Lýðveldið - 01.12.1936, Blaðsíða 3

Lýðveldið - 01.12.1936, Blaðsíða 3
LÝÐVELDIÐ 3 reynast kleyft, ef hægt yrði að sameina hagsmuni beggja í fyllra mæli en nú á sér stað, t. d. með ágóðaarðinum og hlut- deild verkamanna í fyrirtækj- unum. Með þessu yrði dregið úr verkföllum og verkbönnum og því atvinnutjóni, sem af þeim hlýst, þar sem gera má ráð fyr- ir, að allir fyndu það sér í hag, að semja um kaup án þess að stöðva vinnuna. Þá virðist augljóst mál, að því gæti orðið mikil bót að, frá því sem nú er, ef verkamenn og atvinnurekendur skipuðu sam- eiginlegt atvinnuráð, sem hefði það hlutverk á hendi, að gæta jafnvægis í þroska atvinnuveg- anna, rannsaka hagnýtt gildi nýrra fyrirtækja og ryðja ís-j lenskum afurðum braut alstað- ar þar, sem möguleikar eru fyrir sölu þeirra. Er sennilegt að þetta reyndust réttari vinnu- brögð til eflingar atvinnulífi þjóðarinnar en félög þau og nefndir, sem nú vinna að þessu og sem, því miður, svo oft eru á öndverðum meið hvert við annað, svo að árangurinn verð- ur blaðarifrildi en ekki at- vinnuaukning. Þá er ekki ó- sennilegt, að það mvndi hafa mikil áhrif til þess að draga úr böli stéttabaráttunnar, að þeir, sem atvinnu reka, þekki af eigin reynd kjör verkamanna sinna og geti því betur skilið kröfur þeirra og orðið við þeim eftir því, sem hagur beggja leyfir. Það virðist því ekki óskynsam- legt, að gerðar yrðu þær kröf- ur til þeirra í framtíðinni, sem stjórna eiga fyrirtækjum, að þeir hefðu unnið sjálfir að framleiðslunni, áður en þeir tækju stjórn hennar í sínar hendur. Það er vitað, að þekk- ingarleysi sumra atvinnurek- enda á síðari tímum á kjörum verkamanna sinna, hefir átt sinn þátt í því að auka stétta- baráttuna. T. d. er ólíklegt, að sumir útgerðarmenn, sem harð- ast stóðu gegn vökulögunum á togurunum, hefðu gert það, ef þeir hefðu sjálfir verið búnir að vinna um borð og vitað af jeigin reynd, hvílík ofraun það var hverjum manni, að vaka sólarhring eftir sólarhring án þess að fá svefn og hvíld. En ekkert myndi þó reynast þjóð vorri áhrifaríkara til þess að draga úr böli stéttabaráttunnar og það, að sameinast um æðstu þjóðlegu og stjórnarfarslegu þroskahugsjón sína, sem er stofnun hins íslenska lýðveldis. Sú hugsjón gæti breytt oss úr sundurlyndri og eigingjarnri stéttabaráttuþjóð, í fórnfúsa, einhuga og réttsýna lýðveldis- þjóð. Og það er takmark vort. Eimskipafélag íslands og þýðing þess fyrir þjóðina gert af löggjafans hálfu í þeim efnum. Og við það situr. Svo eru aðrir ,sem bíta sig í' ríkis- rekstur á allri framleiðslu, en athuga ekki, að með því yrði gengið úr öskunni í eldinn. Það er þó litlum vafa bund- ið, að lögleiðsla ágóðaarðs verkamönnum til handa í öllum þeiin atvinnugreinum, sem fært þætti, væri spor í áttina til þess #ð lyfta þjóðfélagi voru úr stéttabaráttunni á æðra sósíalt þroskastig, því að með lög- leiðslu ágóðaarðsins yrði tvent mikilvægt unnið, sem nú er mikil vöntun á, en það er sam- úð milli verkamanna og at- vinnurekenda og möguleiki fyr- ir því, að verkamenn gætu smámsaman eignast hlutdeild í atvinnufyrirtækjunum, og með því skapast það eignafyrir- komulag, sem eitt getur tryggt vinnufriðinn í landinu. Auk þess mundi þetta fyrirkomulag þroska hugsun og ábyrgðartil- finning verkamanna í atvinnu sinni, sem hvorttveggja er úti- lokað að verði, séu það fáir ein- staklingar, sem fyrirtækin reka, eða ríkið, því að þá verður fjöldinn hugsanalaust og vilja- laust verkfæri í höndum þeirra aðila. Það værj heldur ekki ó- sanngjarnt, að ríkið styddi verkamenn, t. d. sjómenn og iðnaðarmenn með hagkvæmum lánum til að eignast hlutdeild í framleiðslutækjunum, eins og það styður bændur með hag- kvæmum búnaðarlánum. At- vinnurekendur ættu líka kröfu til þess, að fá sem ódýrast rekstursfé, þegar löggjafinn legði þeim ágóðaskylduna á herðar .Hvernig sem á þetta mál er litið, myndi lögleiðsla ágóðaarðs verkamönnum til handa verða heillaríkt spor til að draga úr böli stéttabarátt- unnar og efla samúð og sam- starf með verkamönnum og at- vinnurekendum, og það jafnvel, þótt gera mætti ráð fyrir, að sum árin gæti ágóðaarðurinn orðið lítill, þ. e. þegar illa gengur. En það er ekki nóg, að verka- mönnum séu búnir möguleikar til þess að verða sjálfstæðir aðil- ar í atvinnu sinni eftir því, sem unt er, það verður líka að fá þjóð vora til að starfa saman að hag hvers einstaklings og heild- arinnar í miklu ríkari mæli en nú á sér stað. Samstarf þjóðar vorrar nú að hagsmunum ein- staklinganna á sér aðallega stað innan stéttanna en ekki með stéttunum sjálfum. Þess vegna stendur t. d. „Atvinnu- veitendafélag íslands“ gegn „Alþýðusambandi íslands“ og Samband íslenskra samvinnufé- laga gegn kaupmönnum o. s. frv. Þetta ætti að breytast þannig, að verkamenn og at- vinnurekendur, sem að sömu framleiðslu vinna, mynduðu með sér sameiginleg starfs- sambönd, er gættu hagsmuna beggja. Þetta myndi einnig Einn gleðiríkasti og þýðing- armesti þátturinn í framfara- baráttu íslendinga á síðustu áratugum, er án efa stofnun Eimskipafélags íslands árið 1914. Fyrir þann tíma höfðu allar siglingar milli Islands og annara landa og með ströndum landsins verið í höndum er- lendra skipafélaga, danskra og norskra, og allur ágóði runnið í hendur útlendinga. Islending- ar réðu þar engu eða að minsta kosti mjög lit^u. Þeir urðu að sætta sig við þau farmgjöld, sem aðrir ákváðu, eða að svelta að öðrum kosti. Almenningi, sem leitaði sjer atvinnu í ö.ðr- um landsfjórðungum, var venjulegast hrúgað saman í lestir hinna erlendu skipa, og lítið eða ekkert tillit tekið til umkvartana fólksins. Með Is- lendinga var farið eins og ann- ars flokks þjóð, sem ekki þótti í húsum hæf, eða var sett skör lægra en aðrir. Voru þetta leif- ar frá niðurlægingartímum þjóð arinnar, og óska víst engir, að þeir rlsi hér upp aftur. En hvað hefir þá Eimskipa- félag Islands gert til þess að létta þessu af þjóðinni? Á með- al annars þetta, sem öllum er að vísu kunnugt, en aldrei of oft bent á: það hefir komið siglingunum og ágóða þeirra í hendur landsmanna sjálfra, svo að nú ráða þeir mestu þar um; það hefir komið oss í fast og stöðugt siglingasamband við helztu viðskiptalönd vor í Norður-, Mið- og V.-Evrópu; það hefir sýnt og sýnir stöðugt þjóðfána vorn á þessum stöð- um og kynnir með því land og þjóð út á við, meira en nokkurt annað fyrirtæki gerir; það hef- ir búið Islendingum góðan skipakost, sem er samboðinn frjálsri þjóð og knúið með því hin erlendu skipafélög til þess að gera hið sama; það veitir hundruðum manna atvinnu, og hefir sýnt það í verki, að ís- lendingar eru færir um að stjórna sínum málum sjálfir. Þá má ekki gleyma því hvernig Eimskipafélagið bjarg- aði aðflutningi til landsins á stríðsárunum, og kom oss þá að litlu gagni sambandið við Dani. En þýðingarmest af öllu er þó það, hve stofnun Eimskipa- félags íslands hefir eflt þjóð- rækni og samhug hinnar ís- lenzku þjóðar. Svo mikill er máttur þess í þeim efnum, að enginn stéttabaráttuflokkur í landinu hefir í raun og veru séð sér fært að vega að því sér til framdráttar. Eimskipafélagið er því fag- Lýðveldl Lýðveldanna. Það hefir verið minst á Þjóðabandalagið nokkrum sinn- um bæði í ræðu og riti hér á landi síðustu mánuðina og var því hallmælt og þeim, sem að því stóðu, og sagt að það hefði brugðist mikillega beztu von- um manna. Þá áréttaði Musso- lini þessar árásir á Þjóðabanda- lagið með því að gefa í skyn að það ætti engan tilverurétt lengur og ætti því og mætti lognast út af. En nú heyrist að Englendingar vilji leggja kapp á að halda uppi heiðri þess, og sennilega fylgjast þá Frakkar með og fleiri þjóðir, Virðist því ekki úr vegi að at- huga hverskonar stofnun Þjóðabandalagið er, og hvaða verkefni og þýðingu það hefir haft og getur haft í veröldinni. En í þessari grein verður ekki unt að fara ýtarlega út í þetta mikla mál, og verður ekki hjá því komist að efnið verði sund- urlaust, því að víða verður við að koma. Þjóðabandalagið byggist á sáttmála í 26. gr., sem settur var fyrir framan Versalafriðar- samningana fjóra og öðlaðist gildi ásamt þeim 10. janúar 1920. Aðalmennirnir, sem unnu að samningi sáttmálans voru þeir: W. Wilson Bandaríkjaforseti, Leon Bourgeois, franskur, Ro- bert Cecil lávarður, enskur, Smuts, forsætisráðherra Suður- ur vottur þess, hverju beztu eiginleikar Islendinga, sam- heldnin og þjóðræknin, geta áorkað, og er gott að minn- ast þess á slíkum sundrunga- tímum og vér nú lifum. Sá Is- lendingur er ekki þjóðrækinn, sem ekki notar skip þess, ef þeirra er kostur, fram yfir er- lendu skipin. En það væri í fylsta máta óréttmætt að bera þjóð vorri það á brýn, að hún hefði ekki gert skyldu sína við Eimskipa- félagið. Þvert á móti á þjóð vor þökk skilið og þá fyrst og fremst hin íslenzka viðskipta- stétt — kaupmenn og kaupfé- lög — fyrir það, hve vel hún hefir gert skyldu sína við það. Ósk allra góðra íslendinga er því sú, að Eimskipafélag (ts- lands haldi áfram að vaxa og dafna sem eign alþjóðar, svo að sá tími komi aldrei aftur, að vér þurfum að lúta erlendu valdi í siglingum. Er menn þegar farið að dreyma um hið fyrirhugaða nýja skip þess og mun það gleðja alþjóð manna, þegar það kemur. Robert Cecil, lávarður. Afríku, Venizelos hinn gríski, ítalinn Orlando, Kínverjinn Wellington Koo, og Belginn Paul Hymans. Voru allir þessir menn frábærir að viti og þekk- ingu á málinu. Það, að sáttmál- anum var ætlað öndvegið í Ver- salafriðarsamningunum var til þess að flest ákvæði hans snú- ast aðallega að því, að tryggja friðinn og í 8. gr. er talað um takmörkun vígbúnaðar. — Víg- búnaðinn átti að takmarka eins og frekast var unt, og telja mátti hættulaust til öryggis þjóðanna. Þjóðabandalagið átti að koma þessu í kring á þann hátt að ráðið sendi tillögur, sem hvert ríki síðan athugaði og samþykti á þingi Þjóða- bandalagsins. Á 10 ára fresti skyldi athuga þessar samþyktir og breyta þeim ef þurfa þætti. Fram yfir það, sem sett væri í þessum samþyktum mátti engin þjóð fara í vígbúnaði sínum nema með leyfi alþjóðaráðsins. En eins og menn vita, hefir ekki ennþá komist svo mikil kyrð á, að nein þjóð hafi þótst geta ákveðið hve mikið hún mætti takmarka vígbúnað sinn, svo að þetta ákvæði hefir enn ekki komist í framkvæmd. Það má heita svo, að stórveldin hafi ekki ennþá komist til að reyna þetta fyrirkomulag, en á meðan svo er, er líka óreynt hvernig það gefst. Sennilega er þó ekki með öllu þýðingarlaust, að það sé til. Sá tími getur korpið, að því megi hrinda í framkvæmd. — En hvernig er þá þetta Þjóðabandalag. Þjóðabandalagið er samband 58 sjálfstæðra ríkja,'en 8 ríki eru utan við, þau eru: Brasilía,

x

Lýðveldið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýðveldið
https://timarit.is/publication/1598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.