förum við nú niður til#að taka á móti honum, og mætum honum í dyrunum. Tökum við þá eft- ir því, að skammbyssa er bundin á hann, og sáum við seinna, að hún var svo fast bundin við hann, að skera varð hana af honum, en sjálfur var hann hníflaus. Þeg- ar við spurðum hann, til hvers hann hefði hana, svaraði hann, að hann hefði heyrt í ísbirni á Smiðjuvíkurbjargi, og ætti að láta boð liggja til stúlku, sem von var á austur, og segja henni, að ekki væri óhætt að fara ovopnuð og ein, vegna bjarndýra. M var byssan skorin af honum, sem áður er sagt, og fórum við síðan upp á loft aftúr til að leika okkur. Vildi Maggi þá endilega fara í bjarndýraleik, og áttum viö að vera birnir, en hann mað- ur, vopnaður með skammbyssu, sem var spýta, og miðaði hann vand- lega í hvert skipti. En áður hann fengi skotið, höfðurn við allt- skammbyssu

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/1595

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.