Lýðveldið - 17.06.1937, Page 2
Kallio, ríkisforseti Finnlands.
Fyrsta lýðveldt Norðurlanda.
Hvert verður hið næsta?
Finnland er á takmörkum
Norður- og Austur-Evrópu, en
telst þó til Norðurlanda. Stærð
landsins er 388.000 km.2 og af því
eru 45,000 km.2 stöðuvötn. Er
landið því oft nefnt „Þíisund
vatna landið“. Skógar eru einnig
stofnun lýðveldisins á að verða
varanleg’. Hin skipulagða óstjórn-
allra hluta verður að liætta —-
valdið verður að seljast í hendur
þeim mönnum og' þeim flokkum,
sem líkiegastir eru til að reisa við
atvinnulífið og þar með afkomu
ríkis og einstaklinga. Þeir flokk-
ar, sem farið hafa með völdin
síðan 1927, hafa sýnt það, að þeir
hafa hvorki menn, vilja nje getu
til að leysa þetta verkefni af
höndum. Þeirra starf hefir verið
liiðurrifsstarf — ekkert varanlegt
hafa þeir reist, nema himinháan
skuldastafla. Nú verða því hinir
flokkarnir í landinu að taka við.
Mennina verða þeir að finna, því
inikið liggur við og timinn er
naumur. Með svo ógurlegar skuld-
ir, sem nú hvíla á oss, með at-
vinnulíf á heljarþröminni og' sjálf-
um oss sundurþykkir, verður
aldrei stofnað til lýðveldis á Is-
landi 1943. Hér þarf skjótra að-
gjörða við og starf næstu ára
verður að hníga í alt aðra átt en
undanfarið, ef dýrasta hugsjón
hvers íslendings á að geta ræst á
sínum tíma.
Með stofnun Lýðveldisfloklts á
íslandi er að vísu stigið spor í
rjetta átt, en það er með þann
nýja flokk eins og allan annan
nýgræðing, að hann þarf sinn
tíma til að þroskast og dafna, en
hjer bíða aðkallandi verkefni
skjótrar úrlausnar, og megum vér
því vel fagna hverjum þeim, sem
leggur liönd á plóginn, og styðja
hann af fremsta megni, meðan
hann vinnur fyrir og í anda lýð-
veldishugsjónarinnar og undirbýr
það með starfi sínu, að hún nái
óhindruð fram að ganga á dóms-
degi þjóðarinnar 1943. L. S.
miklir, um 200,000 km.2 nothæf-
ir skógar. Er skógarhögg höfuð-
atvinnuvegur á Finnlandi og
timbunxtflutningur mikill. Kvik-
fjárrækt og kornyrkja er einnig
mikil, einkum kvikfjárræktin, og'
selja Finnar öðrum þjóðum kjöt
og sriijör, en korn verða þeir að
ílytja inn. Iðnaður er líka mik-
ill, einkum timbur- og' pappírsiðn-
aður. Kemur vatnsaflið þar að
góðu haldi, því í landinu finst
hvorki kol nje járn. íbúarnir eru
3,493,000 og eru langsamlega
flestir Finnar. Svíar búa þó
Mokkrii' með ströndum fram.
Finnland laut Svíum frá 1154—
1809, var svo stórfurstadæmi í
sambandi við Rússland. Var
Rússakeisari stórfursti Finnlands
og hafði nissneska landstjóra
þar fyrir sína liönd. Voru sumir
þ'eirra illa þokkaðir fyrir lögbrot
sín og kúgun við finsku þjóðina,
t. d. Bobrikov. Var hann að lokum
skotinn. Með byltinguimi á Puiss-
landi 1917 losnaði Finnland úr
ápauðinni og var þá hið finska
lýðveldi stofnað. Forsetar hafa ver
ið m. a.: Mannerheim, Stálberg,
Eelancler, Svinhufvuð og nú Ky-
östi E'aliio, sem er kjörinn frá 1.
mars 1937 til 1. mars 1943. Er
kjörtímabil forsetans því 6 ár.
Finnar eru hetjuþjóð, sem á
síðari tímum hefir orðið að g’anga
í harðari skóla en hinar Norður-
landaþjóðirnar. Er þar fyrst, bar-
áttan gegn Riissum alla nítjándu
öldina, og' svo borgarastyrjöldin
1918. Eftir hana hefir ríkið gert
mikið til að bæta kjör jarðeigna-
lausra verkamanna og- tryggja
með því landsfriðinn.
Verslunarviðskifti Finna og fs-
lendinga eru sáralítil. Ættu þau
að geta aukist, þar eð við gætum
selt þeim t. d. fóðurmjöl, en þeir
oss t. d. tiínbur og pappír. Eru
það hlutverk fyrir unga íslenzka
verzlunarmenn að koma því í
framkvæmd.
Finska þjóðfánann þekkja auð-
vitað allir íslendingar: bláan
LÝÐVELDIÐ
Stakkasundið.
(Af því hinn 17. júní er helgað-
ur íslenzkum íþróttamönnum, tel-
ur blaðið rétt að birta greinar um
íþróttir.
Grein Erlings Pálssonar yfirlög-
regluþjóns um stakkasundið hef-
ir vakið sérstaka athygli og birtir
blaðið því greinina með samþykki
höíundarins og formanns Sundfé-
lagsins Æg'is, lir. Eiríks Magnús-
sonar, en greinin er tekin úr 10
ára afmælisriti þess merka og nyt-
sama íþróttafjelags. Ritstj.)
Af því að land það, er við byggj-
um, er umflotið sæ, og annar að-
alatvinnuvegur þjóðarinnar, fiski-
veiðarnar, fer frani á sjónum eða
upp við ströndina, við bryggjur
og lendingarstaði, þá er það afar
áríðandi, að sundkunnátta sé al-
menn meðal íslendinga, og þó sér-
staklega meðal sjómannastéttai'-
innar. Enginn maður ætti því að
fást skráður á skip, nema hann
væri vel sundfær.
Sundnámið sjálft og byrjunar-
þjálfun þarf auðvitað að fara
frain í volgu vatni, en úr því
verður sundmaðurinn að terrija
sér sund í köldu vatni eða sjó. Því
óðum sundmanni getur auðveld-
lega fatast sundið í köldu vatni
eða sjó, sé hann aðeins vanur að
synda í volgri laug.
En það er heldur eigi nægilegt
að æfa sund í sundfötum einum.
Oftast þegar slys ber að höndum
í sjó eða vatni, eru menn í fötum,
en sund í fötum er mikliv þyngra
en að sýnda nakinn eða í sund-
klæðum einum. Það er því afar
áríðandi, að sem flestir temji sér
sund í fötum og sjómaðurinn í
sjóklæðum.
Til að glæða áhuga og skilning
almennings á þessu nauðsynja-
máli, þá stofnaði Sundfélag
Reykjavíkur „Stakkasundið“ árið
1926, þar sem keppa skyldi í 100
stiku sundi í öllum sjóklæðum, og
var sett sem skilyrði, að sund-
maðurinn væri í sjóstakk og full-
háum stígvélum. — Sjómannafé-
lag Reykjavíkur gaf gripinn til
að keppa um, „Stakkasunds-bik-
arinn“, sem er forkunnar fagur
og vandaður silfurbikar og er far-
andgripur. Yar það líka sérstak-
lega vel til fallið, að Sjómanna-
félagið skyldi veita þessu góða
má'lefni slíka viðurkenningu.
Stakkasundsmótin eru eftir
þetta haldin árlega út í Örfirisey
með allgóðum árangri, og urðu
þau brátt vinsæl hjá almenningi,
Geir Jón Helgason.
en þó gætti þátttöku sjómanna-
stéttarinnar í þessum mótum
minna en æskilegt hefði verið, fyr
en árið 1931 hinn 12. júlí. Þá kom
fram á sjónarsviðið einn ungur
maður úr sjómannastéttinni svo
g'læsilega, að vert er að rifja það
upp.
Þegar Stakkasundið átti að
hefjasí, veittu menn því eftirtekt,
að hópur sjómanna og unglinga
höfðu slegið hring utan um ung-
an og hraustlegan mann, sem stóð
rétt hjá sundskálanum. „Ætlar þú
ekki að reyna, Geir Jón ?“ sögðu
sumir þeirra, en hinn ungi mað-
ur ypti öxlum og svaraði: „Eg
held að það þýði ekkert". Fyrir
eggjunarorð einhvers náunga úr
hópnum lét hann nú samt til leið-
ast, og þreytti Stakkasundið, þó
að hann væri nýkominn af sjón-
um og væri eigi í æfingu, sem
kallað er.
Frá úrslitunum skýrir „Alþýðu-
blaðið“ 15. júlí 1931 á þessa Ieið:
„Þá hófst Stalíkasundið. Vann
kross á hvítum grunni. Er hann
bæði hreinn og fagur. Hafa
íþróttamenn Finna, einkum
hlaupagarpar þeirra, borið hróð-
ur lians og’ þjóðar sinnar um all-
an hinn mentaða heim, eins og
kunnugt er. —
Finnland er fyrsta lýðveldi
Norðurlanda.
Hvert verður hið næsta?
S. G.
það sjómaður úr Sjómannafélag-
inu, Geir Jón Helgason. Svant
hann vegalengdina á 3 mín. 2 sek.
Annar varð Haukur, Maraþon-
hlauparinn, á 3 mín. 2,4 sek. og
þriðji varð Úlfar Þórðarson á 3
mín. 11,5 sek.
Fögnuður áhorfenda var geysi-
mikill, er sjómaðurinn, sem enga
æfingu hafði haft, vann þessa þol-
raun og átti hann þó við mikla
sundkappa að etja“.
Er hér að öllu leyti rétt frá
skýrt, og er ekki ofsagt, að Geir
Jón Helgason liafi orðið sjómanna-
stéttinni til mikils sóma við þetta
tækifæri, og sýnt glögt sem fyr,
að ávalt finnast hinir mestu af-
reksmenn í þeirri stétt.
Geir Jón Ilelgason er fæddur í
Reykjavík hinn 24. sept. 1908.
Hann liefir lagt stund á sjó-
mensku síðan hann var 15 ára, og
útskrifaðist úr Sjómannaskólanum
eftir eins vetrar nám. Upp á síð-
kastið hefir liann verið stýrimað-
ur ýmist á línuveiðurum eða tog-
urum.
Geir Jón Helgason nam sund í
æsku, og hefir ávalt notað tæki-
færið til að steypa sér í sjóinn af
skipsfjöl, á liöfnum í kringum
landið, og í sundlaugunum hér
hefir. liann ávalt verið tíður gest-
ur, þegar hann hefir dvalið í
Reykjavík.
Geir Jón Helgason er einn af
stofnendum hins ágæta sundfélags
Ægis, og hefir jafnan verið hinn
áhugasamasti, þegar hann hefir
haft tækifæri til að starfa í fé-
laginu.
Að síðustu vil ég taka það fram,
að ég tel réttast að breyta reglu-
gerðinni um Stakkasunds-bikarinn
þannig, að sjómenn einir megi
keppa um liann, og að kepnin
skuli fara fram t. d. frá 15.—20.
júní, áður en sjómenn fara alment
úr bænum. Ætti þetta að vera vel
framkvæmanlegt með batnandi að-
stöðu til suudnáms og sundiðkana,
eftir að Sundhöllin hefir nú verið
opnuð.
Erlingur Pálsson.
Nokkrar athugasemdir um
nám Islendinga erlendis.
Frá fornu fari hafa margir
íslenzkir námsmenn orðið að
afla sér mentunar í öðrum lönd-
um. Síðan íslendingar eignuð-
ust háskóla, hefir ekki orðið hér
önnur breyting á en sú, að fjöl-
mennustu embættismannastétt-
ir landsins hafa hlotið innlenda
mentun. Hins vegar búum við
enn við þau kjör, að þeir ís-
lenzkra námsmanna, ,sem leggja
vilja stund á hvers konar verk-
leg vísindi, náttúrufræði, er-
lendar tungur o. s. frv. verða
enn sem fyr að leita að heim-
an, til háskóla annara landa, og
munu sjálfsagt þurfa þess enn
um mörg ókomin ár. —
Auðvitað hafa margir hinna
ungu námsmanna hlotið opin-
b.era styrki til náms síns. Mun
það vera orðin allrífleg upp-
hæð, er varið hefir verið í þessu
skyni, síðan Islendingar öðluð-
ust sjálfstæði 1918. Vissulega
mun enginn telja þetta fé eftir.
Hinsvegar mun engum, er með
þessum málum hefir fylgzt,
blandast hugur um, að um styrk.
veitingar þessar hefir oft og ein-
att gætt of lítils samræmis, of
mikils skipulagsleysis. Ef vel
ætti að vera, þyrfti að fara
fram nákvæm rannsókn á því,
í hvaða greinum íslenzka ríkið
skorti helzt háskólagengna
menn, og miða opinberar styrk-
veitingar við þá rannsókn. Með