Lýðveldið - 01.12.1936, Qupperneq 1
\
ÚTGEFANDI: FLOKKUR LÝÐVELDISSINNA
RITSTJÓRI: SIGURÐUR GUÐJÓNSSON. — AFGREIÐSLA: PÓSTHÚSSTRÆTI 13. SÍMI: 3379.
1. árgangur
Reykjavík, 1. desember 1936
1. tölublað.
Bjarni Jónsson
frá Vogi.
Frjálsir menn í frjálsu landi,
fornar dyggðir heilar standi,
einkunn þin og orðtak uar.
y>ísland fyrir íslendinga«,
endurhljómur margra þinga
uakir enn og ueitir suar.
Orðsnilld þín og andans kynngi,
átökin á huerju þingi,
hitar ennþá hjarta mitt.
Þeir, sem núna ríki ráða,
og riðlast hér í arma báða,
nefna sjaldan nafnið þitt.
Yfir landið öldur flœða
annarlegra tiskufrœða,
byltast eins og brim uið strönd.
Erlend nöfn hér hafa heiður
hœrri en sterkur íslands meiður;
er nú treyst á önnur lönd.
Þín uar kenning þessu fjarri,
þjóðarsagan allt of nœrri
til að elska erlent uald. —
Ef oss sjálfir stakk ei sníðum,
stefnulausir öðrum hlýðum,
sögu uorrar sígur tjald.
Öflin, sem hér eru að uerki,
augljós þegar sýna merki:
sundrað fólk og sérdrœg uöld. —
Á þessum mikla merkisdegi
merkið þitt á frelsisuegi
þjóðaruakning skrifi á skjöld.
MARÍUS ÓLAFSSON.
1918*1936.
Árið 1918 mun ávalt verða
talið merkisár í þroskabaráttu
hinnar íslensku þjóðar. Þá var
bundinn endi á meira en hálfr-
ar aldar baráttu fýrir fullveldi
þjóðarinnar. Þeir menn, sem
þar voru að verki, eða sem sam-
bandslögin sömdu, eiga því
þakklæti þjóðar sinnar skilið,
og mun það koma betur í ljós,
því lengra sem frá líður, hve
mikilvægt spor þá var stigið. En
fullveldisviðurkenning vorri
fylgdu margir og miklir gall-
ar, sem ekki geta samrýmst
æðstu þjóðlegu og stjórnarfars-
legu þroskahugsjón hinnar ís-
lensku þjóðar og hagsmunum
hennar. Þessir gallar eru öllum
almenningi kunnir, svo sem
meðferð danskra stjórnarvalda
á utanríkismálum vorum, þó að
í umboði sé, hinn sameiginlegi
þegnréttur Dána og íslendinga
á fslandi, dönsk landhelgis-
gæzla við strendur landsins og,
síðast en ekki síst hið danska |
konungsvald hér á landi. Þótt
segja megi, að þessir gallar
hafi ekki, enn sem komið er,
valdið þjóð vorri efnahagslegu
tjóni, þá hafa þeir þó allir átt
sinn þátt í því, að þjóð vor hef-
ir ekki á þessu tímabili öðlast
þann alvöruþunga og ábyrgðar-
tilfinning í þroskabaráttu sinni,
sem þær þjóðir einar öðlast,
sem standa einar og óstuddar.
Að þessu leyti eru þessar leifar
hins danska valds á fslandi,
sem vér höfum búið við sí'ðan
1918, andstæðingur hinnar ís-
lensku þjóðar í þroskabaráttu
hennar.
En jafnframt hefir vaxið upp
úr íslenskum jarðvegi á þessu
tímabili annar andstæðingur,
sem er þjóðarþroska vorum
miklu hættulegri en leifar hins
danska valds, sem með oss býr.
Þessi andstæðingur er: stétta-
baráttan, sem nú er orðin öllu
ráðandi í þj >ödfi voru, jafnt
hjá einstakiingum sem hinu
opinbera. Þó var stéttabarátt-
an í þjóðlífi íslendinga eðli-
leg, þar eð í hinu unga atvinnu-
lífi voru stóð, og stendur enn,
tiltölulega fámennur hópur at-
vinnurekenda annars vegar en
hins vegar allur fjöldinn sem
atvinnuþiggjendur. Þar semjmörgum finst, að þar ráði regl-
þannig er ástatt, mynda hinir | an: af því að þú framdir rang-
fátækari ávalt samtök sín til að læti, þá er mér leyfilegt að gera
bæta kjör sín á kostnað þeirra, | það líka. Og menn trúa því
sem meira eiga, og þeir á hinn | ekki heldur, að það þjóðar-
bóginn samtök sín á milli til; uppeldi, sem skapað hefir þetta
að gæta hagsmuna sinna. Það j ástand, sé þess megnugt, að
verður einnig söguleg stað-
reynd, að stéttabaráttunni hafi
í sumu tekist að jafna kjör
manna frá því sem áður var, og ■ inni í þjóðlífi íslendinga á það
þá einkum verkamönnum til
handa, sem hlotið hafa hærra!
gefa réttlætinu sigur. Stétta-
baráttunni og stéttvísinni hefir
líka tekist að koma sundrung-
stig, að af henni stafar þjóð
! vorri mikil hætta, því að það er
kaup, styttri vinnutíma og full- j ekki aðeins, að hér standi mað-
an rétt til þátttöku við að verð-1 ur gegn manni og stétt gegn
leggja vinnu sína. Tryggingar-! stétt, heldur líka skóli gegn
löggjöfina nýju má líka skoða.skóla og skemtistaður gegn
sem verkamönnum fyrst og j skemtistað. Og það er ekki
fremst í hag. Alt þetta er rétÞ j laust við, að menn brosi að því,
mætt, ef jafnvægisins er að- j Þegar stéttabaráttuflokkarnir
eins gætt, þ. e. að ganga ekki1 °g blöð þeirra auglýsa skemti-
of nærri réttmætum kröfum staði sína, svo sem: Eiði,
annara meðborgara til að lifa Rauðhóla og Laugarvatn, með
og þroskast. Og átök státta á álíka ákafa og þurfandi
milli geta auðvitað altaf átt veitingamaður auglýsir veit-
sér stað, ef fram fara innan inga- og danssali sína. Hitt
réttra takmarka. En um leið og
þetta er viðurkent, þá er það
áríðandi, að á það sé bent og
það eihnig viðurkent, að allir
þeir þjóðlífsgallar, sem fylgt
hafa í kjölfar stéttabaráttunn-
ar hér á landi, og sem foringj-
ar hennar .til hægri og til
vinstri eru samsekir um, eiga
engan rétt á sér. Með þeim er
stéttabaráttan í þjóðlífi voru
komin út yfir heilbrigð tak-
mörk og orðin að afli sjálfs-
eyðileggingar og kyrstöðu, sem
er óhæft til þess að ryðja þjóð
vorri braut að æðsta takmarki
hennar. Hinum spillandi áhrif-
um stéttabaráttunnar á þjóðlíf
vort í nær tvo tugi ára má
líkja við þau áhrif, sem fúlt
andrúmsloft hefir á þá, sem að
jafnaði hafast við í því; menn
kemur þeim herrum, sem að
þessu standa, ekki til hugar að
athuga — og því miður ekki
almenningi heldur — að með
þessu er verið að auka á sundr-
ung íslensku þjóðarinnar en
ekki að draga úr henni. En al-
varle'gast af öllu er þó það, hve
stéttabaráttan hefir sljóvgað
réttlætistilfinning manna í' op-
inberu lífi þjóðarinnar, hve
þunga skuldabyrði hún og
menn hennar hafa bundið þjóð
vorri og hversu þeir hafa alger-
lega vanrækt að beina sjón-
um þjóðar vorrar að æðstu
þjóðlegu og stjórnarfarslegu
þroskahugsjón hennar og þeirri
miklu alvöru og ábyrgð, sem
henni fylgir. í þessu eina efni
er vanræksla þeirra svo mikil,
að þótt þeir hefðu ekki annað
verða blindir og sljóvir fyrir -yi saka unnið, mundi þjóð vor
skaðsemi þess.
„Stéttvísin“ hefir gert þjóð
vora þröngsýna og eigingjarna
fram úr hófi og óhæfa til þess
að sjá æðsta þroskamálefni lífs-
baráttu sinnar og miða alt við
það.
Þá hefir stéttabaráttan auk-
ið rangsleitnina svo mjög í
þjóðlífi voru, að menn eiga
erfitt með að trúa á réttlæti í
gjörðum hins opinbera. Og
eiga erfitt með að treysta þeim
á því sviði. Menn geta leitað
með logandi ljósi í stéttabar-
áttublöðunum íslensku síðustu
fimtán ár, og menn munu
hvergi reka sig á, að minst sé
á stofnun hins íslenska lýðveld-
is 1943, eða að því fylgi nokkur
ábyrgð og alvara. Um alt ann-
að, jafnvel hin allra auðvirði-
legustu mál, hefir verið ritað
og barist af miklum móði og
LANQ3dÓKA3AfNl
AO :L3;ÞUU 1