Lýðveldið - 01.12.1936, Blaðsíða 4

Lýðveldið - 01.12.1936, Blaðsíða 4
4 s& LÝÐVELDIÐ Costa-Rica, Hedschas, ísland, Japan, Þýskaland, U.S.A., og Egyptaland. Paraguay hefir sagt sig úr og getur losnað að ári. — Aðalþing Þjóðabandalagsins kemur saman ár hvert fyrsta mánudag í septembermánuði í höll sinni í Geneve — Genf — í Sviss. Á þinginu mætir aðeins 1 atkvæðisbær fulltrúi frá hverju landi og hafa allir jafn- an rétt. Þar ræður ekki afl at- kvæða, því að þá er fullveldi þeirra ríkja hnekt, sem væru 1 minnihluta. Ekkert ríki getur orðið skuldbundið nema með atkvæði síns fulltrúa, samþyktu af stjórn þess; hver fulltrúi gæti dregið taum sí'ns ríkis öðr- um ríkjum í óhag, en hér gildir engin þvingun, þetta er höfuð- boðorð. Sé málið sjálft ekki svo ljóst og sannfærandi að allir vilji vera því samþykkir, eða að minsta kosti ekki því mótfallnir, þá fellur það niður. Á þinginu má hver tala á sinni tungu, hvort nokkur annar skil- ur það eða ekki, en vanalega er talað á ensku, og þýtt á frönsku, eða öfugt, því að flest- ir skilja annaðhvort tungumál- ið. Það er því auðsætt, að það er ekki altaf auðsótt mál, að fá samþykki Þjóðabandalagsins til eins eða annars. Hvert ríki má senda 3 full- trúa og auk þeirra varafull- trúa, og ráðanauta (sérfræð- inga), en skrifara eftir vild, og eru þeir hlutgengir í nefndir. Þingið er haldið í heyranda hljóði og eru þar þá blaðamenn í hundraða tali til að safna fréttum og senda þær síðan á öllum heimsins tungumálunum út um alla jörð. Hve lengi þing- ið hafi setu er óákveðið og það getur frestað fundum eftir því er hæfa þykir. En nú er að kom- ast í hefð að þing sé aðeins haldið einu sinni á ári. Fyrir utan þingið eru tvær aðrar stofnanir fastar, það er ráðið og skrifstofan, sem fara með völd þess og stýra fram- kvæmdum og öðrum störfum, sem þeim heyra til og ennfrem- ur verkamálasambandið og dómstóllinn sem eru sjálfstæð- ar stofnanir innan vébanda Þjóðabandalagsins. Alþjóðaráðið heldur fundi 3ja hvern mánuð og gegnir milli aðalþinganna öllum störf- um sem bandalagið hefir að annast. 1 ráðinu er fastir meðlimir þeirra stórvelda sem á þeim tíma er meðlimir Þjóða- bandalagsins. Nú sem stendur Bretland, Frakkland, Ítalía og Bandaríki Rússlands, ásamt 10 öðrum ríkjum: Póllandi, Tyrk- landi, Spáni, Portúgal, Svíaríki, Ástraííu, Argentínu, Chile, Rúmeníu og Ecuador. Eins og í aðalþinginu mega engin mótatkvæði vera til sam- þykkis — en atkvæðamagninu er þannig hagað, að stórveldin hafi þar yfirtökin. Á þingfund- um ráðsins má sem sagt taka fyrir öll þau, mál, er heyra undir bandalagið nema um upptöku ríkja, breytingu á sáttmálanum, og kosningu í ráðið milli þeirra ríkja, sem ekki eiga þar fast sæti. Forseti ráðsins kallar saman aðalþingið og stýrir fundi þess, þar til þingforseti er kosinn, en þingið velur sér sex varaforseta og aftur aðra 6, sem geta gegnt forsetastörfum, ef á liggur, en eru aðallega formenn í þeim 6 föstu nefndum, sem aðalþingið kýs. Allir þessir 13 forsetar mynda allsherjar- nefnd, sem hefir á hendi eftir- lit með gangi mála og þing- sköpum. Þessar föstu nefndir, sem öll ríkin mega velja með- limi til, starfa ekki á milli þinga. Þá er skrifstofan. Skrifstofa Þjóðabandalags- ins er að miklu leyti sjálfstæð stofnun. Forstjóri hennar, aðal- stórritarinn er ráðinn af ráðinu með samþykki aðalþingsins, en hann ræður aftur alla aðra starfsmenn hennar með sam- þykki ráðsins. Hann á sæti á öllum fundum þings og ráðs, og tekur þar til máls, er honum sýnist, en atkvæði greiðir hann ekki. Starfsliðið er valið meðal allra þjóða og telur um 600 starfsmenn. Skrifstofunni er skift í deildir eftir málefnum, en ekki eftir þjóðum. Aðaldeildunum er skipt eftir málefnum þannig: 1. deild hefir pólitísk mál. 2. deild hefir hagfræði og fjármál. 3. deild hefir samgöngumál. 4. deild hefir mál um vernd þjóðerna. 5. deild hefir umboðsstjórn nýlendna. 6. deild hefir mál um tak- mörkun vígbúnaðar. 7. deild hefir heilbrigðismál. 8. deild hefir félagsmálalög- gjöf, afnám þrælahalds, ópí- umsrækt og sölu þess og annara eiturlyfja, verndun kvenna og barna. 9. deild hefir menta- og upp- eldismál. 10. deild hefir fræðslumála- starfsemi. Skrifstofan starfar alt árið. Verkefni hennar er að annast alla daglega stjórn og- rekstur bandalagsins. Hún safnar gögn- um og skýrslum um víða jörð, og sendir skýrslur um starf bandalagsins til allra ríkjanna og annast útgáfu þeirra rita, sem það gefur út svo og þing- tíðinda bandalagsins, sem koma út á ensku og frönsku og er út- býtt daglega meðan þing og ráðsfundir standa yfir. Verka- málasambandið og dómstóllinn í Haag, eru einnig fastar stofn- anir, en þó ekki háðar eftirliti eða yfirstjórn bandalagsins, heldur aíveg sjálfstæðar um starf sitt. 13. gr. sáttmálans, sem fjallar um vinnu og verka- mál, ákveður, að allar þjóðir, sem eru í bandalaginu, séu líka í verkamálasambandinu og eru fjármálin sameiginleg. En svo er þessi stofnun dýr, að hún tekur Ys af öllum reksturs- kostnaði sambandsins. Skrif- stofan hefir 300 manna starfs- lið með stjórnarnefnd 24 manna, 12 fulltrúum ríkis- stjórna og 6 fulltrúum verka- manna og vinnuveitenda, hvors um sig. Ráðstefnan kemur sam- an árlega, venjulega í janúar- mánuði, og eiga þar sæti 4 full- trúar frá hverri þjóð, 2 af hendi ríkisstjórnanna og 2 sinn hvor af hálfu hinna. Allir hafa jafn- an atkvæðisrétt og þarf % at- kvæða til að gera samþyktir. Þær eru aðallega tvennskonar: a) frumvörp til samþykta, sem sendar eru öllum ríkisstjórnum, sem þá eru skyldugar að leggja þau fyrir löggjafarvald ríkj- anna til samþyktar eða höfnun- ar; b) leiðbeiningar, sem ætlað- ar eru til fyrirmyndar í ýms- um greinum. Samþyktirnar hafa fjallað .um þessi málefni fram til 1930: 1. Takmörkun vinnutíma. 2. Atvinnuleysi. 3. Vinna kvenna fyrir og eft- ir barnsburð. 4. Næturvinna kvenna. 5. Næturvinna unglinga. 6. Lágmarks aldur fyrir ung- linga til alm. vinnu. 7. Lágmarks aldur fyrir ung- linga ^em vinna á skipum. 8. Atvinnuleysisbætur vegna skipsstrands. 9. Vinnuskipting milli sjó- manna. 10. Notkun unglinga við land- búnaðarvinnu. 11. Rétt landbúnaðarverka- manna til að stofna atvinnu- félög. 12. Trygging verkamanna við landbúnað. 13. Notkun blýhvítu við málningu. 14. Vikulegur hvíldartími við verksmiðjuvinnu. 15. Lágmarksaldur fyrir mat- sveina og kyndara. 16. Læknisskoðun ungra sjó- manna. 17. Slysatryggingar við vinnu, 18. Tryggingar vegna sjúk- dóma sem leiða af vinnu. 19. Jafnrétti útlendra og inn- lendra verkamanna ef slys ber að höndum. 20. Næturvinna í brauðgerð- arhúsum. 21. Eftirlit með útflytjendum um borð í skipum. 22. Ráðningasamningar sjó- mann. 23. Heimse Uiig sjómanna. 24. Sjúkratrygging iðnaðar- manna. 25. Sjúkratrygging landbún- aðarverkamanna. 26. Lágmarkslaun verka- manna. Eins og sjá má af þessu yfir- liti tekur verkamálasambandið 1 yfir alt, sem að atvinnumálum lýtur, og fer þýðing þessara skrifstofu sí'vaxandi, sem upp- lýsingarmiðstöð fyrir þjóðirnar og til samræmis í löggjöf þeirra í þessum málum. Hin stofnunin er alþjóða- dómstóllinn í Haag 1922, er hefir aðsetur í Friðarhöll Gerð- ardómsins í Haag, sem enn er við lýði, en sennilega legst nið- ur, er tímar líða, því að þessi nýi alþjóðadómstóll gerir hann ó- þarfann. Dómstóll þessi er í störfum sínum jafnóháður bandalaginu sem dómstólar öðr- um greinum ríkisvaldsins heima í ríkjunum. DómstóII þessi gefur leið- beiningar og leggur dóm á all- ar milliríkjadeilur, sem til hans er skotið, jafnvel þó þau ríki séu ekki í bandalaginu. Getur hann því haft þýðingu fyrir ís- land og dæmt í þess málum hvenær sem vill verða, ef ein- hverjar deilur eða ágreiningur kemur upp milli íslands og ann- ara ríkja. Skjalasafn og bókasafn bandalagsins eru þegar orðnar miklar stofnanir. I skjalasafninu eru geymdir meðal annars allir samningar þjóða á milli, sem gjörðir hafa verið síðan það tók til starfa. Á tímabilinu 1920—’30 voru skrásettir 2700 slíkir samning- ar og eru þeir 75 bindi. Er nú að komast í hefð að engir ísamningar milli ríkja séu gildir, nema þeir séu skrásettir 1 Geneve. Leynisamningar þykja þar á móti ósamboðnir siðuðum þjóðum og því ógildir. Bókasafnið er um 200 þús- und bindi og má því þegar teljast meðal hinna stærri bókasafna ríkjanna. Þar eru vitanlega öll rit, sem snerta sjálft bandalagið að einhverju leyti, handbækur í hverskonar fræðigreinum, alfræðibækur, orðabækur, blöð, tímarit og lög allra þjóða o. s. frv. Fyrst og fremst er safnið ætlað til afnota í þarfir Þjóðabandalags- ins, en stendur þó öllum opið, en meðmæli verða þeir að hafa frá stjórnarvöldum í þeirra ríki, til að fá aðgang að því að nota það. Þá skal minst á nokkrar af hjálparstofnunum Þjóðabanda- lagsins. 1. Þjóðhags -og fjármála- stofnunin, sem starfar í 2 deild- um og gefur aðalþingi og ráð- inu leiðbeiningar í öllum slík- um málum og gerir tillögur til bjargráða, ef eitthvert ríki lendir í fjármálavandræði, sem það sjálft á erfitt með eða get- ur ekki ráðið fram úr af eigin ramleik, yrði það langt mál að gera ýtarlega grein fyrir störf- um þessarar stofnunar, sem all- ir skilja að er mjög þýðingar- . mikil. — Framhald. — f stéttabaráttublaDanna. Það var ekki laust við að sumir Islendingar minkuðust sín fyrir viðureign íslensku stéttabaráttublaðanna við ,,Ekstrabladet“ í Kaupmanna- höfn nú síðastliðið sumar. „Ekstrabladet“, sem enginn sæmilega mentaður Norður- landabúi leggur sig niður við að lesa, hvað þá heldur taki mark á eða láti segja sér fyrir verkum, fann sig alt í einu megnugt þess að „slá sér upp“ á sundrung Islendinga. Þetta tókst ágætlega. „Ekstrabladet“ skrifaði bara nokkrar kjafta- greinar um fjárhag hinnar ís- lensku þjóðar og lét víst ekki í ljósi neitt traust á honum. Óð- ara voru öll stéttabaráttublöðin í'slensku rokin saman og skammirnar heyrðust nokkra daga svo að segja landshorn- anna milli um það, hver ,,kjaftað“ hefði í „Ekstra- bladet“. „Ekstrabladet“ var líka ánægt. Það hafði náð tak- markinu: að hleypa Islending- um saman, og ef til vill hefir líka legið æú hugsun á bak við, hjá hinu danska blaði, að Is- lendingar yrðu að minsta kosti ekki hæfari til að hyggja að æðri málefnum í sjórnmála- baráttu sinni, en stéttabarátt- unni, ef hægt væri að halda þeim við rifrildið og sundrung- ina. Og til þess var fjárhagur þjóðarinnar gott efni að dómi blaðsins. En stéttabaráttublöð- in íslensku voru nú ekki að hugsa um það; þau bara rifust og létu hið danska málgagn segja sér fyrir verkum. Vinnið gegn stéttabaráttu og sundrung. ísafoldarprentsmiBja h.f. f

x

Lýðveldið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýðveldið
https://timarit.is/publication/1598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.